Íslendingur - 02.08.1984, Qupperneq 2
2
Jslcudinaur
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984
Frá Sálarrannsóknarfélagi Akureyrar
Líffræöingurinn
Harry Oldfield
sem mörgum Akureyringum er kunnur, kynnir
Chrystaltherapy
í Borgarbíó laugardaginn 11. ágúst kl. 2 e.h.
Einkatímar veröa bókaðir í síma 21780 frá 8-10
á kvöldin meöan rými er.
Sjúkraliðar
óskast aö Kristnesspítala.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
31100.
Kristnesspítali.
Krakkarnir standa sig
Ferðamenn, sem hafa lagf leið
sína um hæinn, hafa oft haft viri
orð, hvað Akureyri sé fallej'ur og
snyrtilegur bær. Vinnuskóli
Akureyrar ásinn þáft í því hversu
vel hefur tekisf aó halda bæniun í
því liorfi sem nú er. íslendingur
hafrti samhand virt Kristján Þor-
valdsson, forstörtumann Vinnu-
skólans, og spurrti frétfa af sfarf-
Íllll.
Art hans sögn eru nú 350
krakkar í skólanum og hefur
hann starfað frá júníbyrjun og
mun aö öllum líkindum starfa
fram í miöjan ágúst. Á vorin er
farin „herferö" i hreinsun
bæjarins, en síöan er hugaö aö
slætti. beöahreinsun, giröinga-
vinnu, gróöursetningu og mörgu
fleiru. í sumar hafa krakkarnir
m.a. gróöursett nokkur þúsund
plöntur af hinum ýmsu tegund-
um á Glerársvæöinu sunnan viö
Hlíöahverfiö.
Bænum er skipt upp í sjö
svæöi og á liver flokksstjóri aö
sjá um. aö sitt svæöi sé í sem
bestu ástandi. Þettá fyrirkomu-
lag hefur gefiö góöa raun aö
sögn Kristjáns og gert alla yfir-
umsjón meö vinnunni auöveld-
ari. Tímakaup hjá Vinnuskólan-
um er rúmar 33 kr. hjá I3 ára, 39
kr. hjá I4 ára og 44 kr. hjá I5 ára
krökkum.
Vinnuskólinn hefur aösetur í
barnaskólum bæjarins, þar sem
aöstæöur eru fyrir verkfæra-
geymslur og skjól í vondum
veörum, en eins og gefur að
skilja hefur lítiö þurft á jiví aö
halda.
í Vinnuskólanum er margt
annaö gert til gamans en aö
vinna. T.d. var nýlega haldin
fótboltakeppni, |->arsem Jiátttaka
var geysigóö. Á næstunni er svo
fyrirhugaö aö fara í ferö fram í
Hrafnagil, |iar sem grillaðar
veröa pylsur, fariö í sund og
fléira. Feröin veröur tvískipt og
fer fyrri hópurinn n.k. |vriöjudag.
Vinnuskólanum veröur svo slitið
meö heljarmiklu balli, sem hald-
iö veröur í dynheimum.
Aö lokum spuröum viö Krist-
ján, hvernig Vinnuskólinn heföi
gengiö í sumar og hvernig hon-
um heföi líkaö aö vera forstööu-
maöur fyrir n;er 400 manna fyr-
irtæki, ef svo mætti segja. — Ég
get ekki neitað jiví aö jietta er
búiö aö vera gífurlegt álag á mér
og stundum svo ntikiö, aö ég hef
ekki getað annaö verkefnunum,
sagöi hann. Vinnuskóiinn hefur
að mínu mati gengiö mjög vel
og krakkarnir hafa yfirleitt stað-
iö sig meö prýöi.
