Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Side 12

Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Side 12
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTUDAGUR 11. NÓV. 1971. MINNINGARORÐ: HERVÖR ÁSGRÍMSDÓTTIR Frú Hervör Ásgrímsdóttir var borin til grafar 5. nóv., 42 ára gömul. Hún var fædd 29. júní 1929. ForeMrar hennar voru María Guðmundsdóttir og Ás- grímur Pétursson fiskmatsmað ur. Það mun hafa verið haustið 1953, að við hjónin komum fyrst á heimiii hennar og Gísla Jónssonar, menntaskólakenn- ara. Þau voru þá búin að vera gift í rúm tvö ár. Síðan höf- um við alltaf átt þar vinum að mæta, og því kærari sem lengra leið. Nú er hún dáin, frá Gísla og börnunum þeirra sjö. Við, vin- ir þeirra, drúpum höfði, hljóð og vanmáttug þess að gera nokkuð til hjálpar. Ég ætla mér ekki að rekja hér æviferil hennar, en lengar aðeins til að greina frá þeim kynnum, sem ég hafði af henni. Ég leit einstaka. sinnum inn til hennar og við röbbuðum yfir kaffibolla. Mér finnst núna, þegar ég á þess ekki lengur kost, að ég hefði þuvft að gera Jiað miklu oftar, vegna þess að ég fór þaðan alltaf hressari í bragði, með meiri trú á h'fið. Fyrir örfáum dögum korn ég síðast til hennar á sjúkrastof- una. Þangað var gott að koma, þar ríkti ekki skelfing dauð- ans, heldur æðruleysi, friður og ró. Þó hygg ég, að bæði henni og öðrum hafi verið ljóst, hvern endi þessi síðasta barátta hennar mundi hafa. Við rúmið hennar sat Gísli og hélt í höndina á henni. Mér fannst, sem þar væru tvær hetj ur, sem óbugaðar lytu sínum skapadómi. Ég gekk af sjúkra- húinu, út i önn dagsins og h'f- ið, og enn hafði hún veitt mér styrk. Ég minnist hennar sem móð ur. Hún sagði eitt sinn, er við ræddum um erilsamt og erfitt starf margra barna móður: „En ég fyllist samt alltaf fögn uði, þegar ég vakna á morgn- ana og sé þessi saklausu barns andlit, sem þarfnast mín.“ Gott er að vera barn slíkrar móður. Ég minnist hennar sem hús- freyju, sem með ótrúlegum dugnaði og ráðdeild annaðist sitt stóra, mannmarga og glæsi lega heimili. Þangað var gott að koma. Húsfreyjan tók á móti gestum og veitti þeim af rausn og með höfðingsbrag. Ég minnist glæsilegu eigin- konunnar, sem ávallt stóð við hlið mannsins síns, hvort held ur var í erilsömu starfi, féiags- málum eða á gleðimótum. Eng inn, sem ég hef kynnzt, kunni betur að varpa af sér hvers- dagsáhyggjum og gleðjast með glöðum. Lífsgleðin var mikil. Þau hjónin voru helzt alltaf saman. Á sambúð þeirra virt- ist aldrei falla skuggi. Mér er vel ljóst, að hugg- unar- og' hluttekningarorð megna Htt til að milda þann harm, sem nú grúfir yfir heim- ili hennar, en ég á eina ósk Gísla og börnunum til handa, og hún er sú, að þeim auðnist að halda áfram lífsbaráttunni í anda hennar, af þreki og þrótti, trú á lífið, og þótt ein- hverjum kunni að finnast það kaldranalega sagt á þessari stundu, — með lífsgleði. HóEmfríður Jónsdóttir. t Hervör Ásgrímsdóttir var til moldar borin 5. nóv. Mikill söknuður er kveðinn að börn- um og eiginmanni og aldraðri móður. Missirinn er sár og þungur. Ættingjar og vinir hafa hugsað til þeirra á þess- um dögum. Einn þeirra sagði við mig á Akureyri um helg- ina: Mér fannst skuggi líða yf- ir bæinn, þegar ég heyrði lát hennar. Hervör var fædd á Akureyri hinn 29. júní 1929. Hún var dóttir hjónanna Ásgríms Pét- urssonar, yfirfiskmatsmanns, og Maríu Guðmundsdóttur. Talsverður aldursmunur var á þeim hjónum. Ásgrímur var fæddur að Grund í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu hinn 16 .febrúar 1868, sonur hjón- anna Péturs Frímanns Jónsson ar bónda þar og Guðrúnar Þorsteinsdóttur, er var skag- firzkrar ættar. Hann var því hálfbróðir Péturs, síðast kaup- manns á Blönduósi, en áður bónda á Gunnsteinsstöðum, föður Hafsteins bónda þar og Magnúsar héraðslæknis í