Íslendingur - Ísafold - 24.01.1970, Side 9
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 24. JAN. 1970. 9
SHELLEY WINTERS
BURT LANCASTER
kórónar langan og athyglisverðan leik
feril sinn með aðal-kvenhlutverkinu í
þessari kvikmynd. Frumraun sína
þreytti hún í kvikmyndinni „Níu stúlk
ur“ 1944, eftir átakamikið en slcammt
leiktímabil að Broadway. Hún hefur
leikið í hinum merkilegustu kvik-
myndum, eins og ,,A Place in the
Sun“, „Night of the Hunter“ og „The
Big Knife“. Hún hefur hvað eftir ann
að verið tilnefnd í sambandi við út-
hlutun Oscars-verðlaunanna, og hlot-
ið þau tvívegis.
leikur hér í sinni 40. kvikmynd, og
allar hafa þær hlotið frábærar viðtök-
ur. Þegar hann kom til Hollywood
fyrir tuttugu og tveinr árum, mælti
það eitt með honum, að hann hafði
starfað sein fjölleikamaður, en auk
þess hafði hann eitthvað það við sig,
senr kvikmyndahúsagestum í öllum
löndum féll vel í geð, og þessi fyrsta
kvikmynd hans gerði hann frægan
þegar í stað og hefur síðan verið mjög
sótzt eftir honum í hin ólíkustu hlut-
verk.
OSSIE DAVIS
TELLY SAVALLAS
kom frá Broadway-leikhúsunum í
kvikmyndirnar, en þar hafði hann
leikið í „Anna Lucasta", „No Time
for Sergent’s“, „Jamaica" og „Raisin
in the Sun.“ Auk þess lék hann hlut-
verk þar í sínu eigin leikriti, „Purlie
Victorious", en það varð orsökin til
þess að hann fékk tilboð um að leika
í kvikmynd. Kom hann fyrst fram í
kvikmyndinni „No Way out“, en þar
lék hann með Sidney Poitier. Síðan
hefur hann leikið í aragrúa kvik-
mynda.
leikur aftur með Burt Lancaster í
þessari kvikmynd, en þeir léku einnig
saman í kviknryndunum „Maðurinn
frá Alcatras“ og „The Young Savag-
es“, sem hlotið hafa ýmiss verðlaun
og viðurkenningu. Savalas hafði starf
að við útvarp og sjónvarp áður en
hann hóf leik sinn í kvikmyndum. Var
hann upphaflega þulur, en hlaut brátt
stöðu sem aðstoðarleiðbeinandi hjá
sjónvarpsfyrirtækinu ABC, og þar
fékk hann líka fyrsta hlutverk sitt í
kvikmynd.
Bréf sent blaðinu:
Skoðanakönnun
Lárus Jónsson —
Skoðanakannanir eru mjög í
tízku um þessar mundir, þaer
eru taldar lýðræðislegar og einn
ig gefa góða mynd af hugsana-
gangi fólks varðandi menn og
málefni. En þær eru því aðeins
góðar, að til þeirra sé stofnað
af fyllsta hlutleysi og samvizku
semi. Sé það ekki gert, gefa
þær ranga mynd og eru ósann-
gjarnar. Það er þvi vandi að
framkvæma þær svo vel sé. Það
er t.d. ekki sama hverjir eru
spurðir álits á því máli, sem
skoðanakönnunin fjallar um
hverju sinni. Til þess þarf að
velja fólk eftir fyrirfram á-
kveðnum reglum undanbragða-
laust, og ætti aldrei að fara
fram skoðanakönnun, án þess
að við hana væru eftirlits- og
trúnaðarmenn skipaðir af jvið-
komandi aðila. Þessum mönn-
um ætti að gera skylt að fylgj-
ast með því, að unnið væri eftir
settum reglum í einu og öllu.
