Íslendingur - Ísafold

Eksemplar

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Side 8

Íslendingur - Ísafold - 30.05.1970, Side 8
II IMýja forystu í bæjarmálum Akureyrar x-D islmdiuffur -ísufold Laugardagur 30. maí 1970. Abyrgur meiri- hluti á Akureyri I þeirri kosningabaráttu, sem nú stendur yfir, hafa Sjálfstæðis- menn lagt höfuðáherzlu á nauð- syn þess að hverfa frá þeirri hentistefnu, sem ríkt hefur í bæj- arstjórn Akureyrar á síðasta kjör- tímabili. Þeir vilja myndun ábyrgs meiri hluta, sem tekst hiklaust á við þau miklu verkefni, sem eru framundan og stendur eða fellur með gerðum sínum. Þetta er bæði nauðsynlegt gagnvart almenningi og einnig vegna nýrra viðhorfa í bæjarmálum. Almenningur á ský- lausa kröfu á því að geta dregið ákveðna aðila til ábyrgðar i kosn ingum fyrir aðgerðir eða aðgerða- leysi í stjórn bæjarins. Þær miklu framkvæmdir, sem eru framund- an, svo sem bygging sjúkrahúss og heilsuverndarstöðvar, skóla, vatns veitu, hitaveitu, vöruhafnar, að ógleymdri varanlegri gatnagerð, verða ekki af hendi Ieystar nema. til komi styrk og hiklaus stjórn bæjarfélagsins. — Hér er um að ræða miklu meiri stórvirki en nokkru sinni í sögu Akureyrar. Undir því, hvernig til tekst um framkvæmd þeirra, er komin heill og hagur allra bæjarbúa. Við þetta bætist, að stórefling atvinnu lífsins þarf að eiga sér stað svo risið verði undir fjárhagsbyrðum af þessum miklu framkvæmdum. Þar þarf bæjarstjórn að beita markvissum aðgerðum. AHt hníg- ur þetta að því, að ÁBYRGUR MEIRI HLUTI í bæjarstjórn Ak- ureyrar er mál málanna á næsta kjörtímabili. Framsóknarmenn og kratar kusu æðstu embættismenn bæj- arstjórnar á síðasta kjörtímabili. Lengra náði sú samvinna ekki. Nú síðustu mánuðina fyrir kosn- ingar hafa Framsóknarmenn haft uppi tilburði um að eigna sér alla forystu um þær framkvæmdir, sem hér hefur verið unnið að fyrir fjármagn Norðurlandsáætl- unar og Atvinnumálanefndar rík- isins. Bæjarbúar vita að þar hafa allir flokkar átt meiri eða minni hlut að og ekki sízt Sjálfstæðis- menn. Á hinn bóginn minnast Framsóknarmenn ekki á stórmál eins og aðalskipulag Akureyrar, en það var eitt þeirra höfuðbar- áttumála fyrir síðustu kosningar. Skipulagsmálin eru gott dæmi um þau vinnubrögð, sem ríkt hafa á kjörtímabilinu. Bætt hefur verið bót við bót á bráðum hálfrar ald- ar skipulag bæjarins. Hvorki þeim né krötum, sem bar þó lýðræðis- leg skylda til forystu í bæjar- stjórn eftir samvinnu þeirra um kjör bæjarstjóra og forseta bæj- arstjóra, datt í hug að taka þetta brýna mál upp í heild. Reykjavík, Húsavík og Sauðárkrókur hafa, svo dæmi séu tekin, látið gera stórátök í skipulagsmálum, enda vaxa þessir staðir hratt. Akureyri þarf líka að vaxa hratt. Þar þarf fleiri atvinnufyrir- tæki og fleira starfsfólk til þess að standa undir fjárhagsbyrði hinna miklu framkvæmda, sem eru nauðsynlegar. Til þess þarf styrka stjðrn — ábyrgan meiri- hluta í bæjarstjórn. aammammmBmaa^em I SJALFSTÆÐISHUSIÐ — Föstudagskvöld: Restaurant. — Laugardagskvöld: Skemmíikvöld. SJÁLFSTÆÐISHÚSIÐ, AKUREYRI. - SlMI 12970. SPANARFERÐIR Bjóðum í fyrsta sinn beinar hópferðir frá Akur- eyri til Spánar. Kostakjör. Aðeins kr. 12.800.00 báðar Ieiðir. Flýtið ykkur í fyrri ferð, 15. júlí. Önnur ferð hinn 15. sept. nk. Ferðaskrifstofa Akureyrar. Símar 11475, 11650. Lárus Jónsson: Tilefnislausum mðskrifum svarað Óvenju rætnislegt persónu- níð birtist um mig í síðasta tölublaði „Dags“ undir fyrir- sögninni: — Nokkur orð að gefnu tilefni. — Varast er þó að geta þessa tilefnis, né held- ur nafns höfundar, sem ekki er von. Á slíku hnútukasti mega flestir eiga von, sem gegna þeim nauðsynlegu skyld um þjóðfélagsþegna lýðræðis- ríkis að taka virkan þátt í stjómmálum, a. m. k. á meðan til er fólk, sem telur málstað sínum bezt borgið með slíkum skrifum. Ég hefði ekki sinnt þessu fremur venju, nema fyr- ir þá sök, að ótrúleg vanþekk- ing og skaðlegar rangfærslur koma fram í þessu greinar- korni um þær stofnanir, sem ég hef unnið hjá undanfarið, þ. e. a. s. Efnahagsstofnunina og Fjórðungssamband Norð- lendinga. Þetta tel ég rtiér skylt