Íslendingur


Íslendingur - 30.05.1985, Qupperneq 5

Íslendingur - 30.05.1985, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 Jslcudinaur $U*udiuuur Útgefendi: Ritstjóri: Auglýsíngastjóri: Ritstjórn, simi: Auglýsingar, simi Askriftargjald: Auglýsingaverð: Prentun: islendingur hf. . Tóma6 Ingi Oirich Kristín Ottesen 21501 21500 kr. 130 á ársfjónSungi kr. 170dálksm. Tæknideild islendings og Dagsprent Framtak tíl friðar Fyrir nákvæmlcga viku síðan samþykkti sameinað þinfi samhljmla með 48 atkvæðum þinfisályktuuartillöfiu um afvopnunarmál. Þaó. sem hlýtur aó vekja sérstaka afhygli við þessa afgreiðslu A|)ingis, er. að rillagan var saniþykkt samliljóða, en eins og kunuugt er. hala utanrikismál skipt stjórninálamönnum hvað eindregnast í fylkingar á ísiandi á síðustu áratugum af öllum þeim málum, sem þeir fást við. Fyrsta spurningin, sem vaknar við þessa afgreiðslu, er hvort nú fari í hönd nýr tími í stjórnmálum, þar sem almennf samkomulag ríktí um stcfnu í utanríkismálum eins og í afvopnunarmálum. Við þessari spumingu er ekkerf svar. En það era og hafa verið ýmsar hlikur á lofti, sem benda til þess að andstæðingar aðildar íslands að Atlantshafsbandalaginu séu að endurskoða afstöðu sína til þess. Kannski er þessi samþykkt fyrsta skrefið á þeirri braut, að Alþýðubandalagið, Kvennalistinn og aðrir vinstri hópar móti skoðanir sínar á utanríkismálum af ábyrgðartilfinningu og skynsömu mafi á hagsmunum ísiauds. I>að, sein vekur þessar vonir, er, að í tillögunni er mjög afdráttarlaust tekið af skarið með, að afvopnum skuli vera gagnkvæm og undir alþjóiflegu eftirliti. Þefta þýðir að allir þeir, sem að tillögunni standa lýsa því afdráttariaust yfir, að einhliða afvopnum sé ekki fýsileg- ur kostur. Bæði Alþýðubandalagið og Kvennalistinn hafa gerf sér nokkuð dælt við friðarhrevfinguna, en ýmsir hlutar hennar hafa haft einhliða afvopnun ofar- lega á sinni síefnuskrá og Verkamannaflokkurinn breskí hefur gert hana að stefnumáli sínu. Eift einkenni þessarar þingsálvkfunar er fremur loð- mullulegt orðalag. Það er helsti veikleiki hennar. Þótt þingmenn hafi komið sér sarnan um orðalagið á ályktuninni. þá er Ijóst að þeir skilja hana ekki allir sama skilningi. Hclsta áhvggjuefnkl er, hvort í þessari tillögu sé um að ræða stefnubreytingu í ulanríkismáliim. hvort með henni hafi verið lýst yfir, að hér á landi skuli ekki vera staðsett kjarnorkuvopn, hvernig sem allt veltist. Það sé ekki háð samþvkki stjómvalda. eins og það hefur verið venjulega orðað. En það er rétf að leggja áherslu á, að í umræðuni á Alþingi áréttuðu forsætisráð- herra, utanríkisráðhcrra og formaður utanríkisniála- nefndar þann skilning, að í þessari tillögu fælist engin stefnubreyting í þessu efni. Þessi tillaga breyfír þ\i engu um utanríkissfefnuna. í þessari fillögu er verið að álykfa um efni, sem fslendingar ráða litlu sem engu um. En það er kannski ekki aðalafriðið. „Mestu varðar að við metum ríkjandi aðsfæður á hverjum fíma frá eigin sjónarlióli og hlífumst ekki við að reyna að hafa áhrif á þróun mála. Það megum við auðvitað aldrei gera enda hiifuni lið ekki gert það," sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, forinaður