Íslendingur


Íslendingur - 02.08.1984, Blaðsíða 3

Íslendingur - 02.08.1984, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2. ÁGÚST 1984 3ðlcudiu0ur 3 Vötnin blá Mjög er nú rætt um sköpun nýrra atvinnutækifæra á hinum ýmsu athafnasviðum þjóðlífsins og skyldi engan undra við þær aðstæður, sem fyrir hendi eru. Það er lítill vafí á því, að eitt megin vandamál okkar Islend- inga er og verður að skapa ný atvinnutækifæri og auka Qöl- breytni í atvinnureksti í nútíð og framtíð. Hin öra tækniþróun sem útrýmir mannshendinni í stórum stíl og krefst aukins fjár- magns að baki hvers stöðugildis í flestum greinum, gerir vanda- málið ekki betra viðfangs. Engum blandast því hugur um það, að okkur ber brýna nauð- syn til að virkja alla okkar at- vinnumöguleika í stóru sem smáu og nýta öll Iandsins gæði á sem skynsamlegastan hátt, hvar sem þau er að finna. Það er kunnara en frá þurfi að segja að í harðri lífsbaráttu liö- inna alda var silungurinn gildur þáttur í matbjörg þjóðarinnar, en þegar hungurvofan vék frá dyrum okkar íslendinga hættu menn að sinna honum sem skyldi og á síðustu áratugum hefur hann alveg sérstaklega fallið í skuggann fyrir laxinum. Því er svo komið, að megin hluti silungsveiðivatnanna í landinu er vannýttur og ofsetinn svo undarlegt sem það er samtímis því, að við höfum ofnýtt suma aðal nytjafiska sjávarins langt úr hófi fram. Hinir fróðustu menn telja að hin íslensku silungsveiðivötn séu eigi færri en 1100 og hef ég fyrir satt, að á Melrakkasléttu einni saman séu rúmlega 30 veiðivötn og eru sum þeirra talin afbragðs góð. Framleiðslugeta vatnanna er auðvitað mismikil eftir legu og hitastigi, en sem heild er hún feiknamikil. Þess má og geta að mörg fisklaus vötn hafa mikla möguleika varðandi fiskirækt. Enginn vafi er á því að í sambandi við silungsveiöivötnin má skapa mörg tiltölulega ódýr atvinnutækifæri, hvað snertir ■aflastýringu, sportveiði og ferða- mennsku. En til þess að svo megi verða þarf auðvitað nokk- urt fjármagn, sem ég þó ætla að skjótt muni skila sér, svo miöað sé við ýmsar aðarar atvinnu- greinar. Ekki veröur hjá því komist að leggja vegi, byggja sumarhús, koma upp tjaldstæð- um með hreinlætisaðstöðu. kaupa veiðarfæri og báta, fækka í mörgum vötnum, kosta auglýs- ingastarfsemi og ráöa fólk til eftirlits og þjónustustarfa. Aö sjálfsögðu er íslenskur sil- ingur misjafn aö gæöum og sumir þekkja hann ekki nema sem fisk, er legið hefur óblóðg- aður og óslægður um lengri éða skemmri tíma. Allt bendir þó til þess að stórauka megi innan- landsneysfu á silungi með betri meðferð og Qölbreyttari verk- unaraðferðum, en verið hefur í náinni fortíð. í fyrra sumar var gerð á Austurlandi marktæk tilraun með sölu á ferskum silungi á innanlandsmarkaði og kom hún mjög jákvætt út, enda var góð meðferð á vörunni og strangt gæðamat í hávegum haft. Þá má geta þess að horfur á útflutningi íslensks silungs fara batnandi og vandalaust hlýtur að vera að nýta lélegan silung, sem veiddur er vegna fækkunar í vötnum, í skepnufóöur. Það bendir því margt til þess, að aflastýring verði ekki vandamál. Hvað varðar sportveiði á sil- ungi, þá ætti hún að geta stuölað að vaxandi ferðalögum Islend- inga um eigið Iand, svo og aukið innstreymi erlendra ferðamanna til landsins, sem margir nytu góðs af. Eitt af stefnumálum Land- sambands veiðifélaga er að auka nýtingu hinna íslensku silungs- vatna og hefur það stuðlað að því á ýmsa lund t.d. gefið út 5 fræðslubæklinga