Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1951, Blaðsíða 2

Faxi - 01.06.1951, Blaðsíða 2
54 F A X I Björn Þórðarson ajlahóngur í Grindaví\. Svavar Árnason: Vertíðin — Grindavík Vertíðin hófst hér 1. febrúar og voru gæftir fádæma góðar en aflabrögð löngum léleg. Flestir bátanna lögðu net í byrjun marzmánaðar og voru á þeim fram eftir apríl. Afli var misjafn, en verðmætur mjög, því að lifur er miklu meiri í netafiski en línufiski. Lifrarafli Grindvíkings varð 53.602 lítr- ar og er hann aflahæstur. Skipstjóri á Grindvíking er Björn Þórðarson, ætt- aður úr Vestmannaeyjum, fengsæll og harðduglegur sjómaður. Var hann einnig aflahæstur hér á vertíðinni í fyrra. — Aætlað er að hásetahlutur verði kr. 28.000,00. Aflinn var ýmist frystur eða saltað- ur hjá 2 frystihúsum og einni saltfisk- verkunarstöð. Óskar Halldórsson Ltd. bræddi lifrina, en margir bátanna sölt- uðu hrognin sjálfir. Fiskimjölsverk- smiðja vann úr beinunum. Alls nam aflinn 9.063 skp. í 832 veiði- ferðum og eru það tæp 11 skp. í róðri að meðaltali á bát. Vertíðina mun þó mega telja í meðallagi. Afli Grindavíkurbáta vetrarvertíðina 1951. R. Skp. Grindvíkingur ............ 69 1.160 Bjargþór ................. 70 877 Hrafn Sveinbjarnarson .... 70 871 Ægir ..................... 70 851 Sæborg ................... 70 770 Maí....................... 70 736 Týr....................... 71 710 Muggur.................... 63 646 Búi....................... 64 642 Skírnir ..........r..... 62 641 Hörður ................... 55 448 Teddy..................... 56 431 Óðinn..................... 35 280 Birkir 37 12.868 167.786 Pétur Jónsson . . 90 36.280 511.800 Björg 50 12.739 181.348 Þorsteinn 79 32.815 468.485 Gyllir 55 10.799 177.642 Hugur 59 15.310 238.825 Reykjaröst, net . . 32.920 375.074 Ægir 65 21.460 302.370 Jón Finnss. troll 11.259 220.000 Trausti 68 23.145 333.345 Vöggur, net .... 24.663 254.000 Brimnes 59 18.965 297.510 Geir-Goði, net . . 20.050 205.000 Dröfn 36 15.070 195.996 Auður, net .... 10.278 136.000 Einar Þveræingur 66 23.355 324.820 Ársæll Sigurðss. 480.000 Faxi 75 28.710 410.000 Minnie, net .... 15.201 Gylfi 60 19.640 270.160 Ath.: Lifur Keflvíkings er úr 364 Ingólfur 70 28.495 382.965 tonnum og auk þess afla, sem tilgreind- Kári Sólmundars. 66 22.795 312.920 ur er í þessari skýrslu, hefur hann Mummi 89 41.855 569.000 aflað á sama tíma 30 tonn af lúðu. Pálmar 66 29.360 386.770 Skrúður 59 17.070 232.205 Sandgerðisbátar í lok vertíðar 1951. Súgandi 62 18.250 277.000 R. Lifur Afli kg. Ver 48 10.950 161.400 Muninn II 85 37.405 524.670 Víðir 83 32.875 426.400 Hrönn 80 32.090 453.035 Víkingur 81 34.700 468.295 Fréttir frá bæjar- stjórninni I síðasta blaði var nokkuð sagt frá þætti bæjarstjórnar í samningum Verkalýðs- og sjómannafélags Kefla- víkur við atvinnurekendur. Verður nú greint frá málalokum í bæjarstjórninni. Á fundi bæjarstjórnar 17. maí s.l. lá fyrir bréf frá V S F K. frá 9. maí s.l. þar sem félagið tilkynnir verkfall, hafi samningar ekki tekizt milli aðila, fyrir kl. 8, 18. maí. Nokkrar umræður urðu um bréfið. Bæjarfulltrúar voru skiptir um málið eins og áður. Fulltrúar Alþýðuflokksins vildu semja strax við V S F K., en fulltrúi Framsóknar og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins vildu ekki semja fyrr en eftir að aðrir atvinnurekendur hefðu samið. I sam- bandi við þessar umræður kom fram svohljóðandi bókun frá fulltrúum Alþýðuflokksins: ,,Þar sem augljóst er af þeim um- ræðum, sem hafa farið fram um samninga bæjarins við VSFK., teljum við fulltrúar Alþýðuflokksins tilgangslaust að ýtreka tillögu okkar um, að gengið sé til samninga við V S F K., á þessu stigi málsins.“ Mánudaginn 21. maí s.l. kcm bæjar- stjórnin saman til fundar til þess að ræða samningsuppkast það, er síðar var samþykkt og samkomulag hafði orðið um, milli fulltrúa verkalýðsfélaganna og atvinnurekenda í Reykjavík. Fund- ur hófst kl. 10 um kvöldið. í byrjun fundar var samningsuppkastið lesið upp. Síðan var ekki meira hægt að gera fyrr en aðrir atvinnurekendur í Kefla- vík höfðu tekið afstöðu til málsins, samkvæmt samþykkt meirihluta bæjar- fulltrúa. En aðrir atvinnurekendur í Keflavík, sátu einmitt á sama tíma á funduin og ræddu samningsuppkastið. Á tólfta tímanum fréttist að atvinnu- rekendur myndu ekki taka afstöðu til málsins um kvöldið, heldur fresta fundi til morguns. Fulltrúar Alþýðuflokksins báru fram svohljóðandi tillögu:

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.