Íslendingur


Íslendingur - 24.04.1985, Side 8

Íslendingur - 24.04.1985, Side 8
8 JslctttUnour MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1985 # A tímamótum bcgar iHj>áfa Íslendiiigs hófsf, 9. apríl 1915, geisaði síjrjiild í Fvrópti. islendingar voru aó vísu utan átakasvæóanna, en styrjiildin Iteföi þó vernleg álirif á hag nianna hérlendis. Samgöngur viö iandió tmfluöusi mjög vegna kafbátahernaöar og viiniskortur varó. Samgöngur innanlands vom stopular, ennþá í stónim dráttum eins og þær höfóu verið öldum saman á láói og legi. Aö vísu hafói skipastóll landsmanna stórbatnaö og nokkrir boóberar batnandi samgangna á landi voru þegar komnir f eigu landsmanna. Merkilegastur fulitrúi nýs tíma var þó vafalaust síminn. f fyrsta tölnblaöí íslendings er mörkuö athyglisvcró stefna, bæói í ritstjómargrein og í efnisvali. Blaóió er helgað sjálfstæöisbaráttu þjóóarinnar og tryggó við „fom landsrétt- indi.” Jafnframt flytur þaó fréttir af stórviöburóum í Evrópu, tveggja til þriggja daga gamlar, sem borist hafa símleióis. Segja má því aö í upphafi hafl farió saman sú hugsjón aó efla sjálfstæöi þjóöarinnar og raunsætt mat á því hve mikilvæg fengsl hennar vió umheiminn em sjálfstæói hennar. Þaö er athyglisvert aö sú stefna, sem stofnandi og fyrsti ritstjóri hlaósins, Siguróur E. Hlíöar alþingismaóur, markar því i upphafl, á ekki síöur erindi vió fslendinga nútímans en vió íslenska þegna Danakonungs árió 1915. Sjálfstæói er heillandi sem takmark, en sem vegur vandrötuó og villugjörn leió. f dag er sjálfstæöi Íslendinga knappur dans í viðsjárveróum heimi, sem krefst sveigjanleika og aólögunarhæfni ekki síöur en staófestu. f dag eigum viö í enn ríkara mæli en áður mikið undir þvi aó efla saniskipti okkar við umheiniinn. Margir hinna fyrsfu rifstjóra fslendings lögóu tnikla áherslu á frelsi einstaklingsins til orós og æóis, sem hefur raunar verið kjölfestan í hugmyndafræói Sjálfstæóismanna frá upphafi. Sú hugsjón hefur ef til vill annaö inntak en ekki minni þýóingu nú en áóur. Fáar þjóóir geta sfátaó af meira frelsi til tjáningar en því, sem íslendingar njóta. Það frelsi, sein er undantekning í heimi nútírnans, hættir mönmim fil aó vanmefa og á fíðum misnota. Frelsi til athafna er hins vegar á marga lund skert á þessu landi og þó einkum skilyrt með vafasömum hætti. Sú stjórn efnahagsmáfa, sem þjoóin hefur leiðsf út í síóastlióin áratug er orðin þjóðhollu athafnafrelsi og einstakiingsfram- taki fjötur um fót, sem auóveldara er í aó komasf en úr að losna. Á sjötíu ára ferli sínum hefur íslendingur átt misjafna daga, réft eins og meó þjóóinni hafa skipst á skin og skúrir. Við stöóugleika hefur hann dafnað, en við tíð mannaskipti og umhleypinga veikst og safnaö skuldum. fslendingur á því sameiginlegt með þjóóinni ekki aðeins nafnið heldur og ósföóugleika og óvissa framfíó. Alla tfð hefur hann hins vegar notið mikils styrks trausts kjarna aóstandenda, sem hafa lagt honum til vinnu sína og eigió fé af rausnarskap og drenglyndi, sem blaðið fær aidrei fúllþakkaó. Á engan er hallaó þótt núverandi formaður blaðstjómar íslendings, Stefán Sigtiyggs- son, sé geróur að samnefnara fyrir þessa sveit manna. Undir stjóm þess sem þetta ritar hefur það verið stefna fslendings að sinna héraóinu og landshlutanum með fréttaflutn- ingi en landsmálum í leiðumm og stjórnmálaskrifum. Norður- landskjördæmi eystra, og þá ekki sísf Akureyri sem höfuð- staður kjördæmisins hafa gengió í gegn um erfitt tímabil síðastliðin ár. Atvinnulíf er hér með þeim hætti að landshlut- inn getur ekki komist hjá því að endurspegla kjör þjóðarinnar, þegar að kreppir. Utanaðkomandi erfiðleikar hafa þó ekki leikið landshlutann eins illa og eigin verk þjóóarinnar. Hún hefur lifað á því ámm saman að éfa upp höfuðstól undirstöðu- atvinnuvega sinna. Nú þegar vonir standa til að bjartara verði framundan, er það grundvallaraíriói að ekki verði farið inn á sömu brautir og iylgt hefur verið um árafugaskeió. Efnahagslegt jafnræði, frelsi til athafna, sem byggt er á raunvemlegu fjárræði atvinnulífsins, em þær forsendur sem einar geta tryggt Norðurlandskjördæmi eystra nýtt framfaratímabil. Það er raunar sfyrkur landsbyggðarinnar að þurfa ekki að fara fram á annað en aukna hiutdeild í því sem hún leggur þjóðinni fil. rio Kveðja frá formanni Sjálfsfœðisflokksins Blöð eru sannarlega mikill áhrifavaldur í nútíma þjóðfélagi, en þau eru og hafa í gegnum tíðina verið annað og meira. Þau hafa verið snar þáttur í menningu þjóðarinnar. Gömlu vikublöðin fluttu brýningar fmmheija sjálfstæðisbaráttunnar