utanríkismálanefndar í uinræðum um þessa tillögu á Alþingi. Þetta er hárrétf. Ef okkur fslendinguiu tekst að stjóma okkar eigin öryggismálum skynsamlega leggjum við meira af mörkum til heimsfriðar en allar afvopmm- arfillögtir og Brandf skýrslur heimsins. Daginn elfir að þessi samþykkl var gerð á Afþingi áktað (ieir llall- grímsson. utanríkisráðlierra, að fallast á beiðni Banda- ríkjamanna iim að reisa hér á landi tvær rafsjársfiiðvar og endurnýja þær fvær, sem iiu slarfa. Það hniga iill riik lil þess, að su ákvörðun nniiii auka iinggi hér á landi og svæðiuu nmliveríls. Iliin er þvi marínerl framlag islenskra stjómvalda til heimsfriðar og skiptir meira máli en sainþykkt þiiigsálykfunarinnar. jiótt ekki sé liiin ómerk. (.111 Æskan í dag er afl framtíðarinnar Ræða Sturlu Kristjánssonar, fræðslustjóra, flutt á ráðstefnu Sjálfstæðisfélags Dalvíkur um æskulýðsmál 111 >V>:Ú iH® í konungsbréfi frá 1790, eru ákvæði um lestrar- kennslu á þá lund, að sérhvert bam skuli byija að lesa á bók áöur en það nær 5 ára aldri. í stjómartíðindum fyrir ísland 1880 er síðan að fmna lög um uppfræðing bama í skript og reikningi. Árið 1703 voru íbúar landsins yfir 50 þús- und. Þrisvar á öldinni fækkaði landsmönn"’", svo, að færri urðu en 40 þúsund. Má þar nefna stómbólu 1703-1709, harðindin um miðja öld- ina og móðuharðindin 1783-1786. Um aldamótin 1800 voru íbúar 6.35% færri en við upphaf aldarinnar. Á þessari öld er sáð fyrir skóla nútímans — nú verða þau frumbrot i fræðslu og skólamál- um, sem ef til vill verðskulda meiri athygli og heföu betur mótað skólahald okkar sterkar en raun ber vitni. Ég tel, að konungsbréfið frá 1790 boði enga stökkbreytingu eða byltingu, það megi frekaT skoða sem vísbendingu um ástand mála og staðfestingu og stuðning við þá siði, venjur og það ástand sem rikjandi er á þeim tíma, er það er út gefið. Öld erfiðleika og hörmunga er hðin, en segja má að hún hafi um leið orðið endurreisnartími trúarlífs og þjóðlegra mennta. Þjóðfélagsskipanin, þjóðarvenjur og menn- ingarverðmæti leggjast á eitt um að varðveita og endurvekja lestrarkunnáttu landsmanna — án skóla, án tilskipana eða valdboða. Árið 1907 er okkur gefin hin fyrsta eiginlega skólalöggjöf. Hér kemur nýjung inn í myndina, kennsla í námsgreinum — fagleg þekking — hagnýt þekking. Börnin eiga að læra hluti sem foreldrar þeirra kunnu ekki og þá þarf auðvit- að skóla. Þá þarf að byggja skólahús, afla kennslu- gagna, mennta kennara og halda síðan utan um þetta allt saman — skólakerfið er þar með orðið til. Með því að kenna bömum fyrir framtíðina — hluti er foreldrar þeirra kunna ekki (nokk- uð sem síðar hefur viðgengist í vaxandi mæli) þá er upp tekin skóla- og uppeldisstefna sem óhjákvæmilega leiðir af sér það þjóðfélagslega fyrirbæri er almennt nefnist kynslóðabil. Kyn- slóðabil, er síðan leiðir til ýmissa vandamála í samskiptum bama, foreldra og stofnana og við nefnum gjaman unghngavandamál. Um þetta leyti hafa orðið miklar breytingar á vettvangi þjóðmála. Island er ekki lengur hreint bændasamfélag. Reykjavík er hraðvaxandi bær og verður nú miðstöð samskipta, hvar allra leiðir mætast. Tækniþróun og