Faxi

Árgangur

Faxi - 21.12.1940, Blaðsíða 4

Faxi - 21.12.1940, Blaðsíða 4
4 F A X I Minningarord, Við, sem byggjum þenna hrjóstruga skaga og eigum Ufs- afkomu okkar undir audæfum hafsins, viðurkennum*, að hafið er oft stór gjöfvlt, e-n við vitwm einnig og höfum oft fengið þad að reyna, >að það krefst stárra fórntt og oft stærri en við höfum efni á flið fcera,. Eina slíka fóm varð þetta byggðarlag að fœra nú í hamt, er 'vélbóit'Urinn Eggert frá Keflavík fórst með allri áhöfn. Eggert fór í róður föstud. 22. nóv. og hefir ekki spurst til hans síðan. Á honum voru þessir menn: Þorsteinn Eggertsson, formaður, Keflavík, 35 ár:t. Gutmnar Haraldsson, vélstj. Skeggjastöðum, Garði, 23 ára. Jón Guðbrandsson, Reykjavík, U2 ára. Árni Árnason, Lambakoti, Miðnesi, 22 ám Eirikur Guðm\u>ndsson, Keflavík, 32 ára. Karl A. E. Celin, Keflavik, 27 ára. Jón Ragnur Einarsson, Scebóli, Sandgerði, 23 ára. Fyrir jafn fámennan, hóp sem sjómenn Suðurnesja, er sárt að sjá á bak svo fjölmenvmn hóp hraustra og góöra drengja. En stœrst verður fórnin og sárastwr sölamúurinn á'st- vinum og céttingjum er nú hafa misst lífsstoð sína, misst allt, er þeir byggðw sínar framtíðarvo'nir á. Slíkt tjón getur guð einn metið — og bœtt. Starfsbrœður og sveitimgar hinna horfnu sjómanna geyma minningu hraustra og prúðra drengja og fcera þeim þökk fyrir unnið œfistarf. Guð blessi mirtmmgu þeirrci R. G. Kvikmyndir. Um allan hinn menntaöa heim, er kvikmyndin viðurkennd. sem góður menningar- og í'ræðslugjafi, sé hún réttiiega meðhöndluð, auk þess sem hún er til yndis og ánægju, Hún kynnir okkur margt það feg- urs.ta sem afburða hæfileikar hafa fengið áorkað hér á jörðu. Vísindi og' listir eru ekki leng- ur óræð hugtök, þvi höfundar þeirra, snillingar liðinna kyn- slóða endurhoJdgast á leiksvið- inu, og lífsvegur þeirra, grýttur og torsóttur, ’olasir við. Við kynnumst löndum og þjóðum, sögu þeirra og lifnaðai'háttum, ásamt sæg annara m,enningar- legra atriða, sem hér gefst ekki kostur á aö rekja nánar. Þann- ig á kvikmyndin stóran þátt í því að minnka fjarlægðir hnatt- arins, — flytja löndin nær hvert cðru, og auka þekkingu og skiln- ing á þróun jarðlífsins. Islenzku þjóðinni, sem um langan aldur hefir búið nyrzt á hjara heims, við einangrun og þekkingarskort á landsgseðum, lífsafkomu og menningu annara þjóða, var kvikmyndin því kær- kominn gestur. En hún flytur okkur fleira en það sem nytsamt er og fag- urt, við kynnumst þar einnig skuggahliðum tilverunnar. Við sjáum skuggahverfi stór- borganna með allri eymd þeirra og spillingu, þar sem þjófnaðir, launmorð og svik eru svo að segja daglegt brauð. Ekkert af því sem í mannheim.um gerist virðist kvikmyndinni óviðkom- andi. Með hlutverkin fara af- burða leikarar, og tækni kvik- myndanna er svo fullkomin, að við njótum þess sem, hún sýnir, eins og það væri í raun og sann- leika að gerast fyrir augum okkar. Stundum sjáum við myndir, sem eru í senn göfugar og fagr- ar, þær lyfta huganum upp í æðra veldi cg skilja eftir í minn- ingunni góð og varanleg áhrif. Aðrar eru, aftui á móti ljótar. Hugsandi mönnum vekja þær ugg og óhug, en geta leitt barn- ið og teskumanninn á glapstigu. Að öllu þessu athugu má það Ijóst verða, að sem menningar- tæki er kvikmyndin tvíeggjað vopn, sem handleika þarf með varúð. Æskilegast væri, að hing- að til landsins, flyttust aðeins góðar kvikmyndir, sem öllum væri holt að sjá, jafnt ungum sem göm,lum. En á meðan farráöamerm þjóðarinnar láta kvikmynda- húsaeigendur sjálfráða um val kvikmynda, þá verða byggðar- lögin sjálf að grípa í taumana og kom.a í veg fyrir, að börnum sé leyfður ótakmarkaður að- gangur að kvikmyndahúsunum. Víðast hvar í menningarlöndum fá börn alls ekki aðgang að sýn- ingum fullorðinna. Þau koma reyndar stundum, í kvikmynda- hús almennings, en þá því að- cins, að þar sé á boðstólum mynd við barna hæfi. Aðal kvikmyndahús þeirra eru, barnaskólarnir sjálfir og þar fá þau daglega að sjá myndir, gem eru í senn skemmtilegar og fræðandi, og eru þessar kvik- myndasýningar fastur liður í skólastarfinu.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.