Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Side 10

Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Side 10
jtsaag 10 ÍSLÉNDINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTUDAGUR 11. NÖV. 1971. á^yrrrrT^g|,»1 nj| HHyllHii >11» tiié ItlBMi”, Jig?^j-?^r?TTatragaTe^e5eEi Haustfnsi JB - jnsp f <ilii >íii- |M ____/■* ® 1/ W að starfsfólkið gcti veitt far- þcgum lélagsias þá fyiíi- greiðslu og þjó.niitu, senr hug- Flugáætlanlr f \ ea tu aó auka teróamamas2 ab aubvelda Islendingum utanfer&ir Á hinum árlega haustfundi fulltrúa Flugfélags íslands, sem haldinn var í Reykjavík síðustu viku okt., ríkti bjart- sýni um að hin nýju sérfar- gjöld, sem Flugfélag íslands fékk samþvkkt á fargjaldaráð- stefnu Alþjóðasambands flug- félaga í Miami fyrir skemmstu, myndu auðvelda Islendingum ódýrar utanferðir og auka fefðamannastraum til lands- ins. Fargjöldin, sem taka gildi hinn 1. janúar nk., munu án efa verða til þess að lengja ferðamannatímabilið og að hingað leiti fólk í vaxandi mæli allan ársins hring. Hvað afkomu Flugfélagsins áhrærir, var sú von látin í ljósi, að þótt fleiri farþegar ferðuðust á Iág- um sérfargjöldum en áður, myndi aukning í farþegaflutn- ingum milli landa bæta það upp, svo að fjárhagsafkoma fé lagsins versnaði ekki fyrir vik- ið., Á haustfundum Flugfélags- manna, þar sem forstjóri fé- lagsins og deildarstjórar, svo og fulltrúar frá aðalskrifstöfu og skrifstofum félagsins inn- anlands og utan, bera saman bækur sínar, eru viðhorf fé- lagsins til aðsteðjandi vanda- mála rædd. Gerðar eru áætl- anir um næstu tímabil og yfir- farið, hvað áunnist hefur á liðnu ári. Ennfremur íevnt að grafast fyrir orsakir þess, ef gerðar áætlanir hafa ekki stað izt og leitað að ráðum til úr- bóta. Landkynningarmál Flugfélag íslands hefur á undanförnum árum lagt fram mikla fjármuni til landkynn- ingarmála. Þessi starfsemi fé- lagsins hefur þegar borið sýni- legan árangur, og sífellt fleiri ferðamenn koma til ísiands með flugvélum þess, sérstak- lega yfir sumartímann. Land- kynningarmál eru því mjög á dagskrá á fundum Flugfélags- manna. I fyrra var tekin upp sú stefna að auglýsa hreinleika íslands, og virðast auglýsingar af þessu tagi hafa gefið góða raun. Á sl. ári bauð Flugfélag Islands hingað nokkrum hóp- Stjórn Varðar FUS. Mikil starfsemi hjá Verði FIS Sem kunnugt er, var aðal- fundur Varðar FUS á Akur- eyri, haldinn 14. okt. sl. — I skýrslu fráfarandi formanns, Guðmundar Hallgrímssonar, kom fram, að starfsemi félags ins var mikil á sl. vetri. Haldn- ir voru nokkrir almennir fund ir með forystumönnum Sjálf- stæðisflokksins, auk kvöld- verðarfundanna, þar sem ýms- ir mætir menn höfðu fram- sögu. Félagsmenn störfuðu mikið við undirbúning kosn- inganna á sl. vori og bættust félaginu margir nýir meðlimir á árinu. Núverandi stjórn félagsins er þannig skipuð: Sveinbjörn Vigfússon forpiaður, Sigurður Sigurðsson varaformaður, Pálmi Geir Jónsson ritari, Har aldur Hansen gjaldkeri, Daní- el Dan Snorrason spjaldskrár- ritari, Ingi H. Sigurðsson spjaJdskrárritari og Ölafur Geirsson meðstjórnandi. — I varastjórn eiga sæti: Hjörtur Gíslason, Ómar Einarsson og Gunnlaugur Eiðsson. Til undirbúnings vetrarstarf inu hefur stjórn félagsins þeg- ar haldið tvo fundi. Hefur nú verið ákveðið að fyrsti kvöld- verðarfundurinn á vetrinum verði