Íslendingur - Ísafold

Ataaseq assigiiaat ilaat

Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Qupperneq 8

Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Qupperneq 8
8 ÍSLENDINGUR-lSAFOLD - LAUGARDAGUR 24. JAN. 1970. I tilefni af evrópska náttúruverndarárinu 1970 Sú deild Evrópuráðsins, sem f jallar um auðlindir náttúrunn- ar og verndun þeirra, hefur sam þykkt að helga árið 1970 nátt- úruverndarmálum, og mælzt til þess að svo verði gert í öllum aðildarríkjum ráðsins. Af því tilefni senda Samtök um nátt- úruvernd á Norðurlandi Út eft- irfarandi ávarp. I. 1. Náttúruvemd miðar fyrst og fremst að varðveizlu hinna líf rænu auðlinda náttúrunnar og skynsamlegri og hóflegri nytjun þeirra, svo að þær geti haldið áfram að vera arðgæf- ar um alla framtið. 2. Náttúruvernd er mótíalJin rányrkju, í hvaða mynd sem hún birtist, og vill leitast við að endurskapa þau verðmæti, sem farið hafa forgörðum vegna óhyggilegrar notkunar. 3. Tilvera lífsins á jörðunm er undir því komin að þetla heppnist.Náttúruvernd er því allra hagur og a'lir ættu að geta sameinast um hana, hvar í flokki sem þeir standa. Náttúruvernd er framtíðar- stefna, stefna Hfsins á jörð- inni. II. 1. Fáir spilla náttúrunni af á- setningi, heldur er oírast skammsýni eða hugsunarleysi um að kenna. Með uppiýsmg- um og fræðslu má oft ná miklum árangri. 2. Stundum eru þó sterkir hags munir annars vegar. í slikum tilfellum þarf að leita aðstoð- ar laganna. Góð náttúruvernd arlög eru því mikilvæg, en íslenzk lög um náttúruvernd eru nú í endurskoðun. 3. Með vísindalegri rannsókn má oftast sjá fyrir afleiðing- ar hvers konar ígripa í nátt- úruna, Hver sem fremur slíkt ígrip, er því ábyrgur gerða sinna. III. 1. Náttúra er flókið sambland af óteljandi þráðum og þátt- um, einkum þó hinn lifandi hluti hennar. Á hverjum stað og tíma skapast jafnvægi milli þessara þátta. Þar rem maðurinn kemur við sögu, bætist við nýr þáttur og rugl- ar jafnvægið. 2. Jafnvægi náttúrunnar verður ekki skilið til hlitar, nema með nákvæmri og ýtarlegri rannsókn. Rannsókn náttúr- unnar er því nauðsynlegur undanfari náttúruverndar. IV. 1. Ýmiss konar tilbúin eiturefni og úrgangsefni frá húshaldi og iðnaði, ógna nú öUu lífi á jörðinni. Þau berast með vind um og hafstraumum heims- horna á milli og menga 'oft, vatn og sjó. Ekkert land slepp ur við þessa ógnun. 2. Þessi hætta er nú orðin mörg um mönnum ljós, og víða hafa verið gerðar ráðstafanir til að minnka hana. Þó er tal- ið, að hún aukist stöðugt, og eru inargir uggandi um fram tíð jarðlífsins af þeim sökum. Hér hafa náttúruverndar- menn mikið verk að vinna. V. 1. Náttúruvernd viðurkennir rétt mannsins til að byggja 'andið og hagnýta sér gæði þess, svo framarlega sem það leiðir ekki til varanlegra skemmda á landi eða lífi. 2. Þar sem menn hafa búið um aldaraðir og nytjað náttúru- gæðin hófsamlega, hefur fyr- ir löngu skapast nýtt jafn- vægi, sem maðurinn er sjálf- ur þáttur í. Jafnvel hús og önnur mannvirki heyra því til. Þetta jafnvægi ber að varðveita, og stefna að því hvarvetna, þar sem land er byggt. 