Faxi - 21.12.1940, Blaðsíða 5
GLEÐILEG JOL!
1 Reykjavík h.efir sérstakri
nefnd manna verið falið að hafa
eftirlit með kvikmyndasýning-
um fyrir börn, og hefir nefnd
þessi aðgang að frumsýningum
myndanna, og telji hún þær á
einhvern hátt óheppilegar fyrir
börnin, þá er þeim bannaður að-
gangur að sýningum þeirra.
Mér er ekki kunnugt um, að
slíku eftirliti hafi verið komið
á hér í Keflavík, eða a. m. k.
sér enginn þess merki. Þess væri
þó sannarlega fuil þörf, því hér
sækja börn á öllum. aldri kvik-
ínyndasýningar engu síður en
hinir fullorðnu, og það jafnt,
hvort á boðstólum eru myndir
við þeirra hæfi, nauða ómerki-
legar og oft siðlitlar skopmynd-
ir, eða átakanlegustu harm-
leikir.
öllu hugsandi fólki má þetta
vera eitt hið mesta áhyggjuefni,
sem fyrr en seinna þarf að ráða
á bót. Það er ekki einungis aó
þessar kvikmyndaferðir barn-
anna trufli fulloirðið fólk, sem
vill og þarf að hafa gott næði
til þess að njóta góðrar myndar,
heldur er hitt þó öllu alvarlegra,
að börnin læra einmitt, af mörg-
um, þessara mynda, ýmislegt
Ijótt og ósiðlegt, því jafnvel þó
myndin sé í eðli sínu. fögur, og
geti haft göfgandi áhrif á full-
tíða, þroskað fólk, þá verkar hún
oft gagnstætt á sálir barnanna,
sem ekki skilja þráð sögunnar,
en n jóta þess eins sem augað sér.
Auk þessa, sem að framan er
talið, þá standa kvikmyndasýn-
ingar venjulega langt fram. á
eðlilegan svefntíma barna, sem
er mjög skaðlegt heilbrigði
þeirra, líkamlegum og andleg-
um þroska.
Ég- þykist vita, að mörgum.
foreldrum sé ljós hættan, sem
börnum þeirra getur stafað af
þessum kvikmyndaferðum og
óðru kvöldslóri, en hér í Kefla-
vík er þetta orðið það venjulegt,
að börnunum. finnst sjálfum, að
þau hafi rétt til þess að sækja
kvikmyndahúsið til jafns við þá
iulloirðnu, og myndu í mörgum
tiifellum fyllast gremju og kala,
ef einstaka foreldrar tækju upp
þann sið, að halda þeim heima
á kvöldin. Enda geta þau litið
#
'i'
»Yður er í dag frelsari fæddur«.
Lúk. 2, 1.—20.
Á þessum dinnnu og dapur-
!egu tímum er haldin fagnaðar-
hátíð um gjörvallan kristinn
heim. Og fagnaðarefnið er hið
sama og verið hefur í mörg
hundruð ár: fæðing guðssonar-
ins, Jesú Krists, frelsara vors
og drottins. Frásögnin um þenn-
sn atburð, eins og hún er skráð
í Lúkasarguðspjalli, svo látlaus
og innileg, snertir enn í dag
hjörtu mannanna, jafnt þeirra
smæstu. sem stærstu. Hún vekur
gleði í hjarta barnsins á sak-
lausum bernskudögum. Þess-
vegna eru jólin barnanna. hátíð.
En enginn getur orðið svogamall
að barnsins viðkvæmni og undr-
un frarnmi fyrir leyndardómum
lifsins hverfi þaðan með öllu.
Því er jólaboðskapurinn kær-
komið fagnaðarerindi mörgum
öldnum og þreyttum. Og aðalat-
riðið er æfinlega þetta: Yöur
er í dag frelsari fæddur. Ef
það gleymist, er engin sönn jóla-
gleði til, aðeins stundarfagnað-
ur, sem bliknar og fölnar áður
en varir.
Jólin flytja mikið af Ijósi,
yl og birtu yfir lífið. Fá-
tækleg heimili verða þá bjart-
ari og' hlýrri en aðra daga. Eng-
in höll er heldur svo björt og'
fögur, að hún verði ekki enn
bjartari um jólin, og' úti í næt-
urkyrrðinni, undir eilífri víðáttu
himinsins, er eitthvað óskiljan-
svo á, að þau séu beitt órétti,
ef leikfélögum þeirra helzt uppi
óátalið að stunda kvikmynda-
liúsið fram, á nótt.
Þetta vandamál verður aðeins
leyst .með samtökum almennings
í byggðarlaginu, og fyrsta skref-
ið er að skipuð verði nefnd dóm-
bærra, áhugasamra manna, til
þess að hafa hér eftirlit með
kvikmyndasýningum, fyrir börn.
legt og' undursamlegt á heilagri
jólanótt. Þetta er allt gott og
fagurt. En mest er um það vert,
að gleðibcðskapur jólanna snerti
hjörtu vor og veki þar trú og
tilbeiðslu, fögnuð og frið, er
ekkert megnar frá oss að taka.
Mannkynið allt stynur í dag
undir þungum og sárum byrð-
um síns eigin ófullkoimleika og
veikleika. Þú og ég erum þar á
meðal. Eða hver þekkir ekki á-
hyggjurnar og kvíðann, óttann
og sorgina, eymd o.g bágindi,
freistingar og sálarstríð? En nú
vitum við, að við eigum f relsara,
sem bæði vill og getur létt af
oss þessari þungu og sáru byrði.
Ilann getur skapað í oss nýtt
hjarta, nýtt hugaríar með h.ug-
rekki, von og djörfung hins
kristna manns, sem frjálsbor-
inn lifir lífi sínu og' háir sína
baráttu með hjálp og- styrk hins
himneska föður.
Minnstu þess um jólin,
þegar þér virðist svo margt
vera lítið og lágt, og dimm-
ir skuggar hvíla yfir lífs-
vegum þjóðanna og' lífið vera,
átakanlega ömurlegt, að þér er
enn í dag fluttur fagnaðarboð-
skapurinn um frelsara heimsins,
er fæddist á heilagri jólanótt.
Og' fyrir þeim fagnaðarboðskap
eiga allir skuggar að1 hverfa.
en í sál þinni skal ljóma heið-
ríkja hinnar æðstu vonar og
dýrlegustu g'leði.
Guð gefi þér gleðileg' jól!
Eiríkur Brynjólfsson.
Eg fullyrði, að það væri spor
í áttina til þess að bæta. upp-
eldi æskunnar hér í Keflavík.
H'allgrímur Th. Björnsson.
Kaupið FAXA
ÍRENTSMIÐJA JóNS HELGASONAR