Íslendingur - Ísafold - 17.08.1972, Blaðsíða 5
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTUDAGUR 17. AGÚST 1972 5
Á laugardaginn var, 12. ág-
úst, átti Steindór Steindórs-
«on skólameistari sjötugsaf-
mæli, og svo sem kunnugt er
lætur hann nú fyrir aldurs
sakir af stjórn skóla síns,
Menntaskólans á Akureyri, en
þeirri stofnun hefur hann
þjónað sleitulaust nokkru
meira en 40 ár.
Þáð var einmitt á þeim
vettvangi, sem fundum okkar
bar fyrst saman og kynni okk
ar hófust. Ég var þá að taka
utanskólapróf upp úr öðrum
bekk og kunnáttan allavega,
ekki sízt í grasafræði, sem
Steindór prófaði mig í. Ég
fann fljótt, að þar var góðu
að mæta. í stað þess að láta
sem mest bera á vankunnáttu
minni, þar sem hana var helzt
að finna. var ég látinn njóta
mín í því, er ég helzt gat gert
grein fyrir, og við það lengst
staldrað. Slík upphafskynni
valda oft miklu um það, sem
á eftir fer. En því rifja ég
þetta líka upp, að það er að
mínu viti táknrænt fyrir Stein
dór Steindórsson. Hann var
afskaplega raungóður nem-
endum Qg velviljaður. Og ein-
mitt á prófum leitaðist hann
alltaf við að láta þá með ein-
hverjum hætti njóta sín, og
eru til skemmtilegar sögur af
því, hversu langt hann gekk
i tilraunum sínum að fá þá
til að segja eitthvað jákvætt,
þá er minnst kunnu.
Mér verður reyndar oft
hugsað til þess, hvílíkt úrval
kennara ég fékk í öllum
helztu greinum, þegar ég sett-
ist í 3. bekk b. haustið 1942.
Brynjólf Sveinsson í stærð-
fræði, Halldór Halldórsson í
íslenzku, Jón Jóhannesson í
sögu, Sigurð Pálsson í ensku
og Steindór Steindórsson í
náttúrufræði.
Kennsla Steindórs fannst
mér alla tíð full af lífi, rösk-
leika og gamansemi, en laus
við steingerð hátíðlegheit eða
óþarfa smámunasemi. Og of-
prófun hefur alltaf verið eit-
ur í beinum Steindórs Stein-
Afmæliskveðja til Steindórs
skólameistara
dórssonar. Hann var sjálfkjör-
inn ferðafélagi nemenda sinna
árum saman, þegar til slíks
var stofnað, bæði vegna þekk
ingar sinnar á landinu og þess,
að nemendum var ákaflega
ljúft að hlíta skemmtilegri og
skörulegri fararstjórn hans.
Frá vísindastörfum Stein-
dórs Steindórssonar er ekki á
mínu færi að greina. Það hafa
aðrir gert og þó engir betur,
svo ég viti, en Hákon Bjarna-
son skógræktarstjóri, sem
bæði í ræðu og riti hefur
sýnt fram á mikilvægi þeirra
og nú síðast í bók þeirri með
sýnishornum af verkum Stein-
dórs, sem vinir hans hafa átt
þátt í að koma út nú á sjö-
tugsafmæli hans. Hitt veit ég
og undrast, hve yfirgripsmik-
ill fróðleikur Steindórs er og
fjarri því að vera bundinn eða
skorðaður við sérgrein hans,
náttúrufræðina, og þó í víð-
ustu merkingu hennar. Kunn-
átta hans í sögu íslands t. d.
og íslenzkum bókmenntum er
með ólíkindum og allt það,
sem maðurinn kann af kvæð-
um eldri sem yngri. Næmið
hel'ur verið frábært og minnið
sterkt.
