Íslendingur - Ísafold - 17.08.1972, Síða 10
10 ÍSLENDINGUR-ISAFOLD - FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1972
CANDY er vinsæSasta
þvottavél á (andinu —
(íka á Norðurlandi!
Á fjórum útsölustöðum á Norðurlandi hafa selzt hátt í
900 Candy-þvottavélar á rúmum þremur árum. Enn
breikkar Candy-línan með tilkomu Candy-kæliskáp-
anna, sem nýlega er byrjað að flytja inn.
Umboðsmenn á Norðurlandi:
AKUREYRI: Raforka, Glerárgötu 32.
HÚSAVlK: Askja hf.
SIGLUFföRÐUR: Öli Blöndal.
SAUÐÁRKRÓKUR: Elinborg Garðarsdóttir, öídustíg 9.
Húsbyggjendur !
Höfum ávallt fyrirliggjandi:
ÞAKPAPPA - ÞAKJÁRN - ASFALT
ASFALTGRUNN - PAPPASAUM -
ÞAKRENNUR ÚR PLASTI
T. Hannesson og Co. hf.
ARMÚLA 7, REYKJVÍK - SÍMI 85935
Framhald af bls. 12.
maður, sem gjarnan skrifar
„Smátt og stórt“ í Degi: „En
í skattamálum sem öðrum mál
um er víðtæk endurskoðun
líklegri til sanngjarnari niður-
stöðu (svo.) en breyting á ein-
tun lið. HEFÐI ÞVÍ FARIÐ
BETUR Á ÞVÍ AÐ HRAÐA
ÞEIM BREYTINGUM, FÁUM
EÐA MÖRGUM, SEM ÞÖRF
ER A AÐ BEZTU MANNA
YFIRSÝN OG LÁTA ÞÆR
SlÐAN VERÐA SAM-
FERÐA.,* Hér er því blákalt
og ólundarlega haldið fram,
að skattpíning aldraðra sé ekk
ert sérstök og betur farið á
því að láta leiðréttingu henn-
ar verða „samferða" öðrum
skattabreytingum síðar! Mikil
er ólundin orðin, þegar svo er
skrifað í málgagn fjármálaráð
herra og hann hirtur fyrir þá
ráðstöfun að láta undan rétt-
látri gagnrýni og þeim bein-
hörðu staðreyndum, að skatta
álögur aldraðra eru fáheyrt
hneyksli, SEM VERÐUR AÐ
LAGFÆRA ÞEGAR I STAÐ.
• STEINBARN
Þessa afturhaldshugsjón ber
Framsóknarmálgagnið á borð
fyrir lesendur sína samtímis
því, sem það segir, að umræð
ur um aukna eyðsluskatta en
minni á lág- og miðlungstekj-
ur, sé „íhaldskveðja til hinna
fátæku.“ Þessi hugsun virðist
orðin að steinbarni í mögum
forráðamanna hlaupasveina
ríkisstjórnarinnar, svo notað
sé orðalag nóbelsskáldsins yf-
ir það fyrirbrigði, þegar menn
geta ekki losnað við barnaleg
ar skoðanir, þrátt fyrir ærin
tilefni. — ísl.-ísafold benti á
það fyrir skömmu, að auðvelt
væri að sníða þá annmarka
af söluskatti eða virðisauka-
skatti, sem fælust í því að
þessir eyðsluskattar kæmu
þungt niður á stðrum og efna-
litlum fjölskyldum. Um þetta
sagði blaðið: „Ekkert er auð-
veldara en að lagfæra þann
annmarka með tryggingarlög-
gjöfinni. Þess er auk heldur
brýn þörf að samræma trygg-
ingakerfið skattakerfinu og
draga úr óhóflegu skrifstofu-
bákni við framkvæmd þessara
lagabálka.“ Þessu til viðbótar
benti blaðið á, að gegndarlaus
ir tekjuskattar þættu ekki góð
latína, nema á fslandi. Allar
ríkisstjórnir, hvort heldur
væru vinstri eða hægri, í Ev-
rópu, stefndu í þá átt að skatt
leggja fremur eyðslu en vinnu
og dugnað.