Þau krefjast réttra viðbragða ökumanna. Þeir sem að jafnaði aka á
vegum með bundnu slitlagi þurfa tima til þess að venjast malarvegum
og eiga því að aka á hæfilegum hraða. Skilin þar sem malarvegur
tekur við af bundnu slitlagi hafa reynst mörgum hættuleg.
yujjotOAn
Vonbrigði með
Karnivalið
Ég verö aö lýsa undrun minni og
vonbrigöum meö „Karnivaliö"
ykkar. Miöaö viö jiær upplýsing-
ar sem heyrst höföu og sést í
nánast öllum hugsan legum fjöl-
miölum aö undarförnu var ekki
annað aö skilja en hér yrði um
mikilfengleg hátíöahöld aö
ræöa: Mikill undirbúningur, all-
ir klúbbar og félög bæjarins
með, Svart og sykurlaust meö
námskeiö og síðan sýningar,
uppskeruhátíö bænda sem
myndu fjölmenna meö afuröir
sínar og grilla heila skrokka
kjöts, stanslausir viöburöir frá
Laxdalshúsi aö Torgi í tvo daga
o.s.frv. o:s.frv. . . . En hvað svo?
Eftir allar jiessar skrautlegu
upplýsingar og drýgindalegar
lýsingar í síödegisútvarpi t.d.
gerði ég mér ferö norður aö taka
þátt í herlegheitunum og vissi
ekki hvaöan á mig stóö veöriö,
svo fjarri var framkvæmdin |iví
sem lofaö haföi veriö. Það var
nánast skipulagslaus óreiöa sem
viö blasti. Ég ákvaö jiá jiegar séö
var aö hverju stefndi á laugar-
dagskvöldiö að sjá að minnsta
kosti listamiðstöðina margfrægu
„Laxdalshús" jiar sem ég hafði
heyrt aö væru myndlistarsýning-
ar innan um allt fjaörafokið, en
nei, þar var allt lokaö og læst.
Sjallinn bjargaöi því sem
bjargað varö af kvöldinu.
Nú skilst mér á fólki hér fyrir
noröan að ekki sé rétt aö taka
fjölmiðlagleði sumra of hátíö-
fega og allt í lagi meö |iaö en
|iegar fariö er aö hvetja fólk úr
fjarlægum landsfjóröungum til
aö gera sér ferö á hendur til að
taka jiátt í einhveiju sem ekkert
er þá er þessi fjölmiölagræögi
ekkert einkamál jieirra lengur.
Meö bestu óskum og von um
að næst verði ekki aðeins látið
nægja að komast í fjölmiöla
heldur verði undirbúningi sinnt
líka.
Bæjargesíur.
Að þvœlast fyrir atvinnulífinu
Fyrir hálfum mánurti sírtan var
greint frá því hér í hlartinu, að
útsért væri um þart, art Heild-
versluu Valdeinars Baldvins-
sonar fengi lóð undir slarfseini
sína á þessu ári. Eru þó rúm tvö
ár síðan hún sótti fyrst um lórt
hjá bæjaryfirvöldum, svo að
nægur ætti tíminn art hafa verirt
fyrir þau art gera þær rártstaf-
anir, scm naurtsynlegar eru til
að útvega lóðarskika. En þart
hefur ekki gengið stórslysa-
laust.
í fréttinni sagrti svo frá:
„Lórtin skyldi vera 6000 til 6400
fermetrar og sem næst fern-
ingur að lögun. Segja má, að
þrátt fyrir eftirlit og fyrir
spurnir hafi skriður ekki komist
á inálið fyrr en eftir mirtjan
janúar s.l. er bæjarráð fól bygg-
ingarfulltriia og hafnarstjóra að
rærta við forsvarsmenn fyrir-
tækisins og gera bæjarráði síð-
an grein fyrir þeim lóðum sem
til greina kæmu og svörurtu
kröfum fyrirtækisins.
í framhaldi af þessu sam-
þykkti bæjarrárt 16. febrúar art
gefa heildversluninni kost á
6000 ferinetra byggingarlórt
nyrst á Sanavelli, en Sigurður
Jóhannesson var því andvígur
og skírskofarti til hafnarncfndar
í því sambandi. Á fundi bæjar-
stjómar fímin dögum síðar var
málinu aftur vísart til bæjarráðs,
sem ítrekarti sainþykkt sína á
fundi 1. mars. Sírtan hefur mál-
ið ekki verirt lagt fyrir bæjar-
stjórn, en reynt að leita sátta
mert lórt þeirri gegnt Slippstöð-
inni, sem áður er getið. (Hún er
virt Hjalteyrargötu og á henni
er hús, sein Siglingaeftirlitið
hefur verið í.) Nú virðist hún úr
dæminu og tvísýnt um vilja
meirihluta bæjarstjórnar til
lórtaúthlutunarinnaar á Sana-
velli.”