út til fólksins í landinu og þau veittu nýjum menningarstraumum um þjóðlífið allt. Óhætt er að fullyrða að óvíða á byggðu bóli er jafnmikil gróska í blaðaútgáfu og hér á landi. Það á ekki einungis við um dagblöðin, heldur einnig og ekki síður um þann mikla fjölda landsmálablaða, sem út eru gefin með reglubundnum hætti. Tímamir hafa sannar- lega breyst og blaðaútgáfan er sem fyrr spegil- mynd þjóðlífsins á líðandi stund um leið og hún er aflvaki nýrra hugmynda í þjóðmálum og menningarlegum efnum. Gildi blaðanna hefur síst minnkað í tímanna rás. Islendingur stendur nú á tímamótum. Löng saga er að baki og mikil barátta. Blaðaútgáfa verður aldrei sléttur og felldur rekstur. Stund- um gengur vel en í annan tíma verr. Saga íslendings hefur ekki farið varhluta af því að blaðið hefur verið ódeigt í baráttu fyrir frelsi og sjálfstæði og hagsmunum sinnar byggðar. Mestu máh skiptir að menn sjá árangur af því starfi. Á síðum íslendings hefur stílvopninu verið beitt í þágu framfaranna og frelsisins. í baráttu fyrir hugsjóninni hefur Islendingur haft erindi sem erfiði. Vegir sjálfstæðismanna og íslendings hafa lengi legið saman. Hafi flokkurinn verið bak- hjarl blaðsins hefur það sjálft verið stoð í sókn og vöm landsmálabaráttu sjálfstæðismanna. Á þessum tímamótum í sögu blaðsins er því ærin ástæða til þess að þakka heilladijúgt samstarf og minnast góðra verka þeirra sem áður fyrr lögðu hönd á plóginn. Alkunnugt er að það er misjafnt bréfið sem berst með póstinum, en íslendingur er jafnan aufúsusending. Ég færi ritstjóm, útgefendum og lesendum íslendings kveðjur í tilefni afmælisins og óskir um bjarta framtíð. Kveðja frá keppinaut I tilefni af þessum tímamótum - 70 ára afmæh blaðsins íslend- ings - hefur ritstjóri þess farið þess á leit við mig að ég sendi nokkur kveðjuorð og er mér ánægja að verða við því. Það er nú einhvem veginn svo, að þótt blöðin hafi síður en svo verið samstíga í mörgum málum og oft hafi skammimar gengið á milh, þá eiga þau töluvert undir hvort öðm komið. Þau veita hvort öðm aðhald. Bæði íslendingur og Dagur urðu til á miklum umbrotatím- um. Þá var heimsstyijöldin fyrri í algleymingi og þá stóðu fslendingar í sjálfstæðisbaráttu. Vísast má tengja nafn afmælis- blaðsins tíðarandanum sem þá ríkti. Árið 1915 var fyrir margra hluta sakir býsna merkilegt. Þá rættist „siglingadraumur ís- lensku þjóðarinnar” þegar fyrsta skip Eimskipafélagsins kom til landsins, Gullfoss hinn elsti. Þá fengu konur kosninga- rétt og kjörgengi til jafns við karlmenn, þjóðin fékk þrílita þjóðfánann sem ennblaktir við hún, bannlögin tóku að fullu gildi og þá eins og oft síðar vom miklar deilur innan Sjálf- stæðisflokksins, sem skipti fýlkingum i „langsummenn” og „þversummenn”. Nú er við lýði annar Sjálfstæðisflokkur sem braggast býsna vel þrátt fyrir ýmsar þverstæður. Ennþá er íslendingur við Iýði, þó varla sé unnt að segja að hann hafi braggast neitt sérstaklega vel. Ymsar ástæður em fyrir því og eru sumar þeim að kenna sem haldið hafa um útgáfu- taumana í gegnum tíðina. Aðrar eru utanaðkomandi. Sumir gætu freistast til að kenna því um að Dagur hefur mikla fótfestu á Akureyri og í Eyjafjarðarbyggðum. Að það hafi haft áhrif á viðgang ís- lendings. Ég er ekki þeirrar skoðunar að einn fjölmiðih þurfi að hafa slæm áhrif á velgengni annars. Ég er t.d. þeirrar skoðunar að öfundar- tahð, sem oft hefur sést á síðum íslendings í garð Dags, hafi skaðað það fyrmefnda meira en nokkurt það sem birst hefur í Degi. I þessu sambandi skal þó tekið sérstaklega fram, að á þessu hefur orðið breyting upp á síðkastið, eða með öðrum orðum í hð núverandi ritstjóra, enda hggur metnaður hans í því aö gera betra blaö. Það er miklu vænlegra til árangurs heldur en að reyna að gera lítið úr keppinautnum. Því auðvitað eru Dagur og íslend- ingur keppinautar. Það sem þarf til að gefa út blað eru tekjur, sem annars vegar koma frá áskrifendum og hins vegar frá auglýsendum. Þetta tvennt er þó algjörlega óaðgreinanlegt. Ef blað hefur ekki stóran, traustan lesenda- hóp vill enginn auglýsandi sem hugsar um eigin hag birta þar auglýsingar sínar. Svona lítur nú máhö út í hnotskurn. Þó aðstandendur Dags og Islend- ings hafi mismunandi hfsvið- horf, þá ættu bæði þessi blöð að geta sameinast undir því merki að beijast fyrir hags- munum fólksins sem byggir þetta svæði. I von um samstarf í þeim efnum óska ég starfsfólki og stjórnendum Islendings til hamingju á þessum merku tímamótum. Hermann Sveinbjömsson ritstjóri Dags.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.