um miðjan þennan mán- uð. Verður hann auglýstur síð ar. Þá eru í athugun möguleik- ar á því að halda nokkur bingó kvöld í vetur, en þau hafa nú um árabil verið fastur liður í starfsemi Varðar og notið vin- sælda. Þá mun verða lagt kapp á að skipuleggja vel féJags- starfið, jafnframt bví sem á- herzla verður lögð á fjölgun félaga. Ýmsar nýjar hugmynd- ir og tillögur um nýjungar í starfsemi félagsins eru nú í athugun hjá stjórn Varðar. — Væntanlega verður nánar skýrt frá þeim innan tíðar hér í blað k B 8 B C H IT* C III Ih-lunUb um ferðaskrifstofufólks og blaðamanna, útvarpsmanna og sjónvarpsmanna. Það er at- hyglisvert, að fyrir nokkrum árum reyndist oft erfitt að fá menn í blaðaheiminum til ís- Jandsferða. Nú er betm gjör- breytt. Fleiri vilja koma en unnt er að greiða fyrir hvcrju sinni. Þá hefur Flugfélagið staðið að Islandskynningum í útvarpi erlendis með þátttöku í sérstökum útvarpsdagskrám og í sjónvarpi. Áframhald verð ur á slíku og landkynningar- starfið er í fullum gangi allt árið. Sú breyting hefur einnig orðið á í seinni tíð, að Elugfé- lagið stuðlar nú að íslandsferð um fleiri sjónvarps-, blaða- og útvarpsmanna yfir veturinn en áður. Væntir félagið þess, að sú starfsemi beri þann árang- ur, að fleiri ferðamenn leggi nú leið sína til íslands yfir vetrartimann, enda þótt vart verði um teljandi ferðamanna straum að ræða fyrsta lcastið. Fargjaldamál Eins og tekið er frarn í upp- hafi þessarrar greinar, var það álit haustfundar Flugfélags- manna, að hin nýju GIT-hóp- ferðafargjöld, sem félagið hef- ur nú fengið samþylckt; muni verða til þess að auka ferða- mannastraum til Islands ekki aðeins yfir sumartímann, held ur einnig á öðrum árstímum. Fargjöld þessi eru miðuð við tíu manna hóp og eru mjög hagstæð. Hér er áfrainhald ú þeirri stefnu Flugféiags Is- lands að bjóða lág sérfargjöld á hinum ýmsu árstímum, en umræðu var einuig vaxandi samkeppni á flugleiöum fé- lagsins og erfiðleikar, sem nú steðýa að áætlunarflugfélögum víða um heim vegnr leiguflug- félaga, sem koma inn á mark- aöinn yfir háannatímann og hirða þar drjúgan gróða. Þjónusta við farþega Eitt af þeim málum, sem sí- fellt taka mikinn tíma á haust- fundi, er þjónusta við farþega og aðra viðskintamenn félags- ins. I heimi hraðvaxandi sam- keppni og baráttu um hvern farþega, er það þjónustufyrir- tæki h'fsnauðsyn, að viðurgern ingur, svo og önnur fyrir- greiðsla við viðskiptamenn þess sé eins góð og bezt verð- ur á kosið. Þessi mál eru því sífellt í brennidepli. Kvartan- ir, sem og vinsamleg þakkar- briéf, eru rædd og le'ðir til úr- bóta yfirvegaðar. Allt starf fé- lagsins, sem að bessu lýtur, er vandlega gagnrýnt og tillögur gerðar um það. scm betur má fara í vherju tilliti. Engum er það Ijósara en Flugfélagsmönn um sjálfum. að bezta auglýs- ingin, sem félaginu hlotnast, er ánægður farþegí að loknu ferðalagi. Innan félagsins er einnig allur vilji til að svo megi til talcast. Að hver ein- asti farþegi, sem stígur út úr flugvél félagsins, svo og þeir, sem um ferð hans kynnu að soyrja eða mæta til móttöku, fái lýtalausa fyrirgreiðslu. Að- sfaða félagsins t. d. á Reykja- víkurflugvclli er því mikið á- hvggjuefni og hinn frumstæði húsakosfur þar, sem fvrir lönvu er orðinn alltof lítill, er beinlínis Þrándur í Götu þess A tundmum, sem nu er ný lolcið, var gengið