Faxi

Årgang

Faxi - 01.06.1948, Side 6

Faxi - 01.06.1948, Side 6
6 F A X I Eystri-Rangá (Magnús Árnason). Sólskin (vatnslitamynd eftir Barböru Árnason). Málverkasýning í Keflvík Listahjónin, BaAara og Magnús A. Arnason opnuðu málverkasýningu í barna- skólahúsinu hér 25. marz s. 1. og stóð hún yfir í 5 daga. Þetta var fyrsta málverkasýningin í Keflavík, þannig úr garði gerð, að maður gat gengið um gólf, fengið sér sæti og virt fyrir sér listaverkin á veggjunum, — eins og á betri bæj um eða sýningarskálan- um í Reykjavík. Fyrir tveim árum sýndu þeir keflvísku kúnstmenn, Helgi og Ariribjörn nokkur málverk í bókabúðarglugganum og hátt- virtir áhorfendur urðu að hafast við úti í hríðinni, ef ekki þýða hélu af rúðunum til þess að geta séð Sólris eða Svani á seftjörn. Svo hélaði rúðurnar aftur. Það er bjartsýni, að taka sig upp frá Lækjarbakka við Reykjavík og aka vörubíl með málverk og vatnslitamyndir suður hingað, jafnvel þótt allt barnaskólahúsið frá 1911 sé í boði og fólk fái að vera inni til þess að skoða. En sýningu þeirra hjóna sóttu hátt á fjórða hundrað manns og er það góð aðsókn, miðað við fjólksfjölda. Svarar til níu þúsund sýningargesta á mál- verkasýningu í Reykjavík. Sex mvndir seldust. Frú Barbara er fædd í Englandi 1911, en kom fyrst upp hingað árið 1936 að loknu námi. Magnús er Suðurnesjamaður, fæddur í Narfakoti í Njarðvíkum 28. desember 1894, sonur Arna Pálssonar og Sigríðar Magnúsdóttur. Hefur Magnús verið langdvölum ytra við nám, bæði í málaralist og tónlist. Flann er ljóðskáld og tónskáld og þýðir kvæði: fjölhæfur listamaður. Undanfarin ár hafa hjónin haldið sýn- ingar í Reykjavík og úti á landi, enda orðin þjóðkunn fyrir verk sín. Þetta á ekki að verða dómur um myndir þeirra á sýningunni ’hér ,en myndir frúar- innar: Sólskin, Villiblóm og Merki, sent í samkeppni Sameinuðu þjóðanna, eru ógleymanlegar. Og landslagsmyndir Magnúsar eru þróttmiklar og sannar: Vík í Mýrdal, Eystri Rangá, Esjan yndisfagra og fleiri. I eina tíð auðkenndu sérleyfishafar bíla sína með orðunum: Reykjavík—Sandgerði. Þá var Keflavík hvorki upphaf né endir neins. Svo fóru þeir að stríða úti í lönd- um og enn síðar auglýstu sérleyfishafar loftsins: New-York—Keflavík—London. Þá varð Keflavík miðdepill mikilla hug- mynda. Og hvaða listmálara dettur svo næst í hug að heimsækja Keflvíkinga með verk síri? krp.

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.