verkaskipting fylgja kaup- staðalífmu og þjónustugreinum fjölgar ört. Reykvískir siðir verða fyrirmynd annarra bæja og þorpa er þjóta upp, einkum þar sem verslun og viðskipti eru aöal atvinnugreinar. Erlendra áhrifa gætir mjög og ísland eignast „sit borgerskap.” Það em íbúar þorpa og kaup- staða, sem leggja grunninn að íslensku skóla- kerfi og því miður draga þeir meira dám af erlendum fyrirmyndum en góðu hófu gegnir — menn heföu betur horft heim til átthaganna og ætt uppruna síns. Það er sjálfsagt að meta sérstöðu þorpa og bæja og byggja þar skóla. Heimilið í bænum getur alls ekki skilað uppeldis- og kennsluhlut- verki sínu á sama hátt og gróið íslenskt menn- ingarheimili í sveit. Það er ekki vettvangur lífs á sama hátt og sveitaheimihð, ekki vinnustaður, þar er ekkert vinnufólk, engin húsdýr, varla afar og ömmur. Þar á að borða, hvílast og sofa. Barnið á mölinni á þess ekki kost að alast upp við dagleg störf og leggja hönd á plóginn. Samband þess við foreldra verður allt annað er í sveitinni — vaxtar — og þroskamöguleikar sömuleiðis. Þessum breyttu aðstæðum verður að mæta með einhveijum ráðstöfunum — það sjá allir. En því miður virðist mysan hafa maðkað. Af annarlegum, en skiljanlegum ástæðum virðist hin íslenska borgarastétt afneita upp- runa sínum, og keppast við að tileinka sér fína útlenda siðu og háttu. Norm, reglur og viðmið- anir, sem iðnriki álfunnar hafa komið á af illri nauðsyn, t.d. í verksmiðjuhverfum stórborga, verða nú hin fína erlenda fyrirmynd skólahalds mestu menningarþjóðar norðurálfunnar. Ef við lítum málið borgaralegum iðnríkis- augum, þá er það ljóst, að menningarlega og tæknilega er ísland algjörlega vanþróað og slík sjónarmið virðast hafa verið allt of ríkjandi á þessum tímum. Ekki er annað sýnna, en að fræðslu- og skólamálum sé í öllu skipað út frá sjónarmiðum sem þessum, án tilhlýðilegrar virðingar eða samræmis við þjóðlegar aðstæð- ur, venjur og menningu. Þeirri skipan er best hentaði 10-20% þjóðar- innar, skyldu nú hin 80-90% einnig hlýða. Einkennisorð skólamála næstu áratuga gætu svo verið: stjómunarvandamál, fjárskortur, samgönguörðugleikar, hreppapólitík og bygg- ingavandamál. Skóla- og fræðslulöggjöf er endurskoðuð og endumýjuð 1926, 1936 og 1946, án þess að um eðlis eða stefnubreytingar sé að ræða. Framtíð- arsýn og aðstæður borgarastéttarinnar ráða ferðinni, og verður þetta æ meira áberandi er tímar líða. Með lögunum 1946 er verkið fullkomað og eru þau svo kyrfilega sniðin að aðstæðum höfuðborgarsvæðis og þéttbýlis, að fjölmörg ákvæði þeirra komust aldrei til framkvæmda í dreifbýh á þeim 28 árum sem þau voru í gildi — og hefðu aldrei komist til framkvæmda hver svo sem gildistími þeirra heföi orðið. Löggjöf á þessu sviði a.m.k. er ávallt því marki brennd að taka upp þá skipan sem þegar er í mótun, eða komin til framkvæmda hjá ráðandi og mótandi byggðasvæðum. Útkoman hefur síðan orðið sú, að það eru aðeins þéttbýlissvæðin sem geta farið að lögum um skólahald allt, en í hinum dreiföu byggðum er barist um á hæl og hnakka við að reyna að koma á skólaskipan iðnríkja og hin hagstæð- ustu uppvaxtar- og þroskaskilyrði lítilsvirt og forsmáð. Ég tel ekki