Íslendingur - 24.04.1985, Blaðsíða 16
• RESTAURANT
Kjallarinn
opinn í hádeginu og
á kvöidin alla daga
Réttur dagsins á
hlægilegu verði.
Fjölbreyttir
smáréttir
Slippstöðin:
Stœrsta verkefnið sem við höfum fengið
segir Gunnar
Ragnars
S.l. laugardag samdi Slippstöðin
h.f. við Ögurvík h.f. um lengingu
á togaranum Frera, sem áður
var Ingólfur Arnarson. Þetta er
stærsta hreytingarverkefni, sem
Slippstöðin hefur tekist á hend-
ur.
„Við sömdum við j>á á laugar-
daginn,” sagði Gunnar Ragnars,
framkvæmdastjóri Slippstöðvar-
innar h.f. „Þeir keyptu togara af
Bæjarútgerð Reykjavíkur, sem
hét Ingólfur Arnarson. og heitir
núna Freri. Þeir ætla að breyta
honum í frystitogara. Við höfum
verið að vinna í þessu máli fyrir
Itá síðan semma í vetur. Við
erum búnir að hanna þelta og
síðan var samið um jietta s.l
laugardag.” Skipið lagði af stað
frá Reykjavík á mánudagskvöld-
ið og var væntanlegt nú í morg-
un.
Gunnar sagði að jætta væri
j>að stórt verkefni að Slippstöðin
heföi orðið að sleppa því að
bjóða í breytingarnar á Bjarna
Heijólfssyni, sem Ú.A. hefði fest
kaup á. Þeir gerðu ekki annað á
meðan. Vinnan við Ingólf Am-
arson tæki rúma fjóra mánuði.
Þessi'samningur við Ögurvíkina
var gerður án útboðs.
„Eg tel nú að þarna sé að skila
sér reynsla, sem við höfum aflað
okkur í sambandi við frystitog-
arana," sagði Gunnar. „Það má
segja að þetta sé stærsti samn-
ingur, sem við höfurn gert um
breytingaverkefni.”
GHF
Brennuvargar vorsins
Það hefur lengi verið fastur liður á
vordögum að sinur séu brenndar.
Himiriháir reykjarstrókar viða í firð-
ingum boða komu vorsins ekki síður
en lóan og þrútin brum. Það hefur
og lengi verið trú manna að eldurinn
sé jörðinni hollur. og hér sé um að
ræða raunverulega áburðargjöf fyrir
úthagann. Börn og unglingar smitast
af brennugleðinni nánast i hverju
sem er.
S.l. mánudag brann sumarbústað-
ur neðan Leifsstaða og sama dag var
kveikt í sinu við Lystigarðinn á
Akureyri. Reykjarstrókar stigu til
himins víða i héraðinu þann daginn
til merkis um að vertíð brennuvarga
væri hafin.
Eitthvað orkar það tvímælis hve
traust þau fræði eru, að sinubrunar
geri jörðinni gott. Jóhann Pálsson,
grasafræðingur og forstöðumaður
Lystigarðsins, var að því spurður
hvort þetta væri góð meðferð á
landinu og líkleg til að bæta upp-
skeru.
„Þetta er á allan hátt vond með-
ferð á landinu. og alls ekki sú jarðar-
bót sem menn halda. Raunar er um
að ræða mikla skenimd á landinu.
því þau efni, sem þarna eru brennd
og glatast að hluta til, eru efni sem
rnynda moldefni (humus) jarðvegs-
ins. Algengt er að við sinubruna
brenni menn smárunna eins og lyng,
blóðberg, holtasóley og fleiri gróður-
tegundir, sem vemda úthagann. Hér
á Norðurlandi. þar sem þurrkar eru
oft miklir og takmarka mjög gróður-
sæld, þá er mjög gott að sina og
rotnandi jurtaleifar Uggi ofan á jarö-
veginum og hindri útgufun. Undir
þessu lagi vinna svo örverur jarð-
vegsins sín niðurbrotsstörf. þar sem
þær færa hinar rotnandi jurtaleifar
aftur á eðlilegan hátt inn i hringrás
lífríkisins."
Gunnar Randversson. varðstjóri
hjá lögreglunni, sagði að slökkviliðið
væri hvatt út á hveiju vori til að
stöðva sinubruna og væri mann-
virkjum oft hætt, fyrir utan það tjón
sem trjágróður yrði fyrir af þessum
sökum. Hann tók það fram að bann-
að væri að brenna sinu í bæjarland:
inu nema með leyfi lögreglustjóra
eða slökkviliðsstjóra. Óviðkomandi
væri að sjálfsögðu óheimilt að
kveikja í sinu hvar sem væri. jafnt í
bæjarlandinu sem á jörðum bænda
eða á víðavangi.
