Faxi - 17.06.1954, Blaðsíða 10
66
F A X I
Stundum hefur því heyrzt fleygt, að
frídagarnir hjá okkur íslendignum þættu
keyra úr hófi fram. Hafa sumir jafnvel
tekið það djúpt í árinni, að þeir vildu
ltafa frí jóladag og nýársdag, og svo ekki
söguna meir. Hvort þessar raddir liafa
fengið hljómgrunn víða, skal ekki dæmt
um hér. En aðeins sagt, að slíkt og því-
líkt lýsir einungis frámunalegu vantrausti
á manninn sem slíkan og hæfileika hans.
Meðan almenn velmegun er í jafn rík-
um mæli og hér syðra, ber sízt af öllu að
skera frídagana niður. Hér fyrrum, meðan
fólk rétt aðeins hafði til hnífs og skeiðar,
með því að strita og púla dægranna á
milli, var e. t. v. nær lagi að álíta frí
„lúxus“ hinn mesta. En nú er alþýða
manna orðin annað en stritandi vinnudýr.
Nú getur hver fullliraustur maður séð sér
(jg síntim farborða — og átt sín frí eftir
sem áður.
En það er ekki sama, hvernig fríin eru
notuð. Þar í kann að liggja réttmæti —
ef nokkuð er — ásakananna um offrí. Það
er hægt að nokkru leyti að nota það,
hvernig hver einstakur hagnýtir sér frí-
stundir sínar, sem mælikvarða á mann-
gildi hans og innri þroska. Þetta cru þær
stundir, sem hver og einn á fyrir sjálfan
sig, en það cr samt ekki sama fyrir um-
hverfið, áivernig þær eru nýttar. Sá, sem
verður meiri inaður og betri með réttri
hagnýtingu frístundanna, verður um leið
hyggðarlagi sínu og ættlandi til heilla.
Þess vegna er það heint áhugamál hinna
fullorðnu að beina áhuga ungmenna á að
verja tómstundum sínum á réttan veg.
Það er samt eðlilega ekki ætlunin að taka
ungmennin og skipa þcim. Þá væru friin
um leið orðin pynding en ekki frjálsræði.
En það er hægt að benda þeim á ýmislegt,
sem vert væri að hafa áhuga á. Laða fram
eftirtekt þeirra og löngun til lrekari kynn-
ingar.
Tilefni þessara hugleiðinga er hátíðin,
sem fer í hönd, 17. júní. Hér í Keflavík
erum við svo heppin, að það er synilegt,
hversu langt er um liðið frá 17. júní 1944.
Við getum haft fyrir augunum, hvernig 4--
hvert árið, sem líður frá þeim degi, bætir
nokkru við og fegrar um leið. Eins og
ánægjuleg endurminning fær á sig bláma
og aukna fegurð eftir því sem lengra líður
frá atburðinum. Hér er ált við skrúðgarð-
inn. Saga hans og vonirnar, sem við hann
eru tengdar, er rakin á öðrum stað í blað-
inu. Einungis skal enn frekar lagzt á þá
sveifina og allir hvattir til að eiga sinn 17.
júní garð í kringum sitt hús. Garð, sem
ekki þvrfti að vera mikill að víðáttu en þó
þess maklegur að bera það nafn. Yrðu
sem llestir við þeim tilmælum, mundi
Keflavík vaxa og aukast. Ekki e. t. v. að
víðáttu heldur af þeirri fegurð og ánægju,
sem tré, blóm eða grasi vaxinn lundur
veitir. Hér er einmitt eitt verkefnið, sem
aukin frí gætu orakað um.
1 þessu sambandi væri e. t. v. þess virði
að hreyfa því, hvort ekki væri rétt, að
Keflvíkingar reyndu að eignast sitt fegr-
unarfélag. Sumir mundu ekki telja van-
þörf á því. Þó félagið orkaði ekki miklu,
yrði starf þess þó aldrei annað en til bóta.
Það mundi aldrei skemma heklur einungis
bæta. Það er sennilegast forustan, sem á
stendur, hinir mundu fylgja á eftir.
Sumarið hefur heilsað okkur með dýr-
legu veðri og fegurð. Mennirnir ættu
einnig að taka höndum saman. Vinna við
móður jörð með aðstoð hins blíða veðurs.
Auka fegurðina í kringum sig. Laða fram
allt það bezta, sem hugsanlegt er. Við
megum engann tíma missai Ekki eitt sum-
ar í viðbót. Hefjumst strax handa.
I kring tim kirkjuna er búið að plægja
Kristjón Helgason,
píanóleikari, varð bráðkvaddur að-
fararnótt hins 14. þ. m. Kristján
fluttist fullorðinn til Keflavíkur á-
samt eftirlifandi eiginkonu sinni,
Elínu Jónsdóttur. Hann var list-
hneigður svo af bar og kunni góð
skil hinna ýmsu fagurfræðilegu við-
fangsefna, cnda þótt honum sem
fleirum, er mikið er gefið, hagnýtt-
ist það ekki til hlítar. Með honum
hverfur af sjónarsviðinu sérstæður
persónuleiki, sem ærið oft vcrður að
sæta gagnrýni og misskilningi sam-
borgarans, en er innst inni heilsteypt-
ari og sannari en umhverfið. Hin
hárfína kímni hans og skarpskyggni
á hið broslega var áberandi, hvöss
en ætíð græskulaus. Við kveðjum
Kristján, kveðjum líf hans og lífs-
stríð, en minningin um góðan dreng
mun lifa um ókomin ár.
ÓlSk.
og herfa. Nú vantar einungis lúsar hend-
ur til þess að hagnýta sér moldina. Bæði
tingir og gamlir ættu að hittast kvöldstund
og planta og sá, svo að umhverfi kirkj-
unnar verði okkur til sóma og öllum til
yndis, sem á horfa. Fram til starfa.
Að lokum flyt ég þeim þakkir, sem hafa
stungið niður penna og sent þættinum bréf
og hugvékjur. Með því hafa þeir sýnt,
að þeir virða þá hugsun, sem að baki
liggur og vilja gera hana að sinni. Þó lítið
hafi e. t. v. unnizt og fátæklega hafi verið
á haldið hjá mér í þessum þætti mínum,
var viljinn j)ó og löngunin til góðs hin
sama. Liiið heil.
-----------------------------+
Storhisefni
Orlon — Gluggatjaldaefni
Kaupfélag Suðurnesja