fráleitt að líta þannig á skólahald og þróun aö um tvær megin stefnur geti verið að ræða. Annars vegar þjónar skólinn því markmiði að innleiða eitthvað nýtt, þróa, jafnvel bylta Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttlr: Víð erum framtíð ykkar Ég ætla hér með þessum orðum mínum að reyna að gera ykkur smágrein fyrir því hvernig það er að vera unglingur í dag. Á aldrinum 12-16 ára jafnvel til 18 ára aldurs eru unglingar að breytast úr skemmtilegu og hamingjusömu barni í rót- lausan ungling sem reynir að finna sitt persónulega sjálfstæði. Það er margt sem brýst um í unglingi á þessum tíma t.d. allskonar þrár og tilfinningar sem hann ræður ekki við, þekkir ekki og hefur ekki fundið fyrir áður. Unglingurinn spyr oft sjálfan sig hver hann sé og hvað hann er. Hann fær oft þá tilfinningu að það sé hvergi plass fyrir hann í þjóðfélaginu og það hafi gleymst að rýma til á hillunni svo hann kæmist líka fyrir. Til að koma í veg fyrir að unglingar hugsi svona, sem er alls ekki hægt í öllum tilfellum, þarf að leyfa honum að vera meira með og fá að fylgjast betur með málefnum fullorðinna. Honum finnst þá hann vera einhvers virði. Krakkar á þessum aldri byrja oft að reykja, drekka og jafnvel að neyta fíkniefna. Ef foreldrar komast að því, að unglingurinn þeirra sé byrjaður á einhverju af þessu, þá stoðar ekkert að rifast og skammast eða fara í fýlu, heldur að tala rólega við unglinginn, þá er miklu meiri von til að hann hætti þessu. Hér á Dalvík þarf nauðsynlega að bæta íþrótta- og félagsaðstöðu unglinga. Fyrir þremur árum eða svo var sundlaugarbygg- ing mikið hitamál á Dalvík. Rætt var um Þórgunnur Reykjalín Vigfúsdóttir staðsetningu fyrirhugaðrar sundlaugar og menn ekki á einu máli um hana. Nú virðist sem menn hafi gefist upp á þessu brýna verkefni og öll áform lögð á hilluna. Allir virðast vera búnir að gleyma sundlauginni. Mér virðist vinnubrögð bæjarstjórnar vera hálf handahófskennd og finnst mér Gimli gott dæmi þess, því allt í einu er komið upp æskulýðsheimili síðan stopp, ekkert gerist í lengri tíma, engar breytingar. Mér fyndist miklu skemmtilegra að vinna svona verk hægt og jafnt heldur en að taka svona rykki. Mig langar hér til að átelja foreldra á Dalvík fyrir það sinnuleysi sem þeir sýna starfsemi þeirri er fram fer í Gimli. Þeir gagnrýna starfssemina án þess að kynna sér hana og sýna uppbyggingu heimilisins lítinn áhuga og því sem þar fer fram. Þó vil ég ekki láta hjá líða að þakka bæjarstjóra fyrir það að sýna starfsseminni í Gimli áhuga. Það vakti nokkra athygli hjá okkur ungling- unum þegar bæjarstjóri heimsótti æskulýðs- heimilið á starfstíma. Mér finnst það sem af er þessu ári, ári æskunnar, sé þetta ár ekki búið að vera neitt frábrugðið öðrum árum sem liöin eru. Það vaknar upp sú spurning hvað bæjaryfirvöld telja brýnast að gera fyrir unglingana á ári æskunnar. Ég hef talað við nokkra unglinga og fullorðna og erum við sammála um það að það var miklu meira talað um trén á ári trésins heldur en búið er aö tala um ungling- ana og æskuna í ár. Fólk tók sig saman og hlúði aö tijánum svo þau myndu festa rætur og dafna. Því þá ekki að hlúa að og hjálpa unglingunum aö festa rætur svo hann geti náð að dafna og þroskast. Viö erum jú framtíðin ykkar. atvinnulífi, verk- og tæknimenningu þjóðar. byggðir sitja uppi með annars- og þriðjaflokks Hins vegar að vemda og þróa mannlega og eftirlíkingar. félagslega þætti í menningu þjóða. 