endanlega frá sumarácetlun 1972. Enn- freinur rædd drög að vetrar- áætlun 1972-1973. Slíkar á- ætlanir eru sanrdar með tilliti til líklegrar flutningaþarfar á viðkomandi flugléiðum og til þess flugvélakosls, sem fyrir hendi er á hverjum tíma o. s. frv. Enníremur, hvernig flug- áætlunum verði haganlegast fyrir komið frá endastöðvunj, þar sem t. d. skemmtiferða- rnenn hefja íslandsferðir sínar og hvernig ferðir séu hentug- astar fyrir þá, sem ferðast í viðskiptaerindum. Flugfélag ís lands Ieggur mikla áherzlu á, að áætlunarflug þess þjóni sem bezt bæði þeim, sem ferðast innanlands og milli landa. Dvöl á sveitaheimiluni. Fyrir nokkru hóf Flugfélag Islands milligöngu um dvöl feðramanna á sveitaheimilum, svo og um leigu á sumarbú- stöðum. Þótt hér sé um al- gjöra byrjunarstarfsemi að ræða, er þó sýnt, að viss áhugi er fyrir slíku meðal erlendra feraðmanna, og væntir félag- ið þess, að í framtíðinni geti þetta orðið allgóð tekjulind fyr ir ýmsa hér á landi. Al'mikil aukning varð á dvöl erlendra ferðamanna á sveitaheimilunr og hafa margir bændur sýnt lofsverðan áhuga um þessi mál. Ekki er hins vegar til sam anburður um sumarbústaða- leigu, þar sem milliganga um leigu á þeim átti sér stað í fyrsta sinn nú. Sjóstangaveiði og silungs- veiði hefur einnig verið kvnnt OfT lippja nú fyrir margar fyr- irspurnir frá veiðiáhugamönn- um, sem hyggja á íslandsferð- ir næsta sumar. Hrafnagilsskóli tekur til starfa Skólanum berst höfðingleg gjöf Hafin er kennsla í heima- vistarbyggingu Hrafnagils- skóla. Sjálft skólahúsið, þ. e. kennslustofur o. fl., er enn í byggingu, nú komið vel á veg og gert ráð fyrir, að það verði tekið í notkun fyrir næsta skólaár. Nemendur í vetur verða 64, þ. e. tveir síðustu bekkir skyldunámsins, en rúm er fyrir 80 í heimavist. Það rými, sem umfram er, mun í vetur verða notað fyrir kennslustofur. Skólastjóri hins nýja skóla hefur verið ráðinn Sigurður Aðalgeirsson, áður kennari að Varmalandi í Borgarfirði. Aðr ir kennarar eru Angantýr H. Hjálmarsson, Gunnar Jónsson, Sigurhanna Salómonsdóttir og Stefán Aðalsteinsson. Á fundi skólastjóra cg kenn ara með foreldrum nemenda og nokkrum gestum 23. okt. sl. var mætt frú Ingibjörg Tryggvadóttir, ekkja Jakobs Kristinssonar, fyrrverandi fræðslumálastjóra. Tilkvnnti hún, að hún gæfi Hrafnagils- skóla bókasafn þeirra hjóna til minningar um manu sinn. Skólastjóri þakkaði þann hlý- hug og rausn, er stæði að baki verkum sem þessum. Formaður skólanefudar skýrði frá gjöf þessari á fundi nefndarinnar 26. okt. Segir svo í bókun m. a.: „Fundar- menn lýstu þakklæti síru vfir þessum höfðingsskap, rómuðu það víðsýni og þann góðvilja, er lægi á bak við gjöf þessa. Mundi hún verða hvatning hér aðsbúum til frekari átaka við uppbyggingu og útfærslu á Hrafnagilsskóla.“ Að skólanum standa fjögur sveitarfélög. Fulltrúar þeirra í skólanefnd eru: Fyrir Hrafna- gilshrepp Haraldur Hannesson Vðíigerði, fyrir Saurbæjar- hrepp Eiríkur Björnsson Arn- arfelli, fyrir Svalbarðsstrandar hrepp Stefán Júlíusson Breiða bóli, fyrir Öngulsstaðahrepp séra Bjartmar Kristjánsson. Formaður skólanefndar er Jón Heiðar Kristinsson Ytra- Felli. Veljið ljúffenga fæðn: niðursuðuvörur. ORA hf. Niðursuðuverksmiðjan Kársnesbraut 86 Kópavogi — Sími 41995 —6

x

Íslendingur - Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.