að leiðrétta, hvað sem öðru líður. Helztu staðreyndir, sem rangfærðar eru. í „Degi,‘ ‘eru réttar eins og hér segir: - 1. - Bjarni Einarsson, bæjarstj., vann áður að gerð Norður- landsáætlunar í Efnahagsstofn uninni, en hætti þar störfum, sem kunnugt er, þegar hann tók við núverandi starfi sínu. Skömmu síðar óskaði þáver- andi forstjóri Efnahagsstofn- unarinnar eftir því, að ég tæki við störfum Bjarna hjá stofn- uninni við Norðurlandsáætlun og fór m. a. eftir ábendingum Bjarna í málinu, þar sem kunn ugt var, að ég hafði kynnt mér byggðamál sérstaklega — einn af örfáum viðskiptafræðing- um í landinu. — Stjórnvöld höfðu engin áhrif á þessa ráðn ingu, hvorki Sjálfstæðismenn né aðrir aðilar. Þetta geta all- ir staðfest, sem kunnugir eru mannaráðningum og starfs- háttum Efnahagsstofnunarinn ar. - 2. - Frá minni hálfu var það skil yrði sett, að unnið yrði að þessu starfi á Norðurlandi. — Eftir nokkra athugun féllst stjórn Efnahagsstofnunarinn- ar á að þetta skyldi gert til reynslu og stofnuð var Byggða áætlanadeild Efnahagsstofnun arinnar á Akureyri. Ég starf- aði þar sem deildarstjóri í tvö ár, þ. e’. frá 1. jan. 1968 til 1. jan. 1970. Enn var hér um ein hliða ákvörðun Efnahagsstofn unarinnar að ræða. Þessu starfi var stjórnað eingöngu af henni, þótt samráð og fróðleik ur hafi auðvitað verið sóttur til heimamanna í byggðum Norðurlands. - 3. - Síðari hluta árs 1969 var þeim áfanga náð í gerð Norð- urlandsáætlunar, að birtar voru tvær niðurstöðuskýrslur hennar. Önnur um mann- fjöldaþróun og almenna byggðastefnu á Norðurlandi. Hin um atvinnumál á Norður- landi. Þegar þessum áfanga var náð og atvinnumálaþáttur áætlunarinnar að komast í framkvæmd, lét forstjóri Efna hagsstofnunarinnar í ljósi þá skoðun stjórnar stofnunarinn- ar, að hagkvæmara væri að vinna að áframhaldandi byggðaáætlun í Reykjavik, — enda yrði um að ræða vinnu fyrir fleiri aðila en Norðlend- inga. Slík breyting hefði haft í för með sér búferlaflutninga fyrir mig, og var því samkomu lag um það okkar í,milli, að ég hætti störfum hjá stofnun- inni um síðastliðin áramót. -- Efnahagsstofnunin tók ákvörð un um þessa skipulagsbreyt- ingu á sitt eindæmi, svo sem efni stóðu til. Hún vinnur nú syðra að samgönguáætlun fvr- ir Austfirði, þannig að byggða áætlanastarf hennar var alls ekki lagt niður, þótt ég hætti þar störfum. Um þetta gæti „Dagur“ aflað sér upplýsinga hjá Bergi Sigurbjörnssyni, framkvæmdastjóra Sambands sveitarfélaga í Austurlands- kjördæmi. - 4. - Um sama leyti og rætt var um þessa skipulagsbreytingu í gerð byggðaáætlana innan Efnahagsstofnunarinnar — komst hreyfing á það nauð- synjamál, að endurskipuleggja samvinnu Norðlendinga inn- an Fjórðungssambandsins. Ég tjáði nokkrum bæjarstjórum á Norðurlandi, að til greina kæmi frá minni hálfu að taka þar við störfum, ef samtökin teldu það heppilegt. Þáver- andi stjórn samtakanna sam- þykkti að ráða mig til fram- kvæmdastjórastarfsins að til- skyldu samþykki þings allra aðildarsveitafélaganna. Þetta þing var haldið sl. haust. Það samþykkti ráðninguna ein- róma og núverandi Fjórðungs- ráð gekk síðan endanlega frá málinu. Starf og stjórn FSN er að öllu leyti í höndum Norð Iendinga sjálfra og fyrir Norð lendinga. Starf framkvæy.da- stjóra þess er því í mikilvæg- um grundvallaratriðum annað en fyrra starf mitt hjá Efna- hagsstofnuninni og engin tengs á milli í ráðningu, nema þau, að augljóst er, að mikil- væg reynsla og starfsþekking fékkst í fyrri starfi mínu til þess að gegna því síðara. — Að lokum: — Það er með öllu tilhæfu- laust, að ég hafi „látiö á mér skilja, að ég léti ekki pólitík Framhald á bls. 3. Sjálfstæðisfólk Sjálfstæðis- Akureyri kjósendur Simar á kjördag eru sem hér segir: Akureyri UPPLÝSINGASÍMAR Vinsamlega athugið að kjörfund- 2-15-04 og 2-15-06 ur hefst kl. 9 árdegis og eru allir sem komið geta þvi við, vinsam- BÍLASIMAR lega beðnir að kjósa snemma, og önnur fyrirgreiðsla þvi Jbað auðveldar starfið á 2-15-08 og 2-15-09 kjördag. | x-D Fólkið kýs ábyrgan meirihluta x-D EBi

x

Íslendingur - Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.