Faxi

Årgang

Faxi - 01.11.1945, Side 10

Faxi - 01.11.1945, Side 10
10 F A X I in á það horf, sem henni var ætlað, og tel ég því að félagið ætti að snúa sér að öðrum viðfangsefnum. Hver yrðu þau helzt? Það yrði nýja íþróttasvæðið, sem bú- ið er að fá land undir ofan við Hring- braut. Það er verið að vinna úr mæl- ingum, sem gerðar voru af svæðinu og teikna það. Er verið að leggja núverandi íþrótta- svæði niður? Eins og allir vita er verið að byggja sjúkrahús á hluta af því svæði, sem notað er sem íþröttavöllur og ákveðið er að barnaskólinn komi .hinum meg- in á svæðið, eftir það eru engin tök á að þar verði íiþróttaiðkanir. Svo það er þá mjög aðkallandi að nýja íþróttasvæðið komist upp? Já, það er lífsspursmál íþróttanna hér. Nú að undanförnu 'hefur íþrótta- lífið verið með blóma. Hvaða íþróttir iðkið þið helzt? Auk sundsins skarar knattspyrnan langt framúr. í sumar t. d. hafa þeir keppt nokkrum sinnum og unnið alltaf, nema einu sinni, en þá gerðu þeir jafn- tefli við 1. fl. úr Fram frá Reykjavík. Utkoma þessi er góð og spáir góðu um íþróttaþroska okkar og væri því slæmt að íþróttirnar yrðu að falla niður vegna skorts á leikvangi. Hafið þið ekki stimdað leikfimi og aðrar inni íþróttir? Félagið hefur að undanförnu haft 2 íþróttanámskeið árlega. Annað hefur verið leikfimi karla og kvenna, en hitt knattspyrna, sem að mestu leyti hefur farið fram inni, og handbolti. Þar hafa nemendur komizt niður í 5 ára aldur. Fer þessi kennsla fram í núverandi húsi ykkar? Já. Er það hentugt til þessarar starf- semi? Það hefur nú verið erfiðleikum bund ið, þar sem svo mörg önnur starfræksla fer fram. Sérstaklega hafa dansleikirn- ir átt sinn þátt í að gera okkur erfitt fyrir. Húsið hefur oft verið svo illa út- leikið af völdum drukkinna manna, að tekið hefur langan tíma að koma því í stand. Og einmitt núna er verið að ljúka við stórviðgerð, sem bæta ætti möguleika fyrir fþróttastarfi og enn- fremur hefur stjórn félagsins ákveðið að leigja ekki húsið undir dansleiki, sem yrðu með svipuðu sniði og að und- anförnu. — Hvað telur þú helzt saknæmt við dansleikina að undanförnu? — Fyrst og fremst tel ég alvarlegt ástand ríkja í áfengismálunum og sér- staklega þó hvað við kemur nýfermd- um unglingum. Það hefur sýnt sig á nokkrum síðustu dansleikjum, að drengir á aldrinum 15—17 ára hafa hóp um saman verið næstum ósjálfbjarga sökum áfengisnautnar. Eins og kunn- ugt er, veldur ölvun oft áflogum og öðrum ósæmilegum athöfnum, sem valda stórtjóni á 'húsi og húsmunum. En það sem veldur mestum áhyggjum í sambandi við drykkjuskap ungling- anna er það, að það útaf fyrir sig upp- lýsir að leynivínssala muni eiga sér stað hér, því að eins og öllum er kunnugt, afgreiðir Áfengisverzlun ríkisins ekki áfengi til unglinga. Og þar sem það eru leynivínsalarnir, sem eru raunveru- lega valdir að þessum hættulega d'rykkjuskap unglinganna er erfitt að koma ekki ábyrgð á hendur þeim. — Hafið þið þá ekki hugsað ykkur að hafa dansleiki í vetur? — Jú, við höfum hugsað okkur að húsið verið notað undir dansleiki í vetur, og í því m&rkmiði höfum við ráðizt í að láta „Parket“-gólf í húsið, sem talin eru beztu dansgólf, sem völ er á. Einnig er verið að mála og breyta á ýmsan hátt, m. a. gert