5. Af þessu leiðir síðan, að helstu vandamál Einnig má segja að aðgreining þessi falli skólahalds hafa verið að ná þeim markmiðum mjög í farveg með hinni þekktu aðgreiningu á er einkenna má með slagorðum, s.s. jafnrétti til milli vísinda og lista. Enn fremur, að annars náms og jöfnun námsaðstöðu og hefur þá verið vegar sé um að ræða skóla sem stefnir að átt við sömu skyldur allra landsins barna til ákveðinni niðurstöðu og skilgreining óskaðrar þess að hlíta sömu ákvæðum um skólagöngu niðurstöðu, hefur sínan bakvirk áhrif, þannig — ganga í samskonar skóla — jafn mörg ár — að skólahald allt (form sem efni) ákvarðast þar jafn marga mánuöi á ári hveiju — nota sömu eftir — hins vegar skóla sem ber að líta á sem kennslubækur — taka sömu próf. ákveðið lífsform tiltekins aldurshóps og þvi Ég vil jafnvel halda því fram, að skyldunám meiri alúð sem lögð er í líðandi stund, þeim á íslandi hafi frá upphafi verið grundvallað á mun betri verður árangurinn hveijum og ein- misskilningi — misskilningi sem ekki hefur enn um til handa. tekist að fá viðurkenndan, hvað þá upprættan. Að lokum vil ég aðgreina þessa tvo mögu- En víkjum aftur að hlutverki grunnskólans leika þannig: og því hvort skyldunám á íslandi sé grundvall- 1. Annars vegar er um að ræða fjárfestingu, að á misskilningi. sem síðan getur verið annað hvort, a) þjóðfélagsins, b) einstaklingsins. 2. Hins vegar er um að ræða neyslu síðan miðast við, a) líðandi stund, b) framtíð. Meðal erlendra, þreifst ólæsi gegn um aldir. Á íslandi voru allir þar til hæfir læsir, þegar konungsbréf um uppfræðslu í lestri var gefið út sem 1790. Skólaskylda hjá erlendum fékkst við grundvallarþættina lestur, skrift og reikning. Skólaskylda á íslandi var eins konar fram- haldsnám. Menningararfurinn var varðveittur Með því að nota þetta „áhald” við greiningu og aðgangur að honum tiyggður án skóla- íslenskrar skólaþróunar þá er niðurstaða mín í skyldu. Þess vegna varð viðfangsefni skóla- þessa átt. skyldunnar eins konar framhaldsnám og það 1. Er fyrstu tilskipanir um kennslumál, eru út hefur svo trúlega valdið því að opinberlega, gefnar þá er neyslusviðið ráðandi. Má þar e.t.v. formlega og verklega hefur aldrei verið viður- nota orðið lífsfylling. Þjóðleg menning og trú- arbrögð, eru þær neysluvörur, sem lestrarkunn- áttan gefur hveijum einstökum aðgang að, beint eða óbeint. Kunnáttan hefur tæpast bein áhrif á atvinnumöguleika eða fjárhagslega af- komu. Þjóðfélagið (ríkið) ber engan beinan kostnað kenndur eðlismunur á grunnskóla og fram- haldsskóa eldur aðeins stigsmunur eða aldurs- munur. Jafnvel höfundar grunnskólalaganna féllu í þá gryfju að ætla mun á grunnskóla og framhaldsskóla aðeins eitt sumar. Með því er algerlega útilokað að fylgja af kennslunni. Segja má að neyslumöguleikar markmiðslýsingu grunnskólans og reyndin framtíðar séu tryggðir. 