Faxi - 01.11.1945, Síða 9
F A X I
9
DANIVAL DANIVALDSSON:
Eitt af mörgu
Það má segja um okkur Keflvíkinga
að við höfum á okkur háttu frum-
byggja að ýmsu leyti. Er það eðlileg
afleiðing þess að kauptúnið byggðist
upp á stuttum tíma. Ekki hefur tekizt
enn að fullnægja nauðþurftum manna,
svo í lagi sé, og má benda á vatnsveit-
un og frárennsli frá húsum í því sam-
bandi.
Það er að vísu þegar byrjað á mörg-
um nauðsynlegum framkvæmdum hér,
en það tekur eðlilega sinn tíma, að
koma þeim í full not. En svo er lfka
margt, sem ekkert er byrjað á, en þarf
þó að gera, ef vel á að vera.
Ég ætla ekki að fara lengra út í
þessa sálma, en minnast á eitt mál, sem
ég tel að sé aðkallandi, og þoli ekki
neina bið.
Eins og menn vita, eru nú um 1800
manns í Keflavík. Heimilin eru mis-
jafnlega fjölmenn, sums staðar eru
fjölmenn heimili, annars staðar fá-
menn. En flest eiga þau það sameigin-
legt, að þegar veikindi ber að garði,
þá vantar þau vinnuhjálp, sem ó-
mögulegt reynist svo að fá, 'hvað sem
við liggur, og hvað sem er í boði.
Við þetta er ekki hægt að una. Hér
verður að finna úrræði, sem líkleg eru
til að duga.
Ég tel að hægt sé að ráða nokkurra
bót á þessu með því að taka upp hátt
annara byggðarlaga, og ráða hingað
hjúkrunarkonu, sem alltaf sé til taks
til að hjálpa á því heimilinu, sem brýn-
asta nauðsyn hefur fyrir þess konar
hjálp.
Kostnaður við þetta mundi ekki
verða svo mikill, að hreppurinn gæti
ekki staðið undir honum, því að í
mörgum tilfellum mundu þeir, sem
þiggja hjálp hjúkrunarkonunnar,
greiða henni fullt kaup fyrir vinnu
sína. Hreppurinn þyrfti aðeins að
tryggja henni húsnæði og lágmarks-
laun.
Það er sjáanlegt að dráttur ætl'ar að
verða á því að sjúkrahúsið komist upp,
og ekki er þaðan að vænta aðstoðar
fyrr en það er tilbúið. Fjölmörg heim-
ili eru eru því í voða stödd, ef veik-
indi koma þar upp, vegna þess hve
erfiðlega gengur að fá aðstoð. Með því
að hafa hjúkrunarkonu við hendina, er
þó ef til vill hægt að bæta úr ’brýnustu
þörfinni fyrir þau heimili, sem verst
eru stödd.
Ég held, að ekki sé þörf að fjölyrða
um þetta, enda býst ég við að flestir
sem lesa þessar línur kannist við það
af dæmum, sem þeir þekkja sjálfir, hví-
líkur voði er á ferðum, þar sem veik-
indi eru, og enga hjálp er að hafa.
Ég vil enda þessar línur mínar með
því að óska eftir að læknar þorpsins og
Rauðakross-deildin hér styðji þetta
mál, og verði ásamt öðrum aðilum til
að bera fram til sigurs.
UNGMENNAFÉLAGIÐ
Framlh. af 6. síðu
— Hvernig hyggist þið fegra tung-
una?
— Við reynum það með leiklist og
fyrirlestrum um þau mál.
— Já, þetta er gott og göfugt starf.
Hverju hefur félagið áorkað á liðn-
um érum?
— Það kom fljótlega í ljós áhugi og
þörf fyrir því að eignast hús til fund-
arhalda, fþróttaiðkanna og annarra
starfsemi. Þá var hér samkomuhús er
hét Skjöldur eign samnefnds hlutafé-
lags. Hús þetti keypti U.M.F.K. og
lagfærði svo að það gat talist nokkuð
gott samkomuhús, í þann tíma. Þá var
um líkt leyti byggður sundskóli í svo-
nefndri Gróf, þar sem sundkennsla fór
fram nokkur sumur. Eftir að félagið
hafði eignast og standsett Skjöld gamla
hófst það handa með íþróttakennslu af
kappi miklu undir stjór'n hins lands-
kunna íþróttakennara Vignis Andrés-
sonar. Einnig var leikstarfsemi hafin
þegar í stað.
