Íslendingur - Ísafold - 30.12.1970, Síða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIICUDAGUR 30. DES. 1970. 5
Atvinnujöfnunar.
sjóður og Valbjörk
— Athugasemd frá formaimi sjóðsins
Sent Alþm. en ekki birt þar
þótt ÓSKAÐ væri svars í blaö
inu.
I Alþýðumanninum 11. des.
getur að líta áberandi grein,
þar sem atvinnujöfnunarsjóð-
ur er borinn þeim sökum að
hafa eyðilagt húsgagnaverk-
smiðjuna Valbjörk og gert 40
— 50 manns atvinnulausa á Ak
ureyri.
Það hlýtur að vekja undrun
allra. sem til þekkja, að rit-
stjóri blaðsins skuli sjálfur
vern höfundur svo fjarstæðu-
kenndra fullyrðinga og ósæmi
legra. því að vissulega væri
það nlvörumál, ef opinber sjóð
ur hefði komið á kné svo mik-
ilvæmi fyrirtæki fyrir atvinnu-
lífið á Akureyri, sem Valbjörk
óne;tnnlega hefur verið.
Það var mikill stórhugur
þeirra ungu manna, sem upp-
haf’ega stofnsettu þessa hús-
gagrmyerksmiðju, sem á til-
tölu'ecra skömmum tíma vann
sér ™;kið álit. Því miður hefur
fjárl-nqsafkoma fyrirtækisins
hins vegar lengst af verið ó-
trar-t os, síðustu árin hvað eft-
ir nnna<5 le°ið við, að verk-
sm;x;-m stöðvaðist. Er það eng
um til góðs að rekja þá sögu í
einstökum atriðum, en sé hin
fjárhagslega hlið ein skoðuð,
þá er meginorsök vandans sú,
sem því miður á við um alltof
mörg íslenzk fyrirtæki, að eig-
ið fé var alltof lítið og skuldir
meiri en undir var risið.
Stjórn atvinnujöfnunarsjóðs
hefur um árabil haft áhuga á
að stuðla að bættum hag Val-
bjarkar bæði með lánum og
ráðleggingum. Hefur sjóðurinn
veitt fyrirtækinu lán til langs
tíma samtals rúmar 3.3 millj.
kr. og bauð að auki fram á sl.
ári verulega fjárhæð til við-
bótar gegn því skilyrði, að
hlutafé fyrirtækisins yrði auk-
ið, en af því gat því rniður ekki
orðið. Báðir viðskiptabankar
fyrirtækisins höfðu einnig veitt
mikil rekstrarlán og samtals
skuldaði fyrirtækið svo háar
fjárhæðir, er verksmiðja þess
var boðin upp á nauðungar-
uppboði í haust, að svaraði
verðmæti allra eigna þess. Það
er því fjarstæða hin mesta að
halda því fram, að opinberir
sjóðir eða bankar hafi ekki
veitt Valbjörk eðlilega fyrir-
greiðslu.
Ef rekja ætti allar tilraunir
atvinnujöfnunarsjóðs til þess
að reyna að stuðla að því að
húsgagnaverksmiðjan Valbjörk
gæti starfað og komizt á traust
an fjárhagsgruftdvöll í sam-
ráði við viðskiptabanka fyrir-
tækisins og eigendur þess, þá
myndi áreiðanlega öllum verða
Ijóst, hversu ómakleg umrædd
skrif Alþýðumannsins eru, en
sú saga slcal þó ekki rakin.
Hvað atvinnujöfnunarsjóð
varðar eru staðreyndirnar þess
ar í stuttu máli:
1. Sjóðurinn hefur lánað
Valbjörk hærri lán en flestum
öðrum iðnfyrirtækjum.
2. Sjóðurinn lofaði aulcnu
fé, ef hlutafé fyrirtækisins
yrði aukið.
3. Það var ekki atvinnujöfn-
unarsjóður, sem stöðvaði rekst
ur fyrirtækisins, heldur voru
það aðrir skuldheimtumenn,
sem kröfðust uppboðs.