2. Aðstæður breytast og frá 1907 færist aukinn þungi yfir á fjárfestingarhliðina. Á síðustu hundrað árum er þróunin sú, að erlendra áhrifa gætir æ meira á öllum sviðum og grunnurinn að skóla nútímans er lagður um aldamótin. Þúsund ára venjur íslenskrar menningar fölna og vikja. Nú er horft til framtíðar, verkmenning og tækni flutt inn frá útlöndum í umbúðum framandi siða, þjóðflutningamir hefjast, menn þvo af sér mykju og mold og flykkjast á mölina. Skólakerfið er fætt með lögunum 1907 og næstu áratugir eru síðan mótunartími þessa nýja þáttar þjóðlífsins. Þjóðafélagið (ríkið) borgar brúsann og vill að sjálfsögðu sjá árangur. 3. Með lögunum 1946 er nýsköpunin full- komnuð. Menntun er samfélagsleg Qárfesting. Landið á sjóð náttúruauðæfa, en afla verður tækniþekkingar og kunnáttu til þess að nýta auðlindimar, efla atvinnuvegina og treysta fjárhagslega afkomu og aukinn hagvöxt. Sú viðleitni að setja kerfislega hagsmuni öllu ofar, nær nú algjörum undirtökum. Megin viðfangsefni laganna er, að skipa almennu skyldunámi þannig, að þjóna megi hvað at- vinnu og framhaldsnámi sem vera skal. hefur og sannað, að grunnskóhnn hefur orðið eins konar flokkunarvél fyrir aðila, sem er skólanum og nemendunum óviðunandi — þ.e.a.s. framhaldsskólanum. Það verður því að fara að viðurkenna það í verki að það er eðlismunur á hlutverki grunn- skóla og framhaldsskóla. Sá eðlismunur er augljós ef við t.d. berum saman boðskap markmiðslýsingarinnar og skólastarf og próf i 8. og 9. bekk. Það má líka benda á skólaskyldu sem skyldu þjóðfélagsins við vaxandi ungviði, sem skili öllum út í lífið eins og segja má með því einu formerki að þeir séu upp vaxnir og fullgildir borgarar í þjóðfélaginu. Vilji borgarinn áhrifameiri formerki, þá stendur honum til boða að sýna getu sina og sanna gildi sitt t.d. með þvi að leggja stund á það framhaldsnám er veiti honum starf — laun — eða þá félagslegu stöðu sem hann sækist efíir. Grunnmenntunin tekur mið af þörfum og eðli nemandans, framhaldsnámið er krafa til einstaklingsins að laga sig og aga að þörfum þjóðfélagsins, ef svo má segja. Þá fyrst að þessi eðlismunur er viðurkennd- ur, er hægt að þróa þessi eðlis óskyldu skóla- stig, hvort fyrir sig. Þá á ég við að líta á grunnskólann, sem þroskavöm ákveðins Atvinnu- og efnahagslegar áætlanir og spár aldursskeiðs í ákveðnu umhverfi — lífsform, en eru útgangspunktur, sem jafnvel skyldunám er síðan skipulagt eftir — með því að rekja málið aftur á bak. Skilningur minn á þróun skyldunáms á íslandi er því í stuttu máli sem hér greinir: 1. Við upphaf skipulagðrar fræðslu og skóla- halds er lsland alls ekki neitt þróunarland í fræðslulegu og menningarlegu tilliti, svo sem ætla má af framkvæmd þessarar mála. 2. Þess vegna er fræðslu- og skólalöggjöf frá fyrri hluta tuttugustu aldar nokkuð misvísandi í menningarlegu tilliti, en snar þáttur í kúvend- ingu frá bændasamfélaginu, yfir í tækniþróað þjónustusamfélag. 3. Sá munur, sem er á aðstæðum dreifbýlis og þéttbýlis, er ekki virtur sem skyldi, en þéttbýlisaðstæður haföar einhliða til grunvallar við skipan náms og skóla. 