Íslendingur


Íslendingur - 29.10.1980, Page 2

Íslendingur - 29.10.1980, Page 2
Fyrsta keppni Bridgefélags Akureyrar á starfsárinu Gagnfræðaskóli Akureyrar Nú er lokið fyrstu keppni Bridge félags Akureyrar á þessu starfs- ári, en það var þriggja kvölda Thule-tvímenningur. Að þessu sinni sigruðu þau Soffía Guðmundsd., og Ævar Karlesson, eftir góðan enda- sprett i síðustu umferð, en þegar síðasta umferð hófst voru þau í 6.-7. sæti, 23 stigum á eftir efstu pörunum. Röð efstu para varð þessi: stig 1. Soffía Guðmundsdóttir - Ævar Karlesson 391 2. Ragnar Steinbergsson - Gunnar Sólnes 383 3. Ólafur Ágústsson - Grettir Frímannsson 379 4. Júlíus Thorarensen - Sveinn Sigurgeirsson 371 5. Hörður Steinbergsson - Jón Stefánsson 368 6. Stefán Sveinbjörnsson - Sigurður Búason 367 7. Páll Pálsson - Frímann Frímannsson 362 8. Sveinbjörn Jónsson - Einar Sveinbjörnsson 360 9. Stefán Ragnarsson - Pétur Guðjónsson 357 10. Arnald Reykdal - Gylfi Pálsson 354 Spilað var í þremur 12 para riðlum og var meðalárangur 330 stig. Keppnisstjóri félagsins er Albert Sigurðsson. Næsta keppni félagsins er sveitakeppni, Akureyrarmót, og eru spilarar beðnir að skrá sveitir sínar hjá stjórn félags- ins. Einnig mun stjórnin að- stoða og leiðbeina við myndun sveita. Sveitakeppnin hefst þriðju- daginn 28. október kl. 20 í Félagsborg. „Opið hús“ í Brekkukoti Það var mikið um að vera á skóladagheimilinu að Brekkugötu 8 s.l. sunnudag. Þá var „opið hús“ og foreldrar og börn önnum kafin við alls konar leiki og störf. Þá var boðið upp á veitingar. Ljóst er að fjölbreytt starfsemi fer fram að Brekkugötu 8 en þangað koma börn fyrir eða eftir skólatíma, fá kennslu og aðstoð við heimanám. Að sögn forstöðukonunnar, önnur Fíu, eru um 30 börn á heimilinu og annar það ekki eftirspurn, þó taldi hún að Akureyringar hefðu ekki að fullu áttað sig á starfsemi þeirri sem þar fer fram. Ánægjulegt var að sjá börn og foreldra vinna saman að ýmsum verkefnum, m.a. skreytingum á veggjum auk þess sem gestum gefst kostur á að sjá leiklist sem börnin önnuðust. Lesendur leggja orð í belg Leiruvegur þolir enga bið Vegamál eru oft á dagskrá eins og eðlilegt er, þar sem við erum svo mjög háð samgöngukerfinu um hinar dreifðu byggðir lands- ins. Og ekki mun vandalaust að standa þar í forsvari fyrir fjárframlögum til landshlut- anna, enda er þar oft misskipt eins og við hér á norðurslóðum erum vitni að. Mörgum finnst ganga seint með vegalagningu yfir Víkur- skarð. Vegna þess seinagangs verður hann mörgum sinnum dýrari en áætlað var í upphafi. Annars er það áberandi hve vegir hér austan Akureyrar hafa dregist afturúr. Það er engu líkara en þetta svæði sé í svelti hvað íjármagn ogframkvæmdir snertir, og hafi verið það um árabil, hver svo sem ástæðan er. Það hefur heyrst að ein Eyja- fjarðar brúin væri að hruni komin, og vart held stórum bílum lengur. Þetta eru ljótar fréttir, og ætti öllum að vera ljóst, að bygging Leiruvegar 2 - ÍSLENDINGUR ásamt brú þar yfir, þolir enga bið. Ég hef heyrt að þá fyrst, þegar Víkurskarðsvegurinn væri fullbúinn yrði hafist handa um Leiruveginn. En verður það ekki of seint? Eðlilega hefur það síst verkað hvetjandi á fjárveit- ingavaldið, að sumir heima í héraði hafa lagst eindregið gegn þessari vegalagningu, og talið að með vegi í gegnum Vaðlareit muni hann verða fyrir óbætan- legu tjóni, og hafa haft þar stór orð um. En þetta er ekki nýtt fyrir- bæri, þegar um þjóðþrifamál er að ræða láta úrtöluraddir ekki á sér standa. En það hafa líka heyrst raddir og þær háværar, sem mæla með vegi í gegnum Vaðlareit, með því fengi hann meira gildi sem útivistarsvæði, og