Faxi - 01.11.1945, Qupperneq 5
F A X I
5
Viðtal við safnaðarfulltrúa GÍSLA GUÐMUNDSSON:
Hátíðamessa í Hvalsneskirkiu
Þann 11. 'ágúst í sumar var lokið við
allverulega viðgerð á Hvalsneskirkju
og var í því tilefni ’flutt hátíðam'essa
í kirkjunni sunnudaginn 21. okt, s. 1.
Ég hitti að máli safnaðarfulltrúann,
Gísla Guðmundsson og bað hann að
láta Faxa í té nokkra vitneskju um
gang þessara mála, en Gísli hefur ver-
ið, eftir því sem kunnugir herma, Kfið
og sálin í þessum framkvæm'dum, þó
hann sjálfur vilji lítið úr því gera.
Varð Gísli góðfúslega við þessum
tilmælum og fer hér á eftir samtal okk-
ar eða öllu heldur ræða Gísla, því ef
satt skal segja, þurfti ég lítils að
spyrja, án þess gerði hann málinu góð
skil, en þá sjaldan ég spurði einhvers
fékk ég greið og glögg svör og var á
öllu auðheyrt að hjá Gísla fer saman
óvenjulegur áhugi og mikill kunnug-
leiki á málefnum kirkjunnar.
— Hvað vilt þú segja mér um að-
draganda og framkvæmdir þessara
mála, — spyr ég Gísla og hef þannig
máls á þessu viðtali okkar, eftir að við
höfðum heilsast og tekið okkur sæti.
— Laust fyrir árið 1937 vaknaði
nokkur áhugi fyrir endurbótum Og
fegrun á kirkjunni, en þá varð hún 50
ára. Var guðþjónusta 'haldin í tilefni
þessa merka afmælis.
Á þeim árum var kirkjan bændaeign,
en á því strönduðu allar framkvæmdir
þá.
— Hvernig ber að skilja það?
— Til þess að hægt væri á þeim tím
um að gera nokkuð sem um munaði
fyrir kirkjuna, þurfti 'hún að fá hag-
stæð lán, en þau fengust þá í hinum al-
menna kirkjusjóði, en einungis til
þeirra kirkna sem voru í eign safnað-
aðanna sjálfra, en þessi lán voru veitt
til langs tíma og voru vaxtarlág.
Ketill Ketilsson frá Kotvogi faðir
Ólafs Ketilssonar, byggði kirkjuna ár-
ið 1884, en vígð var hún 1887. Átti
Ketill þá alla Hvalsnestorfuna og mun
hann áður hafa byggt á Hvalsnesi aðra
minni kirkju og hermir miér gamall
maður, Bjö.rn að nafni, sem lengi bjó
að Hvalsnesi, að ástæðan fyrir því að
Ketil'l lét byggja kirkju þá sem nú
stendur þar, hafi verið sú, að eitt sinn
er hann var við fermingar ó Hvíta
sunnu á Hvalsnesi, hafi verið svo fjöl-
m'ennt á staðnum að aðeins helming-
ur hafi komist í kirkju, hafi Ketill þá
ákveðið að byggja þar nýja kirkju og
efnt það dyggilega. Og til marks um
það, hve vel og traustlega hin nýje
kirkja var byggð, er sögð sú saga, ac
kirkjuhaldarinn, sem þá var Hákon
Tómasson í Nýlendu og sem sá um að-
drætti á byggingarefninu, bæði frá
Duus í Keflavík og frá Hafnarfirði, haf:
þegar hann skilaði reikningunum í
hendur Katli heitnum og hann sá m. a
í þeim 2ja tommu saum, þá 'hafi hanr
sagt: „Hvar gátu þéir nú notað svona
saum í þetta hús?“
Sr. Kristinn Daníelsson tjáði mér
að Katli heitnum hafi verið það sér-
stakt metnaðarmál að eiga sjálfur
kirkjuna og halda henni skörulega við
á sinn eigin kostnað. Eitt sinn hafi
sö'fnuðurinn farið þess á leit við hann
að hann afhenti 'honum kirkjuna, en
við það var þá ekki komandi. Börn
Ketils eignuðust Hvalsnestorfuna við
fráfall föður síns og seldu þau ábú-
endum jarðanna hverjum sína jörð og
fylgdi kirkjan þá með í kaupunum í
réttu hlutfalli miðað við jarðarmat,
þannig, að allar jarðir í Hvalsnestorf-
unni áttu part í kirkjunni í hlutfalli
við stærð og hélzt sú skipan ó þess-
um mólum, allt fram til ársins 1942,
að það varð að sam'komulagi, að söfn-
uðurinn tæki við kirkjunni. Þá í fyrsta
sinn öðlaðist hún aðgang að hinum al-
menna kirkjusjóði, en við það opnað-
ist sæmilega aðgengilegur möguleiki
á lántöku til framkvæmda. Árið 1943
var hafin fjársöfnun handa Hvalsnes-
kirkju og safnaðist þá allveruleg fjár-
fúlga, þó ekkert væri aðhafst frekara
fyrr en eftir áramót 1943—44, en þá
var ákveðið að ráðast í að gera við
kirkjuna á því ári, vegna þess, að það
ár var þriggja alda minningarár prests-
víxlu sr. Hallgríms Péturssonar til
Hvalsnesþinga. En þangað vígðist hann,
með búsetau að Hvalsnesi, árið 1647.
Var nú í þessu augnamiði sótt um
f járstyrk til Alþingis með þeim árangri,
að á fjárlögum það ár 1944 voru veitt-
ar kr. 15000.00 til kirkjunnar og mátti
kalla það góðan stuðning.
— Byrjuðu þá endurbæturnar á
kirkjunni það ár?
Hvalsneskirkja
— Ónei. Reyndar var þá strax fest
kaup á efni til viðgerðanna, en sjálft
verkið strandaði á því, að þá fékkst
enginn maður til að vinna það. Þannig
stóðu málin fram um áramótin 1944—
45, en þá tókst formanni sóknarnefnd-
ar að fá Torfa Guðbrandsson til að taka
verkið að sér, en hann réð til sín Jón
bróðir sinn og má segja, að þessir 2
menn hafi mest unnið að viðgerð kirkj-
unnar. Auk þeirra Guðna Magirússon-
ar, má'larameistara, sem tók að sér
að mála kirkjuna og Kristjáns Sig-
mundssonar. Langar mig sérstaklega
að láta þess hér getið, að allir þessir
menn unnu verk sitt með hinni mestu
sæmd og prýði, og fylgdu nákvæmlega
fyrirmælum húsameistara ríkisins.
— Viltu nú ekki segja mér í hverju
þessi viðgerð var aðallega fólgin?
— Fyrst var allur múr brotinn inn-
an úr kirkjunni, en hún er hlaðin úr
grásteini og hafði verið múrsléttuð að
innan. Þessu næst var grásteininn slétt-
aður að innan og svo lfmd' á hann vik-
ureinangrun og múrhúðað yfir vikur-
inn. Þá voru állir bekkir teknir og
endursmíðaðir, og að lokum var kirkj-
an svo máluð. Ég vil geta þess, að okk-
ur hafði langað til að fó settar gylltar
stjörnur í hvelfingu kirkjunnar, en þær
kostuðu svo mikið fé í Reykjavík, að
ráðamenn kirkjunnar töldu frógangs-
sök að leggja út í slík kaup, og hefði
kirkjan því orðið án þessarar akreyt-
ingar, ef henni hefði ekki boðist óvænt
hjálp. Það voru þeir Torfi og Guðni
sem hjálpina veittu, Torfi skar stjörnu-