Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Page 2

Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Page 2
1 tSLENDINGUR-ISAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 28. ItJLt 1971. IÞROTTIR Hér sækja Akureyringar skömmu fyrir leikslok. I. DEILD: Minningarleikur Þórs: Víkingur — Þór 2:1 Hvað er að ske? — Þannig hugsuðu efalaust margir, sem komu til að sjá leik Víkings og Þórs sl. miðvikudag, — 2:0, og aðeins 4 mínútur liðnar af leilc. Svo sannarlega fengu Vílcing- ar óskabyrjun í þessum fyrsta minningarleik. Strax á 2. mín. kom fyrirgjöf fyrir marlc Þórs og hægri bakvörðurinn ætlar að skalla frá, en tókst eklci betur en það að leggja boltann fyrir fætur Þórhallar, hægri kant- manns Vikings, sem hreinlega komst ekki hjá að skora fyrsta mark leiksins. — Þórsmenn byrja á miðjunni, en Víkingar Enn unnu Akurnesingar Akureyringa Enn var stinn norðangola á Akureyrarvelli, þegar Akurnes- ingar komu að leika seinni leik- inn við Akureyringa í sumar. — Enn unnu Akurnesingar, og er það varla einleikið, hversu marga ósigra ÍBA-liðið hefur beðið fyrir ÍA allan þann tíma, sem liðin hafa leikið í fyrstu deild. Akureyringar unnu hlutkest- ið og kusu að leika undan gol- unni. Þeir áttu öllu meira í leikn um fyrstu 15 mínúturnar, en fá góð færi þrátt fyrir þrjár horn- spyrnur. En á 15. mínútu sendi Magnús góðan bolta til Eyjólfs, sem skoraði umsvifalaust með mjög fallegu lágskoti. Rétt á eft- ir fengu þeir fjórða hornið. Síðan jafnaðist leikurinn nokkuð, og Akurnesingar fá tvær hornspyrnur, og á 29. mín- útu skorar svo Björn Lárusson með fallegu jarðarskoti efíir mik il mistök hjá varnarmönnum Ak ureyringa. Var þó Árni mark- maður kominn út á réttu auga- bragði, en það dugði ekki til. Aftur áttu Akureyringar lang- varandi sóknarhrinur, og mun- aði mjóru, að Kári skoraði úr hinni síðustu. I seinni hálfleik áttu Akur- eyringar líka öllu meira fyrsta fjórðunginn, en fengu ekki op- in færi. Síðan voru oft spenn- andi augabrögð við bæði mörk- in. Á 17. mínútu skaut Eyleifur yfir í dauðafæri, og tveimur mín útum síðar skallar Eyjólfur aft- ur rétt yfir mark Skagamanna. Á 23. mínútu fá Akurnesingar tvö horn í röð. og Björn Lárus- son setur bohann yfir. eftir að Árni er hlaupinn út. Tveim mín útum síðar skallar Evleifur í stöno og Árni nær boltanum með «nöggu kasti. Á 26. mínútu er svn dæmd aukaspyrna á Ak- ure''r:noa eftir leikbrot Sigurðar Víyb'TiHcsontr Haraldur Stur- lauo'con sendir fastan bolta fram ov Ev'eifur, sem er mjög ve1 skorar með á- gæt” skoti. Á 31. mín. veltir Da' " * boltnnum yfir þverslá eft ir i—nckot frá Kára. Annars nn-"" fátt mnrkvert eftir þetta, og voru Akurnesingar nær því að gera þriðja markið en Akur- eyringar að jafna. Lið Akurnesinga: Davíð Krist jánsson, Benedikt Valtýsson, Jó hannes Guðjónsson, Haraldur Sturlaugsson, Þröstur Stefáns- son, Jón Gunnlaugsson, Matthí- as Hallgrímsson, Eyleifur Haf- steinsson, Björn Lárusson, Jón Alfreðsson, Andrés Ólafsson. Framlínan er miklu betri hluti liðsins, og er hvaða l.-deildar- lið sem er fullsæmt af henni, þó Eyleifur væri mistækur. — Beztu menn liðsins Jón Alfreðs- son, Matthías Hallgrímsson og Björn Lárusson. Lið Akureyringa: Árni Stef- ánsson, Sigurður Víglundsson, Númi Friðriksson (og í seinni hálfleik Aðalsteinn Sigurgeirs- son), Þormóður Einarsson, Gunnar Austfjörð, Steinþór Þór arinnsson, Sigbjörn Gunnars- son, Skúli Ágústsson, Kári Árnason, Magnús Jónatansson, Eyjólfur Ágústsson. Það er undarlegur andskoti, að Akureyringar skuli næstum því fyrirfram dæmdir til að tapa fyrir Akurnesingum. Annars þarf IBA-Iiðið nú vandlega að fara að athuga sinn gang með aðeins 7 stig eftir 9 leiki. Sér- staklega er athyglisvert, hvað fá mörk liðið fær oft úr löng- um sóknarhviðum. Satt að segja eru þeir alltof ragir að skjóta, t. d. undan golunni í fyrri hálf- leiknum nú. Ég held, að liðið þurfi