4. Þetta þýðir, að reglulegan skóla er aðeins að finna í bæjum og þorpum, en dreiföar framhaldsnám og þá einnig á háskólastigi sem varðveislu þekkingar og verktækni sem hvorki væri bundið skólasetu og bóklegum fræðum eingöngu né heldur ákveðnu aldursskeiöi í órofa tengslum við grunnskóla. í framhaldi af því sem hér er sagt og umritun minni af grunnskólalögum, sem þið ef til vill hafi séð í Heimili og skóla, þá vil ég bæta því viö aö ég vildi gjarnan sjá þá breytingu hér, að eftir lok grunnskóla og skyldunáms í 8. bekk, tæki við tveggja ára miðskóli og fræsluskyldu og síðan þriggja ára framhaldsskóli til stúdents- prófs. Miðskólinn væri þannig að allir sem lokið heföu prófi úr 2. bekk ættu rétt til framhaldsnáms, en jafnframt væri þess kostur að taka inntökupróf í framhaldsskóla úr 1. bekk og ljúka þá stúdentsprófi ári fyrr en nú gerist. Út frá þeirri staðhæfingu að grunnskólinn undirbúi framhalds- og tæknimenntun'og inn- Sturla Kristjánsson leiði því nýja þekkingu, nýtt námsefni og breytta kennsluhætti í sífellu, í stað þess að sinna áður umræddu grunnskóla hlutverki, þá vil ég setja fram eftirfarandi kenningu sem varð til fyrir all mörgum árum, þegar ég vann að lokaritgerð minni til candidatsprófs í sálar- og uppeldisfræðum við D.L.H. Sá grunnskóh sem kennir nemendum sínum það sem foreldrar þeirra kunna ekki, er að kljúfa veröld bamsins — búa til kynslóðabil og leggja grunn að því sem svo er kallað unglinga- vandamál. Æskan á þá kröfu að grunnskólinn ástundi markvissara uppeldisstarf — mannrækt grunn- skólans höfði fyrst og fremst til tegundareigin- leika mannsins (mannlegra þátta) og persónu- legra ein'kenna (afbrigða hvers og eins) í stað þeirrar meðalmennskumótunar sem nú er við lýði. Meðal annars þarf að skilgreina eðli og áhrif einstakra námsgreina. Sérhver æfing íþróttamanns hefur skilgreindan og markvissan tilgang og skilar sínu í langri þjálfun og það er ekki síður mikilvægt að standa vel að ræktun og uppbyggingu mannkosta og greindar. Að ræktunartímabilinu loknu er rétt að leita léttari viðfangsefna í lífsbaráttunni og kæmi þá miðskóli inn í myndina — skólaform æskunnar — tengingin frá ræktun og þjálfun til átaka og afreka, tengingin frá uppeldi og leik yfir í alvöru lífs og starfs. Fijáls miðskóh er tæki mið af umhverfi. sem og félagslegum þörfum unglinganna þegar þeir þurfa svo sárlega á leiðsögn. umhyggju og handleiðslu að halda. í bamslegum tilburðum sínum við að verða fullorðnir. Miöskóli sem byði upp á sveiganleika í starfi. allt eftir óskum og þörfum nemenda. allt frá markvissri fræðslu — þekkingaröflun — yfir í skapandi starf, þar sem áhersla væri lögð á þær greinar sem best svara tilfmningalegum og félagslegum þörfum æskufólks. Má þar nefna verklegar greinar. íþróttir, félagsstörf og listir. Aðeins sá grunn- skóli fer að lögum. sem vinnur uppeldis- og mannræktarstarf grundvallað á þeirri þekkingu sem við besta eigum um mannlegt eðli og þarfir vaxandi ungviðis. og skilar vel skipu- lögðu og markvissu starfi. Aðeins sá grunnskóli fer að lögum, því að grunnskólinn getur ekki á annan hátt hagað störfum sínum í sem fyllstu samræmi viö eðh og þarfir nemenda og stuölað að alhliöa þroska. heilbrigði og menntun hvers og eins.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.