Mitt álit er, að skoðanakönnun-
um eigi að beita meira en pert
hefur verið til þessa og taka til-
lit til þeirra við ákvörðun ým-
issa mála, t.d. á vegum ríkis og
bæja. En forsenda þess, aö þær
komi að gagni, er að málið sé
a'menns eðlis, en ekki tækni-
legt eða alltof fræðilegt, þann-
ig, að sérfræðiþekkingu þurfi
til að vita hvað rétt er eða rangt
á því sviði.
Gott efni til skoðanakann-
ana er t.d. hvort banná eigi
sölu áfengis á Islandi, hvort rik
ið eigi að styrkja útgáfu biað-
anna meira en gert er, eða ekki
neitt, hverjir eigi að vera í
efstu sætunum á framboðslist-
unum til Alþingis og bæjar-
stjórna, og síðast en ekki sízt,
um efnisval og fleira í útvarpi
og sjónvarpi, og gegnir raunar
furðu, að ekki skuli vera leitað
meira álits notenda þessara
fjölmiðlunartækja en gert hef-
ur verið, um það atriði. En það
er eins og allt slíkt virðist vera
einhver þyrnir í augum ráða-
mannanna og þeir telji sig eina
eiga að segja til um, hvað er á
borð borið fyrir almenning í
því efni hverju sinni, og hvern-
ig það er matreitt. Þetta mætti
vel breytast. Aftur á móti er
ekki gott að hafa skoðanakönn-
un um málefni eins og hvort
fella eigi gengi íslenzku krón-
unnar eða hækka það, eða iáta
það standa í stað, hvort ísland
eigi að gerast aðili að EFTA,
hve mikið steypustyrktarjárn
þurfi í eina brú til að hún
standi undir allt að 80 tonna
þunga í einu o. s. frv. Um þessi
mál eiga sérfræðingar okkar að
fjalla. Skoðanakannanir geta
verið góðar og gagnlegar, en til
þess að þær nái tilgangi sínum,
þarf að vanda til þeirra bæði
hvað efni og framkvæmd snert-
ir.
Fyrir nokkru var skýrt frá
því i sjónvarpinu, að bókaútlán
hefðu aukizt úr atmennings-
bókasöfnum síðan sjónvarpið
tók til starfa. Þetta var mjög
eftirtektarverð frétt, ekki sízt
vegna þess, að ýmsir töldu, þeg
ar sjónvarpið var að komast á,
að það yrði til þess að bóklest-
ur minnkaði að miklum mun.
Bókaverðirnir töldu, að útlána-
aukningin stafaði af því m.a., að
fólk sæi margt forvitnilegt efni
í sjónvarpinu og leitaði svo í
söfnin til að afla sér frekari
fróðleiks um það. Þetta er eins
og það á að vera og stefnir í
rétta átt, því sjónvarpið er án
efa langbezta fræðslutækið, sem
við eigum völ á. Og nú nær
sjónvarpið til alls þorra lands-
manna. Þess vegna vaknar þessi
spurning: Hvers vegna eru ekki
fluttir fleiri kennslu og fræðslu
þættir í sjónvarpinu heldur en
nú er gert? Það væri ekki van-
þörf á, að hafa þar t.d. umferð-
arþátt og til eru ágætar mynd-
ir og uppdrættir þar að lútandi
sem mundu koma að góðum not
um á þeim vettvangi. Umferð-
arþátturinn í útvarpinu hefur
oft verið góður, en hann kæmi
án efa að miklu betri notum í
sjónvarpinu með viðeigandi
myndum úr umferðinni. Það get
ur varla verið mikið átak að
koma því í kring .Sömu sögu
er að segja um mörg önnur mál
efni, sem brýnt erindi eiga til
almennings. Það er staðreynd,
að mikið er horft á sjónvarpið,
svo sem vera ber, og eyða börn
og unglingar til þess miklum
tíma frá námi og störfum. Það
væri því til hins mesta hagræð-
is, að þar væru sýndir stuttir og
vel undirbúnir þættir í léttu og
skemmtilegu formi til margs-
konar fræðslu. Það gæti að
nokkru komið á móti töpuðum
tima frá námi og verið til gagns
og gleði, menntunar og fróð-
leiks fyrir unga og aldna, og
þá er vel. Fróðlegt væri að
heyra álit ráðamanna sjón-
varpsins á þessu, og þá ekki sið
ur álit sjónvarpsnotenda. — X.