harðari þjálfun og betri tilsögn. Þá virðist það undarleg ráðstöfun, að setja Núma Frið- riksson, æfingarlítinn og þollaus Frainh. á bls. 8 ná fljótt boltanum og bruna fram — og aftur kemur fyrir- gjöf, sem Samúel ætlar að ná til en missir af, og nú er það vinstri bakvörður Þórs, sem skallar boltann, og eins og áð- ur beinustu leið til Þórhallar, sem stóð fyrir miðju marki og átti elcki í neinum erfiðleikum með að skora sitt annað mark í mannlaust markið. Nú var mönnum ekki farið að lítast á blikuna, flestir bjuggust ' við, að nú mundi Þórsliðið ;brotna niður og fá á sig mörg mörk, — en það brotnaði elcki, , þó Víkingar sæki meira fram- an af, þá sköpuðust eklci fleiri hættuleg tækifæri, nema hvað Guðgeir Leifsson átti gott skot, en framhjá. Á 40. mín. nær svo Þór góðu upphlaupi, og eftir þvögu sem myndast við Víkings markið skorar Aðalsteinn Sig- urgeirsson eina mark Þórs. Seinni hálfleikur: Seinni hálfleikur má segja að hafi verið miðjuþóf allan tím ann, þar sem mest bar á því að boltinn geklc mótherja á milli. Þó skapaðist nokkrum sinn- um hætta við Víkingsmarkið, en Diðrikur í markinu stóð sig vel, og rétt undir lokin áttu Vík- ingar skot í stöng eftir þvögu við Þórsmarkið. Framhald á bls. 8. BJÖRGVIN 4. 18 holur í 72 höggum. VIÐAR sigraði rifbrotinn. SVEINBJÖRN sigurvegari í 2. fl. Björgvin Þorsteinsson Ak.meistari í golfi - Bróðir hans, Viðar, vann 1. tlokk Meistaramóti Akureyrar í golfi lauk sl. Iaugardag. Þátt- taka var allgóð, og keppt var í meistaraflokki, 1. flokki, 2. fl. og unglingaflokki. Veður var all gott til keppni alla mótsdagana, en mótið stóð í 4 daga. Keppni var jöfn og spennandi fram til síðasta dags, en þá tóku bræð- urnir Björgvin og Viðar Þor- steinssynir, af skarið hvor í sín- um flokki, og sigruðu með þó nokkrum yfirburðum. Meistaraflokkur: 1. Björgvin Þorsteinsson 299 2. Sævar Gunnarsson 309 3. Þórarinn B. Jónsson 315 4. Gunnar Konráðsson 318 Björgvin átti beztan leik á 18 holum, 72 högg, eða 4 yfir par, sem verður að teljast mjög vel leikið, þar sem ástand vallarins er hvergi nærri gott, en hefur þó lagast nú síðustu daga, og verð- ur vonandi orðið gott, þegar að Golfmóti Islands kemur, en það verður háð hér á Akureyri 10.— 14. ágúst nk. Leika þá 1. fl. og meistarafl. á Jaðarsvellinum nýja, en aðrir flokkar á gamla vellinum, en þar var Akureyrar- mótið haldið. 1. flokkur: 1. Viðar Þorsteinsson 326 2. Haukur Jakobsson 337 3. Sigtryggur Júlíusson 339 Viðar Þorsteinsson er vel kunnur á Akureyri fyrir þátt- töku sína í knattspyrnu, en hann hefur verið fastur maður í ör- valsliði IBA, en svo illa tókst til nýlega í knattspyrnuleik, að hann rifbrotnaði. Hann mátti því ekki leika með Akureyrar- liðinu, en gerði sér þá hægt um hönd og brá sér í golf, og hann virðist svo sannarlega hafa átt erindi í þessa keppni. 2. flokkur: Þar voru keppendur aðeins fjórir, og aðeins tveir þeirra luku keppni. 1. Sveinbjörn Sigurðsson 370 2. Tómas Sigurjónsson 373 Unglingaflokkur: 1. Hermann Benediktsson 351 2. Þórhallur Pálsson 358 3. Konráð Gunnarsson 387 4. Gunnar Rúnarsson 396 Allt eru þetta mjög efnilegir golfleikarar, sem Golfklúbbur Akureyrar væntir mikils af í framtíðinni. Landsmótið: Undirbúningur undir landsmót í golfi er nú í fullum gangi hjá klúbbnum, og má það m. a. telj- ast til tíðinda á þessum síðustu og verstu tímum gróðahyggju og kapphlaups um veraldargæði, að nú fyrir skömmu unnu milli 15 og 20 manns úr klúbbnum sjálfboðaliðsvinnu í 5 kvöld við lagfæringar á gamla vellin- um, viðhaldi á skála félagsins o. fl. Búizt er við mjög mikilli þátt töku á landsmótinu, og eru kylf ingar á Akureyri staðráðnir í, að það fari fram sem allra bezt og auki jafnframt áhuga og skilning bæjarbúa á gildi golf- íþróttarinnar fyrir líkamlega og andlega heilsu manna í hinu hraðfara tækniþjóðfélagi nútím ans.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.