ráð fyrir að breyta veitingafyrirkomulaginu. En við höfum í 'hyggju að semja við lögregl- una um aðstoð varðandi það, að allir þeir, sem framvegis gera óspektir í húsinu á einn eða annan hátt, fái ekki að koma þar á skemmtanir um óákveð- inn tíma. Það er óþolandi að nokkrir menn geti með óspektum og ruddalegri framkomu eyðilagt skemmtanir fyrir friðsömu fólki. — Hvaða önnur starfsemi fer fram í húsinu? — Það er til dæmis íþróttakennzla barnaskólans, bíórekstur, fundahöld og ýmis konar skemmtanir og félagsstarf- semi. — Fer allt þetta vel saman? — íþróttakennzla barnaskólans er örðugasta viðfangsefni, þar sem ýmis kennzluáhöld vantar þar gjörsamlega, enda var gert ráð fyrir að 'þetta yrði aðeins bráðabyrgða húsnæði, og er mjög nauðsinlegt að komið verði upp fullkomnum íþróttasal til þessarar kennslu og iðkunar annarar inniíþrótta. — Urðu ekki endurbæturnar dýrar? — Jú, kosnaðurinn við endurbæturn- ar varð mikill, en við teljum það nauð- synlegan menningarbrag að geta boðið fólki upp á vistleg húsakynni og treyst- um á, að félagar okkar verði duglegir við fjáraflaplön okkar. — Starfrækið þið ekki bókasafn? — Jú. Eitt af fyrstu verkum félags- ins var að endurreisa það. Bókasafnið hafði ekki verið starfrækt um nokkurra ára skeið. Félagið bauð því þáverandi herppsnefnd að skipuleggja það upp og sjá um rekstur þess. Það var Olafur Ingvarsson, sem átti mestan þátt í að byggja það upp að nýju og gera það vinsælt. Annars er það útaf fyrir sig vandamál, sem þarf að leysa fljótt. Það þarf að veita því betra húsnæði og hafa það oftar opið, svo að bókamenn geti haft betri not af því.Lesstofa væri mjög æskileg í sam'bandi við safnið. Hrepps- urinn á safnið og leggur því nokkurt fé og hýsir það í barnaskólanum. Vegna slæmrar aðbúðar hefur reynzt erfitt að fá félagana til að gegna bókavarðar starfinu. — Hver verða framtíðarverkefni U. M.F.K.? — Eins og við höfum þegar rætt um, tel ég að íþróttasvæðið verði það næsta. Og eftir að það er fullgert, má vænta þess, að hér færi fram íþróttamót Suð- urnesja, sem kunni að marka nýjar skorur í stiga íþróttaafreka hér á landi. Þá tel ég að viðfangsefni U.M.F.K. verði afskipti af væntanlegum skrúð- garði hér í Keflavík svo og nýtt sam- komuhús. Þá má minnast á byggðasafn og ýmis fleiri menningarmál hér í Kefla vík. Þá gæti ég hugsað mér að félagið beitti sér fyrir því að fá hingað kunn- áttumenn í ýmsum listum til að leið- beina okkur og lýsa svolítið inn á þær brautir — öllum til gagns og ánægju. Það hefur meira að segja staðið til að fá hingað leiðbeinanda í leiklist og fram sögn, en sama teldi ég að mætti gera um fleiri listir. Leiklistin hefur verið og verður sjálfsagt stór liður í vetrar- starfsemi okkar. T. d. var Skugga- Sveinn leikin aftur í fyrra og stendur til að sýna hann enn nokkrum sinnum í haust. Annars eru máléfni og leiðir ungmennafélaga ótæmandi. Það er alkunna að nokkrir áhuga- og dugnaðarmenn, studdir af félags- samtökum, geta oft áorkað og leitt til lykta framkvæmdir, sem heil hrepps- félög geta ekki af höndum leyst, sökum pólitísks sundurlyndis og annara kring- umstæðna. Það er því lán hvers byggð- lags sem á félagslega þroskaða þegna. J. T.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.