Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Page 1
47. löIublaS. Fimmtudagur 11. nóvember 1971. 56. og 96. árgangur.
Það hefur nú berlega
komið í Ijós að plagg það
sem vinstri flokkarnir
sendu frá sér við myndun
jíkisstjórnarinnar, og nefnd
ist stjórnarsáttmáli, hafði
ekki inni að halda al!t það,
er samið var um á lóngum
og dularfullum fundiun
flokkanna. Þar á meðal, og
það sem hvað bezt hefur
komið í ljós, er hin svokall-
aða ráðherranefnd, sem
sett var á laggirnar til höf-
uðs Einari Águstssyni. —
Hvernig stóð á því að al-
menningi var ekki birlur
þessi þáttur stjórnarsáttmál
ans? Svona myrkraverk eru
ekki til að efla traust al-
mennings á stjórnvöldunum
og það er því ekki nema
von að menn spyrji: HVAÐ
KEMUR NÆST?
Heimild
fil verk-
fallsboð'
unar
Á almennum fundi í Félagi
verzlunar- og skrifstofufólks
á Akureyri hinn 4. nóv. sl.
var stjórn og fulltrúaráði veitt
heinrild til verkfallsboðunar.
Félagssvæðið er Akureyri,
Dalvík, Hauganes og Greni-
vík.
Vinnubrögd ríkisstjórnarinnar í
raforkumálum Nor dlendinga átalin
Á fundi með stjórn Fjórð-
ungssambands Norðlendinga
og þingmönnum Norðurlands-
kjördæmis vestra sl. laugardag
lýsti Ólafur Jóhannesson for-
sætisráðherra m. a. fyrirætlun-
um ríkisstjórnarinnar í raf-
orkumálum Norðlendinga, og
lýsti yfir stuðningi sínum við
ráðgaerðir Magnúsar Kjartans
sonar orkumálaráðherra. Sagði
forsætisráðherra, að þrátt fyrir
mótmæli heimamanna myndi
ríkisstjórnin leggja áherzlu á
að háspennulína yrði strax
lögð norður.
Á fundinum flutti Bjarni
Einarsson bæjarstjóri greinar-
gerð, þar sem fram komu rök,
er hnigu ákveðið að því að
raforka að sunnan væri mun
dýrari en raforka framleidd í
fjórðungnum. Sagði m. a. í
greinargerðinni, að iðnaður á
Akureyri hefði dafnað fyrst
og fremst í skjóli ódýrrar *af-
orku, og lagði Bjarni fram töfl
ur til að sýna að orkuve.'ðið
gæti orðið lægra á Norðuriandi
öllu en nemur landsmeðaltali,
og eins og mál horfa í dag,
lægra en á orkuveitusvæði
Landsvikjuna.
Stjón fjóðungssambandsins
átaldi ríkisstjórnina fyrir
vinnubrögð í sambandi við
orkumálin. Gagnstætt aðferð-
um síðustu ríkisstjórnar, þá
hafa ferðalög núverandi vald-
hafa í fjórðunginn einungis
verið til að skýra heimamönn-
um frá ákvörðunum, í stað
þess að áður hefðu þeir þó
verið hafðir með í ráðum.
Fór stjórn fjóvðungssam-
bandsins fram á það við ráð-
herra að skipuð yrði samstarfs
nefnd santbandsins og rikis-
stjórnarinnar um orkumál. A
vegum nefndarinnar yrðí svo
gerður hlutlaus samanburður
og hagkvæmisathugun á
vinnslu rafmagns á Norður-
landi og aðfluttri orku. Engin
endanleg ákvörðun í raforku-
málum Horðlendinga yrði lek
in án samþvkkis nefndarinnar.
Er nánar fjallað um þessi
mál í leiðara.
Morðlenzk trygqing hf.,
nýstofnað alm.hlutafélag
Fimmtudaginn 4. nóvember
sl. var gengið frá stofnun al-
menningshlutafélags á Akur-
eyri, til að annast vátryggingar
starfsemi. Félagið hlaut nafn-
ið Norðlenzk trygging hf. —
Stofnendur eru á annað hundr
að og er hlutafé ákveðið krón-
ur fimm milljónir, en stefnt er
að því að hlutafjársöfnun
verði lokið fyrir áramót.
Kom þetta frani í viðtali,
sem blaðið átti við Bjarna
Arthursson framkvæmdastjóra
þessa nýja tryggingafélags. —
Sagði Bjarni aðalástæðuna fyr
ir stofnun félagsins vera þá,
að fyllilega tímabært hefði þótt
að flytja heim í héruðin þenn-
an þátt viðskiptalífsins, sem
hingað til hefur verið í Reykja
vík, og að byx<jgðarlögin fengju
sjálf ráðstöfunarrétt á þeint
fjármunum, sem þau hefðu
þannig skapað.
Norðlenzk trygging hf. er
mjög opið hlutafélag, og geta
allir eignast hlutabréf í fé-
laginu. Hljóða lög félagsins
m. a. upp á það, að enginn
hluthafi geti haft ráðstöfunar-
rétt á meira en 10% hluta-
fjár, og eru það strangari regl-
ur um það efni en hjá öðrum
tryggingafélögum.
Félagið mun innan skamms
opna skrifstofu í BP-húsinu
við Tryggvabraut á Akureyri
og hefja þá þegar starfsemi.
Von er á tryggingafulltrúa
hingað norður til aðstoðar við
að koma fyrirtækinu af stað
og leiðbeina fyrirtækjum með
tryggingar. Er það Trygging
hf. í Reykjavík, sem lánar
þennan mann hingað norður,
en mikið samstarf hefur verið
á milli þessarra fyrirtækja, og
hefur Trygging hf. t. d. komið
þessu nýja tryggingafélagi í
samband við Lloyd, ög hafa
tekizt þar mjög hagstæðir
samningar um endurtrygging-
ar.
Bindindisdagurinn
ákveðinn 21. nóv.
Landssambandið gegn áfeng
isbölinu hefur ákveðið að hinn
árlegi bindindisdagur á þess
vegum verði sunnudagurinn
21. nóvember nk. Kemur þetta
fram í fréttalilkvnningu, sem
blaðinu hefur borizt frá lands-
sambandinu, og segir þar enn-
fremur, að aðildarfélög sam-
bandsins hafi fengið tilmæli
um að minnast dagsins á þann
hátt, er þau telja bezt henta á
hverjum stað.
Ennfremur munu fjölmiðlar
minnast dagsins á ýmsan hátt,
en eins og segir að lokum í
fréttatilkynningunni, þá er á-
fengisvandamálið orðið mjög
alvarlegt og snertir beint tug-
þúsundir manna, auk þess sem
hættan eykst enn með tilkomu
annarra fíkni- og skynvillu-
fyfja-
Slipp-
stöðin
Enn hafa ekki verið tekn
ar ákvarðanir um framtíð
Slippstöðvarinnar, en hér
er nú staddur enn einn sér-
fræðingurinn á vegum rik-
isstjórnarinnar ti! að athuga
málin.