Reykjavík, ,og séra Hafsteins, sem um skeið var prestur í Winnipeg, en síðar fluttist til Kaupmannahafnar, en albróð- ir Þorsteins, afa Þorbjörns Sig urgeirssonar prófessors, og Sigurbjargar, hún gifitst Birni Stefánssyni, og búa þrjú börn þeirra hjóna nú á Móbergi. Ætt þessi er kjarnmikil og í henni margt af hæfileika- og gáfufólki og búmenn góðir. Ás grímur féll frá í desember 1930, er yngsta dóttir þeirra Maríu, Ása, var enn ófædd, en alls áttu þau hjón sex börn saman. Mér er sagt, að um skeið hafi María átt við þröng an kost að búa, en með dugn- aði og ráðdeild og samheldni barna sinna tókst henni að koma þeim öllum vel til manns, og er myndarskapur þeirra systkina á orði hafður. María var fædd á Litla- Gerði í Grýtubakkahreppi 24. ágúst 1892. Hún var dóttir hjónanna Guðmundar bónda í Pálsgerði Jónassonar í Saur- brúargerði Stefánssonar og Margrétar Sigurðardóttur frá Blómsturvöllum í Glæsibæjar hreppi Rafnssonar frá Flugu- mýri. Móðir Margrétar var Guðrún Árnadóttir frá Björg- um af Arnarnesætt. Bræður Maríu eru þeir Aðalsteinn frá Flögu í Hörgárdal, sem nú dvelst með lconu sinni, Sigur- laugu Zóphaníasdóttur, á Elli heimilinu á Akureyri, og Jósa vin, sem var um skeið á Syðri- Völlum, og fluttist síðar að Auðnum í Hörgárdal, en er nú látinn, faðir Gunnars í Búðar- nesi. María dvelst nú á Hrafn- istu í Reykjavík. Hervör varð gagnfræðingur frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1946. Eftir það vann hún hjá Landssímanum, þar til hún giftist Gísla Jónssyni menntaskólakennara frá Hofi í Svarfaðardal hinn 29. júlí 1951. Þá helgaði hún sig hús- móðurstörfunum, en leysti þó af í sumarleyfum hjá Lands- símanum, þegar hún hafði tök á. Hún bjó alla ævi á Akur- eyri. Þó voru þau hjón einn vetur í Reykjavík á öðru hjú- skaparári, er Gísli lauk kandí datsprófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands vorið 1953. Hervör lézt í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 29. október síðastliðinn. Börn þeirra Gísla eru sjö talsins, á aldrinum 6 til 19 ára, öll mannvænleg og bera sterkan svip af foreldrum sín- um. Þau eiga á bak að sjá sérstæðri og gáfaðri móður, sem ræktaði með þeim sjálfs- bjargarhvöt af alúð og skiln- ingi. Það hjálpar þeim nú á þessum erfiðu dögum. Og framvegis mun minning henn- ar og fordæmi gefa þeim kraft og styrk, þegar þau þurfa þess með. Samband þeirra hjóna var óvcnju náið. Heimilið var þungt. En með því að allir hjálpuðust að, gætti þess ekki. Þar var því alltaf gestkvæmt, enda þau hjón bæði félags- lynd og höfðu gaman af að blanda geði við vini og frænd- ur. Hervör var óvenju næm á annarra hagi. Hún var ham- ingjusöm kona og gædd þeim hæfileika, sem svo sjaldgæfur er í dag, að hafa alltaf tíma. Þess nutu þeir, sem um sárt áttu að binda eða undir höfðu orðið i Hfsbaráttunni. En um það var aldrei rætt og vissu fáir. Hervör var dul í skapi og ógjarnt að flíka tilfinningum sínum. Hún bar sig vel, og þess gætti elcki í dagfari hennar, að hún væri haldin þungum sjúk- dómi tvö síðustu árin. Þó hygg ég hún hafi vitað, og þau hjón bæði, að hverju dró. Til hins síðasta hafði hún sálarþrek og lét ekki æðruorð falla. Samt var lífslöngun hennar rík. Hug rökk og sterk fram til hinztu stundar kvaddi hún þennan heim. „Hvorki með hefð né ráni hér þetta líf ég fann, sálin er svo sem að láni samtengd við likamann. í Herrans höndum stendur að heimta sitt af mér. Dauðinn má segjast sendur að sækja, hvað Skaparans er.“ Hervör Ásgrímsdóttir hefur nú goldið þessa skuld „i Kristí krafti.