Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Page 6

Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Page 6
ISLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLl 1971. Langmestur hluti slysa orsakast af mistökum ökumanna Flýtið ykkur ekki um of, - segir Gisli Ólafsson yfirlögregluþjónn i viðtali við blaðið Nú er mesta umferðarhelgi ársins — verzlunarmannaheigin — á næstu grösum. Tugþúsundir landsmanna nota þessa löngu helgi til að bregða sér í lengri eða skemmri ferðalög og flestir fara akandi. Þúsundum saman streyma bifreiðar út á rykuga og hol ótta vegi landsins og að sjálfsögðu eru all- ir sannfærðir um, að allt gangi slysalaust. Við vitum, að alltaf verður eitthvað um árekstra og slys, en við erum sannfærð um, að það verði einhverjir aðrir, sem lenda í slíku. Raunin verður þó oft önnur, og eitt augnablik getur breytt skemmtilegri öku- ferð í ævilanga örkuml eða dauða. Það er aldrei of varlega farið, og því spjallaði blaðið við Gísla Ölafsson, yfir- lögregluþjón á Akureyri, um akstur og um- ferð. — I fáum tilfellum er hægt að rekja orsakir umferðarslysa eða árekstra til bil- unar á ökutækjum, sagði Gísli. — í flestum tilfellum er um að kenna mistölcum öku- manna. Margir ökumenn, ekki sízt ungir, þekkja ekki sín takmörk og aka of hratt miðað við aðstæður. Oft er bifreiðum ekið út af þjóðvegunum, eða þeim beinlínis velt á 'vegi, og þá er algengasta skýring öku- manns, að bifreiðin hafi lent í lausamöl. Én ökumenn vita, að lausamöl er á öllum þjóðvegum, og þeir eiga því að haga akstr- inum í samræmi við það. — Hvað ber mönnum að gera, þegar þeir koma að árekstursstað? — Ef menn koma þar að, sem árekstur hefur orðið, verður í fyrsta lagi að gæta að, hvort fólk hefur orðið fyrir meiðslum og aðstoða það, og gera síðan ráðstafanir til að ná í lækni og lögreglu. Ennfremur er afar áríðandi að vernda öll ummerki á staðnum. Þegar árekstrar verða úti á þjóðvegunum, líður oft nokkur tími, þar til lögrcgla kem- ur á staðinn, og því hjálpar það lögreglu- mönnum mikið við rannsókn, ef ökumenn hafa skrifað niður lýsingu á afstöðu bif- reiðanna og jafnvel gert sínar mælingar. Ef menn, sem lenda í árekstri, hafa ljósmynda vélar meðferðis, ættu þeir hiklaust að taka myndir á vettvangsstað. IVÍjög margir hafa nú sérstaka sjúkrakassa í bílum stnum og þeir, sem eldci hafa þá nú þegar, ættu að bæta úr því hið snarasta. — Nú hefur verið lítið um óhöpp yfir verzlunarmannahelgina undanfarið? L, — Já, það er rétt, að tiltölulega fá ó- höpp hafa orðið um þessa umferðarhelgi. Álít ég, að það stafi fyrst og fremst af mikl- um áróðri í fjölmiðlum og sterku eftirliti löggæzlumanna. Álít ég nauðsynlegt að hafa stutta umferðarþætti í útvarpi daglega. Lögreglan á Akureyri hefur mikinn við- búnað til að greiða fyrir umferð um verzl- unarmannahelgina. — Bindindismannamót verður í Vaglaskógi að venju, og þar hefur jafnan verið mikið fjölmenni. Mun lögregl- an annast eftirlit á vegum allt frá Öxna- dalsheiði og austur í Þingeyjarsýslu. Enn- fremur verða lögreglumenn frá Akureyri við störf á mótinu í Vaglaskógi. Lögreglan á Akureyri er oft kölluð út, þar sem árekstrar og slys hafa orðið, allt frá Skagafirði og langt austur í Þingeyjar- sýslur. Er það eðlilegt, þar sem Akureyri er miðstöð umferðar á Norðurlandi. Hins veg- ar er þetta orðið það umfangsmikið starf utan bæjarins ,að brýn nauðsyn er á að sérstakur lögrgelubíll sé stöðugt á ferð á vegunum í nágrenni bæjarins, enda er slíkt sjálfsögð öryggisráðstöfun. Við höfum að undanförnu gert talsvert af því að framkvæma hraðamælingar með radar og því miður hefur talsvert borið á hröðum og ógætilegum akstri. Þá vil ég nota tækifærið og minna bifreiðaeigendur á Akureyri á, að bifreiðaskoðun er nú lokið og verða nú óskoðaðar bifreiðar stöðvaðar og varðar vanræksla sektum. í fyrra voru talsvert margar óskoðaðar bifreiðar stöðvað ar og númerin tekin af. — Og að Iokum. Hvaða ráð vilt þú géfa öluimönnum fyrir helgina? — Mestur liluti þess fólks, setu ferð- ast um þjóðvegina um verzlunarmnnnahelg- ina, er á skemmtiferð. Mikill hraði eykur aðeins hættuna á slysttm, auk þess sem ánægjan af ferðalaginu verður mun míp ef aðeins er hugsað um að flýta sér. Þ\' vil ég beina því til ökumanna, að þeir aki á hæfilegum hraða og stofni til skemmti- ferðarinnar með bifreiðina í lagi. — Sæm. Ferðainannastraumur vex ár frá ári á Blönduósi. BLÖNDUÓS DAFNAR OG BLÓMSTRAR... Þar verður 900 fermetra skólaálma tekin i notkun í haust og 12-14 ibúðir eru i smíðum í þessum filmu- og fregnaþætti frá Blönduósi kemur m. a. fram, uð nú eru þar um 700 íbúar og fer fjölgandi jafnt og þétt. Næg atvinna er nú hjá öllum og ný atvinnufyrirtæki á döfinni. Ný skólaálma verður tekin í notkun í haust, sent er stærri en allt fyrrverandi skólarými á staðnum að meðtöldu lcikfimishúsi. Ferðamannastraumurinn um Blönduós fer sífellt vaxandi og þar eru nú í smíðum 12 — 14 íbúðir. Allt þetta bendir til verulegs vaxtar og grósku, sem er sérstök ástæða til að fagna, þar sem Blönduós gegnir miklu hlutverki sem þjónustu- og iðnaðarmið- stöð í víðJendu héraði Austur-Húnavatnssýslu. Ný álnta við skólann, sem tekin verður í notkun í haust .

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.