Það er ekki cinleikirt, hvað
þart ætlar að ganga bæjarstjórn
illa art fínna sómasainlega lóð
fyrir Heildverslun Valdemars
Baldvinssonar. Fyrir um þart bil
réttu ári síðan var gerð ræki-
lega grein fyrir lórtamálum
verslunarinnar hér í íslendingi.
Þá stóð á hafnarstjórn að af-
greirta málirt, því að ekki var
búið art gera skipulag fyrir
hafnarsvæðið. Fyrr en þart
kæmi vildi hafnarstjórn ekki
veita svo stóra lóð á því svæði,
sem hún hefur umrártarétt yfir.
En heildverslunin af ertlilegum
ástæðum sóttist eftir lóð nálægt
höfn. Ekki tókst að greiða úr
þessu lórtamáli á því sumri. Nú
er lirtið ár frá því að þetta var
og inálið hefur ekkert þokast
áleirtis.
Þetta mál er allt hið fróðleg-
asta og það er ástæða til að
fylgjast grannt með því, vegna
þess að það sýnir í hnotskurn
þau viðhorf, sem ríkjandi eru
hjá nokkrum hluta þeirra, sem
nú fylla flokk meirihlutans í
bæjarstjórn Akureyrar.
Það er ekki í fyrsta skipti,
sem nefndir bæjarins þvælast
fyrir vexti atvinniifyrirtækja í
bænum. Byggingavöruverslun
Tómasar Björnssonar varð art
fara út í Glæsibæjarhrepp til að
fá lórt, sem var virtunandi til art
tryggja vöxt og viðgang fyrir-
tækisins. Það var eftir löng og
mikil átök virt þær nefndir
bæjarins, sem um þetfa áttu að
Ijalla, en gerðu lítirt annart en
art leggja stein í götu fyrirtækis-
ins. Nú ekki fyrir alllöngu sótti
fyrirtækið Aðalgeir og Viðar
um að fá að breyta teikningum
á húsum, á lóð sem það hafði
fengirt við Vlúlasírtu, úr blokk-
um í rarthús. Þessi umsókn fór
fyrir byggingarnefnd. Fulltrúi
Kvennaframbortsins, Sigfrírtur
Þorsteinsdóttir, krafrtist þess þá
að tillögunni yrði vísað íil
skipulagsnefndar. Það var ein-
ungis fyrir atfylgi fulltrúa í
bygginganefnd, sem skilja at-
vinnulíf, að þessi tillaga Sigríð-
ar var felld. Hún hefrti þýtt það
art Aðalgeir og Viðar hefðu
ekki getað hafíð framkvæindir
við þessar byggingar í sumar og
ekki geta búið i haginn lyrir
næsta vetur, eins og góð og vel
rekin buggingafyrirtæki reyna
art gera að sumrinu.
Nú síðast ber upp þetta
dæmalausa mál Heildverslunar
Valdeinars Baldvinssonar. Það
ætti ekki að leika á tveim fung-
um að nefndakcrfi bæjarins er
ekki með hagsmuni bæjarbúa í
huga, þegar þart leggst svona á
framkvæmdir stórfyrirtækja
hvart eftir annart. Afleiðing þess
er náttúrulega sú, að aðstaða
fyrirtæjanna er ekki nógu góð
hér í bænum, þau ná ekki að
dafna svo að þau geti veitt
fleiri manns vinnu. Það er orðirt
brýnt art nefndakerfí bæjarins
verrti endurskortart frá grunni í
samrænmi við tillögur Hag-
vangs. Það er þá kannski von til
art þart þvælist ekki fyrir at-
vinnulífinu. Norrtangarri.