Náttúrulækningar
Framhald af bls. 1.
um með hliðsjón af því, að
nú munu vera um 800 manns
á biðlista að komast á nátt-
úrulækningaheimilið í Hvera-
gerði.
Endanleg ákvörðun um
staðsetningu heimilisins verð-
ur tekin á næstunni, en þrír
staðir koma til greina. Þeir
eru Mývatnssveit, Skjaldarvík
og Eyjafjörður, en skortur á
heitu vatni í Eyjafirði mælir
nokkuð gegn staðsetningu
heimilisins þar. — G.S.
- Rætt við Trausta
Framhald af bls. 5.
Guetamala steyptu sér yfir þá
og skutu þá alla niður vegna
landhelgisbrots. Ein þotan
steypti sér niður yfir bátinn
okkar, en flugmaðurinn hik-
aði við að skjóta, enda blakti
þá hans eigin þjóðfáni og Sam
einuðu þjóða fáninn á skip-
inu. Annars hefur það komið
fyrir að skotið hefur verið á
FAO-báta af misgáningi.
Fólkið þarna er ólíkt Ólafs-
firðingum, Trausti er að upp-
runa Ólafsfirðingur, skapheitt
og metur mannslífin ekki eins
mikils, enda kemur fyrir að
hnífum sé brugðið, þegar slæst
í brýnu. Samskipti mín við
þetta fólk gengu þó slysalaust,
og víða var ágætis einstakl-
inga að finna.
Að Mið-Ameríkuverkefninu
loknu fór ég til Filippseyja í
ársbyrjun 1971. Þangað var
ánægjulegt að koma, því þar
var íslendingur, Einar Kvar-
an, yfir rannsóknunum, vin-
sæll maður og hafði starfað
þar í sjö og hálft ár. Einar er
orðinn hátt skrifaður hjá FAO
og sem dæmi um vinsældir
hans á Filippseyjum, þá ætl-
aði FAO að flytja hann ann-
að, en ekki varð úr vegna mót
mæla ríkisstjórnarinnar.
Á Filippseyjum mátti ég
ekki vera skipstjóri, heldur að
eins nokkurs konar ráðgjafi,
því Filippseyingar einir mega
vera skipstjórar á bátum rílc-
isins, enda hafa þeir keypt
skipstjórnarréttindin dýrum
dómum, hvort sem þeir hafa
einhvern tíma lært eitthvað í
siglingum eða ekki.
Hlutverkið var að kanna
hina svonefndu Skandinavíu-
aðferð við veiðar, en þessi að
ferð byggist á Sonar, eða fiski
leitartækjum, sem gera veið-
ar að degi til mögulegar. Fil-
ippseyingar veiða aðeins að
nóttu til og nota þá ljós til að
hæna að fiskinn og kosta svo
utan um torfurnar. FAO hef-
ur mikið dálæti á íslending-
um við alla fiskileitartækni.
Það er skemmst frá því að
segja, að þessar rannsóknir
gengu illa, enda algert áhuga-
leysi ríkjandi meðal skipstjóra
og áhafna á ríkisreknu bátun-
um. Ég hætti því þessu starfi
og fór í land að kenna sjó-
mönnunum sjálfum og gefa
þeim leiðbeiningar um tilhög-
un og veiðarfæri. Þeir voru
góðir og áhugasamir nemend-
ur ef þeir áttu bátana sjálfir,
og sá ég strax nokkurn ár-
angur af þessu starfi. Síðan
var ég á Filippseyjum, þar til
í sumar, að ég kom heim í frí.
Er ekki erfitt að flytjast
svona með fjölskylduna stað
úr stað?
Jú, vissulega er það erfitt,
Geysileg aðsókn hefur ver-
ið að tjaldstæðunum á Akur-
eyri undanfarnar þrjár vikur,
að því er Jóhann Jónasson,
umsjónarmaður svæðisins,
sagði í viðtali við blaðið fyrir
stuttu, og hefur líklegast aldr-
ei verið jafn mikil aðsókn á
jafn skömmum tíma fyrr.
