Íslendingur - Ísafold - 17.08.1972, Qupperneq 3
ISLENÐINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTUDAGUR17. ÁGÚST1972 5
...... -
Kjördæmisþing
Sjá/fsfæðismanna
á Norðurlandi eystra
Stjórn kjördæmisráðs Sjálfstæðisfélaganna í Norður-
landi eystra boðar til kjördæmisþings í Reynihlíð við
Mývatn kl. 2 e. h. laugardaginn 2. september.
Þinginu lýkur um hádegi á sunnudag, daginn eftir.
Þingfulltrúar eru hér með boðaðir til þings ásamt mök-
um sínum. Formenn félaganna og fulltrúaráðanna eru
vinsamlegast beðnir að tilkynna þátttöku sem allra fyrst
og eigi síðar en 25. ágúst til Haraldar Þórðarsonar í
Ólafsfirði, sími 62148.
Dagskrá hefur verið póstlögð til formanna félaganna og
fulltrúaráðanna.
STJÓRN KJÖRDÆMISRÁÐS.
Fatlaðir vilja jafn-
rétti á við aðra
Gengið á
Fyrir nokkru hitti ég bónda
á förnum vegi. Hann færði
talið eftir nokkra stund að
stjórnarfarinu í landinu. —
Hann sagði, að sér litist ekki
á útlitið, því nú færist okkur
Ísliíndingum eins og þegar
bændur lifðu á fyrningum í
góðæri. „Þetta er hliðstætt
því, sem við gerum, og að ég
gengi á heyforða í góðæri eða
tæki út mánaðarlega af inni-
stæðu í banka til þess að
drýgja tekjur mínar,“ sagði
þessi glöggi bóndi. Mér fannst
þetta vel að orði komizt, og
sagði eitthvað á þá leið, að
hann gæti vel kennt núver-
andi fjármála- og landbúnað-
LÁRUS JÓNSSON
arráðherra búvísindi! Sann-
leikurinn er sá, að þetta er
einmitt það sem við gerum.
I rúmt ár höfum við íslend-
ingar eytt fé úr öllum sjóðum,
sem tiltækir voru fyrir. Á
þessu ári er búist við að verði
halli á viðskiptum okkar við
útlönd svo nemi um 4000
milljónum króna, skv. útreikn
ingum sérfræðinga rikisstjórn
arinnar. Þrátt fyrir stórfelld-
ari erlendar lántökur en fyrr
er því búist við að verulega
gangi á gjaldeyrisforða þjóð-
arbúsins á árinu, en hann er
nú rúmlega 4.500 milljónir.
Við lifum því sem þjóð langt
um raunveruleg efni fram í
mesta góðæri íslandssögunn-
fyrningar
ar. Við högum okkur eins og
bóndinn sagði, tökurn mánað-
arlega út innistæðu úr erlend-
um bönkum til þess að drýgja
tekjur okkar. Á meðan svo er
og eitthvað er eftir, höfum
við það gott. Sumir sérfróðir
menn órða þetta þannig, að
kaupmáttur sé mikill, en hvað
kemur þá upp á teningnum,
þegar gjaldeyrisforðinn og all
ir sjóðir eru þrotnir?
FYRIRHYGGJULAUST
FLAN
Aðstandendur núverandi
ríkisstjórnar hafa undanfarin
ár og áratugi þrástagast á því,
að allan vanda megi leysa í
íslenzku efnahagslífi með á-
ætlunarbúskap og svonefndri
heildarstjórn þjóðarbúskapar-
ins. Trúir þessari frumbernsku
hugsjón Marxista, hafa allir
stjórnarflokkarnir nú samein-
ast um að stórauka ríkisbákn-
ið, draga vaxandi vald til
Reykjavíkur og skattpína al-
menning í landinu. Þannig
hyggjast þeir geta tekið aukið
fjármagn úr höndum borgar-
anna og ráðstafað gegnum hið
algóða miðstjórnarapparat.
Nú mætti ætla, samkvæmt
rituali ráðamannanna, að
náðst hefði miklu betri heild-
arstjórn þjóðarbúskaparins en
áður. Sú hefur þó ekki orðið
raunin á, eins og m. a. er bent
á hér að framan. Niðurstað-
an hefur orðið fyrirhyggju-
laust flan í efnahagsmálum,
sem m. a. lýsir sér í því að
lifa langt um efni fram í því
mikla metgóðæri, sem nú er.
Ofan í kaupið er afleiðingin
af þessum stjórnarháttum auð
vitað sú, að sjálfsforræði ein-
í góðæri
staklinga og byggðarlaga
minnkar stórum, en það er
þróun, sem kemur þyngst nið-
ur á landsbyggðinni.