Tómas Búi Böðvarsson slökkvi-
liðsstjóri sagði að sinubruni væri
hvimleiður og ylli verulegu tjóni á
hveiju ári. „í fyrsta lagi verðum við
fyrir miklum kostnaði vegna þess að
við þurfum að kalla út mannskap.
Fyrir vikið erum við ekki í eins góðri
viðbragðsstöðu. Síðast en ekki síst
hafa sinubrunar oftast haft talsverð-
ar skemmdir í för með sér. Full
ástæða er því til að foreldrar og allur
almenningur sé á varðbergi gagnvart
þessari skemmdarstarfsemi, sem því
miður er fyrst og fremst verk ung-
linga og bama.
Reklar loóvíóisins, stundum kallaðir „víðikettlingar" á blómaskeiðinu, eru
vorboðar en viðkvæmir fyrir eldi eins og annar tijágróður.
Barist við eldinn. Þessum sumarbústað tókst að bjarga, en nágrannabústaður brann til kaldra kola
Bakbankar ■JSX
Merkilegt biað „íslendingur"
að hafa lifað öll þessi ár án þess
að nokkur kærði sig um það.
En í þessu efni sem ftðru er
blaðið alltaf jafn óvænt upp-
ákoma. Það virðist lifa býsna
sjálfstæðu lífi óháð umhverfi
sínu. Einkum hefur það verið
Sjálfstæðismftnnum hér um
slóðir hulin ráðgáta hver stæði
að útgáfu blaðsins en því hefur
þó verið haldið fram, að einkum
þeir bæru hag þess fyrir brjósti
og vildu hag þess sem bestan.
Það er algjftr misskilningur.
Þeir hafa að vísu stundum
lagt til að blaðið verði lagt
niður en ekki kontið því fram
frekar en ftðru í samskiptum við
það, Þó er talið að ritstjórar
blaðsins hafi stundum verið
sjálfstæðismenn.
Hafi einhverjir öðrum fremur
styrkt blaðið með því að birta i
því auglýsingar að staðaldri og
þannig afiað því tekna eru það
sennilega KEA og Sambandið.
Þau fvrirtæki hafa þó ekki svo
vitað sé átt sérstaka aðild að
biaðstjóminni. Þó má geta þess
að stundum fær ísiendingur að
birta auglýsingar frá fyrirtækj-
um sjálfstæðismanna einkum
hafi þær áður birst í „Degi”. En
eins og öilum er kunnugf er
Dagur málgagn fijálshygguunn-
ar á Norðurlandi og á því vísan
góðan stuðning einkaframtaks-
manna. sem eðlilega styðja
málgagn sitt ijárhagslega.
Lengi vel franian af vom
ritstjórar biaðsins hugsjóna-
menn sem líft hugsuðú um fjár-
hagslegan ávinning í formi
iauna. Síðar spilltist heimurinn
og tnenn tóku upþ á því að
borga ritstjómm laun, sem
aldrei skyldi verið liafa,
enda hafa þeir stansað stutt við
flestir síðan og býsna fjftlskrúð-
ugur er orðinn hópur (yrrver-
andi ritstjóra blaðsins og hvað
fjölda snertir getur hvaða stór-
blað annað verið stolt af. Ekk-
ert blað hérlendis hefur haft
jafn fjöibreytilegar stefnur í rit-
stjóm og „íslendingur”. Biaðið
hefur ýmist verið málgagn
þeirra sem áhuga hafa á köku-
uppskriftum eða stjórnmálum.
stundum þeirra sem telja hesta-
mennsku öllu æðra, eða þeirra
sem láta sig skipta listir og
menningarmál. Stundum hefur
það átt að stunda rannsóknar-
blaðamennsku eða sftgusagnir
um menn og málefni. Stundum
hefur það verið íþróttablað.
Blaðið er um þessar mundir
málgagn skógræktartnanna.
Ekkert af öllu þessu Itefur
nægt til að ganga að blaðinu
dauðu.
Fyrir elli sakir og virðuleika
hefur „íslendingur” fyrir löngu
skipað sér virðingarsess nteðal
blaða og em honum hér með
færðar bcstu óskir á afmælinu
og þess vænst að hann, hér eftir
sem hingað til, láti sig engu
skipta rök hagfræði eða stjóm-
mála né almenningsálits heldur
haldi striki sinu scm virðulegt
og staðfest kraftaverk í blaða-
heiminum. Kr. G. Jóh.