Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1953, Blaðsíða 5

Faxi - 01.01.1953, Blaðsíða 5
F A X I 5 Ragnar Halldórsson: Bridgeþáttur Þegar spiluð er vörn er mjög nauðsyn- legt að skýrt og rétt sé hugsað og fram- kvæmt og nákvæm samvinna sé milli varnarfélaganna. Spili andstæðingarnir litarsögn, er venju- lega að vörnin hefst á því að spilað er út einspili, eða frá tvílit, ef unnt er, og annað betra útspil er ekki fyrir hendi, í von um að geta síðar trompað slag í litnum, ef heppni er með. Mjög erfitt er að geta rétt til um það, hvort út er spilað einspili eða frá tvílit, þó geta sagnir og ýmsar aðstæður gefið þar nokkrar leiðbeiningar. Hugsum okkur að N—S spili 4 spaða og Vestur spili út tígul áttu, sem Austur álykti að sé útspil frá tvílit, en spilin eru þannig: S. 10 9 4 H. Ás 8 6 3 T. D 10 2 L. ÁsG6 S. 8 3 H. D 9 7 5 T. Ás 9 4 3 L. K8 5 S. Ás D G 6 2 H. G T. K G 7 6 L. D 10 2 S. K7 5 H. K10 4 2 T. 8 5 L. 9 7 4 3 Hvernig væri, samkvæmt ofansögðu, rétt að haga vörninni? Einn af beztu brigemeisturum heimsins vann 6 hjörtu á þessi spil. Vitanlega sá hann aðeins spil blinds og sín eigin. Ut var spilað lauf 4 frá Austri. Hvernig vann hann sögnina, þrátt fyrir beztu hugsanlega vörn ? S. Ás D x x H. Ás D 10 5 4 2 T. 10 8 x L. — S. G10543 H. 7 63 T. D G 9 x L. 4 S. K x H. K G 8 T. Ás 7 x x L. K 8 x x S. xx H. 9 T. Kx L. ÁsDG10 9xxx *><><><><><><><>^<><><><><><><><><><^^ Þjóðleikhúsið sýnir „Rekkjuna" í Keflavík Þjóðleikhúsið hefur nú komið fram með merkilega og vinsæla nýjung. Og hana vissulega mjög æskilega. Það er farið að gefa landsmönnum utan Reykjavíkur kost á að kynnast vinnubrögðum þess, og verð- ur þannig sá skóli og fyrirmynd í leiklist- arstörfum, sem því ber. Segja má, að vel og viturlega hafi verið til þessa stofnað, með því að velja einmitt leikritið „Rekkjuna“ í þessu skyni, þar sem aðeins eru tveir leikendur og litlar sviðs- breytingar. Var „Rekkjunni" mjög vel tekið í Kefla- vík, leikin fjórum sinnum við geysimikla aðsókn og almenna hrifningu. Enda var leikur þeirra Ingu Þórðardóttur og Gunn- ars Eyjólfssonar ágætur og markviss. Munu Keflvíkingar ábyggilega samfagna Gunnari á framabraut hans og óska hon- um allrar blessunar. Tilgangur minn með þessum línum var ekki sá, að skrifa neinn leikdóm, heldur að bera fram þakkir til Þjóðleikhússins og leikendanna fyrir ánægjulegar kvöldstund- ir hér í Keflavík, sem við vonum að verði fleiri, þegar stundir líða og tækifæri gefst. H. Th. B. Nýjar sölubúðir í Keflavík. Kaupfélag Suðumesja opnaði fyrir jólin nýja sölubúð í húsakynnum Vatnsnes h.f. við Vatnsnestorg. Verða þar seldar járn- og skipavörur, byggingarvörur, veiðarfæri, vinnufatnaður o. fl. Er þetta til mikils hag- ræðis fyrir hinn ört vaxandi útgerðarbæ, að hafa ná loks fengið slíka verzlun. Jóhann Pétursson klæðskeri opnaði einnig nú fyrir jólin nýja sölubúð með vefnaðarvörur og ýmiskonar fatnað. Er verzlunin til húsa á sama stað og klæðskera- verkstæðið, á Hafnargötu 26. Ný búð hefur einnig tekið til starfa í húsakynnum Kristins Péturssonar bóksala, undir nafninu Vörubúðin. Eigandi er Björn Mekkinósson. Verzlunin Bláfell hefur opnað aðra sölubúð í Keflavík í húsakynnum Ólafs Einarssonar við Vatnsnestorg og verzlar með vefnaðar- vörur og tilbúinn fatnað. Sigurbergur Ásbjörnsson skósmiður hefur leigt húsnæði skóvinnu- stofu sinnar undir sölubúð og var þar starf- ræktur jólabazar fyrir áramótin. Skóvinnu- stofan er nú til húsa á baklóðinni.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.