Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Síða 2
iz ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 24. JAN. 1970.
<4<
Lenging ferðamannatímans á Akureyri kem-
ur til með að gefa 50-60 millj. kr. árl. tekjur
Þann 16. janúar sl. var fund-
ur haldinn í F.U.S. Verði á Ak-
ureyri, og var þar rætt um Ak-
ureyri sem ferðamannabæ. —
Lárus Jónsson viðskiptafræðing
ur flutti þar fróðlegt erindi um
möguleika Akureyrar sem
ferðamannabæjar. — Fundur-
inn var vel sóttur og komu þar
fram ýmsar fyrirspurnir til Lár
usar, sem hann síðan svaraði,
og einnig komu fram athyglis-
verðar tillögur frá fundarmönn
um um leiðir til aukningar
ferða\nannastraums til Akureyr
ar. Erindi Lárusar fer hér á
eftir.
Svo oft og mikið hefur verið
rætt og ritað um margvíslega
kosti Akureyrar sem vaxanai
ferðamannabæjar, að taæplega
er á bætandi. Ég leyfi mér að
vísa á ýtarlega og hugmynda-
ríka grein um þau efni í nýleg-
um Fjármálatíðindum eftir
Valdimar Kristinsson viðskipta
fræðing, en í þessum inngangs-
orðum mínum að umræðum um
þessi mál á þessum fundi, mun
ég fyrst og fremst ræða á hvern
hátt og í hvaða röð sé æskilegt
og skynsamlegt að koma þeim
fjölmörgu hugmyndum í fram-
kvæmd, sem nefndar hafa verið
til þess að auka ferðamanna-
þjónustu að verulegu marki hér
á Akureyri. Að sjálfsögðu er þó
alls ekki um neins konar fram-
kvæmdaáætlun að ræða, þar
sem þess er af augljósum ástæð
um ekki kostur, heldur mætti
líta á þessi inngangsorð sem um
ræðugrundvöll að hugsanlegum
vinnuaðferðum til þess að auka
í raun ferðamannastraum og
ferðamannaþjónustu á Akur-
eyri næstu árin.
Frumskilyrði þess, að hér
geti orðið verulegur vöxtur í
ferðamannastraumi og ferða-
mannaþjónustu, er auðvitað, að
Akureyringar sjálfir vilji að sú
þróun verði, eða a.m.k. stór og
framtakssamur hluti þeirra. —
Það er ekki nægjanlegt, að sá
vilji þeirra sé einungis í orði,
heldur verður að koma fram
frumkvæði og framtak margra,
— í einu eða öðru formi, hér
heima fyrir, sem hrindir í fram
kvæmd nauðsynlegum umbót-
um á ýmsum sviðum, svo að í
raun og veru sé kostur þess að
auka ferðamannastrauminn að
marki. Kannski þykir óþarfi
að leggja svona mikla áherzlu
á „sjálfsagðan hlut,“ þ.e.a.s.
framtakið. Þegar betur er að
gáð, þá virðast því miður marg
ir vera nánast þeirrar skoðunar,
að varlegast sé, að ferðamenn-
irnir komi fyrst áður en farið
sé að byggja dýr mannvirki til
þess að hýsa þá og dvelja fyrir
þeim. Sannleikurinn er sá, að
ef þetta gerðist, t.d. vegna ó-
tímabærra auglýsinga, þá er
fullvíst að ferðamennirnir sæj-
ust ekki þegar mannvirkin loks
ins risu.
Nú er það svo, að uppbygging
ferðamannaþjónustu sem at-
vinnugreinar er flókin og krefst
framtaks og fjárfestingar
margra aðila og ólíkra á stund-
um. Þess vegna er nauðsynlegt
að samhæfa aðgerðirnar, ef
miða á að því að byggja upp
ákveðinn stað eða svæði á sviði
ferðamálanna, þ.e.a.s. ef menn
vilja standa að uppbyggingunni
á hagkvæman hátt. Af þessum
sökum er ekki nægilegt að vilji,
frumkvæði og framtak heima-
manna hér á Akureyri sé til
staðar — þótt það sé slíkt grund
vallarairiði og áður er á minnzt
— heldur þarf þetta framtak
að beinast að því — hver aðili
á sínu sviði — að framkvæma
réttan hlut á réttum stað
réttum tíma. Til þess að þetta
sé hægt, er nauðsynlegt að afla
staðgóðrar vitneskju um raun-
verulega stöðu ferðamálanna,
eins og hún er nú, finna hvar
skórinn kreppir sérstaklega og
finna hentugustu og hagkvæm-
ustu lausn á heildaruppbygg'-ng
unni næstu árin. Þetta þarf að
vinnast af sérfróðum mönnum
og kostar bæði mikið fé og
tíma, en mergur málsins er sá,
að einhver þarf að borga og ein
hver þarf að hafa frumkvæði
um að þetta sé gert og einhver
þarf að leiðbeina síðan hinum
mörgu, sem standa að fram-
kvæmdum á sviði ferðamál-
anna. Hver á þetta að vera,
hver á að borga? Það er sú
spurning, sem erfitt er oft á tíð-
um að fá svar við. Ofan í kaupið
er mörgum allra verst við að
borga fyrir þekkingu. Þeim
finnst víst þeir fái lítið í skipt-
um fyrir beinharða peninga, en
nóg um það.
