Faxi - 01.06.1948, Blaðsíða 4
4
F A X I
Um frú Ástu: „Hún var mikill kven-
skörungur, mesta reglukona, stjórnsöm
utan húss og innan“.
Um P. Duus: „Var reglu- og atorku-
maður, áreiðanlegur, stjórnsamur og siða-
vandur húsfaðir og tápmikill".
Börn þeirra Duushjóna voru fjögur, öll
fædd í Höfðakaupstað á Skagaströnd, en
þau voru þessi:
1. Hans Pétur Duus, f. 7. júlí 1829. Varð
hann eigandi að Keflavíkureigninni
ásamt verzlun og kaupmaður þar eftir
föður sinn.
2. Lovísa Henrietta Florentína Duus, f.
1830, dáin 414 árs.
3. Anna Guðrún Duus, f. 1832. Hún gift-
ist 11. sept. 1857 í Kéflavík (heima-
húsum) Daníel Arasyni Johnsen er um
skeið var verzlunarstjóri á Isafirði og
kaupm. í Hafnarfirð. Sonur þeirra var
Árni Johnsen söngvari og sörigkennari.
(Sjá um niðja síðasta bóndans í Kefla-
vík í Faxa).
4. Lúðvig Tómas Hendrik Duus, f. 1835.
Dáinn í Keflavík 8. maí 1861.
Það var á orði haft hver myndarbragur
hefði verið á Duusheimilinu og öll bú-
sýsla í föstum skorðum, hreinlæti og hí-
býlaprýði með ágætum og snyrtimennska
hvar sem litið var.
Þótti konum, sem þar höfðu verið í vist
í sínu ungdæmi, heimilið hafa verið hinn
bezti skóli þótt strangur væri.
Um verzlunina heyrði ég, að vörur hefðu
verið þar góðar og ósviknar, en því var
það í frásögur fært að vöruvöndun sam-
tímakaupmanna þar þótti miður góð.
Og þótt Duus kaupmaður þætti harðtir
í viðskiftum, var því ævinlega bætt við,
er um hann var rætt: „En hann gerði
aldrei gys að fátækum viðskiftamönnum
sínum né leyfði þjónum sínum það“.
Voru þá um leið sagðar ófagrar sögur
af atferli annarra kaupmanna gagnvart
fátækum og umkomulitlum viðskifta-
mönnum þeirra.
Það hygg ég vafalítið að varðveizt hafi í
skáldsögu nokkur lýsing af heimilislífi
gömlu Duushjónanna.
Skal nú geta hér nokkuð sögu þessarar
og höfundar hennar.
Þess hefur áður verið getið að Steinunn
föðursystir frú Ástu Duus fór til Kaup-
mannahafnar og settist þar að.
Sonur Steinunnar af síðara hjónabandi
var Carl Andersen skáld, f. 26. okt. 1828.
Þegar hann var 9 ára að aldri, fluttist hann
lil íslands og ólst eftir það upp hjá Þórði
Jónassen háyfirdómara, en þeir voru þre-
menningar að frændsemi. Carl Andersen
varð stúdent frá Latínuskólánum í Reykja-
vík 1848, en hvarf eftir það til Kaupmanna-
hafnar og dvaldist þar til æviloka 1. sept.
1883, var þá umsjónarmaður við konung-
legu söfnin í Roseriborgarhöll.
Hann ritaði sögur um íslenzkt efni og
þýddi á danska tungu íslenzkar þjóðsögur
og ævintýri. Sú bók kom út í Kaupmanna-
höfn í annarri útgáfu 1877.
Það sést glöggt í formálanum, er hann
ritaði fyrir fyrstu útgáfu 1866, að hann
hefur manna bezt kunnað að meta þann
þjóðlega fróðleik, sem þeir séra Magnús
Grímsson og Jón Árnason björguðu frá
glötun, er þeir hófu þjóðsagnasöfnun sína,
enda bera sögur hans auðsæ merki þess hve
hann hefur unnað íslenzkri alþýðumenn-
ingu, íslenzkum lundareinkennum og
náttúrufegurð landsins.
