Íslendingur


Íslendingur - 30.05.1985, Síða 6

Íslendingur - 30.05.1985, Síða 6
6 3slcttdinöur FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 1985 Þvœttíngur að ég sé að slá á framrétta hönd ríkisins segir Wilhelm V. Steindórsson, hitaveitustjóri Það hefur vart farið fram hjá neinum síðustu vikurnar að mál- efni Hitaveitu Akureyrar hafa verið í brennidepli í bænum. Menn hafa rætt málefni hennar af álíka hita og rætt er um knattspymu eða pólitík að öðru jöfnu. Nú síðast gerði bæjar- stjóm Akureyrar samþykkt, þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að leita beri eftir samningum viö ríkið vegna vanda veitunnar, en Wilhelm V. Steindórsson, hita- veitustjóri, hafði lýst því yfir í viðtah við Dag að Hitaveitan þyrfti ekki á aðstoð að halda. Af þessu tilefni voru lagðar nokkrar spurningar fyrir hita- veitustjóra. Það fyrsta sem hann var spuröur um var hvort hann væri andvígur aðstoð ríkisins við Hitaveitu Akureyrar. „Nei, ég er ekki andvígur því, ég hef raunar barist ötullega fyrir því að fá leiðréttingu í málefnum veitunnar. Það er því alrangt að ég vilji slá á einhveija útrétta hjálparhönd ríkisins. Ég hef verið starfandi for- maður í Sambandi íslenskra hitaveitna sl. 3 ár. Á fundum þar hafa málefni hitaveitna verið sí- fellt til umfjöllunar. Það eru 35 hitaveitur, sem eiga aðild að þessu sambandi og sjá um 80% landsmanna fyrir hitaorku. Ég hef átt ítarlegar viðræður við iðnaðarráðherra og fjármálaráð- herra um hagsmuni hitaveitna í landinu. Það er ekkert launung- armál að SÍH er andvígt niður- greiðslum á orku. Sambandið hefur lagt til að niðurgreiðslur á orku verði afnumdar. Okkur barst til dæmis fyrir- spurn frá hinu opinbera um það hvað væri hæsta mögulega orkuverð. Við í stjórninni svöruðum þessu þannig að ekkert svar væri til við þessari spumingu. Verðlagning hlyti að byggjast á þörfinni á hveijum stað.” í nýlegri skýrslu frá Iðnaðar- ráðuneytinu um athugun á fjár- hags- og rekstrarstöðu hitaveitna er farið yfir ástandið hjá öllum íslenskum hitaveitum. Hvað er að segja um þessa skýrslu? „Iðnaðarráðherra skipaði nefnd árið 1984 til að athuga vanda hitaveitna. SÍH átti full- Golf í dag, fimmtudag verður svo- keppni með fullri forgjöf. Hún kallað fimmtudagsmót á golf- hefst laugardaginn 1. júní kl. 10 vellinum og hefst kl. 16.00. og verður haldið áfram á sunnu- Um helgina verður Gull- daginn kl. 9.00. smiðabikarinn, sem er 36 holu GHF Knattspyrnumð Akureyrar Vormót Júní 5. 4. fl. a KA-völlur KA-Þór kl. 18.00 5. 4. fl. b KA-völlur KA-Þórkl. 19.15 6. 3. fl. a KA-völlur KA-Þórkl. 18.00 '6. 3. fl. b KA-völlur KA-Þórkl. 19.30 10. Mfl. kvenna KA-völlur KA-Þór kl. 20.00 11. 2. fl. kvenna KA-völlur KA-Þór kl. 20.00 12. Yngri fl. kvenna KA-völlur KA-Þór kl. 20.00 13. 6. fl. a KA-völlur KA-Þór kl. 17.00 13. 6. fl. b KA-völlur KA-Þórkl. 17.50 13. 6. fl. c KA-völlur KA-Þórkl. 18.40 19. 5 fl. a KA-völlur KA-Þórkl. 17.00 19. 5. fl. b KA-völlur KA-Þórkl. 18.00 19. 5. fl. c KA-völlur KA-Þórkl. 19.00 20. Öldungar KA-völlur KA-Þór kl. 20.00 AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Skólagarðar. Starfsvellir Skólagarðar Akureyrar óska að ráða flokks- stjóra til leiðbeiningarstarfa í sumar. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af ræktunarstörfum og verkstjórn. Nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu Garðyrkjudeildar í síma 25601 frá kl. 9-12 daglega. Skrifleg umsókn sendist til Akureyrarbæjar, Garðyrkjudeild, pósthólf 881,602 Akureyri. Umsóknarfrestur er til 1. júní n.k. Garðyrkjustjóri. trúa í nefndinni og ég hef tengst vinnunni í þessari nefnd. Vegna mikils þiýstings frá SÍH tóksl okkur að fá þessa skýrslu lagða fram á aðalfundi SÍH fyrir mánuði síðan. Þar var hún kynnt af einum höfundi hennar, Gunnari Haraldssyni, formanni nefndarinnar. í þessari skýrslu kemur ekkert fram, sem ég ekki vissi. Hitaveitur Vestmannaeyja og Borgarness eiga við mest vandamál að stríða. Aðalatriðið er að niðurgreiðslum á raforku á hitaveitusvæðum verði hætt. Niðurstaðan í þessari skýrslu er sú að ekki þurfi að grípa inn í rekstur HA. í þessari skýrslu er sagt að auka þurfi tekjumar um 40% og það muni ef til vili takast með breyitu sölufyrirkomulagi. En það verður að gæta að því að skýrslan er miðuð við ársbyijun 1985. Núna þurfum við ekki nema 11 % í viðbót, því að við höfum fengið hitt nú þegar. Ég álykta sem svo að iðnaðarráð- herra líti svo á að nú þegar borgi Akureyringar 86% af olíuverði og bæta þurfi 40% ofan á það til viðbótar. En það er rangt. Ég vil ítreka það enn einu sinni að við ætlum að lækka gjaldskrána. Hitaveita Akureyr- ar þarf fýrst og fremst breytt sölufyrirkomulag og þess vegna er það ekki lagt til að gjaldskráin muni hækka. Til að skýra þetta mál er rétt að sjá hvernig núver- andi tekjur eru til komnar. Þær má reikna svona: 1480 kr/1x10.500 1/m x 12 = 186 milljónir króna. 1480 er núverandi verð fyrir mínútulítra á mánuði og Hita- veitan selur um 10.500 mínútu- lítra á mánuði og það er marg- faldað með 12. Með breyttu sölufyrirkomu- lagi mætti reikna tekjurnar út svona: 74 kr/rm x 5 milljónir = 370 m.kr. Verðið nú fyrir rúmmetrann af vatni er 74 kr. Við seljum 5 milljónir rúmmetra og af því fengi veitan 370 milljónir króna. Hitaveitan hefur ekkert að gera við allar þessar tekjur. Þetta getum við því lækkað. Nú er áætlað að selja rúmmetrann á 50 kr og þetta er lækkun. Þessi ákvörðun um breytt sölufyrirkomulag mun tiyggja fjárhag HA og orkuöflun verður tryggð um lengri tíma. Því er haldið fram að ef ríkið komi ekki til hjálpar muni orku- verð verða mjög hátt hér á Akureyri næstu 10 árin. Þetta er ekki rétt. Ef ríkið kemur inn í reksturinn, verður það gert undir ströngu aðhaldi og ríkið mun þvinga okkur til að halda orku- verði háu til að koma veitunni á réttan kjöl. Ég fullyrði að rekstur HA sé ekki hjálparþurfi. Hins vegar kann það að vera að skuldasöfn- un bæjarsjóðs sé svo mikil að hún krefjist pólitísks samráðs við ríkið.” Er þá alveg ástæðulaust að sækja eitthvað til ríkisins? „Ég skal nefna dæmi um það, sem mér finnst eðlilegt að sótt sé til ríkisins. Á hveiju ári borgar HA um 6 milljónir fyrir söluskatt og verðjöfnunargjald Wilhelm V. Steindórsson af raforku. SÍH hefur beitt sér fyrir því að verðjöfnunargjald og söluskattur af raforku verði fellt niður og nú er ekki spurning um hvort, heldur hvenær af þessu verður. En þetta er málefnaleg krafa byggð á sanngimisgrund- velli. Slík mál vil ég sækja en ekki fara með betlistarf