4. Sjóðurinn leitaði þegar í
stað eftir kaupanda að verk-
smiðjunni með það fyrir aug-
um, að sem minnst truflun
yrði á rekstri hennar, og er
það stefna stjórnar sjóðsins að
selja þeim aðila verksmiðjuna,
sem vill halda áfram rekstri
hennar sem húsgagnaverk-
smiðju og hefur fjárhagslegt
bolmagn til að tryggja á við-
unandi hátt rekstrargrundvöll
hennar. Því miður hefur óvissa
um eignaraðild sjóðsins að
vissum hlutum í verksmiðjunni
seinkað samningum um sölu,
en þau atriði hafa verið sjóðs-
stjórninni óviðráðanleg.
Naumast ætlast ritstjóri Al-
þýðumannsins til þess, að at-
vinnujöfnunarsjóður reki sjálf
ur húsgagnaverksmiðju, en
það er vandséð, hvaða tilgangi
árásir blaðsins á atvinnujöfn-
unarsjóð eiga að þjóna. Allir
hljóta að harma þau endalok,
sem urðu á hinu myndarlega
framtaki þeirra ungu manna,
sem stofnuðu Valbjörk, en full
ástæða er þó til að treysta því,
að brautryðjendastarf þeirra
hafi ekki verið unnið fyrir gýg,
heldur muni Valbjörk innan
skamms aftur taka til starfa af
fullum krafti til hagsbóta fyrir
iðnaðarmenn á Akureyri. Að
því munu forráðamenn at-
vinnujöfnunarsjóðs reyna að
stuðla eftir beztu getu.
Magnús fónsson.
■EST
on
Frá Biskupsstofu hefur blað
inu borizt eftirfarandi fréttir
frá nýafstöðnu Kirkjuþingi:
Kirkjuþingi 1970 er fyrir
nokkru lokið, en það er hald-
ið annað hvert ár. Til þess eru
kjörnir 15 fulltrúar, einn leik-
maður og einn prestur úr sjö
kjördæmum og einn fulltrúi
frá Guðfræðideild Háskólans,
auk biskups, sem er forseti
þin^sins.
Á þinginu nú í haust voru
afgrc'dd 22 mál og tillögur og
verður hér getið nokkurra.
Orgnnleikarastöður
Skortur á organleikurum há
ir mjög sönglífi víða um land,
enda er starfið erfitt, sér í lagi
í afskekktum byggðum, og oft-
ast 'Ila launað eða ólaunað.
Tillaga kom fram um, að sam-
tennin söngkennslu og jafnvel
aðt"> kennslu í skólum presta-
kal’"nna organleikarastarfi,
þan’^g að slíkt yrði fullt starf
og k'unað af sóknarnefridum
fyrir organleikarastörfin og af
ríkissjóði fyrir kennslustörfin.
Greiðslur fyrir aukastörf
presta
Ýmis störf prestsins eru svo
persónuleg, að mörgum fínnst
óþægilegt og óviðkunnanlegt
að tengja þau peningagreiðslu,
hins vegar hafa prestar t. d.
engan bílastyrk og yrðu þar af
leiðandi að borga með sér við
ýmis slík störf, kæmi ekki ein-
hver nreiðsla á mðti.
Á kirkjuþingi 1968 var kjör-
in nefnd presta og lögfræðinga
til að gera tillögur að nýju fyr-
irkomulagi um aukaverka-
greiðslur. Megininntak þeirra
reyndist vera svipað fyrirkomu
lag og sjúkrasamlög byggjast
á, eða að hver gjaldandi í söfn
uði greiði lága upphæð árlega,
kr. 40.00, en engin greiðsia
komi fyrir aukaverkin.
Kirkjuþing 1970 gat ekki
fallizt á þessar tillögur og vís-
aði framkomnu frumvarpi
nefndarinnar til kirlcjuráðs í
því trausti að það finni þá
— Fréttir af Kirkjuþingi —
lausn á málinu, er kirkjumála-
ráðherra fallizt á að leggja fyr-
ir næsta Alþingi.
Kvöldbænir í fjöhniðlum
Oft er því hreyft á opinber-
um vettvangi og manna á með
al, að eðlilegt væri að ljúka
dagskrá hljóðvarps og sjón-
varps með örstuttri helgi- og
kyrrðarstund, þannig að síð-
ustu áhrifin fyrir nóttina yrðu
eklci glæpamynd eða glarnur-
tónlist. Hefur kirkjustjórnin
hvað eftir annað verið hvött
til að vinna að þessum málum
af ýmsum samtökum og ein-
staklingum. Kirkjuþing 1970
skorar á Útvarpsráð, að það
láti talca upp kvöldbænir í
hljóðvarpi og sjónvarpi og ann
ist þær bæði leiknienn og
prestar.
