Faxi - 01.01.1944, Qupperneq 4
4
F A X I
--ir ---inni- n
^laöbtr fpemta
(Kritick) Klœðaburður.
Nýlega las ég í blaði nokkru
grein sem fjallaði um klæðnað
kvenfólksins. Það er nú reynd-
ar ekki nýtt, því alltaf eru bless-
aðir karlmennirnir að deila á
fatnað okkar kvenþjóðarinnar.
Það er næstum sama hvað við
finnum upp nýtt, um það get-
um við lesið í næsta blaði sem
við náum í eða næstum það. En
það er nú kannske einhver leið
fyrir okkur, að deila einnig á
þeirra klæðnað, þótt við enn höf-
i i
um harla lítið af því gert. Þeir
ganga eins klæddr vetur, sum-
ar,vor og haust, í vel fóðruðum
fötum og rykfrökkum þar utan-
yfir, með hatt á höfði. Þeir hafa
löngum deilt á okkur kvenþjóð-
ina fyrir að ganga með skýlu-
klúta um höfuðið, en það finnst
mér ólíkt skemmtilegra en að
ganga með helblá eyru niður
undan höttunum, eins og við sjá-
um dags-daglega hjá þeim þeg-
ar kuldar eru. Eins er það með
samkvæmisklæðnaðinn. — Þar
verða þeir að sitja eða dansa í
sínum þykku jökkum, þegar
kvenfólkið er létt klætt. Mér
fyndist að finna mætti upp létt-
ari klæðnað fyrir karlmennina,
t. d. ófóðraða jakka. En mitt álit
á þessum málum er, að það eigi
að hætta að setja út á klæðnað,
hvort heldur er á kvenfólki eða
karlmönnum, en koma heldur
með vinsamlegar leiðbeiningar
ef hægt er, því að ádeilur hafa
aldrei annað en illt eitt í för
með sér, að minnsta kosti í svona
málum. Og vil ég nú mælast til
þess að fólk komi með ráðlegg-
ingar í þessum efnum og birti
þær þar sem flestir geta fylgst
með þeim.
Z.
okkar biði hádegisverður, ásamt
Tourtellæt Hug, hershöfðingja.
Blönduð góðri matarlyst var eft-
irvænting mikil að sjá þetta
margumrædda hótel, sem Vil-
helmína Hollandsdrottning, Pét-
ur Jugóslafakóngur, Dr. Benes,
Eddie Richenbacker, Bob Hope,
Jack Benny og fleiri frægir
menn höfðu gist.
Að utan er hótel þetta með
venjulegu „braggasniði," en að
innan er það búið öllum nýtízku
þægindum, einföldum en sér-
staklega smekklegum húsbúnaði
og er sagt, að það gefi ekki eftir
beztu hótelum erlendis.
Nú var haldið af stað aftur
og voru nú skoðuð flugvélaskýli,
birgðaskemmur og vélaverk-
stæði. Þar fær maður svolitla
hugmynd um, hversu geysimikl-
ar framkvæmdir eiga sér stað
þarna. Á viðgerðaverkstæði flug-
véla voru flugvélar. svo tugum
skipti. Þar voru og hreyflaverk-
stæði, viðtækjaverkstæði og fall-
hlífaverkstæði, sem mér þótti
mjög gaman að sjá. Þar eru fall-
hlífarnar opnaðar tíunda hvern
dag - reyndar, hengdar upp til
þurks, og svo brotnar saman aft-
ur. Var okkur sýnt hvernig það
er gert, og krefst það verk mik-
illar nákvæmni og vandvirkni,
þar sem mannslíf liggur við að
hver lítill þráður og felling séu
í réttum skorðum. Að siðustu
var heimsótt lítil loftvarnarstöð
sem er mjög með sama sniði
og smáherbúðir út á landi. Feng-
um við þar tækifæri til að sjá
hvern aðbúnað óbreyttir her-
menn hafa. Þar eru kvikmynda-
tæki í borðsalnuin svo að hægt
er að horfa á kvikmynd um leið
og matast er. Þarna er lækn-
ingastofa, smáverslun sem sel-
ur tóbak, sælgæti o. fl. og geta
hermennirnir verið öðrum ó-
háðir á flestan hátt. Allstaðar
var aðdáanlega hreinlegt og vel
um gengið, og þrátt fyrir óveðr-
ið og svaðið útifyrir, virtist al-
staðar hreint og vistlegt inni-
fyrir.
Nú var orðð áliðið dags og á-
kveðið að snúa heim þó margt
væri eftir óséð.
Við kvöddum nú hershöfðingj-
ana og fylgdarmenn þeirra og
þökkuðum vinsemd og gestrisni
okkur sýnda.
Á heimleiðinni var okkur
Keflvíkingiim sýnt þvottahús
eitt mikið og efnalaug sem ný-
búið var að reysa hér nálægt.
Er þar þveginn og hreinsaður
allur fatnaður hermannanna
hér — og eru öll tæki af full-
komnustu gerð.
Ferð þessi var á allan hátt
ánægjuleg og fróðleg. Þakka ég
þeim sem hlut eiga að máli, og
og vona að ekki verði þess langt
að biða að Keflvíkngar megi með
eigin augum sjá þessi miklu
mannvirki.
Lausavísuv
Undir þessari fyrirsögn munu fram-
vegis birtast vísur, er blaðinu kunna að
berast frá hagyrðingum af Suður-
nesjum, og er þar átt við þá, er búið
hafa á Suðurnesjum lengri eða skemri
tíma. Þó ekki hafi farið mikið orð af
skáidskap Suðurnesjabúa, þá er það
óvíst, að til hafa verið þeir menn, og
eru enn, fleiri en margan grunar, sem
iðka þá þjóðlegu íþrótt, að færa í bún-
ing ferskeytlunnar þá viðburði um
menn og málefni, er vekja athygli
þeirra og þeir vilja geyma. Því er
beint til þeirra, er senda vilja blað-
inu vísur eftir sig, eða aðra, að fróð-
legt væri að þeim fylgdi frásögn um
tilefni þeirra.
Vísa þessi, er hér fer á eftir, er
tekin úr Formannavísum, sem ortar
hafa verið um formennina hér í Kefla-
vik og Njarðvík. — Því miður er ekki
rúm fyrir þær allar í þessu blaði, en
framhald þeirra verður birt við' tæki-
færi.
Sá hefir hlotið seltu á brár
í sóknarlotum skarpur.
Mangi í Koti mörg um ár
mesti flotans garpur.