Faxi

Árgangur

Faxi - 01.11.1945, Síða 8

Faxi - 01.11.1945, Síða 8
8 F A X I Landshöfnin í lok síðasta þings var útbýtt meðal þingmanna frumvarp um landslhöfn í Njarðví'kum. Á síðast liðnu sumri sendi samgöngu- málaráðuneytið frumvarp þetta hrepps nefndum Keflavíkur- og Njarðvíkur- hrepps til umsagnar. Hreppsnefnd Keflavíkuihrepps kaus 2 menn úr sínum hópi til þess að vinna með nefnd frá Útvegsbændafélagi Keflavíkur á athgunum á þessu máli og hreppsnefnd Njarðvíkurhrepps kaus einn mann. Nefndin var skipuð þessum mönn- um: Frá Útvegsbændafélagi Keflavíkur: Elías Þorsteinsson, Sverrir Júlíusson, Huxley Ólafsson og Helgi S. Jónsson. Frá hreppsnefnd Keflavíkur: Sigur- björn Eyjólfsson og Ragnar Guðleifs- son. Frá hreppsnefnd Njarðvíkur- 'hrepps: Karel Ögmundsson. Nefnd þessi kom saman heima í hér- aði og ræddi einnig málið við sam- göngumálaráðherra, og skilaði að því loknu svohljóðandi nefndaráliti: Við undirritaðir, sem kosn'.r vorum í sameiginlega nefnd frá hreppsnefnd- um Keflavíkur- og Njarðvíkurhrepps og Útvegsbændafélagi Keflavíkur, til að athuga frumvarp millþinganefndar í sjávarútvegsmálum, viðvíkjandi væntanlegri landshöfn í Njarðvík, höf- um nú atihugað þær teikningar, sem fyrir liggja af hafnargerðum í Njarð- vík, Vatnsvík og Keflavík. Einnig höf- um við átt viðræður við herra Emil Jónsson, samgöngumálaráðherra, og kynnt okkur viðhorf hans og skoðanir á þessum málum. I þeim viðræðum upp lýstist að ráðherrann er mjög fylgjandi hafnargerð í Njarðvík, vegna þess, að þar telur hann, verkfræðilega séð, að- stöðu mun betri og telur sannað að kostnaður verði þar minni en á hin- um tveim stöðum. Ráðherrann upplýsti einnig að al- gjör eining milli hreppanna, sem hér eiga hlut að máli væri nauðsynleg til að frumvarpið yrði lagt fyrir ríkis- stjóm og Alþingi. Tal'di hann samþykki ríkisstjórnarinnar auðfengið, svo fremi að eining væri um málið í héraði. Nefndinni er það því Ijóst að nýjar umræður og nýjar rannsóknir mundu aðeins val’da meiri töfum en orðnar eru eða algjörlega stöðva framkvæmd- ir um ófyrirsjáanlegan tíma. Öllum aðilum er það kunnugt að afgreiðsluskilyrði fiskiflotans eru al'ls óviðunandi, með núverandi bátafjölda hvað þá heldur þegar væntanleg aukn- ing kemur til framkvæmda. Nefndin hefur að athuguðum öllum aðstæðum, einhuga fallist á að senda þeim aðilum, er hún vinnur fyrir, með- fylgjandi ályktun og skorar á þá að samþykkja hana og senda án tafar til samgöngumálaráð'herra, er þá mun leggja frumvarpið um landshöfn fyrir Alþingi, með þeim breytingum, sem nauðsynlegar eru til samræmis áliti þessu, og taldi ráðherrann mikil lík- indi til að írumvarpið myndi fá sam- þykki hjá Alþingi, þegar eining væri fengin um það hér heima. Nefndarmenn munu, ef óskað er veita frekari skýringar hver á sínum stað, og allir treystum við á skilning ykkar og skjóta afgreiðsl’u. Virðingarfyllst: (Sign.) Elías Þorsteinsson. (Sign.) Sigurbjörn Eyjólfsson. (Sign.) Karvel Ögmundsson. (Sign.) Huxley Ólafsson. (Sign.) Sverrir Júlíusson. (Sign.) Ragnar Guðleifsson. (Sign.) Helgi S. Jónsson. Ályktunin fer hér á eftir: Hreppsnefnd Keflavíkur og Njarð- víkur skorar á ríkissíjórnina að leggja nú þegar fyrir Alþingi, frumvarp milli- þinganefndar í sjávarútvegsmálum um landshöfn í Njarðvíkum, sem hrepps- nefndinni hefur verið sent til umsagn- ar, með eftirfarandi breytingum: 1. Að hafizt verði nú þegar handa um byggingu landshafnar í Njarðvík. 2. Að hafnarmannvirki Keflavíkur verði tekin inn í væntanlega landshöfn. 3. Að jafnihliða byggingu landshafn- ar í Njarðvík verði núverandi hafn- armannvirki Keflavrkur endurbætt og gerð hæf til' afgreiðslu stærri skipa og þungaf 1 u tninga. 4. Að hafnarsvæði landshafnarinn- ar verði ákveðið sem hér segir: Bein lína frá Stakksnýpu á Ytri- Skorum. 5. Gjöld hafnarinnar verði aldrei á- kveðin hærri en þau eru á hverjum tíma til Reykjavíkurhafnar. 6. Hafnarstjórn verði skipuð 5 mönn- um og tilnefni Keflavíkurhreppur og Njarðvíkurhreppur sinn manninn hvor, sameinað Alþingi kjósi tvo menn og ráðherra sá, sem með hafnarmál fer skipi formann hafnarstjórnar. Hreppsnefnd Keflavíkur tók nefnd- arálitið fyrir á fundum sínurn 15. og 16. okt. s. 1. og samþykkti það og felldi inn í frumvarp milliþinganefndarinnar sem breytingatillögu. Fara breytingatillögur hreppsnefnd- arinnar hér á eftir: I. Frumvarpið heitir: „Frumvarp til laga um landshöfn í Keflaví'kur- og Njarðví'kurhreppum.“ II. Upphaf 1. gr. hljóði svo: „Ríkissjóður lætur gera höfn í Kefla- víkur- og Njarðvíkurhreppum. Jafn- hliða og framkvæmd'ir hefjast í Njarð- vík verði núverandi hafnarmannvirki Keflavíkurhrepps við Vatnsnes endur- bætt og gerð hæf til afgreiðslu stærri skipa og þungaflutninga.“ III. 2. gr. hljóði svo: „Stjórn hafnarinnar skipa 5 menn. Hafnarstjóri og 4 meðstjórnendur, 2 kosnir af sameinuðu Alþingi og 2 til- nefndir af sveitarstjórnum Keflavíkur og Njarðvrkurhrepps, sinn úr hvorum hreppi. Hafnarstjórn skipa menn bú- settir í Keflavfkur- og Njarðvíkur- hreppnum. Laun o. s. frv.“ IV. Aftan við 3. gr. komi: „Þó kaupi ríkissjóður núverandi hafnarmannvirki Keflavíkurhrepps með kostnaðarverði.“ V. Fyrir framan síðustu málsgrein 8. gr. komi: „Ofangreind gjöld mega þó aldrei verða hærri en slík gjöld eru úkveðin til Reykjavíkurhafnar á hverjum tíma.“ Æskilegt hefði verið að geta birt frumvarp milliþinganefndarinnar og bera það saman við breytingartilögur hreppsnefndar Keflavíkur, en því mið- ur ha'fð'i blaðið ekki heimild til þess að þessu sinni.

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.