Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Qupperneq 7
ÍSLENDINGUR-ISAFOLD - LAUGARDAGUR 24. JAN. Í9J& t
frá formanni byggingarnefndar,
og afhenti það Guðjóni Teits-
syni forstjóra Skipaútgerðar rík-
isins. Samgöngumálaráðherra
gat þess í ræðu s;nni, að nú væri
enginn fiskibátur í smíðum er-
lendis, en þar eru nú í srníðum
þrjú vöruflutningaskip fyrir Eim
skipafélagið og hafrannsókna-
skip fyrir ríkið. Innanlands eru
23 fiskiskip í smíðum, misjafn-
lega stór, og seinna strandferða-
skipið.
Eftir að Guðjón Teitsson
hafði veitt skipinu viðtöku með
ræðu, var haldið í Sjálfstæðis-
húsið, en þar var boð á vegum
samgöngumálaráðherra. Þar tók
Jóhann Hafstein iðnaðarmála-
ráðherra til máls og fagnaði
þeim merka áfanga, sem nú
hefði náðst í íslenzkri iðnþró-
un. Hann gat sérstaklega Skapta
Áskelssonar og lofaði þann
dugnað og það áræði, sem
Skapti hefði sýnt með bygg-
ingu strandferðaskipanna. Var
Skapti hylltur af viðstöddum.
Bjarni Einarsson bæjarstjóri fór
einnig viðurkenningarorðum um
dugnað og framtak Skapta Ás-
kelssonar, og sömuleiðis gerði
Hjálmar R. Bárðarson skipa-
skoðunarstjóri.
Hér birtast nokkrar myndir,
er teknar voru við afhendingu
skipsins og í hófinu í Sjálfstæð-
ishúsinu.
(Myndir: Sæm. G.).
LA“
Z SBV6M 358
erðar til
ÍGÖRYGGIS,
TNEYTNI og
INGARGÆÐA,
i DEUTZ-vélar fyrir valinu.
isins, skipshöfn og Slippstöð-
ngju með glæsilegt skip.
R
.............. II
Skapti Áskelsson afhendi Brynjólfi Ingólfssyni, form. byggingarn. strandferðask, Heklu, og hann . .
. . . afhendir það síðan Ingólfi Jónssyni, sem síðan
PÓSTHÓLF118
RÉTT NIÐURSTAÐA A
RÖNGUM FORSENDUM
Margir menn, merkir og fróð
ir, hafa nú að undanfömu rætt
og ritað um þessi síðustu ára-
mót, og að sumra dómi áratuga-
mót. Um niðurstöður þeirra sem
telja nýjan áratug hafinn, ætla
ég ekki að fjölyrða, enda vart
ástæða til. Rök hafa báðir að-
ilar fært fyrir sínu máli, reynd-
ar misjafnlega haldgóð. En
furðulegastar finnst mér þær á-
bendingar, sem gefnar hafa ver
ið fólki til glöggvunar, m.a. í
Ríkisútvarpinu og í blaðinu
Degi.
Þar er fólki bent á, að rneð
því að taka sér málband í hönd,
geti það leiðzt í allan sannleika.
Þetta er rangt, og frekar tii
þess fallið að villa um fyrir
fólki. Á málbandi, sem hefst
við núll, hefur hver eining og
tugur sinn aðdraganda frá núll
inu og er því talan fullnuð,
þegar nafn hennar er nefnt.
Oðruvísi er þessu farið með
tímatalið miðað við Kristsburð.
Þar er númer hvers árs sett
við upphaf þess og á því eftir
að líða til þess að talan sé fulln
uð, gagnstætt centimétra, sem
er fullnaður þegar hann er
nefndur. Fæðingardagur ung-
barns í dag gegnir sama hlut-
verki og núll á málbandi, og
fylgir því mannsaldurinn regl-
um tugakerfisins. Sett fæðing-
arár Krists er aftur á móti 1,
en ekki 0, og hefur því engan
aðdraganda í tímatalinu. Til
þess að málband mætti teljast
hliðstæða tímatalsins, yrði mál
bandið að hefjast við töluna 1,
og 10 cm t. d. yrðu þá á skilum
10 og 11.
Nýr áratugur hefst því ekki
fyrr en um næstu áramót, sú
niðurstaða er rétt hjá Ríkisút-
varpinu og Degi, en byggð á
röngum forsendum.
Akureyri 14. janúar,
Sigurður A. Friðþjófsson.
LÆKNI í HLÍÐARFJALL
í sambandi við slys það, er
nýlega átti sér stað í Hlíðar-
fjalli, þá hjó ég sérstaklega eft-
ir því í fréttum blaða, að sagt
var frá því, að svo heppilega
hefði viljað til, að læknakandí-
dat hefði verið nærstaddur og
getað veitt hjálp. En það er
ekki víst, að svo heppilega vilji
alltaf til, að læknar séu þarna á
skíðum. Það má alltaf búast
við einhverjum óhöppum þarna
uppfrá, því margir kunna ’ítið
að standa á skíðum, og þess
vegna er nauðsynlegt að lækn-
ir sér þar til staðar um hverja
helgi. — Með þökk fyrir oirt-
inguna. — Móðir.
637 austur-
rísk frímerlíi
ókeypís!
Þér fáið 637 austurrísk frí-
merki ókeypis — í kaup-
bæti — ef þér kaupið
LUXUS-frímerkjapakk-
ann með 973 fallegum, mis
munandi frímerkjum og
sérútgáfum, á aðeins 600
ísl. krónur, sem er tíu sinn
um ódýrara en skv. frí-
merkjaverðlistum. — Toll-
frjálst.
Sendum gegn póstkröfu.
MARKENÍIAUS
AUSTRIA, Abt. AG,
Haberlgasse 72,
WIEN, Austria.