Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Qupperneq 7
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1933;. 7.
hún hefur hafið starfrækslu að fullu, er gert ráð fyrir, að um
12 stúlkur geti fengið þar fasta atvinnu. Önnur fyrirtæki, sem
selja afurðir sínar út fyrir byggðarlagið, hafa verið stofnsett á
síðari árum, og má þar m. a. nefna Trefjaplast hf. Það fyrir-
tælci hefur m. a. framleitt ýmiskonar ílát og ker úr trefjaplasti,
jafnvel sundlaug staðarins, sem er 12.5 m á lengd og er fram-
leidd hjá því. Önnur þjónustuiðnfyrirtæki hafa einnig eflzt mjög,
og er allt þetta eðlileg undirstaða fyrir vexti og viðgangi Blöndu-
óss.
Vaxandi ferðamannastraumur
Ferðamannastraumur hefur verið mikill á Blönduósi og þjón-
usta við ferðamenn því aukizt mjög. í sumar er talið, að enn
hafi aukizt á straum ferðamanna að sögn hótelstjórans á Hótel
Blönduós. Yfir sumarið eru rekin tvö hótel á staðnum, bæði hið
fyrrnefnda og einnig í húsakynnum kvennaskólans. Veður hefur
verið með afbrigðum gott í sumar, en þrátt fyrir það hefur verið
metveiði í mörgum húnvetnsku laxveiðiánum, t. d. fá menn um
20 laxa á stöng yfir einn dag í Laxá á Ásum, sem er sneisaful!
af laxi.
Vöxtur Blönduóss
Árið 1945 bjuggu á Blönduósi einungis um 400 manns. Nú
byggja staðinn nærri 700 íbúar. Byggð hefur því vaxið verulega
á síðustu árum og áratugum á Blönduósi, enda er staðurinn þann-
ig í sveit settur, að hann er mikil þjónustu- og iðnaðarmiðstöð
fyrir víðlent og búsældarlegt landbúnaðarhérað. Eftir síldar-
brestinn og þann almenna samdrátt í efnahagslífinu, sem varð
árin 1969 og 1970, varð nokkurt atvinnuleysi á Blönduósi, eins
og víðast hvar á landinu, en það er nú alveg úr sögunni og
gróska ríkir þar nú á öllum sviðum. Fyrr á árum byggðist þessi
vöxtur staðarins fyrst og fremst á brýnni þörf fyrir þjónustuiðnað
fyrir nærliggjandi sveitir, sem eru einar þær búsældarlegustu á
landinu. Á síðari árum og framvegis byggist vöxtur atvinnulífs-
ins, og þar með staðarins, meira á auknum iðnaði, sem selur af-
urðir sínar utan byggðarlagsins, og vaxandi ferðamannaþjónustu.
Ný skólaálma
Á Blönduósi er starfræktur fjögurra vetra gagnfræðaskóli á-
samt barnaskólanum. Þessir slcólar munu fá til afnota í haust
nýja skólaálmu, sem er stærri að húsrými en núverandi hús-
næði skólans ásamt með leikfimishúsi. í álmunni, sem mun vera
um 90 fermetrar að grunnflatarmáli, eru 6 kennslustofur, þar á
meðal sérkennslustofur í eðlisfræði og matreiðslustofa. Árgangar
nemenda eru um 15 á Blönduósi, og síðustu tvö árin hafa verið
útskrifaðir þaðan gagnfræðingar, fyrra árið 8 en í vor voru út-
skrifaðir þaðan 14. Landspróf hafa tekið frá 3 til 8. Þegar þessi
glæsilega skólaálma verður tekin í notkun, má fullyrða að það
séu ekki margir skólar af þessarri stærð (um 150 nem.), sem
hafa svo góð húsakynni. Á Blönduósi er einnig myndarlget fé-
lagsheimili og sjúkrahús ,sem kunnugt er. Þar hefur aldrei verið
skortur á læknum, og má því segja, að félagsleg aðstaða sé þar
hin bezta, sem á verður kosið. Það á áreiðanlega ekki síztan þátt
í viðgangi byggðarlagsins.
