Íslendingur - 30.05.1985, Blaðsíða 2
2
3$lcudro0ur
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985
Síöan í janúar hafa eyfirskar
konur unnið aö því að skipu-
leggja gróðursetningu þann 19.
júní n.k. Takmarkið er að gróð-
ursetja eina trjáplöntu á hveija
konu í héraðinu. Til að ná þessu
takmarki þurfa akureyrskar kon-
ur að gróðursetja um 7000 tré.
Tilefni gróðursetningarinnar
er tvíþætt. í fyrsta lagi er
kvennaáratugnum nú að ljúka,
og verður gróðursetningin loka-
átak kvenna á þessu tímabili. í
öðru lagi eru liðin 70 ár frá því
að íslenskar konur hlutu kostn-
ingarétt og kjörgengi..
Gróðursetningin fer fram í
Kjarnaskógi, á því viðbótar-
svæði, sem nú hefur verið tengt
Kjarnaskógi og nær um Nausta-
borgir. Gróðursett verður frá kl.
Akureyrskar konur gróðursetja
9.00 til kl. 21.00, og verður end-
að með sameiginlegri kvöldvöku
á staðnum, ef veður leyfir.
Kvöldvakan verður auglýst nán-
ar síðar.
Það er sérstakur hópur
kvenna, sem hefur undirbúiö
þessa athöfn, en sjálf gróðursetn-
ingin verður að miklu leyti
skipulögð af Skógræktarfélagi
Eyfirðinga, sem sér um val
plantna, staðsetningu og verk-
færi, að svo miklu leyti sem tök
eru á. Ljóst er þó að verkfæra-
skortur gæti orðið tilfinnanlegur,
og eru þátttakendur hvattir til að
Lögtaksúrskurður
Eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs á Akur-
eyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu úrskurðast
hér með, að lögtök geti farið fram fyrir eftir-
töldum gjöldum, gjaldföllnum, en ógreiddum:
Söluskattur fyrir janúar, febrúar og mars 1985,
svo og viðbótar- og aukaálagning söluskatts
vegna fyrri ára og skipulagsgjaldi af nýbygg-
ingum.
Lögtök til tryggingar framangreindum gjöldum
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði geta farið
fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar
þessa.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu,
15. maí 1985.
AKUREYRARBÆR
AUGLÝSIR
Utboð
Tilboð óskast í byggingu 4. áfanga VMA.
Áfanginn er 618 fm að grunnfleti ásamt
leiðslukjallara 92 fm.
Verktaki tekur við útgröfnum grunni og skal
skila húsinu í fokheldu ástandi.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fulltrúa
bygginganefndar VMA, Kaupangi v/Mýrarveg
2. hæð frá 31. maí kl. 16.00 gegn 5.000 kr.
skilatryggingu. Forgögn áfhent frá 28. maí.
Tilboð verða opnuð á sama stað 10. júní 1985
kl. 16.00.
Bygginganefnd Verkmenntaskólans.
Konur - Karlar
Skólar - Vinnuveitendur
★ Er jáfnrétti karla og
kvenna sjálfsögð
mannréttindi?
★ Hvenær og hvernig
mótast viðhorfin?
★ Eru störf kvenna
mannkyninu minna
virði en störf karla?
★ Hvers vegna eykst
launamunur með
aukinni menntun?
Handhægar upplýsingar og staðreyndir um
misrétti kynjanna.
Fræðsluritið Jafnrétti eða hvað fæst í
helstu bókaverslunum landsins.
Jafnréttisnefnd Akureyrar.
taka með sér stunguspaða, þeir
sem eiga.
Mest verður gróðursett af
tveggja ára plöntum, birki, lerki,
stafafuru og víði, og má gera ráð
fyrir að plantan kosti um kr. 10.
Gert er ráð fyrir að á vett-
vangi verði unnið í tveggja
klukkustunda vinnutörnum, og
er tilvalið að stærri hópar not-
færi sér þá tilhögun. Starfsmenn
Skógræktarfélagsins munu veita
leiðbeiningar og afhenda áhöld,
þeim sem þurfa.
Smærri hópar, 2-10 konur,
eða einstaklingar, geta komið
hvenær dagsins sem er.
Til að auðvelda skipulagningu
verkefnisins hafa verið gerðir
listar á vegum „Tijáplöntuhóps
kvenna”, en í fyrirsvari fyrir
hóðinn eru þær Ingibjörg Auð-
unsdóttir (sími: 24758) og
Margrét Kröyer (sími: 23527).