Þetta var í stórum dráttum vetrarstarf-
ið, en á sumrum var sund iðkað í
Grófinni og útiskemmtun haldin í
Hjallatúni, en þar hefur maður ekki
fengið að koma í fimm ár.
— Jæja, en ætlið þið ek'ki að taka
upp Hjallatúnið eða útiskemmtanir
þegar að tækifæfi gefst?
— Setuliðið hefur í nokkur ár hald-
ið Hjallatúni og öðrum æskilegum úti-
skemmtistöðum. Annars var um það
rætt að gera Hjallatún að útiskemmti-
stað U.M.F.K. Græða þar upp og gera
þar aðlaðandi reit.
Undanfarin sumur, eða síðan að sjó-
mannadagurinn færðist aftur á vorið,
hefur sá dagur verið helgaður úti-
skemmtunum og hefur U.M.F.K. geng-
ist 'fyrir þeim er önnur starfandi fé-
lög byggðarlagsins hafa svo lagt til
menn í framkvæmdaráð dagsins. Það
má því segja að öll félög byggðarlags-
ins 'keppist um að gera daginn svo á-
nægjulegan sem uxrnt er. Enda hefur
allur ágóði af skemmtunum dagsins
runnið til starfrækslu sundlaugarinn-
ar. Annars hefur ekki fró hendi U.M.-
F.K. verið neitt skipulagt um úti-
skemmtistarfsemi að svo stöddu.
— Sundlaugin er að verða mikið
fyrirtæki. Hvað hyggist þið fyrir með
hana í framtíðinni?
— I fyrsta lagi langar okkur til að
ganga full'komlega fré byggingu 'henn-
ar. En það höfum við orðið að gera í
smá áföngum. Við eigum eftir að múr-
húða bygginguna a.ð utan, ganga betur
frá innréttingu í búningsklefum o. fl.
Einnig hefur komið fram áhugi meðal
félagsmanna að byggja yfir laugina og
mun það verða athugað ítarlega á
næstunni, hvort slíkt verði framkvæm-
anlegt og þá á hvern hátt það yrði
heppilegast. Enn fremur eru uppi
sterkar raddir um að U.M.F.K. gefi
Keflavíkurhrepp laugina með öllum
tilheyrandi tækjmn.
Væri ekki hægt að reka baðhús fyr-
ir sjómenn og aðra, sem ekki hafa
kost á því að komast í bað í sam'bandi
við sundlaugina?
— Jú, það er einmitt það sem við
höfum rætt mikið um og teljum mjög
heppilegt og nauðsynlegt. Þarna er fyr-
ir hendi fullkomið baðhús. Það er að
segja, heit og köld steypiböð með bún-
ingsklefum og öllu tiLheyrandi. Og
hægt að koma fyrir gufubaði án mik-
ils tilkostnaðar.
Það ástand, að sjómenn og annað að-
komufólk, skuli ekki geta fengið að-
stöðu til að fullnægja frumstæðustu
þörfum hvað við kemur hirðingu
holdsins, er ekki líðandi. Ég veit þess
dæmi að sjómenn hafa notað landleg-
ur sínar til að sækja baðhús í Reykja-
vík — 50 km. fjarlægð. — Það er í ráði
að skrifa heilbrigðisnefnd og benda
henni 'á að þessi möguleiki sé fyrir
hendi. Félagið vill þegar í stað lána
endurgjaldslaust bæði húsnæði og á-
höld og ennfremur getur það fengið
mann til að sjá um reksturinn á bað-
húsinu, ef 'heilbrigðisnefnd sæi leiðir
til fjárstuðnings við þennan rekstur.
Sundlaugin hefur verið metnaðarmál
félagsins og er nú að mestu leyti kom-