Faxi

Árgangur

Faxi - 17.06.1948, Blaðsíða 1

Faxi - 17.06.1948, Blaðsíða 1
7. tbl. 8. ár Útgefancli: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Lýðveldisins minnst 17. júní 17. jtini fyrir 4 árum var lokasporið sligið i aldalangri frelsisbaráttu þjóðar okk- ar. Þá fyrst rættist dranmur þeirra forvíg- ismanna endurreisnartímans, er hófu gunn- fána' íslands á loft í byrjun siðustu aldar. — Lýðveldi var stofnsett á Islandi. — Endanlega var nú endurheimt það frelsi og sjálfforræði, sem þjóðin hafði glatað í hendur erlcnds þjóðhöfðingja fyrir nær 7 öldum síðan. Syndir feðranna komu vissulega niður á börnunum. Eg ætla ekki að dvelja við að lofsyngja þá, sem voru í eldinttm í hinni löngu og hörðu baráttu, sem er að baki þeim sigri, sem við minnumst 17. júní. Sögu þeirra þekkja allir. Við lifum ekki á frægð og þrautseigju þeirra feðra okkar ,sem lögðu þar hönd á plóginn, og við gætum ekki sjálfstæðis okkar með einum saman „hale- lúja“ söng um þá. Ekki stoðar það heldur á þessari sigurhátíð að hallmæla þeim ógæfusömu mönnum, sem lciddu sl:k ógn- arkjör og ill örlög yfir þjóðina árið 1262, né sýta glópsku þeirra. Nei, þcssi dagur á að vcra okkur eins- konár skóli. Við höfum orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að taka við landinu alfrjálsu, og okkur ber að skila því í hendur næstu kynslóðar jafnvel settu og það er nú, helzt betur. Okkur ber að varast þau víti, sem urðu löndum okkar á Sturlungaöld- inni að falli, en til þess þurfum við að gera okkur glögga grein fyrir orsökunum að óhamingju landsins. Við skulum því líta á hinar sögulegu staðreyndir án allrar beizkju, og án þess að hræðast, þó að sumt, scm fyrir augu bcr, sé ískyggilega l kt því, sem nú er að gerast með þjóðinni, vegna þess að hin dýrkeypta reynzla á nú að kenna okkur að sigla milli skers og báru. Það leið eigi á löngu eftir byggð lands- ins, að erlendir konungar fóru að renna hýru auga til eylandsins norður í hafi, og gerðu þeir út rnenn hingað til þess að vinna landsmenn undir sig. Ekki voru mál þessi auðsótt við íslenzka höfðingja lengi vel, og munu fyrirsvör Einars Þveræings gegn hverskonar landaafsali svo lengi í minnum höfð á Islandi, sem skoðana- og málfrelsi eru hér að nokkru metin. Þá voru svörin hvorki myrk né hál, en þó í fyllsta máta kurteis. Þá var jafnvægi milli höfðingjanna og valds þeirra, vegna þess hversu margir þeir voru og jafn ríkir, og þoldu því hver öðrum engan ójöfnuð. En þegar kemur fram á Sturlungaöldina minnkar þetta jafnvægi og öryggi. Goð- orðin færast á hendur fárra manna, sem berjast svo sleitulaust um völd yfir öllu landinu. Drengilegar bardagaaðferðir sögu- aldarinnar eru nú ekki í hávegum hafðar og ekkert er virt, sem andstæðingsins er, hvorki líf hans né eignir. Höfðingjarnir óttast hverjir aðra, vegna þess að engra griða cr að vænta í takmarkalausri yfir- drottnunarbráttu þeirra. En við slíkar að- stæður og upplausn, fara horfur Noregs- konungs að vakna. Hann heitir mönnum hér fulltingis og lætur skína í, að hann komi sem sannur friðarengill til þess að lægja ófriðaröldurnar. íslenzku höfðingj- arnir hafa og sermilega leir.að aðstoðar hans vegna óttans til þess að klekkja á óvin- unum, þó óvíst sé hversu dyggilega þeir 17. júní blað Lýðveldisfánastöngin, sem reist var til minnis um stofnun lýðveldisins árið 1944. Hún stend- ur í grasigróinni brekkunni sunnan Suður- götu þar sem fyrirhugaður skrúðgarður á að verða. hafi ætlað að vinna honum að unnum sigri. Taumlaus valdabarátta og ótti höfðingj- anna um valdamissi verða þannig frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar að fjörtjóni og almúgi manna getur ekki spornað við vegna sundrungar og spillingar. Þetta er í fáum orðum sorgarleikurinn og aðdragandi þess að Gamli sátlmáli varð til, en uþp úr því verður ísland svo hjálenda danska valdsins um langt skeið. Bráðlega lærðist íslendingum, hversu bágt ófrjálsri þjóð verður lífið, og fljót- lega bólaði á þvi, að hinu erlenda kúgunar- valdi væri sýnd mótspyrna, enda þótt hún væri að vísu lítt megnug lcngi vel. Það var ekki fyrr en á fyrri hluta 19. ald- arinnar að rofa fer til að nokkru marki. Virk barátta cr þá hafin gegn ófrelsi ís-

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.