Faxi - 01.11.1945, Qupperneq 4
4
F A X I
Yfirlýsing
MARGEIR JONSSON:
Slökkvitækin í Keflavík
í síðasta blaði Faxa er grein, sem
lieitir „Birgjum brunninn“. Fjallar
grein þessi um slökkvitæki og slökkvi-
lið byggðarlagsins, er greinarhöfundur
harðorður um notagildi slökkvitækj-
anna og slær því fram, að þau hafi
aldrei komið að gagni, eða mjög sjald-
an.
Þarna er ekki rétt með farið, og vil
ég því gera nokkra grein fyrir þess-
um málum. Þegar slökkvitæki þessi
voru fengin hingað fyrir 12 árum og
þá talin með beztu tækjum, sem völ
var á, enda komu þau oft að gagni. Vil
ég taka hér sérstaklega fram, að þeg-
ar samkomuhúsið brann, voru tækin í
góðu lagi og vörðu tvö hús frá bruna,
sem næst stóðu. En við eldinn í sam-
komubúsinu var flestum tækjum of-
vaxið að ráða. Það mun hafa verið
safns með lestrarsal fyrir almenning
þarf að hefja nú þegar. Virðist óhjá-
kvæmilegt að Keflavíkurhreppur taki
að sér rekstur þess litla safns, sem
hér er nú til, og taki til óspilltra mál-
anna með að auka það að bókakosti
að verulegum mun. Síðustu árin hafa
margar úrvals bækur komið út á Is-
landi, vandaðar að efni og frágangi.
Margar þeirra eru að seljast upp, aðr-
ar eru þegar orðnar ófáanlegar. Enginn
veit hvort þær verða gefnar út í ann-
ari útgáfu á næstunni, en líklegra að
það verði ekki. Er þá skarð fyrir skildi,
ef bókasafnið hér, sem hlýtur að rísa
af grunni áður en langt um líður, miss-
ir af þeim bókum, sem út eru gefnar
á einhverju merkasta tímabili í sögu
Islend'inga, bókum, sem fært hefur
reynst að gefa út aðeins vegna þess, að
almenningur hefur svolítið meiri fjár-
ráð en áður, og leyfir sér því að kaupa
góða bók. Fjöldi merkra blaða og tíma-
rita hafa komið út undanfarin ár, sem
bera svip hinna sérkennilegu tíma,
sem nú ganga yfir mannkynið. Það er
gaman að virða þau fyrir sér nú, og þó
án efa lærdómsrí'kara þegar lengra líð-
ur frá. Öllu þessu þarf að koma fyr-
ir í safni, áður en það er orðið of seint.
um nokkura ára skeið verið formaður
félagsins.
um 1941 að tæki þessi voru farin að
ganga úr sér, og var því farið að leita
fyrir sér um ný og stærri tæki. Þeir
sem með innflutninginn á þeim hafa
að gera, gáfu upp að slökkvitæki væru
ófáanleg því öll framleiðsla á þeim færi
beint til hersins.
Þegar setuliðið kom hér í nágrenn-
ið fór hr. lögreglustjóri Alfreð Gísla-
son þess á leit við yfirmenn hersins að
slökkvilið hans kæmi til hjálpar ef
um eldsvoða væri að ræða, var því vel
tekið af hernum, eins og flestum er
kunugt og á hann þakkir skilið fyrir.
Með aðstoð þeirra var mikið öryggi
fengið og áhyggjum létt af þeim, sem
með þessi mál fara, því vissulega er
nægur vilji fyrir bættum tækjum, og
er unnið að því að þau fáist.
Eftir að stríðið hætti var lögð inn
beiðni um að fá keyptan slökkvil'iðs-
bíl af setuliðinu, og hefur vegamála-
stjóri það mál með höndum. Það síð-
asta, sem af því hefur frétzt er, að við
eigum völ á bíl mjög bráðlega.
Nú fyrir nokkru fengum við að láni
eða til kaups, góða dælu, sem þegar
hefur verið reynd og er talin ágæt.
Eg er sammála greinarhöfundi, að
því leyti, að ég tel þörf á að búa
slökkviliðið betri tækjum, en hitt að
endurskipuleggja liðið, eins og hann
vill láta gera, er ég á móti. Því þar
er á að skipa ágætum og álhugasömum
mönnum, sem einnig hafa fengið
nokkra æfingu og munu fúsir til að
starfa með góðum tækjum.
FRÁ HREPPSNEFND
KEFLAVÍKUR
Á fundi 30. sept s. 1. kom fram svo-
hljóðandi tillaga frá R. G., Hh. og D. D.:
Hreppsnelfndin samþykkir að fjö'lga
tölu hreppsnefndarmanna næsta kjör-
tímabil um 2, úr 5 upp í 7 og felur lög-
reglustjóra að leita samþykkis sýslu-
nefndar fyrir þessari ákvörðun.
frá ritstjóra íslendingasagnaútgáfunnar:
Þar eð ég hefi orðið þess var, að
Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar
hefir með þrálátlega endurteknum
auglýsingum um „nýjar“ útgáfur
nokkurra Islendingasagna með mínu
nafni viljandi eða óviljandi lætt þeim
misskilningi að fólki, að ég sé enn að
starfa að útgáfu þess fyrirtækis, vil
ég taka það skýrt fram, að svo er ekki.
Hinar svokölluðu „nýju“ útgáfur eru
aðeins nýjar Ijósprentanir af eldri út-
gáfum mínum (t. d. Snorra-Eddu, útg.
1935, Njáls sögu, útg. 1942, Egils sögu,
útg. 1937), sem Bókaverzlun Sigurð-
ar Kristjánssonar hefir nú gripið til
að ljósprenta án míns leyfis.
il þess að menn viti, hvers þeir mega
vænta af slíkum „nýjum1, ljósprent-
uðum útgáfum með mfnu nafni hjá
nefndri 'bókaverzlun, skulu hér tald-
ar upp þær sögur, sem ég hefi séð um
útgáfu á fyrir hana:
Harðar saga ok Hólmverja 1934.
Gunnlaugs saga Ormstungu 1934.
Snorra-Edda með Skáldatali 1935.
Íslendinga þættir 1935.
Egils saga Skalla-Grímssonar 1937.
Njáls saga 1942.
íslendingabók og Landnáma 1942.
Hrafnkels saga Freysgoða (1943-)45.
í þessu sambandi vil ég taka það
fram, að ég 'hefi aldrei á nokkurn hátt
verið bundinn sneinum samningi eða
löforðum um útgáfustarf fyrir bóka-
verzlun Sigurðar Kristjánssonar. Ég
hefi aðeins tekið að mér á undanförn-
um árum að gefa út einstakar sögur,
sem voru búnar að vera uppseldar
lengri eða skemmri tíma. Mér hefir
því ætíð verið jafnfrjálst sem hverjum
öðrum að taka að mér útgáfur Islend-
ingasagna fyrir hvern sem var, enda
hefi ég samtímis unnið að útgáfum ým-
issa sagna fyrir Hið áslenzka fomrita-
félag. Þetta vil ég taka fram til þess
að varna öllum misskilningi um það,
að ég hafi á einhvern hátt leikið tveim
skjöldum með því að taka að mér rit-
stjórn hinnar nýju og vönduðu Is-
lendingasagnaútgáfu, sem til er stofn-
að bæði af stórhug og myndarbrag.
Reykjavík, 28. okt. 1945
Guðni Jónsson.