Þessir listar verða látnir ganga á
þeim vinnustöðum, þar sem
tengiliðir fmnast til að sjá um
listana og taka á móti greiðslum
fyrir plönturnar. Nauðsynlegt er
að taka það fram á listanum
hvenær dagsins konurnar kjósa
að koma til gróðursetningarinn-
ar. Búast má við að flestar mæti
til leiks eftir kl. 17.00, og væri
því æskilegt að þær, sem geta,
kæmu fyrri hluta dagsins. Kon-
ur, sem ekki geta mætt í gróður-
setninguna, eru hvattar til þess
að skrá sig á listana og gefa
andvirði nokkurra plantna. Það
verða eflaust margar hendur til-
búnar til þess að gróðursetja
tréin.
Konur geta komið í Kjama
þótt þær séu ekki á neinum lista
og hafi ekki greitt fyrir plöntur.
Trjáplöntur verða seldar á út-
plöntunarstaðnum í Nausta-
borgum.
Um mánaðarmótin maí-júní
verða sem flestar konur að hafa
skráð sig á lista, því í byijun júní
þarf tala plantanna að liggja
nokkurn veginn fyrir. Tengiliðir
þurfa því að skila listum og
innheimtum peningum eigi síðar
en 8. júní til eftirfarandi aðila:
Margrétar Kröyer, Helgamagra-
stræti 9, sími 23527, eða
Guðrúnar Óskarsdóttur, Staf-
holti 18, sími 24012.
Nauðsynlegt er að sem flestar
konur greiði plöntur sínar fyrir-
fram, því ekki er hægt að panta
þúsundir plantna án þess að
hafa tryggingu fyrir greiðslu.
Listarnir verða í Kjarna, þar sem
plöntunum verður úthlutað í
samræmi við þá.
Hópurinn sem að undurbún-
ingi hefur starfað hefur beðið
blaðið að taka það fram að
kvöldvakan, þann 19. júní, er
ekki eingöngu fyrir konur bú-
settar á Akureyri, heldur eru
allar konur velkomnar.
TIO
Akureyrarsímaskrá komin út
í síðustu viku kom út Upplýs-
ingarit um Akureyri 1985, sem
er símaskrá. Henni var dreift í
öll hús á Akureyri um síðustu
helgi og verður væntanlega
dreift á næstunni um byggðir
Eyjafjarðar. Upplýsingaritið
kom út í 7.000 eintökum.
Fundur hjá
Alliance francaise
Þriðjudáginn 4. júni nk. mun
Pierre Callet frá Paris flytja
fyrirlestur í stofu 2 á Möðruvöll-
um, raunvísindahúsi Mennta-
skólans á Akureyri. Fyrirlestur-
inn hefst kl. 20.30 og nefnist
L’Islande dans la litterature
francaise eða ísland í frönskum
bókmenntum.
Fyrirlesturinn er á vegum
Alliance francaise. Öllum er
heimill aðgangur.
Að sögn Gunnars Berg,
ábyrgðarmanns ritsins hefur
gengið vel að dreifa því. Ritið er
nú gefið út í fjórða sinn. Nú er
það gefið út með leyfi frá Pósti
og síma og skv. því mátti
einungis ljósrita upp úr þeirri
símaskrá, sem er rétt komin út.
Þetta þýðir að ekki er hægt að
gera neinar breytingar á nöfnum
og símanúmerum. Það hefur
valdið óþægindum, enda er
skráin orðin hálfs árs gömul,
þegar hún kemur út. Gunnar
sagði að síminn hjá sér hefði
ekki stoppað frá því að skráin
kom út, því að fólk vildi lýsa
óánægju sinni með það að geta
ekki gert breytingar á Akureyr-
arskránni.
Það voru höfð snör handtök
við að koma skránni út því að
hún kom út sólarhring eftir að
farið var að dreifa símaskránni
hér á Akureyri.
Það vekur nokkra athygli við
þetta mál að farið er að dreifa
símaskránni hér á Akureyri
hálfum mánuði eftir að byijað er
að dreifa henni í Reykjavík.
Einnig að einungis eru blaðsíður
fyrir ný og breytt símanúmer af
Stór-Reykjavíkursvæðinu en
ekki fyrir Akureyri til dæmis eða
aðra staði á landsbyggðinni.
GHF
Sjötugsafmœli
Páll Arason, fyrrverandi öræfa-
fari, verður sjötugur 2. júní n.k.