Afköst og vinnugeta Stein-
dórs Steindórssonar hafa mér
líka verið aðdáunar- og undr-
unarefni, og veit ég, að hann
verður ekki í vandræðum með
að fylla líf sitt miklu starfi og
nytsamlegu, þó hann láti nú
af embætti eftir langa og
dygga þjónustu. Starfsorka
hans sannaðist enn, er hann
tók við starfi skólameistara,
en engir vita, nema þeir sem
eitthvað koma þar nærri,
hversu óhemjumikla vinnu
slíkt starf útheimtir í smáu
og stóru. Allt það hefur Stein
dór Steindórsson innt af hendi
og ekki leyft sér að slá neinu
á frest, og umfram öll hin dag
legu skyldustörf við linnulaus
an eril hefur hann staðið í
endurbótum og nýjungum,
sem lengi munu halda nafni
hans á lofti í sögu skólans.
Skal hér aðeins nefnt tvennt
hið helzta, en það er stofnun
náttúrufræðideildar við skól-
ann og bygging hússins Möðru
valla, þar sem kennsla í svo-
kölluðum raungreinum fer
fram við beztu aðstæður, og
raunar sitthvað fleira. Um
stofnun náttúrufræðideildar
var hann brautryðjandi í ís-
lenzkri skólasögu og hefur
þar áhugi hans orðið sam-
ferða straumi tímans, sem svo
mjög liggur til þeirrar áttar.
Og í framhaldi af þessu komu
svo Möðruvellir, sem leystu
húsnæðisvanda skólans svo
vel, að þar hefur aldrei þurft
að tvísetja, og má nú kallast
vel rúmt um kennsluna.
Félagsmálastarfs Steindórs
og ritstarfa reyni ég ekki að
geta í þessari litlu afmælis-
kveðju. Hvort tveggja er fá-
dæma mikið og í samræmi
við afköst hans öll og starfs-
hæfni.
En ég vil að lokum þakka
honum persónuleg kynni sem
nemandi, samstarfsmaður og
undirmaður. Þau hafa ætíð
verið ánægjuleg fráþvíégfyrst
kom upp hjá honum í rósar
ættinni og kannaðist þó a. m.
k. við mýrarós. Og ekki síður
vil ég þakka margar ógleym-
anlegar stundir, sem ég hef
átt með honum á ferðalögum
og þó allra helzt á heimili
hans, því að þangað var jafn-
an góðs fagnaðar að vitja, og
þau hjónin samhent í bezta
máta um rausn og alla
skemmtan. Grimm örlög hafa
nú svipt frú Kristbjörgu heilsu
sinni og lífsfjöri, og bið ég
henni blessunar og líknar.
Steindóri Steindórssyni óska
ég af alhug, að honum endist
lenvi enn lífsþróttur sá hinn
mikli. sem honum var gefinn
til þeirra verka, sem áhugi
hans og starfslöngun stendur
til.
Gísli Jónsson.
Jóri Höskuldsson
SÍMAVERKSTJÓRI, VOPNAFIRÐI
Fæddur 2. sept. 1893. — Dáinn 22. júlí 1972.
Jón Höskuldsson, símaverk
stjóri á Vopnafirði, er látinn.
Þegar ég heyrði dánartilkynn-
inguna í útvarpinu, rann upp
fyrir mér að áform mitt var
úr sögunni, að hitta hann a.
m. k. einu sinni á hinu við-
felldna heimili hans, Sólgarði.
Ég kom ekki svo til Vopna-
fjarðar undanfarin ár, að ég
hitti ekki þennan geðþekka og
trausta mann, ef hann var
heima.
Ég kynntist honum fyrst
við síinaverkstjórn í Fljóts-
dal um 1950. Veitti honum at
hygli fyrir mikla reglusemi og
einbeittni í starfi. Og svo var
hann sérstakur maður morg-
unsins, gekk snemma til náða
og reis árla úr rekkju. Slíkt
var mér mjög að skapi. Mað-
urinn var allur fastmótaður,
fastmæltur, og einbeittnin
blasti við í fasi hans og máli.
Það var mér því mjög ljúft að
endurnýja kunningsskapinn,
er ég tók að eiga margar ferð-
ir um Vopnafjörð, og kynnt-
ist ég manninum þá enn bet-
ur. Það var þægileg tilfinn-
ing, sem bærðist í brjósti
mínu, þegar Jón birtist bros-
andi í dyrum eða á tröppun-
um í Sólgarði, er ég heimsótti
hann, og hlýjuna frá handtak-
inu lagði Iangt inn.
