Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1953, Blaðsíða 4

Faxi - 01.01.1953, Blaðsíða 4
4 F A X I Mjólkurverðið í Keflavík Eyjólfur Bjarnason lætur af meðhjólparastörfum Um alllanga hríö hafa Keflvíkingar orðið við það misrétti að búa, að verða að greiða hvern mjóikurlítra, er þeir kaupa, 18 aurum hærra en almcnnast er á verðlagssvæði því, sem Keflavík tilheyrir, sbr. mjólkurverð í Reykjavík og Hafnarfirði. Ákvæði afurðasölu- laganna um mjólkurverð á hverju verðlags- svæði er á þá leið, að útsöluverð skuli vera jafnt yfir allt svæðið, þó megi bæta við mjólk- urverðið sannanlcgum flutningskostnaði, þeg- ar um miklar vegalengdir er að ræða í sam- bandi við dreifinguna innan svæðið. Nokkuð mun hafa verið unnið að því að fá leiðréttingu á þessu, einkum af hcndi Kaupfélags Suðurnesja, en hingað til hefur það ckki borið árangur. í okt. s.l. samþykkti bæjarstjórn Keflavíkur svohljóðandi áskorun til Mjólkursamsolunnar varðandi þetta mál, og er þess að vænta, að samþykkt þessi hafi þegar borizt réttum aðila: „Með því að bæjarstjórn Keflavíkur tel- ur óviðunandi, að verð á mjólk til neytenda í Keflavík sé 18 aurum hærra en í Reykja- vík og Hafnarfirði, og ennfremur með því, að þessi verðmunur stafar af flutningskostn- aði mjólkurinnar hingað suður, þá skorar bæjarstjórn á Mjólkursamsöluna í Reykja- vík, að hún láti Keflavík njóta sömu hlunn- inda um flutning mjólkur í útsölustaði eins og Reykjavík og Hafnarfjörður hefur, þannig, að mjólkurvcrðið geti verið hið sama hér og þar“. Hingað suður munu daglega fluttir um 2.500 ltr. mjólkur; fer þessi mjólk að Iang- mestu lcyti til neyzlu í Keflavík, eða 1700 til 1800 lítrar, afgangurinn til Sandgerðis og á flugvöllinn. Að sjálfsögðu hafa þessir aðilar sömu kjör um mjólkurverð og Keflavík, verða að grciða flutningskostnaðinn, auk hins raun- verulega verðs. Þar sem neytcndur á verðlagssvæði því, sem Suðurnesin tilheyra, fá allir mjólkina afhenta í útsölur sínar án aukagjalds vegna flutnings, — allir aðrir en íbúar Suðurnesja, — og Samsalan hlýtur að verja til þess ærnu fé, er það mcð öllu óviðunandi, eins og segir í samþykkt bæjarstjórnar Keflavíkur, að fólk í Kcflavík og aðrir neytendur hér syðra, þurfi að grciða 18 aurum hærra fyrir mjólkurlítr- ann, vegna drcifingar eða flutningskostnaðar, þegar það er vitað að mjólkursölusamtökin greiða allan dreifingarkostnað fyrir aðra neyt- cndur á svæðinu, sem vafasamt má telja, hvort sé minna á hvem lítra þar en 18 aur- amir til Keflavíkur. Fyrir Mjólkursamsöluna getur það ekki munað geysimiklu að bæta við þann dreifingarkostnað sem hún þcgar hefur, þeim kostnaði sem leiðir af flutningi Á gamlárskvöld lét Eyjólfur Bjarnason af meðhjálparastörfum. Við það tækifæri kvaddi sóknarprestur hann og þakkaði honum langa og dygga þjónustu. Eyjólfur Bjarnason hefur verið með- hjálpari í Keflavíkurkirkju í fjölda mörg ár. Hann hefur rækt það starf af þvílíkri alúð og samvizkusemi, að slíks eru áreið- anlega fá dæmi. Aldrei hefur hann van- rækt neitt á sínum langa starfsferli og aldrei hefur hann látið á sér standa, þegar annars hefur verið kostur. Meira að segja hefur það komið fyrir, að hann hefur farið veikur upp úr rúminu, til þess að gegna skyldustörfum sínum í kirkjunni. Og alltaf hefur hann látið hagsmuni kirkjunnar sitja í fyrirrúmi fyrir sínum eigin hagsmun- um, þegar því hefur verið að skipta. Eyjólfur hefur ætíð verið sannur vinur kirkjunnar og trúmaður mikill. Enda bera mjólkurinnar til Kcflavíkur, þar sem líka er um jafn mikið mjólkurmagn að ræða og getið er. Fyrir neytandann munar það töluverðu hvort hann greiðir kr. 2,70 fyrir lítrann, sem er raunvcrulegt verð, eða að hann greiðir kr. 2,88. Blaðið vill því hér með gera þá eindregnu áskorun til Mjólkursamsölunnar, að mjólk á Suðurnesjum verði seld á sama verði þar og í Rcykjavík og Ilafnarfirði. öll hans störf í þágu kirkjunnar vott um þá einlægni, sem þeim einum er lagið, sem ann þeim málstað, sem hann vinnur fyrir. Einnig hefur Eyjólfur verið safnaðar- fulltrúi Keflavíkursafnaðar um langt skeið. Fyrir öll sín störf í kirkjunnar og safn- aðarins þágu á Eyjólfur miklar þakkir skilið. Og sérstaklega vil ég þakka honum fyrir ógleymanlegt samstarf, þótt stutt væri, og fyrir ómetanlega aðstoð í þeim erfiðleikum, sem byrjendur í starfi kann- ast svo vel við. Hann hefur verið mér sú örugga stoð, sem ég ávallt gat treyst, þegar mest lá á. Um Eyjólf Bjarnason og störf hans í þágu kirkju og kristni má með sanni segja hið sama og eitt sinn var sagt undir öðr- um kringumstæðum: „Sjá, alla hluti hefir hann vel gjört“. Bj. J. Gjafir til sjúkrahússins Nýlega hafa Sjúkrahúsi Keflavíkur- læknishéraðs borizt rausnarlegar gjafir frá eftirtöldum aðilum: Skúli Skúlason trésmiður í Keflavík hef- ur afhent kr. 2.000,00 — tvö þúsund krón- ur — til minningar um látna konu sína, Guðrúnu Guðmundsdóttur. Kvenfélag Njarðvíkur hefur afhent kr. 10.000,00 — tíu þúsund krónur, — en ennþá er ekki ákveðið hvernig fé þessu skuli varið. Ungmennafélag Njarðvíkur hefur af- hent kr. 4.000,00 — fjögur þúsund krónur — til byggingar sjúkrahússins. Ollum þessum rausnarlegu gjöfum er veitt móttaka með innilegu þakklæti. Keflavík, 4. febr. 1953. F.h. Sjúkrahúss Keflavíkurlæknishéraðs. Ragnar Guðleifsson.

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.