á vit ríkisins. Það er sjálfsagt sann- gimismál að um þessa raforku gildi sama og um raforku til hitunar. Það má hka nefna varma- dælurnar í þessu sambandi. Við fengum söluskatt og verðjöfnun- argjald fellt niður af þeim, sem er um 1 milljón kr. spamaður á ári fyrir HA. Það er því hreinn þvættingur að ég sé að slá á útrétta hönd ríkisins okkur til hjálpar. Ég tel að hér hafi ekki verið um neina hjálparhönd að ræða enda niðurstaða skýrslu iðnaðar- ráðherra að ekki þurfi að grípa inn í rekstur Hitaveitu Akureyr- ar. Ég hef barist fyrir því að byggja þennan rekstur upp. Ég fékk til dæmis fellt niður lán úr orkusjóði til borunarfram- kvæmda, sem höfðu ekki skilað árangri. Það vom tugir milljóna. Þá kveinkaði embættismanna- kerfið sér í Reykjavík. Ég felli mig illa við orð Jóns Sigurðarsonar að Hitaveitan sé óskapnaður. Hún er enginn rekstrarlegur óskapnaður. Hún kannski var það fyrir nokkrum árum en hún er það ekki nú.” Líturðu svo á að þessar yfir- lýsingar þínar séu afglöp embættismanns? „Ég áskil mér allan rétt til að láta í ljós skoðanir mínar á mál- efnum HA innan stjómar hennar og utan. Ég læt því þess- ar yfirlýsingar sem vind um eyru þjóta. Ég mun halda skoðunum mínum á lofti um þessi mál, því þess er þörf. Ég hef verið hrifinn af Jóni Sigurðarsyni sem stjórnmála- manni og ýmsum skoðunum hans. En það gengur ekki að hrópa úlfur úlfur, þegar eitthvað bjátar á og ætlast til að ríkið hlaupi upp til handa og fóta. Það þarf að reka þessi mál mál- efnalega. Hitaveita Akureyrar er ekki á hausnum. Það vantar aðeins herslumuninn til að tryggja farsælan rekstur hennar.” En hvað með þá yfirlýsingu að stjóm HA eigi að grípa til þeirra ráða sem dugi til að koma í veg fyrir svona yfirlýsingar í framtiðinni? „Ég skil þetta svo að þeim framsóknarmönnum finnist skoðunum sínum ógnað. Ég hef í sjálfu sér ekkert við það að athuga. En ég kalla eftir mál- efnalegum rökum. Komi þau fram læt ég segjast en ekki við þvingun.” GHF Tónleikar Passíukórsins Vetrarstarfi Passíukórsins lýkur með vöflukaffi og söng í Lóni við Hrísalund n.k. sunnudag kl. 17.00. Aðalverkefni í vetur var kantatan „Guðsriki” eftir J.S. Bach, sem flutt var í Akureyrar- kirkju fyrr í vor, við góðar undir- tektir. f kaffinu á sunnudaginn mun kórinn hinsvegar syngja lög úr ýmsum áttum, bæði íslensk og erlend. Passíukórinn hefur nú starfað í rúman áratug og hefur Roar Kvam stjómað honum frá upphafi. Kjarnalundur Almennur félagsfundur Nátt- úrulækningafélags Akureyrar var haldinn í Amarohúsinu á Akureyri þann 14. maí s.l. Boðaö var til þessa fundar til að kjósa nafn á hressingarheim- ilið við Kjamaskóg. Leitað hafði verið eftir hugmyndum um nafn á heimilið og höfðu nokkrar uppástungur borist. Yfirgnæfandi meirihluti kaus nafnið Kjarnalundur, þar með hefur heimilið hlotið nafn, sem það mun bera í framtíðinni. NLFA þakkar öllum þeim, er sendu hugmyndir að nafni. Leiðrétting f síðasta tbl. íslendings var sagt að styttan af Helga magra væri eftir Jakob Jónasson. Það sem átti að standa var að hún væri eftir Jónas S. Jakobsson. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum.

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/675

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.