Algeng tala tjalda síðustu
þrjár vikurnar er 60 til 90
tjöld daglega, og að meðaltali
eru tveir til sjö í tjaldi, þann-
ig að tala gesta er 5 — 600
sumar nætumar, sem er hærri
tala en íbúatala margra kaup-
túna. Skiptir því tala gesta
orðið fleiri þúsundum.
Þéttbýli sem þetta býður
vissulega upp á árekstra, en
Jóhann sagði, að ótrúlega lítið
væri þó um vandræði, og jafn
vel minna en í fyrra. Það er
en erfiðleikarnir eru aðallega
í sambandi við skóla fyrir
börnin, því ég er með tvo
unga syni mína með mér. —
Hins vegar eru þeir nú báðir
orðnir allvel enskumælandi,
sem gerir málið auðveldara.
Aðrir erfiðleikar eru ekki telj
andi. Fyrirgreiðsla er öll góð
og við erum í fullkomnu lífeyr
issjóðskerfi Sameinuðu þjóð-
anna, og svo hefur þetta sína
björtu hlið, sem er fjölbreytn-
in.
Ég er ekki ákveðinn í, hvað
ég verð lengi í þessu, en nú
er ég búinn að fá verkefni í
Afríku og er á förmu, nánar
til tekið til Gullstrandarinnar,
ekki í gullleit, heldur í leit að
gulls ígildi. — G.S.
- 28°)o aukning
Framhald af bls. 1.
að um 60% af farþegunum í
síðasta mánuði hefðu verið
útlendingar. Ferðamálaráð gaf
upp að um 4000 fleiri erlend-
ir ferðamenn hefðu komið til
Islands í síðasta mánuði, en
á sama tíma í fyrra, svo greini
legt virðist, að Akureyri hafi
notið góðs af, því Sveinn
sagði, að sér virtist að stöð-
ugt fleiri ferðamenn, sem leið
ættu í gegn um Akureyri,
hefðu þar einhverja viðdvöl.
Lítið væri hægt að segja um
þróunina í þessum mánuði,
nema hvað heldur minna var
að gera um verzlunarmanna-
helgina nú en oft áður vegna
slæms veðurs. Hins vegar hef-
ur veðráttan óvenjulítið haml
að flugi i sumar, því aldrei
hefur dottið heill dagur úr
sumaráætluninni.
Það er þó eklci eingöngu
aukning í flutningum útlend-
inga, heldur er stöðug aukn-
ing í flutningum Islendinga,
og er greinileg aukning í ferð
um Akureyringa suður. Sagði
Sveinn, að það gerðist nú æ
tíðara að Akureyringar not-
færðu sér flugið, einkum ef
um skemmri ferðir væri að
ræða, enda hafa fargjöldin á
milli Reykjavíkur og Akureyr
ar ekki hækkað síðan haustið
1970. - G.S.
helzt, að fyrirferðarmiklir
strákar raski næturrónni, því
mjög er hljóðbært á stæðinu,
og alltaf er eitthvað um fólk,
sem ranglar upp á tjaldstæði
eftir dansleiki og veldur ó-
næði.
Því var um tíma í sumar
ráðinn næturvörður, bæði til
að halda reglu á hlutunum og
vera til taks, ef eitthvað kæmi
fyrir. Það hefur þó ekkert
komið fyrir enn, gagnstætt
undanförnum sumrum, að
tjöld hafa brunnið og fólk
meitt sig, enda sagðist Jó-
hann leitast við að vara fólk
við þeirri hættu.
Jóhann er búinn að sjá um
staðinn í átta ár, og sagði
hann, að aðsóknin hefði auk-
izt stöðugt og væri nú stæðið
og snyrtingín orðin alltof lít-
il. - G.S.
Tjaldstæðin eru
eins og meðalfcorp
i