Þann 1. júní tekur hann á móti
gestum í Smiðjunni milli kl. 15
og 17. Um kvöldið hefur hann
opið fyrir vini sína og kunningja
í húsi sínu í Bugi í Þúfnavalla-
landi.
Allir vinir og kunningjar Páls
eru velkomnir. GHF
Lesendobréf
Fyrirspurn til
hitaveitustjóra
íbúi í fjölbýlishúsi við Tjarnar-
lund skrifar:
í fjölbýlishúsinu þar sem ég
bý, var sameiginleg olíukynding,
áður en heitt vatn var leitt í
húsið. Með tilkomu hitaveitu var
sett upp hemlagrind. Fékk hver
íbúð sendan reikning og var
gjaldið miðað viö stærð íbúðar-
innar. Með breyttu sölufyrir-
komulagi H.A. er ætlunin að
íbúum fjölbýlishússins verði
sendur ósundurliðaður reikning-
ur. Ef heildarreikningurinn er
ekki að fullu greiddur á eindaga,
falla á hann dráttarvextir, sem
skiptast á alla íbúa hússins, jafnt
þá sem hafa staðið í skilum sem
hina sem ekki hafa borgað.
Hvers vegna er ekki hægt að
senda reikning á hveija íbúð
eftir stærð hennar, ef allir íbúar
hússins eru sáttir við það fyrir-
komulag?
Svar hitaveitustjóra:
í nýrri reglugerð fyrir Hita-
veitu Akureyrar þarf að skilgreina
greiðendur varmaorkunnar.
Greiðandi er sá einstaklingur
eða húsfélag, sem skráð er fyrir
mælagrind (mæli) og er ábyrgur
gagnvart Hitaveitunni m.a. fyrir
greiðslum varmaorkugjalda fyr-
ir mæli, óháð fjölda aðila er
tengjast honum. Þar sem fleiri
en einn aðili er tengdur sama
mæli verður að stofna húsfélag
eftir þeim reglum, sem kveðið er
á um í lögum fjölbýlishúsa frá
31. maí 1976.
Húsfélagið sér um innheimtu
varmaorkugjalda eins og ann-
arra semeiginlegra gjalda við-
komandi húss og er ábyrgt gagn-
vart Hitaveitunni. Hitaveitan vill
engin áhrif hafa á samkomulag
aðila um skiptingu varmaorku-
gjaldanna.
Þegar húsfélag stendur í skil-
um, kemur ekki til neins konar
innheimta dráttarvaxta af hálfu
Hitaveitunnar, óháð stöðu ein-
stakra aðila gagnvart hússjóði.
Standi húsfélag hins vegar ekki í
skilum við Hitaveituna, falla
dráttarvextir á húsfélagið eöa
hússjóð vegna hinnar ógreiddu
skuldar. Hvernig þeim útgjöld-
um verður síðan skipt á milli
aðila, er framkvæmdaratriöi
hvers húsfélags, sem Hitaveitan
getur engin áhrif haft á.
Til að auðvelda greiðendum
veitunnar að stofna húsfélög,
mun Hitaveitan afla nafnnúm-
era fyrir öll væntanleg húsfélög
og veröa þau send út með fyrsta
varmaorkureikningi eftir sölu-
fyrirkomulagsbreytinguna.
Vænta má útsendingar þessa
reiknings, síðari hluta júlímán-
aöar.
• Ein af meginforsendum
ákvörðunar um að breyta sölu-
fyrirkomulagi veitunnar, var að
auka sjálfræöi notendanna.
Fyrirspum til Hifa-
veitu Akureyrar
Ef húseigandi verður á braut í
mánuð og skrúfar fyrir hita-
vatnsleiðslur, þarf hann samt
sem áður að borga fyrir vatniö?
Svar hitaveitustjóra:
Nýja fölufyrirkomulagið
verður þannig að fyrir hvern
mínútulítra veröur greitt fast afl-
gjald, kr. 300 fyrir mínútu-
lítrann. Það gjald verður að
greiða mánaðarlega, óháð notk-
un. Að öðruleyti verður verðlagt
eftir notkun, þannig að ef skrúf-
að verður fyrir ofnakerfi og ekk-
ert neysluvatn notað, verður að-
eins að greiða hiö fasta aflgjald.
Má áætla að, miöað viö eðli-
lega upphitun, veröi fast aflgjald
um 20% af heildarútgjöldum
meðalheimilis á ári.