Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1951, Blaðsíða 7

Faxi - 01.06.1951, Blaðsíða 7
F A X I 59 Helgidags- og næturvaktir lækna í Keflavík: 2. til 9. júní, Arni Björnsson. 9. til 16. júní, Karl G. Magnússon. 16. til 23. júní, Pétur Thoroddsen. 23. til 30. júní, Arni Björnsson. 30. júní til 7. júlí Karl G. Magnússon. Það scm hljómar í allra eyrum þessa dagana, er: „Kanntu að synda?“ „Kemst þú 200 metrana?" „Geturðu ekki þjálfað þig upp, því að allir verða að leggja sitt fram til að stuðla að sigri íslands i Samnorrænu sundkeppninni.“ 1‘annig tala ungir og gamlir, hvar og hvenær sem fundum ber saman. Og það er ekki óeðlilegt þegar þess er að gæta, að sómi íslands er í veði. Bæði við og aðrir höfum látið líkindalega yfir því að við værum mesta sundþjóð allra Norður- landanna og þá jafnframt mesta sundþjóð í heimi. Nú er komið til okkar kasta, og Ihvað getum við þá? Höfum við bein í nefinu að „synda af okkui'" hinar Norður- landaþjóðirnar, þrátt fyrir slæmar jöfnunar- tölur (útreikningsgrundvöll) og sanna þar nieð að við værum mesta sundþjóð heims? I’að þarf sannarlcga ÖU hugsanleg ráð til þess að svo geti orðið. Allir verða að taka þátt, ekki aðeins í sund- mu heldur einnig í málflutningi fyrir keppn- mni. Það verður hver og einn að stappa stalinu í kunningja sína, sem hugsanlegt er að komist vegalengclina. Oft er það bara feimni og ótti við að komast ekki vegalengd- ina, sem heldur fólki heima. Island getur tapað cf þú leyfir slíkum hugsunum að ráða hjá þér. Aftur á móti getur það unnið — ísland getur unnið, kannske aðeins vegna þess, að þú vildir leggja það á þig að æfa bringusund nokkra daga. Það er ekki nauðsynlegt að stnjúga vatnið eins og Norðurlandameistar- mn Sigurður Þingeyingur, með aðdáanlega fallegum sundtökum eða miklum hraða, og sá sem er lítið æfður ælti að forðast það að hraða sér ef hann ætlar að synda 209 metra. Farðu rólega og reyndu eftir getu að hafa sundtökin rétt og umfram allt gættu vel að því að hafa andardráttinn samtaka, og ef þú hefur það svo að markmiði að ljúka sundþrautinni fyrir 10. júlí þá munt þú ná takmarkinu, jafnvel þó að þú kunnir sama °g ekkert í sundi i dag. „Það er lciðinlcgt að stúlkur í mjólkurbúðunum hér skuli ekki vera með hvitar skuflur yfir hárinu, núna eins og í gamladaga“, sagði ein frúin við mig fyrir nokkrum dögum. Já, það v’ar leiðinlegt að sá ágæti vani féll niður, það hlýtur öllum að koma saman um það. Lík- lega er þó full ástæða fyrir þvi að svo varð. A stríðsárunum mun hafa verið mjög erfitt að ná í hvítt léreft, jafnvel ómögulegt nema út á „reseft", og þess vegna eðlilegt að skufl- urnar tíndu tölunni. Nú hefur blessaður báta- gjaldeyririnn bætt úr þessu og hvítt léreft til í annari hverri búð. Það væri því mjög æski- legt a. m. k. mjólkurbúðar- og helst allar stúlkur, sem vinna í matarbúðum taki upp skuflurnar að nýju. Sur.dhallardagurinn fór mjög glæsilcga fram. Mörg laugar og Suðurnesjamet voru sett. Eins og vænta mátti bar mest á stórmeistur- unum frá Reykjavík, sem sumir hverjir syntu á sínum bezta tíma. En unga fólkið okkar stóð sig einnig með ágætum. Inga Eygló