Nýjungar i atvinnulifinu
Á síðastliðnum vetri var tekin upp sú nýjung, að verka hörpu-
skel á Blönduósi, en þar hefur elcki áður verið unninn sjávarafli
að neinu marki. I sláturhúsi Kaupfélags A.-Hún. voru þá uin
20 konur við þessi störf, þegar mest var. Nú er unnið að endur-
bótum á sláturhúsinu, og því liggur þessi starfsemi niðri í bili,
en vonir standa til, að áfram verði haldið síðar. Nú er verið að
stofna prjónastofu á staðnum, sem fær nafnið Pólarprjón. Þegar
Miklar framkvæmdir
Miklar framkvæmdir aðrar eru á vegum sveitarfélagsins en
hér hafa verið taldar. Þar má nefna varanlega gatnagerð, en nú
er unnið að undirbúningi þess að setja varanlegt slitlag á Húna-
brautina, sem liggur norðan Blöndu niður hjá skólanum og fé-
lagsheimilinu. Einnig eru miklar framkvæmdir við undirbúning
byggingarlóða, holræsaframkvæmdir o. fl. Að mörgu þarf að
hyggja í blómlegu byggðarlagi. — L.
Blöndubrú og sjúkrahúsið á Blönduósi.
PÓSTH0LF118
VEÐURSPÁR
Ég sat þannig, að ég sá út
um glugga. Allt í einu brá fyr-
ir tveim kríum. Hvað voru
þær að gera hér uppi í Gerð-
um? Þær flugu lágt, flugu
hægt, voru í könnunarflugi.
Hvers voru þær að leita,
Svarið var þetta: að ána-
möðkum. Var þess nokkur von
að þær fyndu þá, Var ekki allt
þurrt og skrælnað eftir lang-
varandi þurrka nú í sumar?
Ég minntist þess allt í einu,
að ánamaðkar finna á sér, þeg
ar væta er í nánd. Þá taka þeir
að opna holur sínar. Krían
veit um þetta. Hún hlýtur því
að finna það líka, sé úrfelli í
vændum.
Veðrið var þurrt og blástur
góður. Konan mín vildi hafa
eitthvað úti um nóttina á
þvottasnúrum. Það var bezt
að hlusta á veðurfregnirnar,
sem koma kl. 10.15. Eklci stóð
á því, að þar var spáð þurru
veðri á þessum slóðum, og mig
ininnir á Norðurlandi öllu. —
Hvorum aðila átti að trúa: veð
■ urfregnum útvarpsins, er
spáðu þurru veðri, eða ána-
möðkum og kríum, sem bjugg-
ust við úrfelli?
Veðurspánni var fylgt og
eklci tekið inn af snúrunum.
Næsta morgun, klukkan að
ganga átta, var komið úrfelli,
Iítið að vísu. Það átti eftir að
vaxa, er á daginn leið og næstu
nótt. Ánamaðkar og kríur, sem
enn eiga þá vizku og tækni,
sem Guð gaf þeim í önd-
verðu, spáðu betur fyrir veðri
en vísindatæki nútímans. Guð
hefir lagt þá vizku og skynj-
anir í skepnurnar, er þeim má
koma að góðu gagni til að
halda velli í baráttu sinni fyr-
ir lífinu. Ég hefi hvergi lesið,
að dýrin noti greind sína og
krafta til að tortíma tegund
sinni. En þetta gerir maðurinn.
Hann stríðir, myrðir og rænir
meðbræður sína, hann gerspill
ir sér með eiturnautn, of-
drykkju áfengis og tóbaks-
brælu. Ofan á þetta glata
menn sálu sinni, af því að
þeir treysta betur gervispám
manna, um eilífa farsæld
handa öllum, heldur en orði
Guðs. Það boðar dóm Guðs
og eilífa hegningu þeirra, sem
forsmá, fótum troða eða van-
rækja hjálpræði Guðs, sem
hann býður þeim í Jesú Kristi.
,,Laun syndarinnar er dauði,
en náðargjöf Guðs er eilíft
líf í Kristi Jesú.“ Þeim farnast
vel, er þiggja þessa gjöf og
lifa Jesú. Hefir þú veitt henni
viðtoku? — S. G. J.