Sögur hans, er þýddar hafa verið á ís-
lenzku úr dönsku eru þessar: „Gríms-
bakkadysin“ í almanaki Þjóðvinafélagsins
1876, ,jSigmundur í Nesi“ í lestrabók séra
Þórarins Böðvarssonar, „Jóhanna“ í Ið-
unni 1887. En stærstu skáldsögu Carls
Andersens „Over Skær og Brænding"
þýddi séra Janus Jónsson, þá prestur í
Holti í Onundarfirði og kom hún út á
ísáfirði 1898 og heitir í íslenzku þýðing-
unni „Gegnum brim og boða“. Saga þessi
er ástarsaga ofin um hinn alkunna atburð
Kambsránið er gerðist í nágrenni Eyrar-
bakka 1827.
Ung og fríð bóndadóttir, rík og af góð-
utn ætturn, sem Þuríður heitir hefur fest
ást við ungan og frækinn pilt, sem á til
vondrar móður að telja. Bóndadóttirin er
send til dvalar á kaupmannsheimili í nær-
liggjandi verzlunarstað. Er auðséð að
skáldið hefur Eyrarbakka í huga er hann
lýsir verzlunarstaðnum. Nokkru eftir að
stúlkan kemur á kaupmannsheimilið
frcrnur unnusti hennar rán ásamt fleir-
um. Hún verður veik af sorg og er henni
hjúkrað í kaupmannshúsiriu af hinni
mestu nákvæmni. Reynast kaupmanns-
hjónin henni sem beztu foreldrar. Ráns-
mennirnir eru dæmdir og sendir utan, en
bóndadóttirin, sem hefur lært að sigla báti,
gjörist formaður og vinnur sér mikið álit.
Mörgum árum síðar bjargar hún skips-
höfn af dönsku verzlunarskipi, sém hefur
strandað úti í skerjagarðinum. En er hún
tekur í hönd síðasta mannsins og þekkir
fornan unnusta sinn ríður ólag yfir og
þau hverfa bæði í hafrótið.
Allir aðrir bjargast í land. Lík Þuríðar
og Gunnars unnusta hennar reka á land og
stirnuð hægri hönd hennar heldur fasi ut-
an um vinstri hönd hans.
Sagan endar er kaupmannshjónin
standa hnípin í fjörunni yfir líkum þeirra
og frúin lofar guð fyrir að Þuríði auðn-
aðist „að leiða hann gegnum brim og
boða“.
I sögunni er kaupmaðurinn sagður
dahskur en kona hans er íslenzk. Heimil-
islífið er ánægjulegt, allt í röð og reglu
bæði á heimilinu og verzlunarhúsunum.
Kaupmaðurinn gengur hversdagslega í grá-
um síðum vaðmálsfrakka en á helgidögum
í klæðisfrakka. Frúin er há vexti, tíguleg
í framgöngu og hreinleg á svip. Heima
fyrir notar hún alla daga stóra hvíta svuntu,
með brjóstdúk, sem ævinlega er hrein, við
belti hennar hangir afarmikil lyklakippa,
er hringlaði er hún gekk. Maður hennar,
smágamansamur er hann talaði til konu
sinnar, sagði að enn eitt mætti teljast með
búnaði hennar, en það var gólfsópurinn
enda hataði hún rusl og ryk.
Á vetrurn og strax á haustin er skip
voru sigld var snemma kveikt í dagstof-
unni. Settist kaupmaður þar fyrir ásamt
tveim verzlunarþjónum sínum með verzl-
unarbækur og unnu þeir þar við borðið
undir glugganum, sem sneri út að garð-
inum. Þar á borðinu brunnu tvö tólgar-
kerti. Frúin sat í sófanum við stóra borðið
og saumaði, þar logaði stórt og mikið
kerti, er lýsti um alla stofuna. Eldurinn
snarkaði í ófninum, brimgnýrinn barst
frá hafnlausri ströndinni, viridurinn
gnauðaði úti fyrir, en á þessu friðsæla
heimili var öryggi.
Á sunnudagskvöldum var setið við spil
og toddy. Klukkan 10 var ævinlega gengið
til hvílu.
Þeir sem lesa söguna munu finna að
skáldið ann þessu heimili. Á skólaárunr
skáldsins 'bjuggu þau Duushjónin á Eyr-
arbakka. Er sennilegt að hann hafi heim-
sótt þau á sumrum og þá notið þar þess
ástríkis, er hann lætur ungu stúlkuna
njóta. Kambsránið hefur þá verið öllurn í
fersku minni og margt af fólki því er
óviljandi kom þar við sögu hefur hann
getað þekkt.
En heimili frændkonu sinnar, er hann
þekkli svo vel þykir mér líklegt að hann
hafi lýst í þessari sögu.