Faxi - 01.06.1948, Síða 1
6. tbl. 8. ár Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík
VERTÍÐARLOK
/Vð þcssu sinni voru allir ’bátar hér syðra
hættir línu og netjaveiðum 20. maí. Ver-
tíðin var óvenju veðrasöm, og gæftir mjög
slæmar. í marz voru t. d. aðeins farnar 8
eða 9 sjóferðir, en sá mánuður gefur að
jafnaði mestan afla, og er þá líka nýting
hans bezt.
Vegna Hvalfjarðarveiðanna, sem margir
héðan að sunnan stunduðu, 'byrjuðu bátar
hér mjög misjafnlega snemma vetrarver-
tiðina, og síðar en undanfarin ár. I janúar
byrjuðu 6 bátar þorskveiðar, í febrúar
voru þeir orðnir 16, í marz 25, og alls
urðu þeir 26; þar af 18 með línu, 5 með
net og 3 með botnvörpu. Afli var góður
'þegar á sjó gaf framan af vertíð, en þegar
leið á aprílmánuð, þá tregaðist afli svo, að
um tíma leit út fyrir að línuvertíð væri'
búin, enda skiptu þá nokkrir bátar um og
fóru á togveiðar. I maí glæddist afli aftur,
Magnús Bergmann frá Fuglavík,
skipstjóri á m.b. Jóni Guðmundssyni.
og hélst góður fram í miðjan mánuðinn.
Hæstan afla í róðri hér syðra hafði m.b.
Mummi frá Garði, skipstjóri Garðar Guð-
mundsson, en það voru 26,5 smálestir. Hér
í Keflavík var hæsti róður hjá m.b. And-
vara, eða 24 smál. í einum róðri.
Veiðarfærakostnaður varð nokkru hærri
en á síðustu vertíð. Stafar það af hækkuðu
verði á veiðarfærum. Útgerðarkostnaður
annar mun vera nokkuð svipaður.
Línu og togfiskur var seldur í hraðfrysti-
húsin, eitthvað lítið var saltað. Aftur var
allur netjafiskur saltaður. Munu reglur
vera fyrir því að ekki megi vinna hann í
hraðfrystihúsum til frystingar. Afli netja-
bátanna var góður á þessari vertíð, og
hugsa nú ýmsir til þeirrar veiðiaðferðar
næst. Hrogn voru söltuð og nokkuð af
þeim fryst, þunnildin söltuð og fékkst
sæmilegt verð fyrir þau. Aður hefir þeim
verið kastað. Fiskiðjan vann öll bein, og
Lýsisbræðslan lifur, en hvorugt þessara
fyrirtækja hafði nóg hráefni til fullra af-
kasta.
Hæsta afla af Keflavíkurbátunum hafði
m.b. Jón Guðmundsson skipstjóri Magnús
Bergmann frá Fuglavík, Aflaði hann 641
smál. í 72 róðrum. Aflahlutur á honum
utan lifur og hrogri var kr. 14.124,22.
Næstur var m.b. Vonin frá Norðfirði, skip-
stjóri Gísli Halldórsson, Keflavík. Var afli
hans 600 smál. í 73 róðrum. Þriðji í röð-
inni var m.b. Guðfinnur, Keflavík, skip-
stjóri Guðm. Guðfinnsson, Keflavík, með
510 smál, í 66 róðrum. Hæsti meðalatli í
Keflavík var hjá m.b. Keflvíking, skip-
stjóri Valgarð Þorkelsson. Aflaði hann
401 smál. í 41 róðri, eða 9,8 smál. í róðri
til jafnaðar.
Júní 1948
1 Sandgerði var aflahæstur m.b. Vík-
ingur frá Keflavík, skipst. Haraldur Kxist-
jánsson. Aflaði hann 651 smál. í 87 róðr-
um. Hæsta meðalafla þar hafði m.b.
Mummi, um 10 smál. í róðri.
Hér að neðan er endanlegt yfirlit yfir
lifrarmagn bátanna og róðrafjölda:
Kef la víkurbátar:
R. L.
Guðfinnur, Keflavík, lína ... 66 38431
Voriin II, Norðfirði, lína.... 73 42701
Anna, Njarðvík, net............. 72 35308
Jón Guðm., Keflavík, lína .... 72 46802
Ólafur Magnúss., Keflav., lína 60 35458
Júlíus Björnss., Keflav., lína .. 48 20637
Reykjaröst, Keflavík, lína . 39 22862
Svanur (áður Dux), Keflav. 1. 62 36035
Eiríkur, Eskifirði, lína ....... 50 23537
Bjarni Ólafsson, Keflavík, lína 41 21842
GyJ.fi, Njarðv., net ........... 46 19188
Vísir, Keflavík, lína........... 52 32170
Heimir, Kefiavík, lína 33 20118
Andvari, Þórshöfn, lína....... 55 33479
Nonni, Keflavík, botnv........ 29 13518
Jón Finnsson, Garði, botnv. 28 15547
Haraldur Kristjánsson, skipstjóri á
m.b. Víking.