um íslensk veiðivötn þeim til fróðleiks og leiðbeininga, sem áhuga hafa á að veiða silung á stöng. Þessir Nýting silungs- vatna er óplægður akur bæklingaar nefnast „Vötn og veiði" og fást um allt land. Margir hafa sýnt áhuga á aukinni nýtingu vatnanna þar á meðal framámenn i ferðamál- um, en betur má ef duga skal. Á Norðurlandi eystra eru miklir möguleikar á aukinni ferða- mannaþjónustu á ýmsum svið- um og finnst mér aö bætt nýting veiðivatnanna falli vel inn í þá mynd og geti skotið stoöum undir athafna- og atvinnulíf í kjördæminu. Engu skal um það spáð, hver framvinda atvinnu- mála kann að veröa hér um slóðir, en alla vega er útlitið ekki einhlítt. Það er því skylda okkar allra, sem þennan landshluta byggj- um, að leita nýrra atvinnukosta. svo sem við verður komið, og minnast skulum við þess, að athafnaleysið er verst af öllu „leysi” eins og maðurinn sagði forðum. Mér finnst tilefni til þess að allir þeir, sem áhuga hafa á bættri nýtingu silungs- veiðivatnanna hér í Norður- landskjördæmi eystra komi sam- an til ráðstefnu og fjalli um framkvæmdaatriði hinnar auknu nýtingar. Á þá ráöstefnu mega eigendur og forsvarsmenn vatnanna auö- vitað ekki láta sig vanta. Ég vil að lokum biöja alla þá, sem stuðla vilja að slíkri ráð- stefnu. að hafa samband við mig hiö fyrsta annaðhvort bréflega eða í síma.r , . La.xamvri 26. juli 1984. Vigfús B. Jónsson. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins, Kröfluvirkjun óska eftir tilboðum í smíði og uppsetningu tveggja stál- grindahúsa fyrir Kröfluvirkjun. Stærðir húsanna eru: Hús 1 hringlaga, þvermál 4,8 m, hæð 5,7 m, rúmmál 96 m3. Hús 2 ferhyrnt, flatarmál 3,5x4 m, rúmmál 20 m3. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. okt. 1984. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsen hf., Ármúla 4, Reykjavík og Glerárgötu 36, Akureyri gegn 1.000 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Kröfluvirkjun, Strandgötu 1, Akureyri, föstudaginn 10. ágúst 1984 kl. 11. Rafmagnsveitur ríkisins Kröfluvirkjun. Sumarferð Sjálfstceðisfélaganna LAUGARDAGUR 11. ÁGÚST Farið frá Akureyri kl. 10,15 til Árskógssands. Frá Árskógs- sandi kl. 11,00 til Hríseyjar með ferjunni. Tjaldbúðir reistar. Ef veður leyfir verður farin hringferð um eyjuna með Hríseyjarferjunni. Kl. 19,00: Kvöldvaka við varðeld. Sameiginleg grillveisla. Ávarp, Þor- steinn Pálsson, form. Sjálfstæðisflokksins. Sögnur og gítar- leikur, Árni Johnsen alþingismaður. Forsöngvari Björn Jósef Arnviðarson. Söngur og leikir fram eftir kvöldi. SUNNUDAGUR 12. ÁGÚST Helgistund í Hnseyjarkirkju kl. 11,00, séra Kári Valsson. Upp úr hádegi er fyrirhuguð skoðunarferð um eyna undir leiðsögn Björns Ólafssonar. Brottför stundvíslega kl. 17.30 á sunnudag. Þeir sem æskja fars frá Akureyri að Árskógssandi láti vita þegar pantað er. Kostnaður: fargjald með ferjunni fram og til baka kr. 80, einnig einhver kostnaður vegna grillveislu. Upplýsingar og þátttökupantanin Akureyri: Ólöf Jónsdóttir, s. 24211, Einar J. Hafberg, s. 22199, íslendingur, s. 21500. Ólafsfjörður. Sigurður Björns- son, s. 62170. Dalvík: Svanhi dur Björgvinsdóttir, s. 61162, Trausti Þorsteinsson, s. 61491. Húsavík: Þórhallur Aðal- steinsson, s. 41362, Jón Gestsson, s. 41334. Fararstjórar Ólöf Jónsdóttir og Einar J. Hafberg. Húsbyggjendur - Verktakar Lokum vegna sumarleyfa vikuna 6.-12. ágúst. Möl og sandur hf. Strengjasteypan hf.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.