“ Guð styðji fjölskyldu hennar og styrki. Við hjón sendum börnum, eiginmanni og móður einlæg- ar samúðarkveðjur. Halldór Blöndal. t 5. nóv. sl. var til moldar bor in á Akureyri frú Hervör Ás- grímsdóttir. Hún lézt aðfara- nótt 29. október sl. á Fjórð- ungssjúkrahúsinu eftir þung- bær veikindi, 42 ára að aldri. Hervör fæddist á Akureyri hinn 29. júní 1929, dóttir hjón anna Maríu Guðnnmösdóttur og Ásgríms Péturssonar, yfir- fiskmatsmanns á Akureyri. Hér ólst hún upp í stórum, myndarlegum og ntorkusömum systkinahópi. Hervör stundaði nám í Menntaskólanum á Ak- ureyri og lauk þaöan gagn- fræðaprófi vo.ið 1946, hóf síð an störf hjá Lundssima Is- lands og vann þar unz hún giftist Gísla lónssyni, nú yfir- kennara við Menntaskólann á Akureyri, hinn 29. júlí árið 1951. Þau hjón eignuðust 7 börn, er hið elzta peirra 19 ára, en þrjú yngstu fcörnin innan ferm ingaraldurs. Á yndislegu heim ili þeirra Hervarar og Gísla, þar sem margur hefur átt glaða stund og notið ríkulegr- ar gestrisni og höfðingsskapar, heimili, senr auðkenndist öðru frenrur af glaðværð failegra og fjörmikilla barna, þar ríkir nú djúp sorg, er móðhin er burt kvödd, langt um aldur fram, frá óloknu miklu verk- efni. Hervör var með afbrigð- um heilsteypt og hreinskiptin. Óbilandi kjarkur og dreng- skapur, sem aldrei brást, voru aðalsmerki hennar. Þrátt fyrir annir og eril á stóru heimili, tók hún öðru hvoru að sér störf utan þess, sem öll voru unnin af þeirri alúð, sem henni var gefin í rík um mæli, og þrátt fyrir alvar- leg veikindi og þunga lífs- reynslu á síðustu árum, leit hún oft til þeirra, scm stóðu höllum fæti eða áttu um sárt að binda og gaf þeim styrk. Þegar ljóst var í haust að hverju stefndi og heilsan var þrotin, heyrðist aldrei æðruorð frá henni, hún tók þessum grimmu örlögum með undra- verðri ró og stillingu. Svo stór- brotin var hún. Oft vakti aðdáun fágaður smekkur, listfengi hennar og atorka við öll störf. Er heimil- ið að Ásvegi 23 gleggsta dæmi þess. Hervör hafði mikið yndi af blómum, sótti þau gjarnan um langan veg og flutti heim, þar sem hún gróðursetti þau og hlúSi' að þeim milduni hönd um sínum, svo að mikil prýði var að, utan húss sem innan. Nú að leiðarlokum minn- umst við vinir þeirra hjóna ó- taldra ánægjustunda með þeim á heimili þeirra við rausn og gleði. — Þær minningar eru okkur kærar og þær imínum við lengi geyma. Vini mínum Gísla Jónssyni, börnum hans og öllum aöstand endum sendi ég innilegar sam- úðarkveðjur mínar og fjöl- skyldu minnar. Megi minning- in um góða móður, merka og glæsilega konu, niilda sárasta söknuðinn. Að lokum skal hinzta kveðja okkar verða sú hin sama: Vertu blessuð og þakka þér allt, ævinlega. FriSrik Þorvaldsson. t Aðfaranótt föstudagsins 29. október lézt á Fjórðungssjúkra húsinu á Akureyri ein glæsi- legasta kona þessa bæjar, Her- vör Ásgrímsdóttir, til heimilis rö Ásveni 23. l.engi bjó hún ásamt eftirlifandi eipinmanni sínum Gísla Jónssyni, og börn um þeirra í Þórunnarstræti 104. Þar var é<; samvistum við hennar fjplskvtdu í tvö sumur, og gæfti tvegpia dætra hennar, Guðrúnar og Tnmbjargar. Ekki var hæst að kjósa sér behi hú,'móður en Hevvu, sem revndist mér í al'a staöi mjög góð. Hún var með frá- munum pestrisin. enda vinsæl kona og vinamörg. Mér mun ætíð vera minnis- stæður bessi tími. er ég var á he;mili henrmr. Atti ég margar ánænjusÞind'r þar, bæði í leik p" starfk innan ves°ja heimil- isms og úti með börnunum hennar. Við sem þekktum Hevvu, munum sakna hennar úr vinahónnum, og votta ég eir,’nm"nn' fcér'nnr o" börnum ('ínico"" srmúð p" bið Gnð að b'essn m’nninpu hennar. Gunnhildur Baldvinsdóttir. t Alúðarkveðju og þakkir sendum við ykkur öllum, sem studduð okkur og HERVÖRU í veikindum hennar og hafið við andlát hennar og útför m:nnzt hennar fagur- lega og veiít okkur þá hjálp, sem aldrei verður full- þökkuð. Guð blessi ykkur. Gísli Jónsson, Hjörtur Gíslason, Arnfríður Gísladóttir, María Gísladóttir, Soffía Gísladóttir, Guðrún Gísladóttir, Ingibjörg Gísladóttir, Jón Gíslason.

x

Íslendingur - Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.