í þessu sambandi vildi ég
varpa fram hugmynd til um-
ræðu og athugunar fyrir þá,
sem virkilega hagsmuni og á-
huga hafa af verulegum vexti
ferðamannastraums og ferða-
mannaþjónustu á Akureyri. —
Hugmyndin er í stuttu mali sú,
að stofnað verði öflugt hluta-
félag þessara aðila. í þeim hópi,
sem slíkra hagsmuna hafa að
gæta, má nefna flugfélögin,
skipafélög, núverandi hóteleig-
endur á Akureyri o. fl. aðila. í
fyrstu ætti hlutverk þessa fé-
lags fyrst og fremst að vera að
láta fram fara áðurnefnda str-
fræðilega könnun. Félagið réði
til sín menn með þekkingu og
reynslu í þessum efnum, sem
ráðleggðu þessum aðilum hvaða
framkvæmdir þeir hver im sig
ættu að leggja áherzlu á, svo
að heildarmarkmiðið gæti naðst
sem að er stefnt hverju sinni,
en jafnframt ynnu þessir sér-
fræðingar og leiðbeinendur að
framkvæmdaáætlun lengra
fram í tímann, sem yrði þá
byggð á eins traustri þekkingu
og völ er á. Ef nauðsyniegt
skyldi reynast að ráðast í veru-
legar framkvæmdir, sem eng-
inn einn aðili virtist hafa áhuga
á að framkvæma, en væri alveg
grundvöllur fyrir því að heild-
Framsöguerindi
Lárusar Jóns-
sonar viðskipta-
fræðings á
fundi í Verði
á Akureyri
armarkmiðið næðist, ætti þetta
félag að taka til yfirvegunar að
byggja þetta mannvirki og
reka — í sumum tilvikum e.t.v.
í samvinnu við bæjarfélagið. A
meðan hlutverk félagsins yrði
allsherjarkönnun ferðamálanna
og leiðbeiningarstarfsemi um
framtíðaruppbygginguna,
mætti fjármagna það með hóf-
legu hlutafé, t.d. um 1 millj.
kr., sem þá væri hugsað sem
framlag til þessara rannsókna,
og í viðbót er eðlilegt að til
komi styrkur til slíkra athug-
ana frá alþjóðastofnunum, sem
mér skilst að sé nú i athugun
hjá samgöngumálaráðuneytinu
og Ferðamálaráði. Ef á hinn bóg
inn félagið tækist á hendur að
byggja eða reka meiriháttar
þjónustumannvirki fyrir ferða-
menn síðar meir, þá yrði auð-
vitað að afla sérstaks aukins
hlutafjár til þess, enda alls ekki
nauðsynlegt að allir sömu hlut-
hafarnir yrðu í því félagi.
Þetta kann við fyrstu sýn ið
þykja nýstárleg félagsstofnun
og raunar finnst sumum ef til
vill, að til sé nú þegar félag,
sem þessi mál heyri undir. Svo
er þó ekki. Ferðamálafélag Ak-
1 ureyrar starfar á aUt öðrum
grundvelli. Það hefur hvorki
fjármagn né mannafla til þess
að sinna verulega stórum fram-
tíðarverkefnum, þótt starfsemi
þess komi að góðu gagni til þess
að leysa brýn mál líðandi stund
ar á sviði ferðamálanna. Meg-
inmarkmiðið með hugmyndinni
um hlutafélagið er að skapa
bjargálna frumkvæðisaðila með
sameiginlegu átaki allra helztu
hagsmunaaðila um aukningu
ferðamannastraums og ferða-
mannaþjónustu á Akureyri, sem
láti sjálfur fram fara nauðsyn-
legar rannsóknir og nýti þá
starfskrafta sína til leiðbeining-
ar jafnframt. Ef þetta starf
yrði unnið á vegum opinbers
aðila, yrði samstarfið milli þess
og þeirra, sem eiga að fram-
kvæma uppbygginguna aldrei
jafngott, sennilegt er að mikið
af því starfi nýttist ekki fyrr
en miklu síðar en ef sá háttur
er hafður á, sem hér er varpað
fram hugmynd um. í stuttu
máli, það yrði ekki eins áhrifa-
ríkt fyrir hagsmunaaðila ferða-
mála hér á Akureyri og hvers
vegna þá ekki að hafa frum-
kvæði og framtak sjálfir? Síð-
ast en ekki sízt mundi ef til vill
skapast með því móti grund-
völlur til sameiginlegs átaks um
byggingu og rekstur bráðnauð-
synlegra mannvirkja í framtíð
inni, sem öll heildaráformin
byggðust á.
