Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1984, Side 1

Íslendingur - 02.08.1984, Side 1
Símar 21818 & 26818, 31.TBL. 69. ÁRG. Bœtir stoðu útvegsins og minnkar viðskiptahallann - segir Þorsteinn Pálsson Það er engum vafa undirorpið, að þessar ráðstafanir bæta stöðu sjávarútvegsins bæði rekstrarlega og greiðsiustöðuna, sagði Þor- steinn Pálsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins í viðtali við ís- lending um efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Hitt er Ijóst, að það verða aldrei teknar 'a- kvarðanir, sem með einhverjuin endanlegum hætti eru fullkomn- ar. Og alveg ljóst, að sjávariitveg- urinn sjálfur þarf að taka veru- lega á í hagræðingu. Sú þróun er þegar hafin og þar þurfum við að Álarœkt í Höfðahverfi í athugun hjá Idn- þróunarfélaginu Nú er unnið að forathugun á álarækt í Höfðahverfi að sögn Finnboga Jónssonar frain- kvæindastjóra Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Forsaga málsins er sú, að fyrir nokkrum árum var borað ofan við Gljúfurárgil eftir heitu vatni, sem ekki reyndist iiógu heitt fýrir hitaveitu. A hinn bóginn er þar allmikið af 25° heitu vatni. - Við höfum verið að velta fyrir okkur, hvernig megi nýta þetta vatn í sambandi við fisk- eldi, en 25° er kjörhiti álsins og aðstæður virðast mjög góðar, sagði Finnbogi Jónsson í við- tali við íslending. Við höfum átt fundi með hreppsnefnd og á- hugamönnum og á fjölsóttum fundi á Grenivík fyrir nokkrum vikum var ákveðið að kanna frekar um vatnsmagn og eignar- réttarmál og að því er unnið, - Við höfum verið í sambandi við danska stofnun, Vandkvali- tets Instituted, sem ræður yfir mikilli þekkingu á sviði álarækt- ar og á álaræktarstöðvar. Hún hefur gert tilboð í líffræðilega þáttinn í hagkvæmniathugun. - Vegna heita vatnsins eru aöstæður fyrir álarækt hlutfalls- lega betri en fyrir laxeldi, ef miðað er við önnur lönd í Evr- ópu. Á hinn bóginn setur land- búnaðarráðuneytið slík skilyrði varðandi innflutning á glerál, að það skefur af hagkvæmnina. En þar er talað um að hver álarækt- arstöð verði að setja upp sótt- varnarstöð á sinn kostnað, þar sem glerállinn verður að vera í sóttkví í marga mánuði, það veröi að hreinsa allt frárennsli frá stöðinni o.s.frv. Við slíkar að- stæður er ekki rekstrargrund- völlur fyrir þennan atvinnuveg. ná betrí árangri. — Það er heldur ekki neinum vafa undirorpið að aðgerðirnar í peningamálum muni snúa.. viö þeirri þróun, sem átt hefur sér stað undanfarið með vaxandi viðskiptahalla. A þessu stigi er óvarlegt að hafa uppi spár um, hversu fljótt þær muni virka, en Það er bannað að flytja inn fiska úr fersku vatni og ástæðan er sú, að hér em verðinætir fiskar í fersku vatni, sent við viljum halda heilbrigðum, en vissir sjúkdómar em sameiginlegir með laxi og ál, sagði Páll A. Pálsson yfirdýralæknir, þegar íslendingur spurði hann um ástæður þess, að innflutningur á áli er bannaður með lögum. — Þegar um er að ræða inn- flutning á laxahrognum, sem búið er að frjóvga, er hægt að bjarga sér með því að gera sótt- hreinsunaraðgerðir á hrognun- rnenn veröa að hafa hugfast, aö það sem meginmáli skiptir er jöfnuður á rekstri ríkissjóðs á næsta ári, þannig að það þurfi ekki á ný að spýta föstum verö- mætum inn í hagkerfið og auka þannig hættuna á verðbólgu. Slíkar aögerðir í ríkisQármálum eru óhjákvæmileg stuðningsað- um sjálfum og rækta síðan stofninn upp og þetta þarf að- eins að gera í eitt skipti, svo að áhættan er tillölulega mjög lítil. — Þessu er öðru vísi fariö um glerálinn. Það verður að flytja hann inn á hverju ári og kemur hann aðallega frá Bretlandi og Frakklandi, en þar eru ýmsar blikur á lofti í sambandi