Faxi

Árgangur

Faxi - 17.06.1948, Blaðsíða 6

Faxi - 17.06.1948, Blaðsíða 6
F A X 1 Á förum héðan Séra Valdimar J. Eylands, kona hans og 'börn, sem hér hafa dvalið s. 1. ár, eru nú á förum. Birtast hér á öðrum : tað í blaðinu kveðjuorð prestsins til safnaðanna. Sr. Valdimar hefir gegnt hér vanda- sömu og umfangsmiklu starfi, þjónað tveimur prestaköllum, Utskála og Grinda- víkur og flutt auk þess messur á ensku flesta sunnudaga hér á flugvellinum. Ber ölium saman um, að störf sín hafi hann rækt af dugnaði og trúmennsku, enda gengur sr. Valdimar heill og óskiptur að hverju verki. Það er honum meðfætt og eiginlegt. Eins og að framan greinir, virðast þessi umfangsmiklu skyldustörf ærið verksvið einum manni, en auk þess hefir sr. Valdi- mar flutt fjölmarga fyrirlestra, bæði hér Að heilsa og kveðja, það er lífsins gamla og nýja saga. Fyrir tæpu ári síðan komum við, fjölskylda mín og eg til yðar á sól- ríkum og yndislegum sumardegi. Landið og fólkið heilsaði okkur með brosandi bl.ðu. Síðan hefir gengið á ýmsu með veð- ur og viðburði. Við höfum dvalið á meðal yðar í margvíslegum stormum og stríði, í sorgum og gleði. En nú færist skilnaðar- stundin nær, og eg nota tækifærið sem ritstjórn ,;Faxa“ veitir mér til að færa les- endum blaðsins og byggðarfólki yfirleitt kærar þakkir fyrir góða viðkynningu og ánægjulega samvinnu á árinu. Það er æfinlega nokkur gagnkvæm eftirvænting hjá fólki er nýjan og óþekkt- an prest bcr að garði. Fólkinu leikur hug- ur á að vita hvernig hinn nýi prestur muni lfta út, og hvernig framkoma hans muni reynast í og utan kirkju. Presturinn kemur með ótta og andvara, vitandi ei hvernig fólkið muni taka sér, eða 'hversu sér muni heppnast cmbættisfærslan á hinu nýja starfssviði. I’essar kenndir munu hafa bærst í brjóst- um margra er okkur bar að landi hér í fyrra sumar. Oll höfðum við mjkkra ör- yggiskennd í þeirri fullvissu, að ef miður tækist, yrði sambúðin ekki löng. Eg fyrir mitt leyti vissi að hið kirkjulega og félags- lega starf yðar er í svo föstum skorðum að fátt mundi breytast til hins lakara, þó sitt í prestákallinu við ýmiskonar mannfagn- aði og hátiðir, svo og við prestastefnur og ýmis önnur tækifæri í Reykjavík og í Ríkisútvarpið. Fer allsstaðar mikið orð af andagift hans og hrífandi mælsku. Með tilliti tii hins mikla annríkis virðast frí- stundir hafa verið fáar, og þó eiga prests- hjónin ávallt nógan tíma til þess að blanda geði við safnarbörn sin, taka þátt í gleði þeirra og sorg með innilegum samhug. Hafa þau með því skapað sér miklar vin- sældir á þessum stutta dvalartíma hér, enda hafa þau hjónin og börn þeirra eignast marga vini og samhug almennings, og hér mun þeirra lengi minnst með sökn- uði, hlýhug og þakklæti. Sá hlýhugur mun fylgja þeim héðan vestur um hin víðu- bláu höf. H. Th. B. hvað færi í handaskolum hjá mér á ár- inu. En eg gat búist við að svo færi, þar sem mitt kirkjulega uppeldi og menntun í þeim fræðum hefir að mestu verið er- lendis. Eg er ekki dómbær á það hversu embættisfærslan hefir tekist, en eg hefi leitast við að laga mig í þeim efnum eftir staðháttum