Tón Höskuldsson var einn
m&mm® ..............—.......
þeirra manna, sem ég er þakk
látur fyrir að hafa kynnst á
lífsveginum. Viðmótið, hlýjan
og einurðin voru hrein lífs-
næring, brugðu birtu á um-
hverfið og þar með viðhorf til
lífsins. Fyrir þessi ágætu á-
hrif og ánægjulegu kynni vil
ég í lokin þakka Jóni af alhug.
Nú er hann fluttur til konu
sinnar, sem látin er fyrir fá-
um árum, og bið ég þeim bless
unar guðs. Ég sendi börnum
þeirra, tengdabörnum og
barnabörnum samúðarkveðju.
Jónas Pétursson.
VIÐTAL VIKIJINilMAR
Rætt v/ð Trausta Gestsson
Trausti Gestsson, skipstjóri,
er flestum Akureyringum kunn
ur sem farsæll og fengsæll
skipstjóri, en Trausti hefur
ekki sést á Akureyri í nær
þrjú ár, svo blaðið greip tæki
færið, þegar Trausti kom aft-
ur til Akureyrar fyrir stuttu,
og rabbaði við hann um störf
hans síðastliðin þrjúí;fir.
Trausti hefur nefnilega ver
ið skipstjóri og ráðunautur á
fiskileitarbátum FAO, mat-
vælastofnunar Sameinuðu
þjóðanna, og hyggst halda því
starfi áfram um hríð.
Ég fór til FAO haustið
1969, því bæði voru góð laun
í boði og svo voru verkefnin
forvitnileg, og loks gat ég haft
fjölskyldu mína með mér.
Fvrst var ég sendur niður til
Mið-Ameríku, en þar hafði
FAO stöðvar í Salvador. Þar
var mér fenginn fiskileitarbát-
ur til stjórnar, og með mér
vann íslenzkur fiskifræðingur,
Jakob Magnússon. Verkefni
okkar var sprottið af því að
vciðar á grunnsævi höfðu
dregizt verulega saman, en
ekki voru til bátar sem gátu
sótt á fjarlægari mið. Áttum
við því að kanna, hvort fisk-
ur væri það verulegur á djúp-
miðum, að það svaraði kostn-
aði að byggja upp veiðar þar.
Við rannsökuðum alla
Kyrrahafsströnd Mið-Ameríku
og var útkoman neikvæð. —
Hins vegar unnum við jafn-
framt að margþættum, gagn-
legum rannsóknum jafnhliða,
og m. a. fundum við talsvert
magn af síldartegund við Gu-
etamala, sem Htið eða ekkert
hafði verið vitað um hingað
til. Mér er þó ekki kunnugt
um að veiðar séu enn hafnar
á þessum stofni. Þessar rann-
sóknir tóku 15 mánuði.
Hvernig gekk að samlagtst
þessum fjarskyldu þjóðum og
vinna jöfnum höndum fyrir
Mið-Ameríkuríkin um leið og
þau eiga í erjum sín á milli?
Trausti brosir rólegu brosi.
— Ég hafði alltaf sex þjóð-
fána um borð og dró upp
heppilegasta fánann eftir því
sem við átti, auk þess sem bát
urinn var rækilega merktur
Sameinuðu þjóðunum, svo að
ég slapp að mestu við á-
rekstra. Þó vorum við eitt sinn
kyrrsettir með valdi af yfir-
völdum Pananra, þegar við
vorum þó að vinna verk fyrir
stjórnina, en það má leystist
þó sem betur fer farsællega.
Það virðist sem lítil samvinna
sé þar innan stjórnarinnar,
því ein höndin vissi ekki hvað
hin var að gera.
Þá hafði ég rétt siglt fram
hjá 14 fiskibátum frá Salva-
dor, þegar orrustuþotur frá
Framhald á bls. 10.