Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1951, Blaðsíða 8

Faxi - 01.06.1951, Blaðsíða 8
60 F A X I Helgi 5. Jónson: SKOTFÉLAGIÐ í. grein — niðurlag. Eitt a£ höfuðverkefnum Skotfélagsins var að byggja sitt eigið félagsheimili, eða Skothúsið eins og það ávalt var kallað með- an það var og hét. Það var á fundi 19. febrúar 1871, sem tekin var ákvörðunin um byggingu hússins, en þá höfðu farið fram viðræður um málið bæði utan funda og innan. Húsið var byggt upp sem hlutafélag og skrifuðu félagsmenn sig fyrir „Actium“, sem svo síðar voru innleistar eftir útdrætti. Á þessum fundi urðu imiklar umræður um það hvort prenta ætti „Actiurnar“ eða þessi skuldabréf á íslenzku eða dönsku og gekk atkvæða- greiðsla í málinu með þeim úrslytum að 6 greiddu íslenzku atkvæði, en 13 með dönskunni. Tveim fundum síðar 'kom fram um það tillaga að heimila þeim sem þes óskuðu, að „Actierne" mættu greiðast með innskrift i búðina, og þar sem faktorinn og formaður félagsins höfðu ekkert við það að athuga var horfið að því ráði til handa þeim sem þess óskuðu. Laugardaginn 2. des. 1872, er þess getið að fundurinn sé haldin í Skothúsinu (foreningens nye Locafe) og eru þau orð skrifuð með stærri stöfum, en önnur í þeirri fundargerð — þá eru lagðir fram reikningar fyrir bygginguna og ákveðin ein mikil skotkeppni í tilefni af húsbyggingunni, sem þó virðist ekki með öllu lokið. Hlutaeign manna í húsinu var eðlilega mismunandi. A einum ilista sést að H. P. Duus hefur átt 14 hluti, Jón Péturs- son í Hörskuldarkoti 7 hluti, A. G. Gunnarsen, Njarðvík og Ásbjörn Olafsson 6 hl'uti hver. Ekki er sýnilegt af þéim heimildum, sem fyrir hendi eru að „Actiurnar" hafi verið 'f'leiri en innan við 200 og samanlagt verð þeirra um 500 Rdl. Eitthvað talsvert gekk svo til byggingarinnar af fé úr félags- sjóði, sem fyrstu árin fór inn og útgjöldum nokkuð yfir 200 Rdl. Af jafn litlum heimildum, sem þessi eina fundarbók veitir, en hún nær aðeins yfir fyrstu 4 árin, verður ekki mikið ráðið um starf þessa félags, annað en það, að mikilT og lif- andi áhugi hefur verið fyrir skot íþróttinni og vafalaust hef- ur þar blandazt saman félagsskapur og kynni allra meðlim- anna, svo og skemmtanir, því verðlunaafhendingar virðast hafa farið fram með hátiðleik og viðhöfn, enda sérfega vel til þess vandað, því oft er gjaldaliðurinn fyrir „Gevinster“ með þeim hæstu á rei'kningum ársins. * * í Nú er Skotfél'agið horfið og hætt að vera til og Skothúsið farið sömu leið, svo rækifega að el'ztu mönnum ber ekki saman, hvar það hafi staðið. Hin nýja Keflavík er markvisst og með miklum hraða að þurrka út spor þess liðna. Mörgurn virðist þar lítill skaði skeður þó spor danskavaldsins máist út, en allt eru þetta þó liðir í þeirri þróun, sem víð í dag njótum góðs af, nauðsynleg forsaga til að hleypa kjarki og krafti í fólkið sem tók við og skapaði vaxandi þjóð. — Þó að Skothúsið sé farið veg allra vega, þá lifa enn þá sælar mynningar um „SkothúsbalT" — þar sem dansinn dun- aði fram á ljósan dag og ungt par leiddist móti morgunsólinni. Að öllu athuguðu gætum við margt lært af þessu Tiðna félagi, lært þar um samstarf og mikiT afköst, þar sem bæði hágir og lágir mættust, sem jafningjar í leik og við störf, enda var mikiu afkastað á mælikvarða þess tíma. Það væri gott verk, ef einhverjir eru, sem muna þá daga, þegar Skot- félagið var og hét, að festa þær frásagnir á blað, áður en hugurinn leggst tii hinstu kvíldar, því þó þcssi þáttur úr sögu Kefl'avíkur, sé ekki mikill, eða snerti hina efnafegu þróun að litlu leyti, þá er hann þó þráður í vefinn, sem ékki má glatast. 000000000000000000000<^000000<^yf>0<^0^<^>0<í><^0<^0<^0<^<^00<^<þ<þ<^0<^><^<!y^<>><^ Baðker stór og lítil Kaupfélag Suðurnesja t >V>V*C>N>N^V>N>V>< Karlmannaföt væntanlcg. Enskt efni. Kaupfélag Suðurnesja Kaupfélag Suðurnesja I X X X X I I X X I X I X X X I Ullargarn kr. 14,00 hespan. | | Útsvarsgjaldendur í Keflavík Nœsti og siðasti gjalddagi fyrirframgreiðslu útsvara er 1. júní n.k. Lögtöli standa yfir á ógreiddum ÚTSVÖRUM FYRRA ÁRS. Greiðið gjöld yðar á réttum gjalddögum, svo komizt verði hjá lögtökum. Skrifstofa Keflavíkurbæjar er opin virka daga kl. 10—12 og 1—4, nema laugardaga kl. 10—12 f.h. Kcflavi\, 27. maí 1951. BÆJARSTJÓRINN.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.