Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 07.10.1971, Blaðsíða 2

Íslendingur - Ísafold - 07.10.1971, Blaðsíða 2
I 2 ISLENDINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTUDAGUR 7. OKT. 1971. bækur 15 bækur frá Akur- eyrarútgáfum - Sumar áður útgefnar en töngu uppseldar Blaðið hefur Ieitað upplýsinga hjá bókaútgefendum á Akur- eyri um, hverjar bækur þeir senda á markaðinn árið 1971, og fara þær hér á eftir: Eftirfarandi bækur eru vænt- anlegar frá Bókaforlagi Odds Björnssonar á þessu hausti: Fjórða bindi í hinu mikla rit- verki sr. Benjamíns Kristjáns- sonar, Vestur-íslenzkar ævi- skrár, en sem kunnugt er hefur ritverk þetta vakið verðskuld- aða athygli bæði austan hafs og vestan, enda er æviskrárritun Vestur-íslendinga lykill að frek ari og vaxandi kynnum milli fólks beggja megin hafsins. Sr. Benjamín Kristjánsson hefur unnið mikið þrekvirki með skrá setningu æviskránna. Þriðja og jafnframt lokabindi endurminninga Sæmundar Dúa- sonar, Einu sinni var. Sæmund- ur bregður hér upp myndum af daglegu lífi og athöfnum þess fólks, sem hann kynntist í Fljót- um í Skagafirði um og eftir síð- ustu aldamót. f þessu bindi eru 70 frásagnir, og bókinni lýkur á nafnaskrá. Hrafnhildur heitir nýjasta ást arsagan eftir hina vinsælu skáld konu Ingibjörgu Sigurðardóttur. Þetta er 14. skáldsaga Ingibjarg ar. í fyrra kom út skáldsagan Eiginkonur Iæknanna eftir Frank G. Slaughter. Bók þessi vakti mikið umtal og seldist al- gjörlega upp fyrir jólin. Nýja Slaughter-skáldsagan í ár nefn- ist Hættuleg aðgerð, spennandi saga í þýðingu Hersteins Páls- sonar. í ritsafn Ármanns Kr. Einars sonar bætast nú við tvær bæk- ur, Falinn fjársjóður og Týnda flugvélin, en það eru tvær fyrstu Árna-bækumar, sem hafa verið algjörlega ófáanlegar undanfar- in ár. Tvær af hinum vinsælu Öddu bókum þeirra fennu og Hreið- ars Stefánssonar koma í nýrri útgáfu, en það eru Adda og litli bróðir og Adda lærir að synda. Þá kemur ný, spennandi saga eftir hinn vinsæla unglingabóka höfund Guðjón Sveinsson. Nefn ist hún Svarti skugginn, og eru söguhetjurnar þær sömu og í fyrri bókum Guðjóns. SKJALDBORG SF. Þá hittum við framkvæmda- stjóra Prentsmiðju Björns Jóns- sonar hf., Svavar Ottesen, en hinir nýju eigendur prentsmiðj- unnar hafa síðustu árin gefið út nokkrar bækur á vegum út- gáfunnar Skjaldborg sf., og nú nýlega aflað sér fullkominna tækja til fullnaðarvinnslu á öll- um stigum útgáfustarfsemi, sem hér verður ekki frekað rakið. Svavar kvað fjórar bælcur væntanlegar frá útgáfunni á þessu ári, og væru sumar þeirra svo Iangt á veg komnar í vinnslu að þær mundu innan skamms tíma koma í bókabúðir. Fyrst er þá að nefna: Jónas Árnason: Sjór og tnenn, sögur og þættir (1. útg. 1956), 2. útgáfa. Sönn lýsing á lífi og starfi íslenzkra