yðar og venjum. I æsku dreymdi mig um það að ein- hvern tíma mætti eg verða prestur í þjóð- kirkju Islands. Þessi draumur he;ir ræzt, um skeið, á meðal yðar. Eg hefi séð kirkju Islands að störfum, og kynnst mörgum á'gætis mönnum hennar meðal presta og leikmanna. Þessi kynning hefir verið mér mikils virði, og mun lengi geymd í hug- ljúfri minningu. Eg hefi verið lánssamur í því að mér var valið starfsvið á meðal yðar, í einu hinu glæsilegasta prestakalli landsins. Að vísu hafa ýmsir kvartað und- an því mín vegna að tíðin hafi lengst af verið erfið og óhagstæð. En eg hefi ekki kvartað undan því. Það er allsstaðar eitt- hvað að veðrinu. En lán mitt liggur fyrst og fremst í því að hafa kynnst ágætu fólki, sem lætur sér annt um kirkjur sínar, sækir þær og prýðir betur en almennt gerist, Eg þakka allan kærleika sem þér hafið sýnt mér og mínum, og hið yður og hinum ágæta og vinsæla sóknarprestí yðar allrar blessunar á komandi tímum. Séra Valdimar J. Eylands. Fré barnaskóla Grindavíkur Barnáskóla Grindavíkur var sagt upp 17. maí. Kennsla hófst 28. okt'. í hinu nýja skólahúsi, en það var ekki fyrri tilbúið til notkunar. Nemendur voru alls 86. Þar af tóku 15 íullriaðarpróf og tók Olöf Sigurrós Bene- diktsdóttir frá Þorkötlustöðum hæstu með- aleinkunn eða 9 stig. Hlaut hún því fyrstu verðlaun úr Sæmundarsjóði, sem eru tíu krónur í peningum og heiðurs- skjal undirritað af skólanefnd. Einnig fékk Olöf verðlaun fyrir handavinnu, fing- urbjörg úr silfri, sem Kvenfélag Giinda- víkur veitir þeirri fullnaðarprófstelpu sem fær hæstu einkunn í handavinnu ár hvert. Aðra hæstu einkunn fullnaðarprófs- barna, sem var 8,9 hlutu Arrileif K. G. Ivarsdóttir frá Görðum og Petra C. Lár- usdóttir frá Bræðraborg. Voru því veitt tvenn önnur verðlaun úr Sæmundarsjóði, cn þau eru einnig tíu krónur og heiðurs- skjal. Eiríkur Alexandersson frá Sjávarhólum, 11 ára, tók hæstu einkunn við skólann 9,2. Reynt var að ýmsu leyti að samræma kennsluna í skólanum hinum nýju fræðslu- lögum, með það fyrir augum, að fram- vegis ljúki 13 ára börn barnaprófi, en þá taki við tveggja vetra skyldunám í ungl- ingaskóla. Verkjegt nám hjá drengjum var ekkert í vetur. Reyndist ókleift að fá nauðsynleg tæki til kennslunnar. 1 sumar á svo að ljúka við innréttingií á skólaeldhúsi og smíðastofu og búa þau hcrhergi nauðsynlegum tækjum svo að hægt sé að leysa verklega námið ekki síður en hið bóklega sæmilega af hendi. Þá voru það nýmæli að skólabörn úr Staðarhverfi og Þorkötlustaðahverfi voru flutt í skólann og heim aftur í skólabil, sem einn kennaranna ók. Gafst það mjög vel og má fullyrða að mikill vandi dreifi- býlisins í sambandi við skólasókn er leyst- tir, þar sem akfærir vegir eru, með þeirri snjöllu hugmynd að flytja hörnin, sem langt eiga að sækja í skólann á skólab'l. Með því móti geta börnin óþrevtt hafið sitt daglega nám í skólanum og að því loknu er þeim skilað heim aftur óhrökt- um, hvernig sem viðrar. Hygg ég líka að foreldrar þeirra barna sem í h’lut eiga kunni vel að meta þessa nýjung. Nokkur kveðjuorð

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.