3. Hæfilega byggt land er oft fegurra en óbyggt, einkum ef landið er annars vel fallið til búsetu. En það er ekki sama hvernig landið er byggt. Hús, brýr og vegi þarf að gera svo úr garði, að ekki valdi stórum spjöllum á landslagi eða heildarmynd byggðarinnar. 4. Ýmiss konar menningar- og atvinnusögulegar minjar eru víða orðnar óaðskiljanltgur hluti náttúrunnar. 3tuðla ber að varðveizlu slíkra minja og heimilda, sem þeim eru tengdar. 5. Allir menn hafa einhverja þörf fyrir samvistir við ó- spillt náttúrufar og sumum er það hrein lífsnauðsyn. — Náttúruverndin vill vinna að því að tryggja öl'um þann rétt, skipulega og án þess að leiði til örtraðar á því landi, sem þeim var ætlað að njóta. VI. 1. Tæknin gerir nú manninum kleift að komast til hinna af- skekktustu og fjarlægustu staða. Enginn blettur á jörð- inni eða næstu jarðstjörnum er því óhultur fyrir honum, og ígripum hans. Því ber brýna nauðsyn til að vernda viss óbyggð svæði með meira eða minna fullkominni frið- lýsingu. 2. Slík friðlýsing gegnir því hlut verki, að varðveita sýnishorn þeirrar náttúru, sem nú <. r til á jörðinni, til skoðunar og rannsókna, yndis og ánægju þeim, sem síðar lifa á jörð- inni. 3. í sama skyni ber að forðast að útrýmt sé tegundum dýra eða plantna, eða þeim fækk- að svo að hætta sé á útrým- ingu. 4. Náttúrufyrirbæri, sem eru sérstök eða einkennandi fvrir eitthvert land eða landshluta, ber að sjálfsögðu að varð- veita, og sama er að segja um fyrirbæri, sem eru að flestra dómi óvenju fögur, eða hafa mikið vísindalegt gildi fyrir rannsókn landsins. 5. Allar skemmdir á náttúrunni ber að forðast, hvar og hve- nær, sem þær eru fram- kvæmdar. Beri brýna nauð- syn til að valda skemmdum á henni, þarf að athuga vand- lega, hvort meira vegi, skemmdirnar og afleiðingar þeirra, eða það hagræði sem menn telja sig ná. 6. í slíkum tilfellum verður að hafa í huga, að skemmdir á náttúrunni verða sjaldan bættar svo að gagni komi. — Þær eru því ævarandi skaði, en hagræðið oft stundarhagn- aður. VII. 1. Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi voru stofnuð til að vinna að framgangi nátt- úruverndar i fjórðungnum, eftir þeim markmiðum, sem hér hafa verið talin. Samtök- in eru óbundin og óháð öllum öðrum sjónarmiðum en þeim, sem á hverjum tíma teljast aðalinntak náttúruverndar. 2. Samtökin eru byggð upp af áhugafólki um allt Norður- land, og eru öllum opin, sem vilja vinna með þeim að nátt úruvernd í þeim anda er að ofan greinir. Félög og fyrir- tæki geta gerzt styrktaraðil- ar samtakanna. 3. Samkvæmt lagauppkasti, sem lagt verður fyrir næsta aðal- fund, kjósa félagar í hverju Lausn á verðlaunakrossgátunni Krossgátan í síðasta blaði fyrir jól hlaut góðar viðtökur Iesenda, eins og jafnan áður, og var þátttaka mikil víðs veg- ar að af landinu. Fyrir stuttu var dregið úr réttum lausnum um verðlaunin og birtast nöfn þeirra, er þau hlutu, hér að neðan, ásamt lausninni. Þannig var krossgátan rétt ráðin: r™ • R - ET - _____________ - s /n /3 /? o T 6 8 N P I N U ■ 8 L 'O íYl n /v G / - 5 /£ R Ð fí ■ m fí U R F> N fí fí F ■ K R '/ fí - 5 B K R / - fí - L fí ■ fí £> F Ö R /< L. fí K ■ 8 K R 'n Þ f) 5 / fí ■ GPUR‘~RÖR/NU ‘fí L S * 5 fí L mfí U fí & / fí ■ R ■ £ T fí fí L L ■ RONUNGfí/Z ■ / • & U £ fí H ■ F fí N & fíÐ / ■ K fí N N fí Ð / R - R U L. Ðfí - • / £>H fí ■ / fí U R ■ fí ■ / J fíR /<fí * GRfíMfíR ■ N'fí N fí - • / LL fí - R U N fí N ■ 55 5 GÖ N VU L L - R / T fí R / ■ 5 O F N ■ FL £T ■ N fí K / N N ■ * L • 5 5 / / • / N N L 'fí n / N 3 U N l< fí - K'fí L ■ N £ T-S7 ■ G O R - "5 / L L U ■ / ■ S T U M fl T fí ST N ■ U rn s K R 'fí / R - R fí F T / N N ■ R'O J ■ L - 7 Þ / B-J L - 'fí BÖT ■ ÖCr U R - J ÖL fí K Ö TT UR/ NN * Ö R fí T Ö R 7 U m - RG fí Þ R fí 5 fí • /< N fí L L - fíR Vísan, sem myndaðist í krossgátunni, er rétt þannig: Þá mun geyma gömul þjóð, gullkorn sinnar tungu. Þegar öldungs lista ljóð læra bömin ungu. Og þá koma nöfn þeirra, er verðlaun hlutu: 1. verðlaun, 500 kr., hlaut Sigurpáll Helgason, Ráðhústorgi 1, Akureyri. 2. verðlaun, 300 kr., hlaut Auðbjörg Guðmundsdóttir, Búð- um, Fáskrúðsfirði. 3. verðlaun, 200 kr., hlaut Hrefna Jó- hannesdóttir, Laugum, Reykjadal. — Verðlaunin verða póst lögð. — Blaðið þakkar öllum þeim, sem þátt tóku í þessari keppni. héraði þrjá menn úr sínum hópi í fulltrúaráð. Aðalfund skal halda árlega, til skiptis í héruðunum, og er öUum fé- lögum heimilt að sækja hann með fullum réttindum. Aðnl- fundur kýs fimm manna stjórn, eftir tillögum fulltrúa- ráðs. Heimilt er að stofna deildir innan samtakanna. 4. Næsti aðalfundur og fram- haldsstofnfundur samtak- anna verður haldinn á Akur- eyri næsta vor. Auk aðal- fundarstarfa verður þar fjöl- breytt kynningardagskrá með erindum, myndasýningum og skoðunarferðum. 5. Náttúrugripasafnið á Akur- eyri hefur látið gera vegg- myndasýningu um náttúru- vernd á Norðurlandi, og hef- ur hún þegar verið sýnd á Akureyri við góða aðsókn. — Næsta vor og sumar verður hún væntanlega sett upp á ýmsum öðrum stöðum á Norð urlandi. vm. 1. Samtök náttúruverndar- manna á Norðurlandi eru enn of fámenn og fátæk af fjár- hlut. Styrkur þeirra er undir því kominn, að sem allra flest ir, sem hlynntir eru þessum málum, sameinist þeim og sem víðast í fjórðungnum. 2. Ekki verður til þess ætlast, að allir félagsmenn hafi jafn mikinn áhuga á öllum þeim málaflokkum, sem náttúru- verndin hefur á stefnuskrá sinni. Minna má þar duga. Þrátt fyrir það ættu þeir að geta sameinast okkur og unn ið þannig að framgangi á- hugamála sinna. 3. Náttúruvernd kostar einnig fé. Þrátt fyrir það, að allir trúnaðarmenn samtakanna vinni störf sín ó'aunuð, er þó jafnan einhver kostnaður í sambandi við ferðir, sam- skipti við önnur félög, kynn- ingu, eftirlit o. s. frv. 4. Þess er fastlega vænzt, að margir verði til að ganga í samtökin á þessu ári, og að ýmis félög, félagasambönd, fyrirtæki og stofnanir, telji sér málefni samtakanna svo skyld, að þau vilji gerast styrkjendur þeirra. 5. Heimilisfang samtakanna er fyrst um sinn Náttúrugripa- safnið á Akureyri, pósthólf 580, Akureyri. Gleðilegt náttúruverndarár. Tjörn í Svarfaðardal, 7. janúar 1970. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, Tjörn. Árni Sigurðsson, Blönduósi. Helgi Hallgrímsson, Vikurbakka. EgiU Bjarnason, Sauðárkróki. Jóhann Skaptason, Húsavík.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.