sjómanna, 216 bls. Hefur lengi verið uppseld og ófáanleg í 1. útgáfu. Guðmundur Frímann: Rósin frá Svartamó, Sögur, 220 bls. — Nokkrar smásögur eftir einn mikilvirkasta rithöfund og skáld á Akureyri, sem fyrst og fremst er þekktur af 5 ljóðabókum auk smásagnasafns og þýðinga áður. Indriði Úlfsson: Kalli kaldi, drengjabók, 140 bls. með mynd um. Hefur áður sent frá sér barnabækur, sem selst hafa mjög vel og þótt góður lestur ungu kynslóðinni, og þá helzt drengjum. Hildegard Diessel. IÍÁTA og dýrin hennar, bók fyrir telpur á aldrinum 7 — 11 ára. Fyrsta bók in í nýjum bókaflokki, sem í eru útkomnar 12 bælcur, en hún verður 80 bls. með 28 myndum. Allar bækurnar eru í Demy- broti. Á vegum Bókaútgáfunnar Eddu á Akureyri koma tvær bækur eftir vestur-íslenzka skáldið Jóhann Magnús Bjarna- son, sem heita: Vornætur á Elgs heiðum, 384 bls. að stærð. Árni Bjarnarson ritar æviágrip höf- undarins. Síðari bókin, Haustkvöld við hafið, er 333 bls. að stærð. — Báðar bækurnar koma í nýrri og mjög aukinni útgáfu. Jakob Ó. Pétursson, fyrrv. litstjóri, leiðrétti handrit og las prófark- ir, en Árni Bjarnarson va'di efn ið og bjó undir prentun. Bækur Jóhanns M. Bjarna- sonar eru löngu landskunnar, t. d. Brazilíufaramir og Eiríkur Hansson, og ekki þarf að efa, að Vornætur á Elgsheiðum og Haustkvöld við hafið verða sannkallaðir aufúsugestir fyrir jólin. Prentstofa Varðar hf. setti báðar bækurnar, en Prentsmiðja Björns Jónssonar prentaði. og rit VÖRÐUR F.U.S. AÐALFUMDUR AÐALFUNDUR VARÐAR, F.U.S. Akureyri, verður haldinn fimmtud. 15. okt. 1971 kl. 8.30 e. h. í Sjálfstæðishúsinu (litla sal). DAGS KRÁ : 1) Venjuleg aðalfundarstörf: Skýrsla stjórnar — Skýrðir reikningar — Kosning formanns Kosning stjórnar. 2) önnur mál. STJÓRN VARÐAR, F.U.S. Trúboð Ef heiminn sigrar kommúnistakirkja, þá kemur himnariki á þessa jörð. Um fagra hugsjón fögur ljóð skal yrkja og færa henni lof og þakkargjörð. Menn fórna sér í frelsara Lenins nafni, já, feykilega er trúarþörfin sterk, og dýrðlingsmynd er líka stór í stafni af Stalín fyrir öll hans góðu verk. Og sína listamenn þeir vilja virkja, en við þá heyja annars trúartríð, þetta líka gerði kristin kirkja og kunni vel að meta í gamla tíð. Þeir llfsins speki láta fólkið drekka um Leníns jafnrétti og bræðrafrið. I fretsis nafni Rússar tóku Tékka, og tilgangurinn helgar meðalið. BJARNI FRÁ GRÖF. Frá liðinni tið... ÞUNGAR REFSINGAR „Austur á landi bjó einn mað ur, sem Bjarni hét. Hann átti nokkur piltabörn við konu sinni. Bjarni var hversdagslega gæfur maður og ráðvandur, en kona hans sinnisstærri og mál- hrópsöm. Piltar þeirra voru gangfráir, er þetta bar við. Það var máltæki þessarar konu og hótan við drengina, er þeim varð á nokkuð, eða breyltu »f hennar vilja, að hún sagðist skyldi skera undan