Setjum svo, að slíkt félag yrði
stofnað á næstunni og til yrði
frumkvæðisaðili, sem undir-
byggi og hrinti í framkvæmd
áðurnefndu átaki í ferðamálum
á Akureyri. Hvernig yrði þá
unnið að þessu í einstökum
atriðum?
Fyrsta verkefnið yrði augljós
lega að laga aðstöðuna til þess
að lengja ferðamannatímann. I
þessu sambandi koma vetrar-
iþróttirnar fyrst og fremst til
greina, eins og margoft hefur
verið bent á. Ef tækist að auka
ferðamannastraum til bæjarins
frá miðjum marz fram í maí eða
maílok, gefur auga leið, að að-
staðan til þess að reka ferða-
mannaþjónustufyrirtæki myndi
gjörbreytast. í þessu sambandi
er einkum þrennt athyglisvert,
sem athuga ætti þegar í upp-
hafi. í fyrsta lagi eru emungis
um 100 hótelrúm hér á Akur-
eyri nú, sem eru til ráðstöfunar
á þessum árstíma. Þar af má
gera ráð fyrir að alltaf séu
nokkur upptekin vegna aðvíf-
andi dvalargesta. Til þess að
byggja auglýsingaherferð á er-
lendis um skíðaiðkun á Akur-
eyri á þessum árstíma, mætti
því gera ráð fyrir að fyrir hendi
séu 70—80 gistirúm. Þetta er
augljóslega of lítið til þess að
ráðast í fjárfrekar herferðir. —
Aukning gistirýmis, sem yrði til
ráðstöfunar á þessum árstíma,
er því skilyrði fyrir því að á-
form um lengingu ferðamanna-
tímans verði framkvæmt með
árangri.
I öðru lagi er ekki nægi'ega
góð aðstaða uppi í Hlíðarfjalli
til skíðaiðkana fram á vor og
heldur ekki yfir veturinn, ef
stór hópur ferðamanna á að
bætast við venjulegan fjölda
skíðaiðkenda í fjallinu. í þriðja
lagi skortir á næga fjóibreytni
til iðkunar vetraríþrótta til
þess að unnt sé að /eita hugs-
anlegu ferðafólki góða Þjónustu,
bæði er ekkert tryggt skauta-
svell til staðar og engin stökk-
braut.
Fyrstu verkefni hugsanlegs
hlutafélags yrðu að athuga
framangreind þrjú atriði. Leið-
beinendurnir, sem félagið hefði
í þjónustu sinni, myndu setja
fram ákveðnar hugmyndir um
lágmarkstölu rúma, sem vera
þyrftu til staðar umræddan árs-
tíma. Ræða við núverandi hótel
eigendur um stækkunaráform
þeirra, þannig að lausn fengist
á gistivandanum. Ef þeir aðilar,
sem nú reka hótel, hefðu ekki í
huga nægileg stækkunaráform,
yrði auðvitað að leita annarra
leiða til lausnar því máli. Til
þess að nefna ákveðnar tölur
til viðmiðunr, svo við fáum
mynd af vinnuaðferðunum, skul
um við segja, að þyrfti 50 við-
bótarrúm og þau myndu kosta
um 20 millj. kr.
Næsta verkefni yrði að at-
huga hvaða skíðamannvirki
þyrfti uppi í Hlíðarfj. í fyrstu
til þess að unnt sé að bjóða upp
á skíðaferðir fram á vorið auk
aðstöðunnar til skautaiðkana.
Setjum svo, að þessi mannvirki
myndu öll kosta um 20 millj.
kr. Áður en ráðist yrði í beinar
framkvæmdir, þyrfti að athuga,
hvort von væri til að þessi heild
arfjárfesting — bæði aukið hót
elrými og annað — gæfi nægi-
legan arð, hvaða aðili tæki að
sér að fjármagna og reka þessi
mannvirki o. s. frv. Mér virðist
augljóst af því, sem hér hefur
verið rakið, að áðurnefnt hluta
félag helztu hagsmunaaðila um
ferðamálauppbyggingu Akur-
eyrar geti bezt unnið að þessum
verkefnum og raunar einsýnt
að allt það fé, sem þessir aðilar
létu af hendi rakna í slíka starf
semi, myndi skila sér fljótt aft-
ur.
Það sem hér hefur verið nefnt
I er auðvitað einungis byrjunar-
áfangi. Á meðan verið er að
framkvæma hann, þyrfti að
gera könnun á því hvernig þró-
unin gæti haldið áfram, t.d. með
því að komast alla leið upp á
Vindheimajökul og auglýsa sum
arskíðaferðir í miðnætursól. —
Þann áfanga mætti auðvitað
vinna á alveg hliðstæðan hátt.
Það er augljóst, að við alla
þessa uppbyggingu þyrfti auð-
vitað að vera náið samráð milli
bæjaryfirvalda og umrædds
frumkvæðisaðila í ferðamálun-
um. Skipulag bæjarins þarf í
fyrsta lagi að miðast við veru-
legan vöxt ferðamannastraums,
gatnagerð og áframhaldandi
Framhald á bls. 9.