Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.11.1945, Qupperneq 6

Faxi - 01.11.1945, Qupperneq 6
6 F A X I Viðtal við MARGEIR JÓNSSON: Ungmennafélag Keflavíkur Margeir Jónsson er maður nefndur. Hann er ungur að árum, eða um þrí- tugt. En hann er öllum Keflvíkingum vel kunnur. Hans daglegu störf og þó einkum félagsmálastörf hans hafa afl- að honum vinsælda. Hann er iðnaðar- maður og rekur verzlun í sambandi við iðn sína. í félagsmálum varð 'hann fyrst þekkt- ur sem mjög ötull bindindismaður og var m. a. nokkur ár æðstitemplar í stúkunni hér. I Faxafélaginu hefur hann verið frá byrjun og lengst af í stjóm þess. I Ungmennafélagi Kefla- víkur hefur hann verið allt frá 15 ára aldri og jafnan starfað þar mikið og nú nokkura ára skeið verið formaður fé- lagsins. í 'tilefni af félagslegri reynslu hans datt mér í hug að skyggnast inn í fé- lagslegt „tempó“ Keflavíkur með því að láta hann segja mér frá U.M.F.K. bæði fyrr og nú og einnig um hugsan- legar leiðir þess í framtíðinni. En ung- menna'félög eru snar þáttur í félagslífi hvers staðar, þar sem þau eru og eru starfrækt á eðlilegan og réttan hátt. Eg spyr því Margeir er ég hitti 'hann: Ég heyri sagt að þið séuð að hefja vetrarstarfið í U.M.F.K.? — Já, það má heita að öllum undir- búningi sé lokið, þ. e. a. s. þeim undir- búningi sem ekkii er unnin jöfnum höndum. — Segðu rrtér Margeir, hvenær var U.M.F.K. stofnað? — StO'fnfimdurinn var haldinn 29. sept. 1929. Þá voru 28 manns saman komnar í þeim tilgangi að stofna ung- mennafélag, en auk þess var vitað um ýmsa fleirri er gerast mundu félagar. Auk þess var ýmislegt sem gera þurfti og ganga frá svo að félag'ið yrði full- komlega í þeim sniðum er því voru ætl- uð og framhalds stofnfundur þvf haldinn viku síðar. — Hver var fyrsta stjórn félagsins? Björn Bjarnason, málarameistari, nú í Hafnarfirði, var fyrsti formaður fé- lagsins, frú Þórey Þorsteinsdóttir var gjaldkeri, en Þorgrímur St. Eyjólfsson kaupmaður, var ritari. — Hverjir hafa verið formenn síð- an? Bergsteinn Sigurðsson, bygginga- Margeir Jónsson. meistari, kom næstur á eftir B. B., þá Sverrir Júlíusson, forstjóri og svo ég. — Hvenær varðst þú formaður, Mar- geir? Árið 1941. En þannig er að hver stjórnarmeðlimur er kosinn til 3ja ára og ganga þeir úr til skiptis. — Hver eru helztu stefnuskráratriði félagsins? — Það er fegrun tungunnar, íþrótt- ir, leikstarfsemi og ýmis önnur menn- in’garmál. Framh. á 9. síðu mótin út í tré, en Guðni steypti þau, og þannig atvikaðist það, að þrátt fyrir mikla erfiðleika, sem virtust um tíma mundu hamla þessari framkvæmd, blasir nú við augum kirkjugesta í Hvalsneskirkju, fögur og stjörnusett hvelfing. — Hvað segirðu mér svo af hátíða- messunni sem þið hélduð í tilefni af þessu verki? Hún fór fram sunnudaginn 21. okt. og var um leið fyrsta messan eftir að viðgerðinni var lokið. Guðþjónustuna framkvæmdi sóknarpresturinn sr. Eiríkur Brynjólfsson, að viðstöddu fjölmenni. Auk hans, úr hópi kenni- manna, var biskupinn yfir Islandi hr. Sigurgeir Sigurðsson, prófastur Kjalar- nesþings, sr. Hálfdán Helgason og sr. Oskar Þorláksson, sóknarprestur á Siglufirði. Þá voru einnig í boði sókn- arnefndar safnaðarfulltrúar úr presta- kallinu. Að lokinni guðsþjónustu flutti biskupinn skörulegt ávarp til safnaðar- ins og bar fram heillaóskir til handa söfnuðinum og kirkjunni. Þá flutti sr. Oskar Þorláksson ávarp til safn- aðarins og afhenti um leið gjöf frá frú Elínu Ólafsdóttur, dætrum hennar og tengdasonum. Var gjöfin 2 kertastjak- ar á altarið ásamt rausnarnarlegri peningagjöf. Þá flutti prófasturinn, sr. Hálfdán Helgason ávarp og heillaóskir. Næstur tók til máls amerískur prestur, er var viðstaddur guðsþjónustuna og flutti á- varp og heillaóskir til safnaðarins og þjóðarinnar. Mælti hann á enska tungu en sóknarpresturinn sagði það síðan fram á íslenzku. Þessu næst tal- aði safnaðarfulltrúinn og skýrði frá til- drögum o,g framkvæmd verksins. Þá hélt Andrés Andrésson klæðskeri úr Reykjavík einkar hugstæða ræðu. Guðþjónustan endaði með því, að sóknarpresturinn hélt stutta ræðu og þakkaði gjafir sem kirkjunni höfðu borizt bæði áður fyrr og einnig nú við þetta tækifæri, t. d., auk þeirra gjafa, sem að framan er getið, barst kirkjunni nú mjög fallegur silkilfáni til minningar um drukknaðan sjómann ut- an af landi, sem hvílir í kirkjugarð- inum á Hvalsnesi. I messu lok risu all- ir viðstaddir úr sætum og sungu sálm- inn: Son guðs ertu með sanni, og svo þjóðsönginn og minnist ég þess ekki að hafa fyrr heyrt jafnmarga taka und- ir í Hvalsneskirkju. Eftir þetta var haldið til 'bæjar og sezt að kaffidrykkju í boði sóknarnefndar. ■— Yfirleitt fór hátíð þessi mjög vel fram og hvíldi yfir henni mjög hjartnæmur og virðu- legur blær. Þannig fórust safnaðar- fulltrúanum, Gísla Guðmundssyni orð, og ég kvaddi hann með þá skoðun fastmótaða innan rifja, að kirkjur, sem eiga slíkum leikmönnum á að skipa, hljóti að farnast vel, og það jafnvel þó að stundum andi köldu í kringum þær. H. Th. B.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.