þeivn sköp- in. Þessa hætti hennar hugfestu sveinarnir og nefndu þetta hver við annan. Svo bar það vit eitt sinn, er þau hjón voru að ney- verki, en börnin við hús að leik sínum, að yngri pilturínn m:e- bóknaðist þeim eldra. svo sá hinn elzti hótftði honum að skera af hans sköp, ef hann gerði ekki af. Hinn yngri gegndi því ekki, og fékk hinn sér þá hníf, og lagði þann yngra niður, og skar af honum hans Ievndar- lim og dó svo það barnið. Kom þá móðirin að, sá hvað skaðaði, og varð bæði hrygg og reið og sló drenginn þann, sem barnið skaðaði, og varð meira en hún hugði, svo það barn dó og. Ent- ir það kom Bjarni heim frá verki sínu, og leit nú börnin dauð. Varð honum þá og mjög mikið um, er hann vissi knnan hafði sálgað barninu, en hitt skeð af hennar orðbraeði. varð reiður og sló konuna meira en skyldi, eður vildi, oe dó svo kon an. Kom þá hryggð að Bjarna og angur, saeði mönnum til, hverninn komið væri, og iðr- aðist verks síns. Er svo mælt höfðingjum landsins hafi litizt, hann skyldi ganga um kring Is- 'and og á hverja kirkju, og ber- fættur öllum þeim tímum, er hann bvldi. með bví fleira, er þá tíðkaðist í söngum, því í þann tíma voru skriptir og carin ur á málum ,en elcki alltíðum féútlát, eður og lílca, að þeim þótti Bjarni ekki fær af landinu að fara fyrir sorg og vílsemi. Bjarni bessi gekk þrisvar krineum fsland, og um síðir r»ra hann staðar í Skagafirði á Sknga. eintist bar og bjð. Varð b^nn ei við albýðu viðfelldinn, cprn að siá s’snr<jandi maður. Hf-nn bjó til dauða síns margt ár Ffrnneci á Skaga, áttu þau ArnrKc Imnn hans, einn pilt, cf»m h^t Tón. H’nn varð nær 20 ára aamatl oa bar svo við, hann »cio ? TCalrhivík Vtap ni6H u;í* mnnní er Guðmundur h^t Gttorccrm ^onnrn hanS Rrpmjir Treir v01*’1 Orftskfjir og Vt»*oirmái'r faftír heirra. F'mj tíma komu beir feð^ar nf oio flnftn Tnrj Rl^Tn^SOn í InnH cönÁn h^nn hrqft orftifi h^fa V^r SVO »-nnÁ»i**mn orrofinn forpMrnnj 1-, r-,o f£11 l'olto ,»fríA Vnnaf oW? Ri'ii’m V°r mafSiir hr»ssí r*a T>n hoírr'i fxrrírvinnn. 06 To'’cí níorni lithi qi6í»r nnaraf$- "" roi^a orj A**nrKc \ror fhitj; til Clroaofi'>»*r1or inn Ton J^ia_ 'örrnv'Au* Zy n\/n j - cfo« Vioffti o»'o1», í *s1<"'aofir6Í U-frX; mól kof^ iinr>i. og *^1,:„v, r»’»-,»-» o f Knirrt hr'nfSf- »-»—» r\rT *'1r1rr*4- olrlrovf til conn- stvrkingar niálmu. T-" ’ 1 T' ~ ^ r~- '' n'^ii'* «n Trjn 1 (ý(J- xroUti A**ndíci fromfmri* u»-, KfAi Gv^nHnr hessí ”T" xrooooll onr h o n c Qxrrjir op 'T11 c»»o o Um.»-r» KövAn qriitrj hth1 '•íAor corrj f1n«rq veafoTand’ fAUr TSo'S vor til rnnrlris lim lonrlaona Riorno h^nn VST oífollrlloao hnrfonttnr oa hnnn anirk svo hort jim nrjöt, sem K,ro». oinp ckofntaður/* (Skarðsárannáll, annó 1553).

x

Íslendingur - Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.