HVAÐ ER FRAMUNDAN?
Þótt nú ári vel, afli hafi
aldrei verið meiri, né hærra
verð á útflutningsafurðum,
eða hagstæðara árferði í land
búnaði, þá er samt sem áður
einkennandi, hvað fólk er
kvíðið, þegar það ræðist við
á förnum vegi. Spurningin,
sem brennur á vörunum, er,
hvað er framundan? Hvað ger
ist um næstu áramót, þegar
lýkur því tímabili, sem bráða-
birgðaráðstafanir ríkisstjórn-
arinnar ná til? Fólk veit, að
ekki er hægt að lifa til eilífð-
ar á gömlum fyrningum. Þær
ganga til þurrðar, og það veit
einnig, að endalaust er ekki
hægt að ýta undan sér verð-
bólguvandanum með frestun
og skerðingu kaupgjaldsvísi-
tölunnar, jafnvel ekki þótt
um sé að ræða ríkisstjórn,
sem upphaflega kenndi sig við
„vinnandi stéttir.“ Flestir gera
þó ráð fyrir því, að núverandi
ríkisstjórn sitji að völdum um
sinn, hvernig sem allt veltist.
Ástæðuna telja menn þá, að
Framsóknarmenn finni, að
þingrof og nýjar kosningar
séu vægast sagt ekki hagstæð-
ar nú fyrir sig, og að kommar
hafi þau völd í þessari ríkis-
stjórn, sem þeir sjálfir telji
óhugsandi að ná að lítt breytt
um aðstæðum. Menn setja allt
af spurningarmerki við Hanni
bal, en varla nógu stórt til
þess að búast við að hann losi
þjóðina við þá óstjórn, sem
hann ber sjálfur einna þyngsta
ábyrgð á.
Mannsæmandi lífeyrir fyr-
ir tekjulausa öryrkja, er krafa
Sjálfsbjargar, landssambands
fatlaðra, er sett var fram á 14.
þingi samtakanna, er haldið
var að Hótel Mælifelli á Sauð
árkróki í síðasta mánuði.
Fjöldi ályktana voru gerð-
ar, og verða nokkrar þeirra
nefndar hér á eftir. Þingið
skorar á tollayfirvöld að fella
niður alla tolla af hráefni til
vinnustöðva öryrkja. Elli- og
örorkulífeyrir verði aðskilinn,
þar sem staðreynd er, að fólk
gerir meiri kröfur til lífsins
framan af árum. Unnið verði
að því að fötluðum húsmæðr-
um verði veittur styrkur til
lcaupa á nauðsynlegustu heim
ilistækjum. Öryrki, sem dvel-
ur á sjúkrahúsi eða dvalar-
heimili og er algjörlega tekju-
laus, fái greidd 50% af lág-
marksbótum til persónulegra
þarfa.
Meðal ályktana farartækja-
nefndar: Á næsta ári verði
úthlutað 500 bifreiðum til ör-
yrkja. öryrkjar fái frjálst val
bifreiðategunda. Þungaskatt-
ur af bifreiðum lífeyrisþega
verði felldur niður. Samtökin
láti framleiða SOS-merki fyr-
ir fatlaða bifreiðarstjóra, til
nota í neyðartilfellum.
Ályktanir félagsmálanefnd-
ar voru m. a.: Gefið verði út
félagsblað, einu sinni til tvisv
ar á ári, er flytji fréttir af
starfsemi öryrkjasamtaka inn-
anlands og utan. Landssaiji-
bandið haldi áfram að styrkja
fólk til náms í sjúkraþjálfun
og öðru því námi, sem snertir
endurhæfingu. Unnið verði að
því að öryrkjar njóti sérstakra
lánakjara til húsbygginga. At-
hugaðir verði möguleikar á að
eignast landrými undir sum-
arbúðir. Þingið fagnar þeim
hugmyndum, sem frain hafa
komið um íþróttaiðkanir fatl-
aðra, og þakkar ÍSÍ fyrir á-
huga á því máli.
Þingið sóttu 54 fulltrúar frá
ellefu af tólf deildum lands-
sambandsins. Formaður næsta
starfsár var kjörinn Theodór
A. Jónsson. — G.S.
... á förnum vegi
81
CTSALA!
ATHIJGIÐ! Útsalan er í bakhúsinu
Gengið upp sundið að norðan
Mýjar vörur á útsöluna
teknar fram daglega
LEÐURVÖRUR HF.
Brekkugötu 3 — Sími 21100