Fermingin
Kirkjuþing 1970 ályktar að
nú þegar fari fram úttekt á
gildandi ákvæðum um ferm-
ingu barna og felur milliþinga
nefnd um kirkjulöggjöf að
gera frumdrög að nýjum á-
kvæðum. Einnig er talið nauð-
synlegt að sem mests samræm
is gæti um fermingarundírbún
ing og stefnt verði að því að
kverin sem notuð eru hljóti
löggildingu biskups og kirkju-
ráðs.
Klám
Kirkjuþing 1970 hvetur þjóð
ina til að taka eindregna af-
stöðu gegn vaxandi öldu sorp-
rita og siðspillandi kvikmynda
og vítir sérstaldega, þegar slílc
rit og kvikmyndir eru gerð að
féþúfu í nafni fræðslu og þekk
ingar. Tclur þingið, að lögum
þar að lútandi sé slælega fram
fy|gt-
Hjálparstarf
Kirkjuþing fagnar frum-
varpi því, sem fram er komið
á Alþingi, um aðstoð við þró-
unarlönd og hvetur til stuðn-
ings við stefnu þess. Jafnframt
minnir þingið á Hjálparstofn-
un kirkjunnar, sem nýlega hef
ur verið sett á fót og heitir á
landsmenn til liðveizlu við
hana. Vill kirkjuþing vekja at-
hygli á fordæmi íslenzkra
presta um sjálfboðaskatt, en
þeir gefa einn hundraðshluta
af launum sínum til hjá'par-
starfs í þróunarlöndum. Hvet-
ur þingið aðrar stéttir til cftir-
dæmis.
Þess má geta, að Hjálpar-
stofnunin er til húsa á ICIapp-
arstíg 27, Rvík.
&%%%% %%%%%%% %%% %&%%%%$}%%
Prestssetur
Sú regla hefur gilt um lang-
an aldur, að prestum hefur ver
ið fenginn bústaður með lilliti
til þess, að prestsheimili hafa
sérstöðu vegna þess starfs, sem
þar fer fram, og einnig verður
það að vera á ákveðnum stað,
sem sé í prestakallinu. t ný-
legum lögum voru fjölmenn-
ustu prestaköllin svipt þessum
rétti til embættisbústaðar, sem
hafa mun verulega erfiðleika í
för með sér fyrir söfnuð og
prest. Kirkjuþing hefur áður
andmælt þessari ráðstöfun og
leggur nú áherzlu á, að þessu
máli sé haldið vakandi, unz
viðunandi lausn og leiðrétting
sé á því fengin. Bendir Kirkju-
þing á nauðsyn þess að fram-
lög til endurbóta á prestssetr-
um séu aukin, enda liggja
margar af þessum eignum rík-
isins undir skemmdum vegna
ónógs viðhalds.
Kirkjudagur
Kirkjuráði var falið að at-
huga, hvort eklci væri kleift
að koma á sem föstum lið í
starfi kirkjunnar einum árleg-
um kirkjudegi í hverjum lands
fjórðungi.
Ýmis önnur mál og tillögur
voru afgreidd, m. a. um sðkn-
argjöld, líkbrennslu, endur-
skoðun þýðingar á játningar-
ritum kirkjunnar, byggingu
hælis fyrir drykkju- og fíkni-
lyfjasjúka o. fl.
Gerðir Kirkjuþings verða
sendar sóknarnefndum um
land allt, ennfremur öllum
þeim, er þess óslca. Biskups-
stofa annast afgreiðslu þess.
Kirkjuþing kaus Kirkjuráð
til næstu 6 ára. Það skipa: Ás-
geir Magnússon framkvæmda-
stjóri, Garðahreppi, séra
Bjarni Sigurðsson, Mosfelli,
séra Pétur Sigurgeirsson, Ak-
ureyri, Þórarinn Þórarinsson
fyrrv. skólastjóri frá Eiðum,
auk biskups, sem er formaður,
þess.