Íslendingur - Ísafold

Útgáva

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Síða 4

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Síða 4
‘4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1970. Nauðsyn að semja til langs tíma Ur ræðu G/s/o Jónssonar Gísli Jónsson ræddi meðal annars um prófkjörið og gildi þess fyrir lýðræðislega stjórn- arhætti og frjálsar skoðana- myndun. Ungt fólk ætti að kynna sér málin sjálft, vega og meta og taka afstöðu, en ekki láta troða upp á sig skoðun- um. í því sambandi væri gam- an að minnast fundar þess, sem frambjóðendur Sjálfstæð- isflokksins hefðu haldið með ungum kjósendum, þar sem skiptz hefði verið á skoðun- um um bæjarmálin af áhuga og hreinskilni í.fjörugum um- ræðum. Þá gerði Gísli ítarlega grein fyrir stefnu frambjóð- endanna í skólamálum og í- þróttamálum og svaraði fyrir- spurnum í því sambandi, svo og um stóriðjumál. Hann vék að kjaradeilunum og verkföllunum og sagði, að launþegar yrðu að fá réttmæt- ar og sanngjarnar kjarabætur, annað væri óverjandi. Laun- þegar hefðu sýnt biðlund, þol- inmæði og raunsæi, enda væru atvinnuvegirnir færir um að veita verulegar kjarabætur. — Sjálfsagt væri að leita allra leiða til samkomulags og einsk is látið ófreistað til þess, að kjarnbæturnar yrðu slíkar, að eklci leiddi af sér verðbólgu. Væri nú mikil nauðsyn að semja til langs tíma um sí- batnandi kjör. Hann taldi hafa verið misráðið að grípa til verkfallsboðana á frumstigi samninga, bað væri einmitt vísasti vegurinn til að hindra samninga fyrir kosningar, því að þeir menn réðu of miklu í verkalvðshreyfingunni, sem litu á komandi bæjarstjórnar- kosrmgar sem prófkosningar sín á niilli og þyrðu elcki að semia af ótta við, að kallast af 'mopins'utum sínum hafa veríð of lítilbægir. Það væri mik;" ábyrgðarhluti að tneina >>H—IIWI .. nú fólki að vinna, er atvinna væri næg eftir þungbært at- vinnulevsi, og skólafólkinu, sem vildi sjá fyrir sér og mætti engan tírpa missa til að vinna fyrir skólakostnaði næsta vetr ar. Gísli hrakti þá ásökun, sem fram hefur komið á hendur Sjálfstæðisflokknum, að hann hefði viljað draga úr fjöl- skyldubótum. Hugmyndin sem fram hefði komið, væri sú, að breyta formi þeirra, þannig að þær yrðu skattfrádráttur og kæmu fratn sem frekari kjara- bót handa barnmörgu láglauna fólki, en hátekjumenn fengju skarðari hlut að sama skapi. I lok máls síns hvatti Gísli fundarmenn eindregið til þess að gera Sjálfstæðisflokkinn að stærsta floklci Akureyrar og tryggja kosningu Jóns G. Sól- ness, svo að sæti drengskapar og mannlundar mætti vera ó- rvmt og fullskipað í bæjar- stjórn Akureyrar næsta kjör- tímabil. MYNDUM SJÁLF MEIRIHLUTANN Úr rædu Ingibjargar Magnúsdóttur á kjósendafundi Sjálfstæðisfélaganna 26. mai í kvöld ætla ég ekki að tala um sérstakan málaflolck. — Það hafa aðrir gert. — Ég ætla að tala um kosningabar- áttu þá, sem framundan er og nota þær mínútur, sem ég hef yfir að ráða til að hvetja ykk- ur til samstöðu og baráttu fyr- ir oldcur, sem með mál ykkar eigum að fara í bæjarstjórn Akureyrar. Eins og Jón G. Sólnes rétti- lega sagði áðan, lét hann þau orð falla á fundi hér í vetur, að hnnn kærði sig ekki um að vera í bæjarstjórn, ef Sjálf- stæðismenn ættu bara 3 bæj- arfulltrúa, og kærnu því ekki 2 mönnum að í 5 manna nefnd ir. Súmum bóttu þetta ógæti- leg orð og betur ósögð. Aðrir eru þannig, að þeir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir og segja hug sinn í hópi félaga. En erum við ekki í þessari kosningabaráttu að tala um á- byrgan meiri hluta í bæjar- stjórn, og þá um leið ábyrgan meiri hluta í nefndum þeirn, sem bæjarstjórn sldpar? Hvað eigum við við með þeím á- byrva meiri hluta? I dag eigum við 3 bæjar- fulltrúa af 11 og verðum því að semja við eða hafa sam- stöðu með öðrum flokkum, ef við eir>um að koma málum okkar fram. Við getum ekki átt 2 menn í nefndum eða verið í meiri hluta, nema með samningum, og þeir samning- ar eru ekki alltaf endurgjalds- lausir. Betra er frá jálfurn sér að taka en sinn bróður að biðja. Ef við fáum fleiri bæjar- fulltrúa en við nú eigum, get- um við átt 2 menn í