Árnadóttir og Sigurður Eyjólfsson vöktu mesta athygli og hlutu bæði afreksbikara. Skýrsla um mótið verður væntanlega annarsstaðar í blaðinu og því ekki sagt nánar frá því hér nema hvað þess skal getið, að ca. 400 manns voru áhorf- cnöur og varð þó fjöldi frá að hverfa. Bæjarkcppnin í sundi milli Akraness og Keflavíkur (sem sagt var frá í síðasta blaði að færi fram í Sundhöll Kefla- víkur) fór fram á Akranesi 20. maí. Akurnesingar sigruðu með 4 stigum, sem er ótrúlega lítill munur þegar tekið er tillit til þess að ferðalagið, léleg hvílaar skilyrði nóttina fyrir keppnina og svo mikið styttri og grynnri laug gera sigurmöguleika Kefl- víkinganna mikið minni heldur en ef keppt hefði verið í heimalaug. Kvenfclag Kcflavíkur hefur tekið að sér að sjá um og hirða Skrúðgarð Keflavíkur í sumar. Unnið er af kappi við að koma honum í sæmilegt ástand fyrir 17. júní. Blómabeð gerð og steyptar gang- brautir. Einnig stendur til að gróðursetja þar eitthvað af trjáplöntum og koma fyrir bekkjum svo fólk geti setið þar og hvílzt. Garðrækt og hirðing lóða hefur verið í fullum gangi síðustu daga, venju seinna vegna þess hve seint voraði. Klaki í jörð var þykkur fram eftir vori og varla klakalaust fyrr en eftir Hvítasunnu. ♦------- FAXI Blaðstjórn skipa: HALLGR. TH. BJÖRNSSON, JÓN TÓMASSON, KRISTINN PÉTURSSON. Blaðstjórn ber ábyrgð á blaðinu og annast ritstjórn þess. Gjaldkeri blaðsins: GUÐNI MAGNÚSSON. Afgreiðslumaður: STEINDÓR PÉTURSSON. Auglýsingastj óri: MARGEIR JÓNSSON. Verð blaðsins í lausasölu kr. 3,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Kaup vcrkamanna í Kcfl?.V-'h cg Njarð- víkum í júní, júlí — ágúst 1951. (Vísitala 300). Ahucnn vinna. (grunnkaup kr. 9,24) Dagvinna .......................— 12,20 Eftirvinna ................. — 18,30 Nælur- og helgidagavinna .. — 24,40 Vinna við Ioftþrýstitæki og hrærivélar. (Grunnkaup 9,90) Dagvinna ................. kr. 13,01 Eftirvinna..................... — 18,69 Nætur- og helgidagavinna .. — 26,02 Skipavinna o. fl. Kolavinna, saltvinna, upp- og útskipun á sementi, hleðsla þess í pakkhúsi og afhending þess. (Grunnkaup 9,90). Dagvinna.................... kr. 13,01 Eftirvinna .................. — 18,69 Nætur- og helgidagavinna . . — 26,02 Öll önnur skipavinna, fiskaðgerð í salt og umsöltun á saltfiski. (Grunnkaup 9,45). Dagvinna.................... kr. 12,45 Eftirvinna .................. — 17,85 Nætur- og helgidagavinna .. — 24,90 Kaup verkakvcnna í Kcflavík og Njarð- víkum. Almenn vinna. (Grunnkaup kr. 6,60) Dagvinna ................... kr. 8,71 Eftirvinna.................... — 13,06 Nætur- og helgidagavinna .. — 17,42 Umsöltun á fiski og uppsöltun á fiski (Grunnkaup kr. 6,90). Dagvinna ................... kr. 9,11 Eftirvinna .................. — 13,66 Nætur- og helgidagavinna .. — 18,22 Onuur vinna. Flökun á bolfiski, vinna í frystiklefa, hreingerningar á bátum og húsum. (Grunnkaup kr. 9,24). Dagvinna ................... kr. 12,20 Eftirvinna................... — 18,30 Nætur- og helgidagavinna .. — 24,40 Vcrkalýðs- og sjómannafclag Keflavíkur. ♦ ♦

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.