með veginum skapaðist skilyrði til skógrækt- ar á stóru svæði sem ekki hentar til annars. Það yrði auðvitað að setja það skilyrði að hann yrði með bundnu slitlagi, ogtraustar girðingar meðfram. Kannski eru menn einnig á móti vegi yfir Leirur og gegnum Vaðlareit af ótta við að Svalbarðseyri mundi færast það nærri bænum að hún „stæli senunni“. Fólk mundi sækja þangað jafnvel til búsetu. Þar gæti með tímanum risið einskonar Kópavogur þeirra R.víkinga. Vissulega mundi skapast sá möguleiki með til- komu vegarins, að hægt væri að búa á Svalbarðseyri þó vinna sé sótt í bænum. Óneitanlega er fallegt bæjar- svæði umhverfis Svalbarðseyri og kannski raunhæft að álykta, að á næstu áratugum muni verða þar gjörbylting hvað bygg ingamál varðar, en varla verður það á næstunni. En hvað sem því líður, má ekki ótti við þessa ímynduðu byggðaröskun né aðrir for- dómar tefja fyrir framkvæmd- um Leiruvegar. A.E. Gagnfræðaskóli Akureyrar verður 50 ára 1. nóvember þ.e. á laugardaginn kemur. Þessara merku tímamóta í sögu skólans verður nánar getið síðar í blaðinu. „fslendingur“ sendir starfsliði og nemendum skólans bestu óskir í tilefni afmælisins. Útgáfustarfsemi Náttúrugripa- safnsins á Akureyri Náttúrugripasafnið á Akureyri hefur á undanförnum árum gefið út (eða staðið að útgáfu á) fjórum tímaritum eða ritaserí- um þe. Týli Tímarit um náttúru- fræði og náttúruvernd. Mynd- skreytt tímarit, ætlað almenn- ingi og fræðimönnum. Kemur út tvisvar á ári, um 50 bls. hvert hefti. Það er gefið út í samvinnu við Bókaforlag Odds Björns- sonar á Akureyri, sem annast um prentun og dreyfingu á því. Út eru komnir 10 árgangar. Acta botanica fslandica Tíma rit um íslenska grasafræði. Þetta tímarit er arftaki tíma- ritsins Flóru, sem út var gefið af Bókaforlagi Odds Björnssonar á árunum 1963-1968 (alls 6 hefti). Það hóf göngu sína árið 1972 og voru fyrstu þrír árgang- arnir (heftin) gefin út af Bóka- útgáfu Menningarsjóðs í Reykjavík. Síðan 1975 hefur safnið séð eitt um útgáfuna og frá sama tíma hefur ritið verið prentað beint eftir vélrituðum handritum. Ritstjóri er Hörður Kristinsson prófessor. Fjölrit Náttúrugripasafnsins á Akureyri. Eins og nafnið segir er þar um að ræða fjölritaseríu, sem byrjað var að gefa út árið 1971. Það er fyrst og fremst ætlað til kynningar á niður- stöðum rannsókna sem unnar eru við safnið eða á þess vegum og kemur því ekki reglulega út, en að meðaltali hefur þó komið eitt hefti á ári (alls 10 hefti). Þar hafa m.a. birst niðurstöður mengunarrannsókna, sem gerð ar voru á sjónum við Akureyri árin 1971-1980. Ársskýrsla náttúrugripasafns ins á Akureyri. Kemur að jafnaði út árlega, fjölrituð (um 10-15 bls.) í stærðinni A5 og flytur aðeins skýrslu safnsins. Er til upplag af henni frá 1968 (9 hefti alls). Ókeypis. Póstfang safnsins er: Póst- hólf 580, Akureyri. Þessar fréttir lesum við í Þjóðviljanum og eru hreint ekki hlýlegar fyrir blessað kvenfólkið svona rétt þegar vetur sest að og næðingar kaldir og blygðunarlausir vægja engu sem fyrir verður. Þetta skilst okkur aðséfyrsti lekdómur sem birtist á þessu lekári. Ktvmnurekendur klotna. Þegar við svo lesum þessi ósköp í sama blaði sama daginn fer heldur að kárna gamanið en við vonum þó að fyrri fréttin eigi engan þátt í að kljúfa niður atvinnurek- endur. Besti punkturinn kom svo auðvitað í Islendingi og þótti víst ýmsum sem nú væri skörin farin að færast upp í kviðarholið þegar þeir lásu um þessi fósturlæti í blaðinu. Aðalfundur KNATTSPYRNUDEILDAR KA verður haldinn n.k. miðvikudag 5. nóvember í Lundarskóla kl. 20.30. STJÓRNIN.

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.