Íslendingur - Ísafold - 28.07.1971, Page 9
ÍSLENDINGUR-lSAFOLD - MIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 1971. &
Snyrtilegur garður að Suðurbyggð 1.
Ökuferb með Fegrunarfélaginu:
Kofaeblib er ríkt í mönnum
— jafnvel / „snyrtilegasta
hæ landsins
/✓
Jón ICristjánsson, formaöur Fegrunarfélagsins.
áttumaður fyrir fegrun bæjarins.
— Ódeigur bar-
Sl. mánudag bauð Fegrunarfélagið á Alcureyri
bæjarráði, bæjarstjórn, heilbrigðisnefnd og frétta
mönnum i ökuferð um bæinn og var tilgangurinn
aöallega sá, að sýna ýmsar dökkar hliðar á
„snyrtilegasta bæ landsins", eins og Akureyri hef
ur stundum verið ncfnd. Ennfremur var garð-
yrkjustjóri með í förinni, byggingafulltrúi og
lóðaskrárritaði, svo og bæjarritari.
Fcrð þcssi var hin fróölegasta, en ckki að sama
skapi ánægjulcg fyrir augað, því sumt af því,
sem pkkur var sýnt, var hrein viðurstyggð.
Til aö byrja með var ekið niður á Oddeyrar-
tanga og hópnum leyft að líta þar á gjörónýt
kofaræksni, sem Akureyrarbær er eigandi að.
Fleiri slíkar „byggingar" í eigu bæjarins voru
sýndar í þessari ferð og eru þær bænum til lilils
sóma. í rauninni er ekki hægt að halda áfram
fyrr en þeirri spurningu hefur verið varpaö fram,
hvort Aluirevrarbær ællast lil þess í alvöru af
einstaklingum, að þeir rjúki upp til handa og
fóta að íjarlægja kofaræksni og laga til hjá sér,
mcðan bærinn gengur ekki á undan mcð góðu
fordæmi? Óbyggð svæöi víös vcgar um bæinn
hafa mörg hver verið látin gjörsamlega óhreyfð
árum saman og enginn virðist hafa hugmynd um,
hvorl 'þarna eigi að gera grasflatir eða hvort
njólinn og arfinn eigi að halda áfram að vaxa
og dat’na. Er ekki vanþörf á að bæjaryfirvöld
taki mál þessi lil rækilegrar athugunar og geri
eitthvað raunhæft til úrbóta. Þótt Fegrunarfélag-
ið sé allt af vilja gert, hel’ur það hvorki fjármagn
né framkvæmdavald til stórframkvæmda.
Ánægjulegt var að sjá, hve snyrtilegt er orðið
umhverfis hraðfrystihús ÚA og ennfremur hefur
umhverfi Slippstöövarinnar mikið lagast.
Á Óseyri, við Glerárósa norðanverða, hafa ris-
ið upp kofabyggingar í hrúgum sl. haust og í
vetur. Ekki hafa eigendur þessara kofa sótt um
nein leyfi til að hrófla þcim upp, heldur staðsett
þá á lóð, sem bærinn var búinn að veita! Voru
jafnvel uppi raddir um, að þeir færu bara í næsta
staur og leiddu þaðan rafmagn í kofa sína. Hafa
bæjaryfirvöld reynt að sporna við þessum bygg-
ingum, en lítið orðið ágengt, því kofaeigendur
eru slægvitrir og hafa hummað frain af sér allar
kröfur um að verða á brott.
Upp með Glerá eru að rísa kofabyggingar á
ný, en þar var gerð „razzia“ fyrir nokkrum ár-
um og allir kofar fjarlægðir..
Nú, og svo eru ennþá nokkrir kofar fyrir sunn
an Spcnnistöðina, og er það hverfi jafnan nefnt
„Sameinuðu þjóöirnar.“ Munu síðustu „bygging-
arnar“ þar hverfa í haust eða næsta sumar. Hef-
ur hesta- og fjáreigendum verið útvegaður nýr
staður, fyrir sunnan og ofan bæ undir hús. Gela
þcir vonandi fengið að vera þar í friði nokkurn
tíma, því ekki er von til að menn byggi vönduð
skepnuhús, ef þeir eiga von á skipun um að
fjarlægja þau eftir skamman tíma. En Akureyr-
arbær á cnnþá í stríði við kofaeigcndur — þar
á meðal sjálfan sig — víðs vegar um bæinn, og
verður svo sjálfsagt um kmga framtíð, nema
gripið vcröi rækilega í taumana, því kolaeðlið er
ríkt í mönnum.
Fegrunarfélagið. mcð hina öldnu kempu Jón
Kristjánsson í broddi fvlkingar, hefur verið ó-
þrcýtandi að hvctja til fegrunar bæjarins, og held
ur því vonandi áfram af .sama dugnaöi. Ég legg
til, að félagið efli tengsl sín viö bæjarbúa og
auki jafnframt áhuga almennings á fegrun bæj-
arins ineð því að hætta að veita viðurkenningar
fyrir einstaka garða, heldur verðlauni þá götu
eða þær götur, sem bera af í snyrtimennsku. Að
mínu áiiti væri sú leið vænleg til árangurs, og
myndi um leið verða bænum hvatning um betri
umhirðu á sínum umráðasvæðum. — Sæm.
Sýnishorn af kofaræksnum þeinr, sem hról'lað hefur verið upp á Óseyri í algeru óleyfi. — Eig- „Sameinuðu þjóðirnar“ eru uppeldisstöðvar fyrir rottur, sagði
endum og bænum til skammar. Jón Kristjánsson.