Íslendingur - 29.10.1980, Side 6
Umsjónarmenn:
RAGNAR ÞORVALDSSON
EINAR PÁLMI ÁRNASON
fþróttir
Islandsmótið í körfuknattleik, 1. deild - Þór 67 Fram 68
Þórsarar óheppnír í
smum fyrsta leik
Þá er körfuknattleikurinn kom-
inn á stað. Þórsarar léku sinn
fyrsta leik í I. deild á laugardag
er liðið mætti Frömmurum hér
nyðra. Þessi tvö lið eru fyrir-
fram talin sigurstranglegust og
var því mikið í húfi. Eftir hörku-
spennandi leik voru það Framar
ar sem hirtu bæði stigin, þeir
sigruðu með aðeins eins stigs
mun 68 stigum gegn 67.
Það var mikið jafnræði með
liðunum allan leikinn og ljóst að
hvert atvik gæti skipt sköpum.
Nokkurrar taugaspennu gætti
meðal beggja liðanna, menn
voru oft á tíðum of ákafir og því
skotanýtingin í samræmi við
það. Það síðarnefnda á þó
frekar við um Þórsliðið, sem
með þeim mannskap sem það
nú býr yfir ætti á góðum degi að
geta lagt af velli hvaða íslenskt
körfuboltalið sem væri. Liðið
lék þennan leik án eins síns
besta manns Eiríks Sigurðsson-
ar. Fyrri hálfleikurinn var engst
af mjög jafn eða þar til staðan
var 32-32. Þá náðu Þórsarar
mjög góðum kafla og voru
komnir yrir sex stig 40-34 er
flautað var til leikhlés. Af
þessum 40 stigum hafði Gary
gert 23 og virtust Framarar
ekkert svar eiga við góðum leik
hans. Hálfleikinn hafa þó örugg
lega notað til lausnar varnarað-
gerða á hendur Gary. Þetta
gekk upp hjá þeim með því að
gefa honum aldrei frið og sést
það glöggt ef litið er á skor hans
í seinni hálfleiknum miðað við
þann fyrri. Hann gerði aðeins
sex stig og er það aðalorsök
fyrir tapi liðsins. Framarar
höfðu hins vegar heppnina með
sér því þegar um 10 sekúndur
eru til loka leiksins og staðan
68-67 fá Þórsarar þrjú víta-
skot til þess að gera tvö stig.
Sigurgeir, sem ekki var öfunds-
verður af hlutskipti sínu, mis-
tókst í öllum skottilraununum
og Fram sigur því staðreynd.
Þrátt fyrir tap í sínum fyrsta leik
verða Þórsarar án efa með í
baráttunni. Tilkoma þeirra
nafna Jóns Héðinssonar og
Jóns Oddssonar styrkir liðið til
muna og verður gaman að
fylgjast með liðinu þegar á líður
og samæfingin er orðin meiri.
Stig Þórs skiptust sem hér segir,
Gary 29, Jón H. 12, Sigurgeir
10, Alfreð 8 og Jón O. 8.
Dómarar voru þeir Hörður
Tuliníus og Rafn Benediktsson,
þeir hafa oft dæmt betur.
Hart barist í leik Þórs og Fram á laugardaginn.
Uppskeruhátíð sumarsins
- hjá yngri flokkum Þórs
Annað kvöld, fimmtudag
30. okt. halda Þórsararloka-
hóf fyrir 3. og 4. flokk karla
og kvennaflokk í Dynheim-
um. Veittar verða veitingar
og margt verður til skemmt-
unar. Kvikmyndaogmynda-
sýning frá liðnu sumri, verð-
launaafhending og val á
knattspyrnumanni ársins í
hverjum flokki ásamt Diskó-
dansi.
Á sunnudaginn 2. nóv. kl.
17.30 verður siðan haldin
samskonar hóf fyrir 5. og 6.
flokk í Glerárskóla og eru
hóf þessi fyrir alla þá sem
hafa æft og leikið með í
sumar og sér kvennadeild
Þórs um veitingar á báðum
stöðum og eru allir Þórsarar
kvattir til að mæta.
Hvað gerir Haraldur Ólafsson á Norðurlandamótinu?
Fjórir Akureyringar í landsliðið
Um næstu helgi fer fram í
Reykjavík Norðurlandamót
unglinga í lyftingum. Tíu menn
frá hverri þjóð skipa lands-
liðin og eru fjórir Akureyringar
í þeim hópi, Viðar Eðvarðsson,
6 - ÍSLENDINGUR
Haraldur Ólafsson og tvíbura-
bræðurnir Garðar og Gylfi
Gíslasynir. Íþróttasíðan óskar
þeim alls góðs og vonar að þeir
færi okkur Akureyringum
Norðurlandameistaratitla.