Framliald af bls. 2.
uppbygging flugvallarins væru
einnig atriði, sem bæjaryfirvöld
kæmu til með að sinna og síðast
en ekki sízt þyrfti að taka til
endurskoðunar rekstrarform
vetraríþróttamannvirkjanna,
sem nú hvíla öll á herðum bæj-
arfélagsins. Á hinn bóginn er
ekki eðlilegt, — og að mörgu
leyti óæskilegt, — að bæjarfé-
lagið sem slíkt tæki að sér hlut-
verk þessa frumkvæðisfélags í
ferðamálunum. Um það þarf
ekki að fjölyrða. Bæjaryfirvöid
hafa nægilega mörgum hnöpp-
um að hneppa á öðrum sviðum.
Þótt ekki sé æskilegt eða hag
kvæmt, að bæjarfélagið sjálft
sé sá frumkvæðisaðili í upp-
byggingu ferðamála, sem hér
hefur verið rætt um, er þó jafn
ljóst, að bæjarfélagið hefur
mikilla hagsmuna að gæta, ef
unnt væri að auka hér verulega
ferðamannastraum og ferða-
mannaþjónustu. Þess vegna
gæti bæjarfélagið frekar stctt
slíka starfsemi, sem hér er
stungið upp á, heldur en fram-
kvæma hana sjálft. Til þess að
gera okkur einhverja hugmynd
um þýðingu ferðamála fyrir Ak
ureyri, skulum við íhuga, að
lenging ferðamannatímans frá
marz og fram í maílok gæti var
lega áætlað haft í för með' sér
meðaltalsaukningu um 100
ferðamenn á dag þetta tímabil.
Ef þessir ferðamenn eyða 1500
krónum á dag, þá yrði eyðsla
þeirra um 12 millj. kr. Senni-
legt er, að ferðamenn yfir sum-
artímann skilji meira en helm-
ingi hærri upphæð eftir, a.m.k.
eftir að aukning yrði í hótel-
kosti og auglýsingar meiri, eins
og gert er ráð fyrir í fyrsta á-
fanga uppbyggingarinnar. Gera
mætti því ráð fyrir, að tekju-
straumar vegna ferðafólks
næmu 50—60 millj. kr. árlega
eftir þennan fyrsta áfanga í
aukningu ferðamannaþjónust-
unnar, auk fargjalda.
Þetta fé er svo notað af þeim,
sem fá tekjurnar, til þess að
kaupa vörur og þjónustu, sem
framleitt er hér á Akureyri og
við það eflast þær atvinnugrein
ar. Aukning tekna í ferðamanna
þjónustunni hefur því keðjuá-
hrif á aðrar atvinnugreinar og
margfaldast því ávinningurinn,
sem þessi tekjuauki hefur fyr-
ir bæjarfélagið i heild. Af þess-
um sökum er óhætt að fullyrða,
að hér á Akureyri eru mikil ó-
notuð tækifæri til þess að hag-
nýta ferðamennsku til eflingar
atvinnu- og efnahagslífi stað-
arins. Til þess þarf þó að koma
fram frumkvæði og framtak
heimamanna sjálfra, einkum
þeirra, sem beinna hagsmuna
hafa að gæta í þessu efni. Ég
vil í lok þessarra inngangsorða
ítreka þá hugmynd, að þessir
aðilar bindist samtökum í hlula
félagsformi til þess að sam-
ræma og skipuleggja starf sitt
og taka nauðsynlegt frum-
kvæði í því að framkvæmdir
verði á réttan hátt og í réttri
röð þeir hlutir, sem stórefla
Akureyri sem ferðamannabæ á
næstu árum.