Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1948, Side 2

Faxi - 01.06.1948, Side 2
2 F A X I MARTA V. JÓNSDÓTTIR: Duus kaupmaður Keflvíkingur, Keflavík, lína 41 29486 Skálafell, Keflavík, lína... 24 13005 Hilmir, Keflavík, lína...... 40 19393 Björgvin, Keflavík, lína 31 16307 Guðm. Þórðarson, Gerðum, 1. 40 21671 Vöggur, Njarðvík, net....... 37 24100 Fróði, Njarðvík, net.......... 32 19810 Jón Dan, Vogum, net......... 36 13396 Bragi, Njarðv., lína.......... 36 13122 Ægir, Keflavík, botnv. 11 2399 Sandgerðisbátar: R. L. Ársæll Sigurðsson............. 80 41305 Björn, Keflavík............... 40 17515 Björg, Eskif.................. 86 43045 Faxi, Garði................... 36 20180 Freyja, Garði 71 35670 Gunnar Hámundarson, Garði 81 39065 Mummi, Garði.................. 56 41545 Smári, Húsavík................ 80 43950 Sjöfn, Akranesi 74 42125 Sævaldur, Ólafsf. 32 13930 Víkingur, Keflavík 87 45875 Víðir, Garði ................. 49 24705 Muninn II, Sandgerði 71 43955 Hrönn, Sandgerði 72 37650 Ægir, Garði .................. 75 42570 Pétur Jónsson, Garði 57 29440 Muninn I, Sandgerði .......... 34 10125 Gautur........................ 41 16065 Trausti, Garði 43 16835 Ingólfur, Keflavík 43 21050 Margeir Jónsson. AFLASKÝRSLA úr Grindavík vertíðina 1948. Kg. R. Hrafn Sveinbjarnarson 404693 57 Maí .. 384851 55 Grindvíkingur . 369586 45 Ægir .. 303920 40 Þorsteinn 300943 40 Skírnir .. 274829 46 Óðinn .. 272669 41 Týr .. 259612 39 Muggur .. 246902 41 Hæstur var því Hrafn Sveinbjarnarson 25 smál. að stærð, formaður Sigurður Magnússon, Sólheimum, Grindavík, 32 ára að aldri, mesti dugnaðar maður. Grindavík, 30. maí 1948. Guðsteinn Einarsson. Því miður fékk blaðið ekki í tæka tíð mynd af aflakóngi Grindavíkur, Sigurði Magnússyni. Árið 1848 kom Pétur Duus, hinn hyggni og athafnasami kaupmaður, til Keflávíkur, hafði hann það sama ár keypt hina gömlu og clztu Keflavíkurverzlun fyrir 3700 Rd. Hús og mannvirki, er þá voru á hinni gömlu verzlunarlóð voru þau er nú skal greina: Ihúðarhús með þremur ofnum og eld- unarstó (Jernkogeindretning). Vörugeymsla ásamt krambúð. Brugghús með reykháf og eldstó, í því voru þrjú herbergi. Skúr með tveimur skilrúmum. Matjurtagarður með grjótgarði og rimla- grindum. Brunndæla. Bryggja. Um lóðamörk er ekki getið en lóðin er afhent ásamt meðfylgjandi fríðindum og réttindum síðar áunnum. Sést af þessu að lóðamörk hafa þá verið ógreinileg mjög, enda reis síðar mál út áf lóðamörkum Keflavíkur milli Duus kaupmanns og Leirubænda, en Duus hafði látið búa til kartöflugarð út á Bergi í hallanum móti sól og suðri niður að Gróf- inni. Lauk því máli þannig að Leirubænd- ur unnu málið og voru þaðan í frá lóða- mörk um Grófina og kartöflugarðurinn aldrei síðar nytjaður. Ibúðarhúsið, sem nefnt er í kaupsamn- ingnum er að sjálfsögðu gamla húsið, sem stendur við endan á Duusgötu og ennþá mun nefnt Duushús. Það var allt fram yfir síðustu aldamót hið vandaðasta hús, enda vel við haldið og prýðilega umgeng- ið. Þótti það mikið stásshús á sinni tíð, þótt lítt sjáist nú hin forna prýði. Vörugeymsla og kramhúð, sem 'nefur verið eitt og sama liúsið er nú löngu horf- ið. Það hygg ég muni hafa verið sama húsið og rifið var til grunna laust fyrir aldamótin síðustu. Er mér það í barns- minni. Hús þetta stóð ofan verðtt við Duusgötu beint á móti bryggjuhúsinu, sem ennþá stendur. Það snéri stafni að aðal- hlið íbúðarhússins, voru búðardyr á þeim gafli því þeim megin hti.fði búðin verið. Húsið var langt, veggir lágir og ris hátt, svart og tjargað að utan og mjög fornt útlits, enda löngu horfin hin fornafrægð þess, sem aðalbúð Suðurnesja. Hafði Duus látið reisa aðra og betri 'búð, er samsvaraði betur kröfum tímans. Það hús var byggt sama megin og gamla búðin, en lengra frá götunni og upp við túnfótinn. En víkjum nú aftur að gömlu búðinni. Þegar húsið var rifið unnu að því verki þeir Jón Jónsson smiður, Teitur Þorsteins- son og faðir minn. Eg fékk því að koma inn í gömlu húðina um það leyti, er verkið var hafið. Varð mér slarsýnt á hina hálfdimmu og einkennilegu búð með bita um veggsyllur yfir þvert hús og þar fyrir ofan svört súðin, því ekkert loft var í búðinni. Mér var sagt að svona hefði búðin verið ,,þegar hún var og hét“ og hdfði þetta loftrúm allt verið notað fyrir vörur, sem hengja mátti upp. Eg mun ekki hafa lagt mikinn trúnað á að svona hús hefði nokkurntíma verið notað fyrir krambúð, því síður hefur mig þá órað fyrir því að ég ætti eftir að sjá svona búð í notkun. En það varð árið 1912. Ég var þá á ferð norður um land með e.s. Flóru. Komum við þá inn á Reykjafjörð og vörpuðum akkerum fram undan Kúvíkum, er þá var verzlunar- staður. Ég brá mér í land og gekk inn í búðina. Ég sá strax að búðin var mjög forn og er ég leit upp í loftið sá ég ein- mitt samskonar rjáfur og ég hafði séð í gömlu Duusbúðinni. En þarna var auð- vitað allt fullt af ýmiskonar vörum sem héngu niður úr loftinu. Þótti mér gaman að virða fyrir mér þessa gömlu búð, sem ennþá hélt virðingu sinni þrátt fyrir nýjan tíma, scm þá var genginn í garð. Hefur mér síðar komið til hugar að svona hafi 'búðir einokunarkáupmanna litið út. En þar sem gamla búðin við Duusgötu hafði staðið var búið til dálítið stakkstæði, en við aðalhlið íbúðarhússins voru ræktaðir grasblettir tveir, sinn við hvora hlið veg- arins, sem lá upp áð aðaldyrum hússins. Var hinn mesti hreinlætis og snyrtibragur yfir gamla húsinu með tún og grasbletti á alla vegu. Brugghúsið var langt og mjótt hús norð-

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.