íslandsmótið í handknattleik, 2. deild:
ÞÓRSLIÐIÐ ÁN STIGA EFTIR
SUÐURFERÐ HELGARINNAR
Það blés ekki byrlega hjá Þórs-
liðinu ) meistaraflokki karla um
helgina er liðið sótti höfðu-
borgina heim og lék gegn
Ármanni og Aftureldingu. Með
tvö töp á bakinu varð Þórs-
liðið frá að hverfa, tvö töp í
stærra lagi, er sýna það að liðið
verður að taka sig á í upphafi
móts, ef fallbarátta og erfið-
leikar eiga ekki að hrjá liðið í
vetur. f liðinu eru nokkrir ungir
og efnilegir leikmenn sem með
meiri reynslu eiga eftir, að láta
að sér kveða og yfirstíga þá
erfiðleikana er núna í upphafi
móts steðja að.
Ármann - Þór 19-12 (8-5).
Það var ekki fyrr en á áttundu
mínútu að Þórsliðið komst á
blað og var þar Sigtryggur að
verki, með mark úr vítakasti, en
þá höfðu heimamenn skorað
þrjú mörk. Þórsliðinu gekk afar
illa að finna leiðina í netið og er
flautað var til leikhlés var
þriggja marka munur á liðunum
8-5 Armanni í vil. Er fram í
síðari hálfleikinn dróg, jókst
munurinn á liðunum og er yfir
lauk höfðu Ármenningarnir
skorað 19 mörk gegn 12 og
haldið öruggri forustu megin-
hluta leiksins. Mörk Þórsara
skorðuðu: Sigtryggur Guð-
laugsson 3, Sigurður Sigurðs-
son, Rúnar Steingrímsson og
Einar Árnason 2 mörk hver,
Sigurður Pálsson, Árni Gunn-
arsson og Davíð Þorsteinsson 1
mark hver. Markahæðstir Ár-
menningavoru Óskar Ásmunds
son 7 mörk og Kristinn Ingólfs-
son með 4 mörk.
Afturelding - Þór 31-20
(13-10).
Þórsliðið byrjaði leikinn af
krafti, var ávallt fyrra til að
skora og hélt forustunni fyrstu
tuttugu mínúturnar, en þá tók
að halla undan fæti. Tvö víta-
köst fóru í súginn og þau ásamt
fleiri mistökum á sama tíma
urðu þess valdandi að heima-
menn jöfnuðu leikinn og náðu
þriggja marka forustu í leikhléi
13-10. Ef Þórsarar höfðu ein-
hvertíman gert sér vonir um að
jafnaSAikinn voru þær vonir
að englpiyrstu fimmtán mínútur
síðari hálfleiks. Aftureldingar-
menn sköruðu á þeim tíma átta
mörk í röð, án þess að Þór
tækist að svara, komust í 21-10
og gerðu þá út um leikinn, er
endaði með yfirburðarsigri
Á föstudagskvöldið léku Þórs-
stúlkurnar sinn annan leik í
fyrstu deild fslandsmótsins í
handknattleik. Þær sigruðu
stöllur sínar hjá Haukum í
fyrsta leiknum en máttu nú þola
tap gegn Víkingum hér heima.
Víkingsstelpurnar sigruðu með
18 mörkum gegn 13 eftir að hafa
haft sex markaforustu í leikhléi
10-4.
Það var fyrst og fremst
lélegur varnaleikur Þórsara í
fyrri hálfleiknum sem gerði
útslagið, hvað eftir annað löbb-
uðu Víkingsstelpurnarígegnum
vörnina og var það aðeins góðri
markvörslu Eddu að þakka að
ekki urðu gerð fleiri mörk en
raun ber vitni. Síðari hálfleik-
þeirra 31-20. Mörk Þórs: Sig-
urður Sigurðsson 8 (3v), Árni
Gunnarsson 5, Sigurður Páls-
son og Óli Jensson 2 mörk hvor,
Davíð Þorsteinsson, Rúnar
Steingrímsson og Sigtryggur
Guðlaugsson eitt mark hvor.
Hjá Aftureldingu voru marka-
hæðstir: Einar Magnússon 12
(5v), Steinar Jóhannsson og
Gústaf Baldvinsson 5 mörk
hvor.
urinn var mun betri og lék
Þórsliðið oft á tíðum mjög vel
bæði í vörn og sókn. Þær
sigruðu í síðari hálfleiknum
með eins marks 'mun eða 9-8.
Víkingssigur varð þó ekki um-
flúinn enda forgjöfin úr fyrri
hálfleiknum allt of mikil. Loka-
tölur leiksins urðu Víkingur 18
Þór 13.
Hjá Þórsliðinu voru þær
bestar Þórunn og Edda í
markinu. Mörk Þórs skoruðu:
Þórunn 7 (5 víti) Valdís 2 og þær
Anna, Þórey, Freydís og Dýr-
finna gerðu eitt mark hver.
Dómarar voru þeir Birgir
Björnsson og Guðmundur
Lárusson og stóðu þeir fyrir
sínu.
Dýrfinna Torfadóttir reynir markskot.
Þórsstelpurnar of seinar í gang