við fisksjúkdóma. Bretar veiða hann aðallega í Bristolflóa og geyma hann í kvíum og þar liggur hættan m.a., ekki síst vegna þessarar síendurteknu áhættu að veröa aö flytja glerálinn inn á hverju ári. gerö viö þaö, sem nú hefur veriö gert. — Við Steingrímur Her- mannsson höfum átt nokkra fundi til undirbúnings viðræö- um um nýja verkefnaáætlun fyr- ir ríkisstjórnina, en efnislega fara þær ekki af stað fyrr en um miðjan ágúst. — Þetta er ástæðan fyrir því, að viö höfum haldiö að okkur höndum, en dr. Sigurður Helga- son hefur skoðaö þessi mál ræki- lega og kynnt sér, hvernig þeim er háttað hja öðrum þjóðum. Við vildum ekki útiloka ála- innflutninginn, heldur fara að öllu með gát og vara við hættun- um. Það er svo Alþingis að meta, hvort það vill breyta lög- unt og taka áhættuna. Og ef mikil áhætta er tekin, verður mikill ávinningur að vera vís, en álaræktin hefur gengið misjafn- lega. Fundir með Þorsteini Formaður Sjálfstæðisflokksins, Þorssteinn Pálsson, verður á ferö í kjördæminu í næstu viku. Á miðvikudagskvöld verður al- mennur fundur í félagsheimilinu Tjarnarborg Ólafsfirði kl. hálf- níu um kvöldið, þar sem hann verður frummælandi ásamt Halldóri Blöndal alþingismanni. Á fimmtudagskvöld verður Þorsteinn Pálsson frummælandi á fundi fulltrúaráðsins á Akur- eyri, sem verður haldinn í Kaup- angi kl. hálfníu um kvöldið. Þá mun Þorsteinn Palsson hitta sjálfstæðismenn á Húsavík á föstudeginum, en síðan tekur hann þátt í sumarferð sjálf- stæðisfélaganna út í Hrísey helg- ina ll. og I2. ágúst, þar sem hann flytur ávarp, en Árni Johnsen alþingismaður mun stjórna kvöldvöku yfir varðeld eins og auglýst er í blaðinu í dag. Að skipuleggja skipulagsleysið segir Öra Ingi Karnivalið á Akureyri hefur vakið mikla athygli og blaða- skrif og hefur íslendingur orðið þess var, að börn og unglingar skemmtu sér hið besta, en skoðanir eru skiptar meðal þeirra sem eldri eru. Af þeim sökum innti íslendingur Örn Inga, sem var mikill hvatamað- ur karnivalsins, hvernig honum þótti til takast. Honum fórust svo orð: — í fyrsta lagi er ég ánægð- ur miöað við veður og stuttan undirbuningstíma, aðeins 16 daga frá því ákvörðun var tek- in. Miðað við það var árangur- inn frábær. — Ég setti aðeins eina til- finningu í þetta, að mönnum fyndist karnivalið nægilega skemmtilegt til þess að þeir vildu endurtaka það, hvernig sem hlutimir veltust. En karni- valið var að vissu leyti árás á hið hefðbundna form útihá- tíðarhaldanna með skeiðdklukkudagskrá. Ýmislegt tókst frábærlega vel eins og maturinn og það voru góð at- riði frá brunaliðinu og I. deildar liði Þórs. En vegna veð- urs tókst ekki allt og sumu varð að sleppa, sem meiningin er að komi fyrir augu almennings þegar veður leyfir. Það er eng- inn bilbugur á okkur. —- Sumir hafa sagt, að þeir séu ekki ánægðir meö orðið karnival. Ég lít á þetta sem sumaröskudag á Akureyri, - og hefur öskudagurinn nokkurn tíma verið skipulagður? Það eiga allir að vera fyrir einn og einn fyrir alla. Menn eiga að vera forstjórar eigin gleði en ekki launþegar skemmtana- íysnarinnar. — Við lögðum okkur fram eftir því sem við gátum. Kannski hefði verið betra að hafa karnivalið smærra í snið- um og að færri hefðu staðið að því, en mikiö af orkunni fór í að fá hópana inn í þetta, svo að við, sem að þessu stóðum, urð- um útundan á vissan hátt. — Ég’ vil að lokum segja það, að ég óska þess fyrir næsta karnival, að okkur takist vel að skipuleggja skipulags- leysið. Eg vil halda því fyrir mína parta. í opnu blaðsins er hugleið- ing um karnivalið eftir Tómas Inga Olrich. Getur innflutningur á glerál sýict laxinn?

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.