Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1945, Blaðsíða 2

Faxi - 01.11.1945, Blaðsíða 2
2 F A X I dór iliér einn með fóiksflutningana og kostaði þá fargjaldið 3 krónur. Eg lækkaði fargjaldið í kr. 2.50 fyrsta ór- ið og hélst það til 1938. Eftir 2 ár keypti ég 10-manna bíl og nokkru síð- ar 18-manna, sem ég notaði lengst af, þar til síðustu árin, sem ég hafði þenn- an rekstur, að ég eignaðist 22-manna bíla. — Og síðan íhefur þú haft þetta starf með höndum? — Jó, nema 9 rnánuði, tímabilið eft- ir að ég seldi hreppnum bílana og þar til ég tók að mér að sjá um rekstur- ■inn fyrir hreppinn. — Svo þú 'hefur tekið við þessu ,,óskabami“ okkar Keflvíkinga í fæð- ingunni eftir eðlilegan meðgöngutíma, en þó yarla fullburða. Síðan hefur þú fóstrað það og ég held, að við séum öll sammála um, að barnið 'hefur dafnað vel eða,' svo við sleppum líkingamál- inu, er ekki chætt að segja, að rekstur- inn hafi gengið prýðilega? — Reksturinn hefur gengið að von- um eða eins vel og ég bjóst við fró byrjun. Þegar hreppurinn keypti, voru bílarnir 4, allir 22-manna. Nú eru bílarnir 6, sá stærsti tekur 37 farþega, næsti 31, þar næsti 26 og 3 Iþeir minnstu 22 farþega. -r- Ekki er nú þetta orðin skuldlaus eign fyrirtækisins? — Nei, en skuldirnar éru þó ekki svo miklar, að öllu ætti að vera óhætt með svipuðum rekstri og verið hef- ur. Afkoman hefur verið ágæt þessi 2 siðustu ár. Eg nefni engar tölur, þær getur þú séð í reikningum fyrirtækis- ins. — Ég hef séð reikninga fyrir árið Í944 og þeir sýna glæsilega útkomu, og ef afkoman verður ekki lakari þetta árið, þá megum við vel við una. , — Með vissu get ég ekki um þetta sagt, en eftir öllu útliti, held ég að út- koman verði ekki lakari nú, en hún var í fyrra. — Skuldirnar hafa verið greididar niður eftir því, sem um hef- ur verið samið. — Hvaða stærð bíla telur þú heppi- tegasta í þessar ferðir? — Reynslu mín er sú, að þótt b.í'l- árnir sem við bætast, séu alltaf stærri og stærri, þá er eins og þeir séu alltaf of litlir. Þannig reyndust mér 22-manna bílarnir strax óf litlir, og þeim þyrft- |im við að breyta í stærri vagna, helzt énn þá stærri, en þá, sem við höfum nú. — Og þeir verða kannske alltaf of litlir þangað til við fáum vagna knúða ráfmagni, sem ganga á milli á klukku- tíma fresti? — Já, því gæti ég vel trúað. — Ég held að það sé nú óþarfi að kvarta y'fir ferðunum, hvað hraðann snertir? — Það held ég líka. í stað þess að vera 2—2.15 tíma á leiðinni milli Kefla- víkur og Reykjavíkur, nú fyrir nökkr- um órum, er þessi leið nú farin ó 1— 1.15 tíma, sem ég tel mjög hæfilega ekið. —, Enda er nú vegurinn breiðari og betri? — Já, vegurinn var mjög mjór. Hvergi var hægt að rnætast á vegin- um sjólfum og ekki nema á vissum stöðum hægt að fara út af honum. Urðu bílar stundum að bíða langan tíma á slíkum stöðum, er þeir sáu aðra koma á móti sér eða eiga á hættu að þurfa að aka aftur ó bak langar leið- ir. Þetta var stundum ta'fsamt, eink- um fyrir ókunnuga. — Ég minntist á það áðan, að fólk- lið kvartaði undan því að þurfa að aka 'í gegnum Njarðvíkur-hverfin, en hvað er það ó móti smöluninni, sem sjálfsögð þótti í gamla daga. Ein slík smölun er mér minnisstæð. Við vorum að fara til Reykjavíkur með óætlun- arbíl. Farþegarnir voru sóttir heim eins og þá var siður og þegar við loks- ins komum heim til síðasta farþegans, þá kom hann á móti okkar, en átti þá eftir að hafa fataskipti og raka sig. Þrátt fyrir það biðum við eftir hon- um, hitt 'hefði verið talin ókurteisi og eins og önnur fjarstæða að fara ó und- an honum. Ekki man ég nú hvort þú varst bílstjórinn Skúh? — Ég man nú ekki eftir þessu. En rétt er það, að við smöluðum farþeg- unum bæði hér heima og í Reykjavík og tók þetta óft langan tíma. En það lagðist niður þegar bíiarnir stækkuðu. Erfitt var þó í fyrstu, að fá fólkið til að skilja nauðsyn þess að fara frá ó- kveðnum stað á vissum tíma, og man ég eftir einu atviki, sem sýnir það. Frú n'okkur í Reykjavík hafði pantað sæti til Keflavíkur daginn, sem ákvörðun var tekin um að hætta smölun og að farþegarnir skyldu mæta á burtfarar- stað. Ég hringdi til frúarinnar og sagði henni hvernig málum væri komið og að hún þyrfti að mæta á stöðinni fyrir burtfarartíma. Hún varð reið mjög og kvað okkur aldrei mundu haldast sl'íkt uppi, en lofaði samt að koma í þetta skipti. Nú sjá allir, að þetta var nauð- synlegt og sjálfsagt. — Hvað segir 'þú svo um ferðimar? Eru þær nógu margar og ó réttum tím- um? — Ég tel þessar ferðir mijög sæmileg- ar, sérstaklega ef við fengjum eina ferð í viðbóta, þ. e. frá Reykjavík kl. 10 f. h. og frá Keflavík kl. 4 e. h. — Báðir sérleyfishafarnir hafa sótt um þessa ferð, en enn þá hefur ekki náðst samkomulag og sennilegt að það nóist ekki fyrr en sérleyfin verða veitt að nýju á næsta ári. — Þið farið áætlunarferðir í Hafn- ir á vissum dögum? Bifrciðastjórar áætlanabíla Keflavíkurhrepps Kristinn Guðmundsson, Ólafur Guðjónsson, Sigurður Bjarnason, Halldór Jóhannsson ogPétur Jónsson (myndirnar teknar í okt 1945).

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.