bæjar- ráði, 2 menn í stjórn sjúkra- hússins, stjórn elliheimilanna, rafveitustjórn, fræðsluráði og fleiri nefndum, og örugg sæti í hinum minni nefndum. Það er tízka í ár að skipta háttvirtum kjósendum og fram bjóðendum þierra eftir kyni og aldri. Það er talað um full- trúa kvenna og fulltrúa ungu kynslóðarinnar — það er að vísu ekki talað mikið um full- trúa hinna eldri — því að eldri kynslóðin virðist í aug- um hinna yngri sjá um sig og eiga óþarflega marga fulltrúa En við skulum vera sann- gjörn og ætla hverjum sinn skammt. Sjálfstæðismenn hafa að þessu sinni tryggt konu sæti í bæjarstjórn — við konur þökk um það traust. Og þá kem ég að kjarna máls míns. Hvað eru baráttusæti okkar í þessum kosningum — er það fjórða sætið, fimmta sætið — eða það sjötta? í fjórða sæti er oddviti okk- ar úr síðustu kosningum, Jón G. Sólnes. Það var vilji okkar, sem með honum eru á listan- um, að hann skipaði efsta sæt- ið. En baráttumaðurinn Sól- nes nennti ekki að sitja í ör- uggu hægindasæti lengur. Við, sem þekkjum gáfur, dugnað, heilindi og þrek Jóns G. Sól- nes, stefnum að því að tryggja honum sæti í bæjarstjórn. Og þið, ungu menn og ungu konur. Þið fáið að vísu örugg- an fulltrúa í bæjarstjórn, Lár- us Jónsson. En eruð þið ánægð með einn mann? Ætlið þið að slá ykkur til rólegheita með það, ef þið getið komið að öðrum? Fimmti maðurinn á listan- um okkar hlýtur að skipa ykk- ar baráttusæti. Knútur Otter- stedt er ylckar íþrótta- og raf- orkumálafulltrúi. Reykviskir í þróttamenn keppast við að koma sínum fulltrúum í bæj- arstjórn. Illa trúi ég, að íþrótla menn á Akureyri sýni mirini áhuga. Hvað raforkunni \ið- kemur, þá veitir ekki af að hleypa svolitlum rafstraumi í bæjarmálin — og raunar bæ- inn allan — og ég treysti ykk- ur, unga fólk, til að sjá um þann straurn. Og þá er ég lcomin að sjötta sætinu, og síðasta baráttusæt- inu til að ná ábyrgum meiri hluta í bæjarstjórn. Við tölum ekki lengur um fulltrúa fyrir þá yngri eða þá eldri — full- trúa kvenna eða karla. Við skulum öll sameinast um að g fulltrúanum að, Stef- áni Stefánssyni, bæjarverk- fræðingi. — Stefán Stefáns- son er einn af bezlu starfs- mönnum þessa bæjar, þaul- kunnugur öllum bæjarmálum — glöggur og réttsýnn. Og næstu 6 menn á listan- um yrðu varafulltrúar okkar í bæjarstjórn. Það er bæði fríð- ur og föngulegur hópur — full trúar og baráttumenn félaga og stétta. í Reykjavík hefur Sjálf- stæðisflokkurinn átt ábyrgan meiri hluta í borgarstjórn und anfarin ár. Þið vitið eins vel og ég, að borgin hefur vaxið og blómstrað ár frá ári. Góðir Sjálfstæðismcnn og Sjálfstæðiskonur, — látum ekki hvísla því að okkur, að *ón G. Sólnes sé svo öruggur, að við getum lánað nokkur at- kvæði til annarra flokka. Við fórunr flatt á því fyrir 4 árum síðan, látum ekki slíkt henda aftur. Ef Sólnes glansar inn, fær Knútur það, sem umfram er, og fái Knútur nóg — fær Stefán afganginn. Ábyrgur meiri hluti — sam- ábyrgur meiri hluti, er það, seni við stefnum að í þessum kosningum. Nú þýðir ekkert javel — við verðum að gera eitthvað — við verðum að vinna kappsamlega og standa saman. „Gjaldið" sýnt á Akureyri Þjóðleikhúsið lcemur x ieikför til Akureyrar þann 7. júní og sýn- ir hið frábæra leikrit Arthurs Miil ers, Gjaldið, en leikur þessi var sýndur á liðnum vetri í Þjóðleik- húsinu við mikla aðsókn og góða dóma. Þetta er fimmta leikritið eftir Miller, sem sýnt er hjá Þjóð- leikhúsinu. — Leikstjóri er Gísli Halldórsson, en leikendur eru að- eins fjórir, Rúrik Haraldsson, Ró- bert Arnfinnsson, Valur Gíslason og Herdís Þorvaldsdóttir. — Á undanförnum árunr hefur Þjóð- leikhúsið farið með einhverja af beztu sýningum sínum í leikferð út á land og má þar nefna leikrit eins og Horft af brúnni, Horfðu reiður um öxl og Hver er hrædd- ur við Virginíu Woolf? Allt voru þetta frábærar sýningar, sem alls staðar hlutu góðat undirtektir. — Ekki er að efa að þetta leikrit fellur í smekk leikhúsgesta úti á landsbyggðinni, eins og það gerði á sviði í Þjóðleikhúsinu. Myndin er af Rúrik, Róbert og Herdísi í hlutverkum sínum.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.